Morgunblaðið - Sunnudagur - 31.03.2019, Síða 2

Morgunblaðið - Sunnudagur - 31.03.2019, Síða 2
Hvernig ertu stemmd þessa dagana? Ég er bara nokkuð brött. Þú hefur farið sem blaðamaður á stórmót og nú ertu með heimildamynd um krakkamót. Hver er munurinn? Þetta eru auðvitað ólík verkefni en þau eiga það sameiginlegt að veita manni ótrúlega gleði, mikinn kraft og að sjálfsögðu allmörg fiðrildi í maga þegar leikir eru í gangi. Á stórmótum eins og EM er mikil öryggisgæsla, stundum einungis nokkrar mínútur í boði til að taka viðtöl við leikmenn á fyrirfram ákveðnum stað þannig að svigrúmið er minna. Á Símamótinu fengum við að vera flögrandi flugur á æfingum stelpnanna, á hliðar- línum leikjanna og bara hér og þar með þeim í sumarblíðunni í Fífunni. Þetta er óskastaða blaðamannsins – allar til í að veita okkur viðtöl og stelpurnar óhræddar við að sýna okkur bæði gleði og tár. Er framtíð íslensks fótbolta björt? Miðað við það sem við sáum á Símamótinu þá er eitthvað stórkostlegt í vændum. Ég ræddi við nokkrar fótboltakanónur sem höfðu orð á því að hafa aldrei séð jafn hæfileikaríka árganga áður. Þvílíkur metnaður, leikgleði og sjálfstraust. Hvað er annars fram undan hjá þér? Sjálf er ég núna að feta mín fyrstu spor á vettvangi nýrra íþrótta. Er byrj- uð á golfnámskeiði til að geta tekið nokkra hringi í sumar og svo fór ég í fyrstu fjallaskíðaferðina fyrr í mánuðinum með tilheyrandi byltum. Það er svolítið strembið að vera byrjandi á fullorðinsaldri en hrikalega hollt og gott. Annars er ég á fullu í íbúðarleit og alveg að byrja að pakka fyrir páskaferð til Madrídar þar sem ég bjó fyrir nokkrum árum. Þar verður hitað upp fyrir ís- lenska sumarið. Er langt í sumarið? Alls ekki. Ég lét gervivorið sem kíkti nýlega til okkar um stundarsakir hafa áhrif á fataskápinn og klæði mig nú frekar í samræmi við tíðarfarið í Mið-Evrópu. Ég ætla ekki að gefast upp og taka úlpuna fram af því að þetta er alveg að koma. Birtan segir allt; sólin kemur upp um sjöleytið og sest ekki fyrr en rúmlega átta. Í FÓKUS 2 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 31.3. 2019 Dolorin 500mg paracetamól töflur - 20 stk og 30 stk Lesið vandlega upplýsingarnar á umbúðumog fylgiseðli fyrir notkun lyfsins. Leitið til læknis eða lyfjafræðings sé þörf á frekari upplýsingum umáhættu og aukaverkanir. Sjá nánari upplýsingar um lyfið á www.serlyfjaskra.is Dolorin Hita- og verkjastillandi paracetamól Á HAGSTÆÐUVERÐI! Reykjavíkurvegur 62 | Sími 527 0640 | 220Hafnarfjörður | www.wh.is Þú færð Dolorin í næsta apóteki Hann verður ekki lengi þessi!“Þetta fullyrti eiginkona mín, þar sem við sátum fyrir framansjónvarpið og fylgdumst með Erik Hamrén, landsliðsþjálfara karla í knattspyrnu, gera grein fyrir slæmu tapi liðsins á Frakkvangi í París í byrj- un vikunnar. Téð fullyrðing sætti tíðindum í ljósi þess að eiginkona mín fylg- ist ekki með knattspyrnu og hefur engan áhuga á þeirri ágætu íþrótt. Á hverju byggir þú það? spurði ég forvitinn. „Ég les það úr augunum á honum!“ Þetta þótti mér ekki síður merkileg staðhæfing. En það má svo sem til sanns vegar færa, karlkvölin hann Hamrén var eins og haustlamb í háu ljósunum í samtali við Hauk Harð- arson íþróttafréttamann að leik loknum. Skammaðist sín augljóslega fyrir háðuglega útreiðina. Hann gerði þó meira úr getu Frakkanna en getuleysi íslenska liðsins. Nú ætla ég ekki að kveða upp neinn dóm yfir Erik Hamrén en skeleggir sparkskýrendur, sem hafa margfalt meira vit á knattspyrnu en ég, hafa efast um hæfni hans í vik- unni, bæði í fjölmiðlum og einka- samtölum. Alla ber þá speki að sama brunni; liðið var arfaslakt, andlaust og agalaust í leiknum. Þjóðin er orðin góðu vön þegar sparkkarlarnir okkar eru annars vegar og lætur fyrir vikið ekki bjóða sér svona frammistöðu. Einfalt mál. Hamrén og strákunum okkar til vorkunnar verður þó að halda því til haga að Frakkar eru með geggjað lið. Það er ekkert glópalán að þeir eru heims- meistarar í knattspyrnu. Og líklega felst mesta niðurlæging íslenska liðsins í því að Mbappé, Griezmann, Pogba og félagar voru alveg örugglega ekki á fullu gasi á mánudaginn. Þeir geta ennþá betur. Gleymum því heldur ekki að Frakkar völtuðu yfir okkur á sama velli í átta liða úrslitum EM 2016; 5:2. Og þá voru þjóðhetjurnar Lars og Heimir ennþá í brúnni og liðið líklega á hápunkti getu sinnar og sjálfstrausts. Eftir hörmulega byrjun með landsliðið stigmagnast pressan á Erik Ham- rén og ljóst er að hann þarf að ná vopnum sínum hratt og örugglega ætli hann að ílengjast í starfi. Næstu þrír leikir eru á heimavelli, þar sem Ísland tapar sárasjaldan í seinni tíð, og þar þarf Svíinn sannarlega á hagstæðum úr- slitum að halda. Svo það birti yfir augunum. Hann verður ekki lengi þessi! Pistill Orri Páll Ormarsson orri@mbl.is ’ Þjóðin er orðin góðuvön þegar sparkkarl-arnir okkar eru annarsvegar og lætur fyrir vikið ekki bjóða sér svona frammistöðu. Rakel Sigurjónsdóttir Nei. SPURNING DAGSINS Munt þú sakna WOW air? Alex Gíslason Nei, ég get ekki sagt það. Það kemur alltaf maður í manns stað. Heiðrún Jónsdóttir Já, en ég hef samt aldrei flogið með þeim. Unnsteinn Þorsteinsson Nei, ég myndi ekki segja það en það var samt fínt fyrir samkeppnina. Ritstjóri Davíð Oddsson Ritstjóri og framkvæmdastjóri Haraldur Johannessen Aðstoðarritstjóri Karl Blöndal Umsjón Eyrún Magnúsdóttir, eyrun@mbl.is Prentun Landsprent ehf. Hádegismóum 2, 110 Reykjavík. Sími 569 1100 Útgáfufélag Árvakur hf., Reykjavík. Forsíðumyndina tók Eggert Jóhannesson Hugrún Halldórsdóttir er umsjónarmaður heimildamyndarinnar Fótboltastelpur sem fjallar um Símamótið í fótbolta og er sýnd í Sjónvarpi Símans Premium. Hún hefur starfað við dagskrárgerð í áratug og er nú fjölmiðlafulltrúi Bláa lónsins. Morgunblaðið/Kristinn Magnússon Gleði og tár í bland HUGRÚN HALLDÓRSDÓTTIR SITUR FYRIR SVÖRUM

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.