Morgunblaðið - Sunnudagur - 31.03.2019, Side 24
24 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 31.3. 2019
LÍFSSTÍLL
Veldu Panodil®
sem hentar þér!
Verkjastillandi og hitalækkandi
Panodil filmuhúðaðar töflur, Panodil Zapp filmuhúðaðar töflur, Panodil Junior mixtúra, dreifa, Panodil Hot mixtúruduft, lausn til inntöku, Panodil Brus freyðitöflur. Inniheldur paracetamól. Við vægum verkjum. Hitalækkandi.
Til inntöku. Lesið vandlega upplýsingar á umbúðum og fylgiseðli fyrir notkun lyfsins. Leitið til læknis eða lyfjafræðings sé þörf á frekari upplýsingum um áhættu og aukaverkanir. Sjá nánari upplýsingar um lyfið á www.serlyfjaskra.is.
Endurunnin eða staðbundin hráefni erþema sýningarinnar Staðbundiðlandslag sem er hluti af Dagskrá
Hönnunarmars. Það er hönnunarmerkið
FÓLK sem stendur að baki sýningunni en
hún er á Klapparstíg 29.
FÓLK var stofnað árið 2017 af Rögnu
Söru Jónsdóttur og hefur síðan þá vakið at-
hygli fyrir ýmsa skemmtilega hönn-
unarvöru þar sem sjálfbærni og náttúrulegt
eða endurvinnanlegt hráefni eru höfð að
leiðarljósi. Þeir hönnuðir sem koma að
nýrri vörulínu FÓLKS eru Jón Helgi Hólm-
geirsson, Ólína Rögnudóttir og Theodóra
Alfreðsdóttir.
Samstarfið við hönnuðina virkar þannig
að FÓLK leggur yfirleitt línurnar um hvaða
hluti á að hanna og hvaða hráefni hönnuðir
mega nota. Þeir fá svo frjálsar hendur til að
vinna úr þeim ramma en ferlið er yfirleitt
unnið í góðu samtali á milli hönnuðar og
FÓLKs. FÓLK lætur að lokum framleiða
hönnunina í samstarfi við innlenda eða er-
lenda framleiðendur.
Lampi eftir Theodóru úr gabbró og
textílplötum en einnig er hægt að
fá hann úr lípariti. Hér má sjá þau
hreinu form sem Theodóra hefur
alltaf unnið mikið með.
Hringrás hráefna
Hönnunarmerkið FÓLK kynnir spennandi
ný húsgögn og heimilismuni á sýningunni
Staðbundið landslag á Hönnunarmars.
Ljósmyndir/Baldur Kristjánsson
Stjakar sem nýtast undir blóm og kerti eftir Ólínu, úr íslensku grjóti, blágrýti, grágrýti, gabbró og líparít
en efnið er úr íslenskri steinvinnslu. Grágrýtið kemur að mestu úr byggingargrunnum á höfuðborg-
arsvæðinu en líparítið og gabbróið koma til dæmis úr Hamarsfirði og Öræfum.
Urban Nomad-hillur Jóns Helga hafa slegið í
gegn en hér er eins konar ný útgáfa af hill-
unum, með umgjörð úr stáli þannig að þær
standa á gólfi.
Uppstöður borðs Jóns Helga eru plötur frá
dönsku nýsköpunarfyrirtæki sem endurvinnur
hráefni sem annars myndi enda í landfyllingum.
Plöturnar eru endurunnar úr afgangsull.
Ragna Sara Jónsdóttir, stofnandi FÓLK, ásamt
hönnuðunum Jóni Helga Hólmgeirssyni, Ólínu
Rögnudóttur og Theodóru Alfreðsdóttur.
Lampi eftir Theodóru,
úr textílplötum, unnar
úr afgangs textíl, t.d.
gömlum sængurverum.