Morgunblaðið - Sunnudagur - 31.03.2019, Page 18
Airbnb því oft með hótelin fær
maður ekki það sem maður bjóst
við. Við höfum verið fjögur öll
kramin í pínkulitlu herbergi,“ seg-
ir hún og hlær.
„Þegar við erum í stórborgum
gerum við aðeins betur við okkur
og veljum Airbnb þar sem hægt
er að þvo og krakkarnir fá meira
pláss,“ segir hún en hjónin höfðu
skipulagt gistingu fyrstu tvo mán-
uðina heiman frá en plana nú
framhaldið smátt og smátt. „Við
fáum svo mikið af góðum ráðlegg-
ingum frá fólki sem við kynnumst
á leiðinni, við erum alltaf að hitta
aðra ferðalanga sem eru kannski
að koma frá stöðunum sem við er-
um að fara til.“
Spurð um uppáhaldslandið segir
Þ
að er óútreiknanlegt
veður úti og skiptist á
sól, hríð og slydda, allt
á sama korterinu. Ís-
lenski veturinn berst
hatrammlega fyrir lífi sínu en það
er sannarlega sólskin hinum meg-
in á línunni þegar ég slæ á þráð-
inn þvert yfir heiminn, alla leið til
Suður-Ameríku. Alexía Björg Jó-
hannesdóttir og Guðmundur
Steingrímsson pökkuðu niður ör-
fáum flíkum snemma á árinu, gáfu
íslenska vetrinum langt nef og
héldu af stað til Suður-Ameríku
með börnin tvö, þau Jóa og Eddu.
„Við erum núna stödd á stað
sem heitir Baños í Ekvador en við
vorum að koma úr fjöllunum þar
sem við vorum í nokkra daga í
engu netsambandi, sem var bara
dásamlegt. Við fórum á hestbak
og í fjallgöngu en í Ekvador höf-
um við verið í viku, tíu daga,“ seg-
ir Alexía og nefnir að ferðin sé um
það bil hálfnuð og allt hafi gengið
að óskum.
Ekvador er fjórða landið af níu
sem þau hyggjast heimsækja á
þessu sex mánaða bakpoka-
ferðalagi. Löndin níu eru Kosta
Ríka, Panama, Kólumbía, Ekva-
dor, Perú, Bólivía, Síle, Argentína
og Úrúgvæ og dvelja þau að
meðaltali þrjár vikur í hverju
landi.
Elst og yngst
Fjölskyldan er með afar lítinn far-
angur; aðeins einn bakpoka á
mann. „Það er dásamlegt hvað
maður þarf lítið í lífínu; maður
þarf bara fólkið sem maður elsk-
ar,“ segir Alexía, sem svarar
blaðamanni fyrir hönd fjölskyld-
unnar.
„Maður þarf ekki neitt og svo
erum við alltaf bara í sömu föt-
unum sem við getum þvegið. Svo
er einn lítill gítar með í för sem
Gummi spilar á,“ segir hún.
Alexía segir þau hafa gist á
ýmsum tegundum gististaða, allt
frá hótelum til hostela og jafnvel
hafa þau leigt sér Airbnb-íbúð.
„Nú erum við á hosteli sem líkist
Kex-hostelinu heima. Við erum
elst og börnin okkar eru yngst,“
segir hún og hlær. „Það hefur eig-
inlega reynst okkur best að vera á
Alexía erfitt að gera upp á milli
þeirra landa sem þau hafa komið
til. „Við höfum eignast svo æðis-
legar minningar frá öllum þessum
löndum. Ég held samt að það land
sem hafi komið mér mest á óvart
sé Panama. Það algjörlega heillaði
mig. Sonur minn sagði að við ætt-
um minningar þaðan sem við
myndum enn tala um þegar við
værum komin til himnaríkis!“ seg-
ir hún og hlær.
„Þar gistum við á lítilli eyju og
upplifðum ótrúlega magnaða hluti
sem erfitt verður að toppa.“
Hvað gerðuð þið þar sem var
svona sérstakt?
„Við gistum í litlu húsi sem var
búið til úr flugnaneti og vorum
inni í skógi en alveg við ströndina.
Við gátum opnað dyrnar og hopp-
að út í sjó og snorklað við æðis-
legt kóralrif. Svo voru engir vegg-
ir, nema bara net, þannig að
maður sá út og við vorum í svo
mikilli nálægð við náttúruna, og
allt var fullkomlega umhverfis-
vænt á þessum stað,“ segir hún.
„Eitt kvöldið var algjörlega magn-
að! Þarna má finna sjálflýsandi
svif í sjónum sem lýsist upp í
myrkrinu. Við fórum þarna tíu
manna hópur eitt kvöldið og
stukkum út í sjó. Um leið og mað-
ur hreyfir sig í sjónum í myrkrinu
lýsist allt upp. Þetta var eins og í
Disney-bíómynd, algjörlega klikk-
að! Að vera þarna í myrkrinu með
manninum sínum og börnunum
tveimur og sjá þetta lýsast upp;
þetta er það magnaðasta sem ég
hef upplifað fyrir utan að fæða
barn. Þetta var ógleymanlegt, eins
og að vera staddur inni í óraun-
verulegum ævintýraheimi. Þess
vegna á Panama mjög sérstakan
stað í hjartanu.“
Læra á lífið
Alexía segir dagana misjafna;
suma daga er ævintýramennskan í
fyrirrúmi en aðra daga er slakað
á. „Við erum líka með vinnudaga
þar sem krakkarnir læra stærð-
fræði og við vinnum að ýmsum
verkefnum. Við Gummi erum bæði
sjálfstætt starfandi og getum unn-
ið hvar sem er í tölvunum. Svo
höfum við yfirleitt eitthvað fyrir
stafni á hverjum stað, í Kosta
Ríka lærðum við öll á brimbretti
og í Panama fórum við öll á
spænskunámskeið og erum farin
að skilja heilmikið,“ segir hún.
„Svo höfum við farið í aparólu yfir
heilu dalina, í fjallgöngur og á
hestbak,“ segir hún.
„Núna erum við á leiðinni til
Galapagos þar sem við ætlum að
snorkla og skoða dýrin. Þetta er
heilmikill lærdómur fyrir börnin.
Þau eru að læra á lífið í leiðinni og
þeim finnst voða gaman. Þau
sakna auðvitað vina sinna en þau
eru dugleg að hafa samband yfir
netið. Sonur minn sendir bekknum
Minningar sem
endast til himnaríkis
Fjölskyldan Alexía Björg Jóhannesdóttir, Guðmundur Steingrímsson og börnin Edda Liv
og Jóhannes Hermann eru á sex mánaða löngu bakpokaferðalagi um Suður-Ameríku.
Þar búa þau til minningar sem munu endast ævina á enda, og jafnvel lengur!
Ásdís Ásgeirsdóttir asdis@mbl.is
Alexía naut sín vel í aparólu í miðjum frumskógi.
„Það er dásamlegt hvað maður
þarf lítið í lífínu; maður þarf bara
fólkið sem maður elskar,“ segir
Alexía sem er á ferðalagi um Suð-
ur-Ameríku með fjölskyldunni;
Jóhannesi, Eddu og Guðmundi.
Ævintýrin eru á hverju strái; fjölskyldan prófaði að snorkla. Í Panama gistu þau inni í skógi í húsi úr neti.
18 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 31.3. 2019
LÍFSSTÍLL