Morgunblaðið - Sunnudagur

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Saqqummersitaq pingaarneq:

Morgunblaðið - Sunnudagur - 31.03.2019, Qupperneq 17

Morgunblaðið - Sunnudagur - 31.03.2019, Qupperneq 17
þótt minna sé um það talað. Grikkir voru settir í ald- arlangt skuldafangelsi til að bjarga þýskum og frönskum bönkum sem höfðu hagað sér glannalega. Örlög þeirra eru ömurleg. Engin spil á hendi Mario Draghi, bankastjóri evrunnar, sér engin úr- ræði. Ekki er lengur hægt að lækka vexti. Vaxtalækk- un niður fyrir núll var kynnt sem skammtímaaðgerð. En bankinn hefur ekki komist út úr henni enn. Seðlabanki evrunnar tilkynnti fyrir ári að komið væri lífsmark í efnahagslíf aðildarlandanna og því yrði hægt að draga úr peningaprentun og félagslegri að- stoð við evrópskt atvinnulíf. Smám saman yrði hægt að draga úr slíkum framlögum og hægt yrði að hækka vexti á ný upp í það sem viðgengist þar sem efnahags- lífið væri í lagi og þar með ýta undir heilbrigðan sparnað í álfunni. Bankastjórinn hefur nú þurft að éta þennan vonarneista ofan í sig í einum bita. Hann hef- ur ekki verið bragðgóður sá. Stöðnunarspírallinn í álfunni er farinn að minna óþægilega á sambærilegt ástand í Japan sem staðið hefur lengur en nokkur spáði. Rússland er í vandræðum og misheppnaðar efna- hagsþvinganir gera Rússum erfitt fyrir, en skaða um leið ríkin sem ösnuðust út í þær, þó ekkert með álíka vandræðagangi og Ísland. Ekki tekur betra við Og svo er það Kína. Enn sér ekki fyrir enda á „við- skiptastríði“ þess og Bandaríkjanna. En að því frá- töldu er Kína í verulegum efnahagsvandræðum sem hverfa í skuggann af viðskiptadeilunum. Það er eng- inn ágreiningur um það í Bandaríkjunum að atlaga Trumps til að koma viðskiptum við Kína í heilbrigðari farveg var löngu tímabær. En bandarísk yfirvöld höfðu ekki haft kjark til að bregðast þannig við. Og eftir því sem þetta var dregið því kostnaðarsamara hlaut það að verða. Suður-Ameríka er í verulegum vandræðum. Og þótt ljósglæta sé í sumum ríkjum þess, þá smita vand- ræðalöndin út frá sér. Afurð sósíalismans, Venesúela, sem tók ekki nema rúman áratug að koma úr ríki- dæmi í vesæld, er auðvitað sýnu verst. Íran er í póli- tísku og efnahagslegu uppnámi og verulega farið að hitna undir klerkastjórninni þar og var tími til kom- inn. Vandi Erdogans eykst Aðeins vestar er Tyrkland Erdogans. Líra þess hefur fallið um 40% síðustu misserin og lækkar enn þrátt fyrir handaflsaðgerðir forsetans sem gerir allt til að koma sér í gegnum kosningarnar sem í hönd fara á sem sléttustum sjó. Fjárhagsvandi ríkisins fer þó dagversnandi. Það hanga yfir Tyrkjum 150 milljarðar dollara sem eru á gjalddaga næstu 12 mánuði. Tog- streita, svo ekki sé sagt stjórnmálalegt hatur, er und- irliggjandi eftir harkaleg viðbrögð við byltingartil- raun hluta hers Tyrkja. Erdogan hafði drjúgan hluta þjóðarinnar með sér í þeim átökum. En það fylgi minnkar ört eftir því sem efnahagsþrengingar aukast. Þar eru erfiðir tímar og hér atvinnuþref Þetta horfir ekki vel hvert sem litið er. Þó er ekki ver- ið að spá nýrri kreppu. En hafa verður vara á því að ríkis- og bankayfirvöld eru ekki með nein tæk úrræði ef bregðast þarf við af afli því að þau standa enn í neyðaraðgerðum eins og Evrópa er grátlegt dæmi um nú áratug eftir bankaáföllin. Og á Íslandi eru þeir til sem telja að nú sé tíminn til að hleypa atvinnulífi sem byggist á útflutningstekjum í uppnám. Það þurfti fall draumaflugfélags til að opna augu þessa fólks í hálfa gátt. Vá, sagði það þegar óhljóðin frá brotlendingunni bárust því. Eins og maður hafði hlakkað til verkfall- anna! Í gær lét Theresa May þingið greiða atkvæði í þriðja sinn um „samninginn minn“, „eina samninginn og jafnframt besta samninginn!“. Í því fólst mikil nið- urlæging fyrir þetta næstelsta þing veraldar. Þing- forsetinn sem hafði mannað sig upp í að stoppa vit- leysuna þorði ekki að sitja uppi með glæpinn. Í þriðja sinn felldi þingið samning May með verulegum mun þótt úr honum hafi dregið nokkuð eftir hótanir henn- ar. Áður hafði May stuðlað að því þingið greiddi at- kvæði um að yfirgefa ekki ESB án útgöngusamnings. Hún tók fram við það tækifæri að sú atkvæðagreiðsla væri ekki bindandi en hefur umgengist hana sem bindandi niðurstöðu allar götur síðar. Minnir það helst á íslensku lögfræðibörnin sem mörg munu vera læs og vita því að skrifað stendur að niðurstöður Mannréttindadóms Evrópu séu ekki bindandi fyrir Ísland. Þau telja að þetta hljóti að þýða að úrlausn- irnar séu bindandi fyrir Ísland enda væri ella varla tekið fram að þær væru ekki bindandi fyrir Ísland. Sumir þessara spekinga hafa jafnvel dómararéttindi á Íslandi. King lávarður fordæmir gervivandamál May segir eins og aðrir í elítunni að það væri „hræði- legt“ að fara úr ESB án leiðarvísis sem búrókratar í Brussel teiknuðu upp á 500 síður. Enginn búrókrat- anna býður maka sínum góðan daginn á minna en 50 síðum. Fram að þessu hefur ekki nokkur maður upp- lýst hvað sé svona hræðilegt við útgöngu án leið- arvísis. Mervyn King lávarður, fyrrverandi virtur seðla- bankastjóri Bretlands, hefur sagt og endurtók síðast í gær að það væri ekkert að því og ekkert að óttast við það að fara úr ESB án þessa leiðarvísis. Íslenska þjóðin gerði ekkert með hótanir Jóhönnu, Steingríms og „RÚV“ um allan hryllinginn sem myndi fylgja því að samþykkja ekki Icesave. Ekkert af því gerðist. EKKERT! Enginn þessara pörupilta, spekingar Viðskiptaráðs eða yfirmenn Seðlabanka Íslands hafa beðið afsök- unar á þessum innantómu hótunum og svívirðilegu blekkingum. Af hverju ekki? Morgunblaðið/Kristinn Magnússon ’May segir eins og aðrir í elítunni að þaðværi „hræðilegt“ að fara úr ESB án leið-arvísis sem búrókratar í Brussel teiknuðu uppá 500 síður. Enginn búrókratanna býður maka sínum góðan daginn á minna en 50 síðum. Fram að þessu hefur ekki nokkur mað- ur upplýst hvað væri svona hræðilegt við út- göngu án leiðarvísis. 31.3. 2019 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 17

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.