Morgunblaðið - Sunnudagur - 31.03.2019, Page 4
Vildu greiða
götu flugsins
Þar eð nú er stofnað félag til aðreyna að hefja flugferðir hér álandi, en vantar fjármagn, eru
þeir er vilja ganga í félagið og styrkja
það með fjárframlögum, beðnir að
gera aðvart Halldóri Jónassyni, Von-
arstræti 12 (Sími 732, oftast heima kl.
1-3) fyrir næsta laugardag, er fram-
hald stofnfundar verður haldið.“
Það fór ekki mikið fyrir henni, ein-
dálka frétt um stofnun fyrsta flug-
félagsins á Íslandi, Flugfélags Ís-
lands, í Morgunblaðinu mánudaginn
24. mars 1919 en stofnfundurinn fór
fram tveimur dögum áður.
Góðar undirtektir
Daginn eftir kom þó önnur frétt og
hið nýja félag átti eftir að verða fyr-
irferðarmikið í fréttaflutningi blaðs-
ins í framhaldinu. „Eins og flestum
mun kunnugt, hafa nokkrir menn hér
í bænum unnið að því undanfarna
mánuði að greiða nýjasta samgöngu-
tækinu, flugvélunum, leið hingað til
lands,“ stóð í Morgunblaðinu 25.
mars. „Hafa þeir þegar safnað
nokkru fé, 20-30 þús. kr. til fram-
kvæmda, og á laugard. boðuðu þeir til
fundar í Iðnó til þess að koma á fót
föstum félagsskap fyrir alla þá, sem
áhuga hafa á málinu. Undirtektir
fundarmanna báru þess ljósan vott,
að áhugi fyrir framkvæmdum var
mjög mikill. Hnigu orð flestra í þá átt,
að einskis ætti að láta ófreistað til
þess, að fá menn hingað strax í sumar
til að sýna flug og gera víðtækar til-
raunir til þess að komast að raun um
hversu staðhættir (lendingarstaðir,
loftstraumar o. þ. h.) reyndust, svo að
hægt yrði að fá ábyggilegan grund-
það arðberandi, eða hvort það ætti að
ráðast í að starfrækja flugferðir og
gerast atvinnurekandi á því sviði.
Forsvarsmenn félagsins létu þess
getið að fyrir þeim vekti aðeins að
greiða götu málsins.
Vél sömu gerðar og
Flugfélag Íslands
festi kaup á árið
1919, Avro 504K.
Rétt eins og í dag var um fátt meira rætt í fréttum
fyrir 100 árum en flug og flugferðir en fyrsta flug-
félagið í sögu landsins, Flugfélag Íslands, var þá
nýstofnað. Það átti skamma lífdaga fyrir höndum.
Orri Páll Ormarsson orri@mbl.is
völl fyrir framtíðarfyrirætlanir í flug-
ferðum hér, og að vakinn yrði áhugi
almennings á þessu mikilsverða mál-
efni.“
Í sömu frétt kom fram að skoðanir
manna á fundinum hefðu verið nokk-
uð skiptar um það hvert hlutverk fé-
lagsins ætti að vera. Hvort það ætti
að vinna að því að vekja áhuga al-
mennings fyrir flugferðum og verja
því fé sem því áskotnaðist í því augna-
miði, án þess að hugsa um að gera
Flugfélag Íslands stóð fyrir kaupum á fyrstu flugvél-
inni sem keypt var til landsins og var af gerðinni
Avro 504K. Flugvélin var smíðuð í Bretlandi en
keypt frá Danmörku og kom til landsins á árinu
1919. Fyrsta flug hennar var farið úr Vatnsmýrinni
3. september það ár. Flugmaðurinn var danskur,
Cecil Faber að nafni. Félagið stóð fyrir flugsýn-
ingum og útsýnisflugi með farþega í tvö sumur, en
var lagt niður á árinu 1920 og flugvélin seld. Átta
ár liðu þangað til Íslendingar reyndu aftur að
stofna flugfélag, hlaut það einnig nafnið Flugfélag
Íslands.
Stóð fyrir útsýnisflugi og flugsýningum
HEIMURINN
4 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 31.3. 2019
Það var dapurlegt að vakna á fimmtudag-inn við fréttirnar af falli WOW. Tveim-ur dögum fyrr ríkti talsverð bjartsýni,
stefndi í enn eitt markið í uppbótartíma og
vorið að koma. Fimmtudagsmorgunn heilsaði
með hagléli og fréttum um að rúmlega þúsund
manns hefðu misst vinnuna. Það hlýtur að vera
bæði sárt og erfitt.
WOW var skrítni, skemmtilegi og kannski
óþekki krakkinn í bekknum. Hann var uppá-
tækjasamur og óútreiknanlegur og lærði hugs-
anlega ekki alltaf heima. Nógu klár til að
reikna bara dæmin í stærðfræðinni í huganum
en skilaði ekki útreikningum. En það var gam-
an að vera í kringum hann og það var alltaf
eitthvað að gerast. Maður sér fyrir sér
áhyggjufulla kennara á foreldrafundi: „Hann
hegðar sér ekki alltaf skynsamlega en hann er
oft mjög snjall.“
Líklega höfðu kennararnir áhyggjur af hon-
um og voru ekki alveg vissir um að það yrði
eitthvað úr honum. Öfugt við Icelandair sem
allir vissu að yrði læknir eða lögfræðingur og
var alltaf með sitt á hreinu.
Við þurfum fyrirtæki eins og WOW sem eru
öðruvísi. Mögulega er slíkt fyrirtæki draumur
eins manns sem ákveður að hlutverk hans sé
mikilvægt og nauðsynlegt fyrir samfélagið og
tekst þannig að drífa fólk með sér. Jafnvel þótt
það viti ekki nákvæmlega hvert það sé að fara.
Ég á erfitt með að skilja Þórðargleði sumra
yfir örlögum WOW. Það er merkilegt að sjá
fólk hlakka yfir falli kapítalisma eða karl-
mennsku. Gleðjast yfir því að hafa haft rétt
fyrir sér. Mér finnst þetta ekki alveg svo ein-
falt. Vissulega gerði WOW mistök. Sennilega
alveg helling. En ég er, greinilega ólíkt mörg-
um sem hafa viðrað skoðanir sínar, ekki neinn
sérstakur sérfræðingur í alþjóðlegum flug-
rekstri. Ég veit hinsvegar að ef þetta væri auð-
velt þá væri WOW ekki tíunda lágfargjalda-
flugfélagið sem fer þessa leið á tæpum tveimur
árum.
Margir sem sérhæfa sig í að vera vitrir eft-
irá hafa sagt að þetta hafi verið glapræði frá
upphafi. Mögulega. En þetta fyrirtæki breytti
íslensku samfélagi, hvort sem fólki líkar það
betur eða verr. Það bjó til störf, skapaði, ásamt
fleirum, grundvöll fyrir risastóran atvinnuveg
og náði þrátt fyrir allt að þrauka í sjö ár.
Ég held að ýmsir hafi staðið sig að því að
halda með Skúla Mogensen á síðustu metr-
unum. Hann var eins og íslenskur gönguskíða-
maður á ólympíuleikunum, að berjast við að ná
í mark. Mögulega með rangan áburð á skíð-
unum en neitaði að gefast upp. Ég held að nán-
ast allir hafi vonast til að á einhvern ótrúlegan
hátt myndi þetta reddast á síðustu sekúnd-
unum og við gætum áhyggjulaus farið og hitt
fullu og brenndu Bretana á Tene eða allt hitt
sem við gerðum með WOW en hefðum senni-
lega annars sleppt.
Undir það síðasta voru einhverjir á því að
ríkið ætti að leggja félaginu til fé. Það hefði
verið algjörlega úr karakter við þetta fyrir-
tæki og nánast eins og gefa gönguskíðamann-
inum stera. Ef lögmál markaðarins eiga að
gilda á leiðinni upp, þurfa þau líka að gilda á
leiðinni niður.
Í því liggur nefnilega galdurinn við fyrirtæki
eins og WOW. Þau eru afsprengi markaðarins.
Táknmynd samkeppni, frelsis og mögulega
þess að gera mistök. Sum þeirra hafa gengið,
skapað vinnu og vaxið og dafnað. Önnur hafa
farið sömu leið og WOW. Það er nefnilega
þannig að þegar farið er út í nýsköpun í rekstri
er ýmislegt reynt og ekki ganga allir hlutir
upp. En það þýðir ekki að við eigum að hætta
að reyna.
’Líklega höfðu kennararniráhyggjur af honum og voruekki alveg vissir um að það yrðieitthvað úr honum. Öfugt við
Icelandair sem allir vissu að yrði
læknir eða lögfræðingur og var
alltaf með sitt á hreinu.
Á meðan ég man
Logi Bergmann
logi@mbl.is
Óþekki krakkinn í bekknum
ALMAR
BAKARI
BAKARÍ / KAFFIHÚS / SALATBAR
Sunnumörk 2, Hveragerði, sími 483 1919, Almar bakari
Opið mánudaga til laugardaga kl. 7-18, sunnudaga kl. 8-18
SÉRBAKAÐfyrir þig
SALATBAR
ferskur allan
daginn