Morgunblaðið - Sunnudagur - 31.03.2019, Side 28
Gítarleikarinn John McNally,sem einn var eftir af stofn-endum sveitarinnar, er
orðinn hjartveikur, 77 ára gamall,
og meðeigandi hans að hljómsveit-
inni, bassaleikarinn, Frank Allen, er
75 ára og hefur verið í hljómsveit-
inni í 55 ár. Stöðugar tónleikaferðir
eru orðnar of lýjandi fyrir gömlu
mennina og þeir hafa því ákveðið að
hætta störfum.
The Searchers slógu í gegn í
Bretlandi árið 1963 er lagið „Sweets
for my Sweet“ fór á topp vinsælda-
listans. Á eftir fylgdu fjölmörg
geysivinsæl lög, þeirra þekktast er
„Needles and Pins“. Hljómsveitin
lagði mikla áherslu á margradda
söng og tæran gítarleik. Flest lögin
voru auðlærð og áhorfendur tóku
því kröftuglega undir með hljóm-
sveitinni á tónleikum. Hljómsveitin
var meðal frumkvöðla í notkun tólf
strengja rafmagnsgítars og hljóð-
mynd gítaranna hafði mótandi áhrif
á the Byrds, Bruce Springsteen og
fleiri poppstjörnur.
Halla fór undan fæti árið 1966
þegar nýjar plötur hættu að ná inn
á vinsældalistana og eftir það hefur
hljómsveitin lifað á fornri frægð.
Hún hefur haft bærilegar tekjur af
því að ferðast vítt og breitt til að
leika vinsælu lögin sín á tónleikum
og á skemmtistöðum, en aldrei náð
að safna verulegum sjóðum til að
tryggja sér áhyggjulaust ævikvöld.
The Searchers komu nokkrum
sinnum til Íslands. Fyrst komu þeir
í mars 1965 á hátindi frægðarinnar
og léku í Austurbæjarbíói og
Glaumbæ. Á árunum 1985-1987
komu þeir þrívegis og léku í Broad-
way og Sjallanum á Akureyri.
Upphafsár sveitarinnar frá 1959
voru áþekk og hjá Bítlunum. Spilað
var á ýmsum stöðum í Liverpool og
nágrenni og einnig leikið á
skemmtistöðum í Hamborg, stund-
um á sama tíma og Bítlarnir voru
þar að störfum. Hljómsveitin fékk
plötusamning skömmu á eftir Bítl-
unum og þegar hvert lagið á fætur
öðru rauk upp vinsældalistann virt-
ist framtíðin björt. Tónleikaferðir
um Bandaríkin, á meginlandi Evr-
ópu, í Asíu og Ástralíu gengu vel.
En eitt vantaði: Liðsmenn The
Searchers voru ekki góðir lagasmið-
ir. Þeir urðu að reiða sig á aðra
lagahöfunda til að fá lög sem líkleg
voru til vinsælda. Ef vel tókst til
fékk hljómsveitin tekjur af plötu-
sölu um skamma hríð, en höfund-
arlaun runnu til annarra og gátu
gefið góðar tekjur um áratuga
skeið. Eftir að nýjar plötur sveit-
arinnar hættu að seljast vel rýrnuðu
tekjurnar til muna og síðan þá hefur
hljómsveitin lifað á harkinu, eins og
það er kallað, orðið að ferðast og
spila til að fá tekjur. Bítlarnir höfðu
efni á að hætta tónleikaferðum og
einbeita sér í staðinn að því að
skapa tónlist sem færði þeim síðan
miklar og stöðugar tekjur til ævi-
loka.
Ósætti og eftirmál
Fljótlega eftir að hljómsveitin varð
fræg fór að bera á ósætti innan
hennar.
Tony Jackson, bassaleikari og
forsöngvari á fyrstu plötunum, varð
ósáttur þegar gítarleikarinn Mike
Pender varð forsöngvari í laginu
Needles and Pins og upp frá því.
Tony var drykkfelldur og óáreið-
anlegur í samstarfi, hafði m.a.s.
mætt drukkinn þegar sveitin lék
fyrir Brian Epstein í von um að fá
hann sem umboðsmann. Tony var
því rekinn og Frank Allen kom í
hans stað árið 1964.
Chris Curtis trommuleikari var
sérkennilegur í háttum og á tón-
leikaferð til Asíu og Ástralíu 1966
fór hann iðulega yfir strikið og kom
hljómsveitinni í klípu. Hann hafði
einnig aðra sýn á lagaval hljóm-
sveitarinnar en hinir og á heimleið
til Englands sagði hann upp. John
Blunt tók sæti hans.
Vörumerkið The Searchers var í
eigu stofnendanna fjögurra. Þegar
tveir þeirra hættu héldu hinir eign-
The Searchers
hætta eftir
60 ára feril
Hljómsveitin The Searchers frá Liverpool
stígur í síðasta sinn á svið í kvöld á
kveðjutónleikum í Milton Keynes á Englandi.
Lýkur þá viðburðaríkri sögu sem spannar 60 ár.
Stefán Halldórsson shall@centrum.is
arhaldinu og réðu nýliðana sem
launamenn með föst mánaðarlaun
en ekki fjórðungshlut af heildar-
tekjum sveitarinnar. Þegar halla fór
undan fæti og tekjurnar minnkuðu
féllst Frank Allen að afsala sér
föstu tekjunum og verða hluthafi í
staðinn. Frank gegndi þýðing-
armiklu hlutverki sem aðalkynnir á
tónleikum sveitarinnar. Hann þótti
einkar fær í að spjalla við áhorf-
endur og var oft valinn besti tón-
leikakynnir (front man) ensku
hljómsveitanna frá sjöunda ára-
tugnum sem störfuðu áfram um
áratuga skeið. Bók hans um sögu
hljómsveitarinnar, „The Searchers
and Me“, kom út árið 2009.
Mike Pender varð með tímanum
ósáttur við þá athygli sem Frank
Allen naut og fannst sem hann ætti
sjálfur að vera mest í sviðsljósinu
sem forsöngvari í flestum vinsæl-
ustu lögum sveitarinnar. Hann taldi
hag sínum betur borgið með því að
stofna eigin hljómsveit, Mike Pend-
er‘s Searchers, árið 1986 og er hún
enn að störfum. Töluverðar deilur
urðu milli hans og gömlu félaganna
sem töldu hann brjóta með ýmsum
hætti gegn því samkomulagi sem
gert var við brotthvarf hans. End-
uðu þær deilur fyrir dómstólum og
hafði gamla hljómsveitin, The Se-
archers, fullan sigur. Frá þeim tíma
hafa John McNally og Frank Allen
rekið hljómsveitina og ráðið sér
meðleikara sem launþega.
Spencer James tók við sem for-
söngvari 1986. Hann jók breiddina í
tónlistarflutningi sveitarinnar með
28 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 31.3. 2019
Rými fyrir
ráðstefnur
í Hörpu
Taktu næstu stóru ákvörðun hjá okkur
Nánar á harpa.is/radstefnur
NÁNAR Á
URVALUTSYN.IS
TALAÐU VIÐ FERÐARÁÐGJAFA
Í SÍMA 585 4000
ÍTALÍA & SVISS
GARDAVATN OG ALPAÆVINTÝR
28. ÁGÚST – 4. SEPTEMBER
ÚRVAL ÚTSÝN | HLÍÐASMÁRA 19 | 201 KÓPAVOGI | 585 4000 | UU.IS
SJÓNVARP FX hefur endurnýjað samning sinn við að-
standendur Better Things og búið er að ákveða að ráðast
í gerð fjórðu þáttaraðarinnar. Þetta eru góðar fréttir fyr-
ir aðdáendur þessara gamanþátta með Pamelu Adlon í
aðalhlutverki. „Með hverri þáttaröðinni verður Better
Things meira lifandi, hrífandi og upplýsandi og styrkir
þetta stöðu Pamelu Adlon sem ein af mest skapandi
manneskjunum í sjónvarpi um þessar mundir,“ sagði
John Landgraf, yfirmaður hjá FX-sjónvarpsstöðinni.
Hann segir þáttinn vera mjög persónulegan en á sama
tíma höfða til svo margra og hafa sitthvað að segja um
nútíma fjölskyldur, uppeldi og lífið sjálft. Þriðja þáttaröð-
in er nú í sýningum vestra en hægt er að nálgast fyrstu
tvær þáttaraðirnar í Sjónvarpi Símans Premium.
Meira af Pamelu Adlon
Pamela
Adlon.
AFP
KVIKMYNDIR Leikarinn Alex Wolff mun
leika aðalhlutverkið í spennutryllinum The
Line en hann er m.a. þekkur fyrir leik sinn í
Hereditary. Ennfremur leika í myndinni
John Malkovich, Scoot McNairy, Jessica Bar-
den og Lewis Pullman, að því er fram kemur
í The Hollywood Reporter.
Sagan er uppvaxtarsaga sem gerist í há-
skóla og segir frá lífsgleði ungs fólks í sam-
bland við hættuna af því að lifa lífinu líkt og
gjörðir manns hafi engar afleiðingar.
Wolff mun jafnframt leika í framhalds-
mynd Jumanji: Welcome to the Jungle, sem
frumsýnd verður síðar í ár.
Spennumynd með Wolff
Alex
Wolff.
Caleb McLaughlin
úr Stranger Things.
Stranger Things-tölvuleikur
TÖLVULEIKIR Nýr tölvuleikur verður kynntur til sög-
unnar samhliða frumsýningu þriðju þáttaraðar Stran-
ger Things. Áður hefur verið hægt að spila Stranger
Things-farsímaleik en nú styttist í að aðdáendur geti
farið í skó íbúa Hawkins, Indiana á leikjatölvunum sín-
um. Vinir geta spilað saman sem lið en leikurinn kemur
út 4. júlí fyrir PC, PS5, Xbox One og Nintendo Switch.