Morgunblaðið - 13.03.2019, Page 33

Morgunblaðið - 13.03.2019, Page 33
Helgi Snær Sigurðsson helgisnaer@mbl.is In The Dark, önnur breiðskífa hljómsveitarinnar Vök, kom út 1. mars og samhliða útgáfunni mynd- band við eitt laga hennar, „Erase“. Platan var samin og tekin upp af hljómsveitarmeðlimunum Margréti Rán og Einari Stef í samstarfi við breskan upptökustjóra, James Earp, og fóru upptökur fram bæði í hljóðveri hans í Notting Hill í London og hér á landi. Strax við fyrstu hlustun er ljóst að hér er mun poppaðri Vök á ferð- inni en sú sem sigraði Músíktil- raunir árið 2013 en auk Margrétar og Einars skipar sveitina Bergur Einar Dagbjartsson trommari. Og platan er býsna ólík fyrstu breið- skífunni, Figure, sem kom út árið 2017, mun léttara yfir henni en hljómsveitin lýsir lögunum á nýju plötunni sem poppsmellum með angurværum og jafnvel sorglegum undirtóni. Sveigjanlegt starf Blaðamaður ræddi við Margréti Rán nokkrum dögum eftir útgáfu plötunnar og hafði þá fyrir tilviljun komist að því að hún starfar sem rennismiður hjá stoðtækjaframleið- andanum Össuri meðfram tónlist- arstörfum sínum. Blaðamanni leik- ur forvitni á að vita hvort hún hafi starfað lengi sem rennismiður og segist Margrét hafa lokið hljóð- tækninámi fyrir tveimur árum og upp úr því hafið störf hjá Össuri. „Ég ætlaði bara að vinna þar í ár en ég er með svo góðan díl þar, er í svo miklum þæg- indaramma, get alltaf fengið frí og skotist og það eru ekki allir vinnustaðir sem bjóða upp á það,“ segir Mar- grét. Slíkt starf kemur sér vel fyrir tónlistar- mann sem fer reglulega í tónleika- ferðir til útlanda. Talandi um útlönd, í hvaða lönd- um skyldi Vök njóta mestra vin- sælda? Margrét nefnir Þýskaland og Pólland. „Þar er rosalega vel mætt,“ segir hún. Vök hefur líka hlotið mikla athygli og lof í erlend- um fjölmiðlum, m.a. Noisey, The Line of Best Fit, The New York Times, Clash og Stereogum og hljómsveitin hefur verið önnum kaf- in við tónleikahald í Bandaríkjunum og Evrópu á undanförnum vikum. Og nú er komin ný plata með til- heyrandi tónleikahaldi, útgáfu- tónleikar í Iðnó 22. mars og degi síðar á Græna hattinum á Akureyri og svo er stefnan sett á Evrópu. Fiktað og fínpússað „Á þessari plötu erum við með pródúser og þetta byrjar yfirleitt á því að ég sem lag, pródúsa bít og tek kannski upp einhvern vókal og gítar, bara eitthvað, og það er rosa mismunandi hversu langt lagið er komið,“ segir Margrét um plötugerðarferlið. „Svo rétti ég Einari það lag og hann fiktar svolítið með það og við bætum svo kannski einhverju á það, búum til nýjar línur eða eitthvað og förum svo með það til pródúsersins. Hann vill þá kannski taka upp nýj- an vókal sem hann yfirleitt gerir. Það sem pródúserinn gerði mikið fyrir þessa plötu var í raun að stjórna vókalnum mínum, hjálpa okkur að búa til betra flæði í texta og fínpússa ýmislegt og kannski breyta uppröðuninni á laginu sjálfu, staðsetningum, hvar við viljum fá viðlag og svoleiðis,“ segir Margrét. Bjartir tónar, myrkir textar – Platan heitir In The Dark en er ekki mjög myrk á að heyra. Hvað eruð þið að fara með þessum titli? „Þetta var smá kaldhæðni af því platan hljómar ekki mjög „dark“, er í rauninni létt en það sem býr að baki textunum er dálítið „dark“. Þetta er dökk tilfinningaflóra með léttum töktum, það var konseptið sem við vorum að vinna með,“ svar- ar Margrét. En semur hún text- ana? Jú, að mestu leyti, svarar hún, en þurfi þó hjálp frá Einari eða upptökustjórnandanum. Þurftu að breyta til – Um hvað ertu að syngja? „Í rauninni bara fyrrverandi sambönd, fyrrverandi vináttu og ýmislegt sem við mannfólkið upp- lifum,“ svarar Margrét og sem dæmi segir í tilkynningu um útgáfu plötunnar að lagið „Erase“ fjalli um manneskju sem hafi ýtt Margréti að jaðrinum þar til hún vildi hrein- lega stroka hana út úr lífi sínu. En aftur að tónlistinni, hvernig hefur hún breyst milli platna hjá sveitinni? „Í rauninni hefur hljóm- heimurinn alltaf breyst smá með hverri EP-plötu eða plötu, við erum búin að gefa út tvær EP og tvö al- búm og okkur hefur alltaf fundist mikilvægt að þróast og það sem gerðist var í raun að okkur langaði svolítið í „fresh start“. Við vorum ekkert að reyna að vera poppaðri en vorum mikið til í þetta, ég var byrjuð að semja meira poppað þannig að þetta var í raun það sem við vildum gera, aðgengilegra stöff,“ útskýrir Margrét. „Við vor- um dálítið stöðnuð og fannst við þurfa að breyta aðeins til og vera djarfari.“ Margrét segir ákaflega gaman að flytja nýju lögin á tónleikum sem veiti sveitinni „kitl í magann“ á ný. Það er því mikið kitl framundan, fyrst í Reykjavík, þá Akureyri og því næst Amsterdam. „Við tókum Austur-Evrópu núna fyrr í mán- uðinum þannig að við erum að færa okkur ofar núna,“ segir Margrét. Myrkar tilfinningar með léttum töktum Ljósmynd/Sigga Ella  Vök rær á poppaðri mið á annarri breiðskífu sinni, In The Dark  Popplög með angurværum og jafnvel sorglegum undirtóni  Þriggja vikna tónleikaferð um Evrópu framundan hjá sveitinni Í þróun Hljómsveitin Vök hefur þróast í poppaðri átt á nýrri breiðskífu sinni. MENNING 33 MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 13. MARS 2019 SVALALOKANIR Svalalokanir frá Glerborg eru nýtískulegar og falla vel að straumum og stefnum nútímahönnunar. Lokunin er auðveld í þrifum þar sem hún opnast inná við. Hægt er að fá brautirnar í hvaða lit sem er. Svalalokun verndar svalirnar fyrir regni, vindi og ryki og eykur hljóðeinangrun og breytir notkun svala í heilsársnotkun. Glerborg Mörkinni 4 108 Reykjavík 565 0000 glerborg@glerborg.is www.glerborg.is 2291árfregalgeps&nupílsrelg,raggulg,relG FÁÐU TILBOÐ ÞÉR AÐ KOSTNAÐAR-LAUSU Greg Silverman, fyrrverandi for- stjóri hins heimskunna kvik- myndaframleiðslufyrirtækis War- ner Brothers, hefur tryggt sér réttinn á því að kvikmynda glæpa- söguna Dimmu eftir Ragnar Jón- asson. Ætlunin er að framleiða sjónvarpsþáttaröð eftir bókinni sem er sú fyrsta í þríleiks Ragnars um lögreglukonuna Huldu. Fyrsti fjölmiðillinn sem greindi frá kaupunum var Deadline sem fjallar um kvikmyndir og sjón- varpsþætti. Silverman hefur komið að mörgum þekktum kvikmyndum á ferli sínum, m.a. A Star is Born og mun fyrirtæki hans, Stampede, framleiða þáttaröðina. Dimma kom út árið 2015 og kom hún út í Bandaríkjunum á dögunum og hefur verið vel tekið þar í landi. Silverman keypti réttinn að Dimmu Morgunblaðið/Árni Sæberg Vinsæll Ragnar Jónasson rithöfundur.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.