Morgunblaðið - Sunnudagur - 31.03.2019, Síða 16
16 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 31.3. 2019
H
ún hefur óljósa merkingu full-
yrðingin að heimurinn sé í betri
málum nú en oft áður á sinni tíð.
En með henni og öðrum áþekk-
um er átt við dýrategundina
sem ræður þar mestu fremur en
jörðina sem hún stendur á.
Heiminum fer fram
Margar stofnanir mæla hamingjuna reglubundið þótt
ekki sé auðvelt að festa hönd á henni. Gildir væntan-
lega það sama um hana og um heildarmagn ástar og
sorgar í veröldinni. Með nokkru viti má á hinn bóginn
slá á fjárhagslegan styrk og getu fyrirferðarmestu
dýrategundarinnar þótt ekki sé vitað til þess að aðrar
dýrategundir geri svona mælingar hjá sér.
Stundum eru aðrir fjárhagskvarðar settir upp, svo
sem sá sem mælir hvaða tækifæri hinum „lakast
settu“ eru búin á hverjum tíma.
Vinstrisinnaðir „vísindamenn“ telja flestir að al-
menn fátækt sé mun nær hamingju og alsælu manns
þegar sem flestir hafi sem minnst til hnífs og skeiðar.
Slík tilvera sé mun meira fagnaðarefni en þegar í ljós
kemur að þeir lakast settu séu fjárhagslega margfalt
betur settir en í fyrra dæminu en munurinn á þeim og
hinum sem hafa það best sé of mikill!
Öfundargen þessarar tilteknu stjórnmálaskoðunar,
sem er ríkjandi gen, virðist gera mönnum ómögulegt
að leggja efnislegt mat á myndir af þessu tagi.
En þó flokka þeir sem eru í þessum vandræðum með
sína nálgun sig áfram sem handhafa stimpils vís-
indanna, hvernig sem þeir treysta sér til þess.
En jafnvel þótt eingöngu sé gengið út frá sjónar-
miðum stjórnmála virðist nálgunin vera jafnóhöndug-
leg og þegar hattur vísindanna sem passar þó illa,
trónar efst.
En hvað sem líður bölmóð atvinnumanna í bölmóði
þá sýnir sú mynd sem haldin er minnstum fordómum
að ekki finnist annar tími í sögu mannkyns sem skákar
deginum í dag um fjárhagslega getu þess hóps sem
telst standa lakast á þann kvarða.
Og eins þykir augljóst að í annan tíma hafi menn
ekki verið jafn lítt niðurnjörvaðir í óbreytanlega stétt-
arstöðu og nú. Veggirnir um dilka fjárhagslegrar getu,
sem menn eru dregnir inn í vegna ættar, uppruna eða
efna forfeðra eru vissulega enn til staðar víða og fjötra
menn niður. En þó að sums staðar miði sorglega hægt
hafa þessir veggir þó aldrei verið lægri en nú og þar
með fjölgar tækifærum til að skapa sér aðra og betri
stöðu nú miklu oftar.
Blikka ljós? Hringja bjöllur?
En fyrrnefnd mynd er þó ekki endilega trygging-
arskírteini frá öruggu félagi um að öllu sé óhætt til
skemmri tíma.
Nú eru liðin rúm tíu ár frá því að vélin sem knýr
fjárhagslega getu og tryggir stöðugleika í heimsbú-
skapnum bilaði víða og sums staðar illa. Og ekki verð-
ur betur séð en að hún sé tekin að hiksta.
En þessum aðvörunarmerkjum mætti gefa betri
gaum. Flest ríkin sem fengu bálið í fangið fyrir áratug
eru komin í bærilegt skjól. Okkar ríki tók réttar
ákvarðanir á fyrstu dögum eftir áfallið og það var ekki
bundið á klafa ESB sem reyndi þó að kúga það til und-
irgefni, eins og það er að gera núna í orkumálunum.
Núverandi ríkisstjórn virðist hafa ákveðið að fylgja
fordæmi Steingríms og Jóhönnu í Icesave af ástæðum
sem eru jafn óskiljanlegar og þjónkunin við Steingrím
og Icesave.
Hver ráðherrann af öðrum étur upp að ella yrði
EES-samningurinn í uppnámi! Það er eina röksemdin
sem heyrist í gegnum uppgjafartóninn en hún er þó
haldlaus. Ekki fótur fyrir henni. En meira um það síð-
ar.
Horft yfir sviðið
En þótt margir andi léttara þar sem nú hafi flestir
kastað syndum frá tíu ára gamalli bankakreppu aftur
fyrir sig og myndin hafi litið sæmilega út síðustu
misserin er ekki allt sem sýnist. Og það skiptir litlu
hvert er horft. Í rauninni er fátt að gera sig í augna-
blikinu nema Bandaríkin. Þau voru heltekin af doða
og deyfð þar til Donald Trump gerbreytti stefnu
þeirra með því að veifa hendi. Hann skar niður skatta
og grisjaði reglugerðaskóg.
Bandaríkin eru komin á gott skrið og það sýna
merkin. Atvinnuleysi minnkar jafnt og þétt þótt miklu
fleiri sæki á vinnumarkað en áður. Atvinnuþátttaka
blökkumanna og annarra minnihlutahópa hefur auk-
ist með marktækum hætti. Raunlaun hafa hækkað og
hlutabréfamarkaður er óvenjuþróttmikill svo nokkur
dæmi séu nefnd.
En þótt Bandaríkin séu voldug og fyrir komi að þau
tali eins og þau séu ein í heiminum þá eru þau það ekki
og geta ekki algjörlega án heimsins verið. Sem betur
fer fyrir heiminn.
Og hvernig stendur hann þessi heimur utan Banda-
ríkjanna? Ef Theresa May hefði ekki notað víðtækt
hæfileikaleysi sitt til þrautar og með því náð að eyði-
leggja Brexit væri Bretland að fara á skrið, laust úr
viðjum ESB. En þar horfir nú heldur illa vegna þessa
heimatilbúna vandræðagangs. Útlitið fyrir Breta er þó
þrátt fyrir May skömminni skárra en á meginlandinu.
Merkel og Macron misstíga sig
Macron forseti Frakklands kom eins og frelsandi eng-
ill á forsetastól eftir að félagi hans og leiðtogi Hollande
forseti hafði tapað sínu trausti svo hratt að með ólík-
indum var. Stuðningur við Macron og væntingar um
að hann kynni að frelsa Frakkland úr efnahagslegum
vandræðum hafa hrunið til grunna. Óvinir hans í end-
urskinsvestunum hafa haft betur. Það er vont fyrir
Macron og óneitanlega afleitt fyrir efnahag og framtíð
Frakklands. Hinn aðalöxull ESB, Þýskaland, býr
einnig við forystukreppu og vaxandi efnahagsleg
vandræði og það þótt evran væri sérhönnuð fyrir það.
Merkel sagði af sér sem formaður Kristilegra demó-
krata og einhver tók við sem enginn man hver er.
Fylgi flokks kanslarans hefur minnkað verulega en er
þó tapið hátíð hjá tapi hins stjórnarflokksins, Krat-
anna. Hagvaxtartölur í Þýskalandi eru ekki lengur til
að hrópa húrra fyrir. Hún hefur heldur ekki riðið feit-
um hesti frá samskiptunum við Donald Trump. Þýska-
land má því muna fífil sinn fegri. Og sömu sögu má
eiginlega segja um álfuna alla, en einkum þá hluta
hennar sem létu plata sig í evruna. Ítalía er enn í
ógöngum og þær fara vaxandi. Nýir leiðtogar tala af
miklum krafti. Þar vantar ekkert upp á. En nokkuð
skortir á aflið við að koma sér úr fjasi í framkvæmd.
Spánn stendur illa og viðvarandi uppnám í stjórn
landsins og efnahagsástandið er lítið betra en á Ítalíu
Ævintýri
á gönguför
í óveðri
Reykjavíkurbréf29.03.19