Morgunblaðið - 05.04.2019, Page 1
Ekki leið langur tími í Karphúsinu í gær þar til
næsta samningalota hófst. Nú voru það fulltrúar
iðnaðarmanna og Samtaka atvinnulífsins sem
settust að samningaborðinu. Fundurinn stóð í
um tvo klukkutíma og var næsti fundur boðaður
miðvikudaginn 10. apríl næstkomandi. »6
Morgunblaðið/Eggert
Stutt á milli stríða í Karphúsinu – iðnaðarmenn næstir
Morgunblaðið/RAX
Landeyjahöfn Illa hefur gengið að halda höfn-
inni opinni að undanförnu, Eyjamönnum til ama.
„Þolinmæðin er á þrotum,“ segir í fundargerð
bæjarráðs Vestmannaeyja og er vísað þar til
vandræða í samgöngum milli Landeyjahafnar og
Eyja. Telur bæjarráðið að illa hafi gengið að
dýpka Landeyjahöfn og vill að Vegagerðin taki
fastar á málinu, auk þess sem raunhæf áætlun
verði lögð fram um hve fljótt verði hægt að opna
höfnina.
„Það er einhuga afstaða bæjarráðs að ekki sé
hægt að búa við þá stöðu sem uppi er vegna
ástandsins í Landeyjahöfn. Heilt samfélag líður
fyrir það hvernig ákvörðunum við dýpkun Land-
eyjahafnar hefur verið háttað. Ljóst er að bæta
þarf við þann tækjakost sem sinnt hefur dýpkun í
mars til þess að efla afkastagetuna,“ segir m.a. í
fundargerð bæjarráðs.
Eitt dýpkunarskip frá Björgun ehf. hefur verið
að störfum í höfninni. Njáll Ragnarsson, formað-
ur bæjarráðs, segir Björgun ekki hafa tækin í
verkefnið. Lokun hafnarinnar hafi mikil áhrif á
bæinn. „Ferðaþjónustan finnur til dæmis mjög
mikið fyrir því þegar þessi höfn er lokuð svona
langt fram á vorin. Það er mikið um afbókanir á
hótelum, kynnisferðum, útsýnisferðum og öðru,“
segir Njáll.
Magnús Bragason, hótelstjóri í Eyjum, stað-
festir að mikið hafi verið um afbókanir. Það sé
slæmt því jafnan hafi straumur ferðamanna til
Eyja byrjað í kringum mánaðamótin mars apríl.
„Þegar ekki er siglt í Landeyjahöfn þá afbóka
þeir gestir sem eiga bókaða gistingu hjá okkur,“
segir Magnús. Lárus Dagur Pálsson, fram-
kvæmdastjóri Björgunar, segir fyrirtækið vera
með tæki og flota sem geti við góðar aðstæður af-
kastað meiru en aðrir. Björgun sé með tæki sem
hafi staðist útboðskröfur Vegagerðarinnar. »14
Þolinmæði Eyjamanna á þrotum
Bæjarráð Vestmannaeyja vill raunhæfa áætlun um dýpkun Landeyjahafnar
F Ö S T U D A G U R 5. A P R Í L 2 0 1 9
Stofnað 1913 81. tölublað 107. árgangur
BRÚÐKAUP 48 SÍÐUR
A
ct
av
is
91
10
13
91
10
13
Omeprazol
Actavis
20mg, 14 og 28 stk.
Magasýruþolin hörð hylki ætluð fullorðnum til
skammtímameðferðar við einkennum bakflæðis
(t.d. brjóstsviða og nábít). Gleypið hylkin í heilu
lagi með hálfu glasi af vatni fyrir mat eða á
fastandi maga. Lesið vandlega upplýsingar á
umbúðum og fylgiseðli fyrir notkun lyfsins.
Leitið til læknis eða lyfjafræðings sé þörf á
frekari upplýsingum um áhættu og auka-
verkanir. Sjá nánari upplýsingar um lyfið á
www.serlyfjaskra.is
Fyrstu viðbrögð blendin
Seðlabankastjóri telur ákvæði nýrra samninga um vaxtastig vera óheppilegt
Hagfræðingur telur launahækkanir geta skert samkeppnishæfni Íslands
samningunum hafi komið í veg fyr-
ir að Seðlabankinn hafi skoðað
vaxtalækkun. Þá geti endurskoð-
unarákvæðið truflað og jafnvel
skert svigrúm til lækkunar vaxta.
Guðríður Arnardóttir, formaður
Félags framhaldsskólakennara,
segir félagið nálgast sínar viðræð-
ur á öðrum forsendum en í lífs-
kjarasamningunum svonefndu.
„Við viljum að menntun sé metin til
launa.“
Yngvi Harðarson hagfræðingur
telur boðaðar launahækkanir geta
skert samkeppnishæfni Íslands.
Með frekari hækkunum geti skap-
ast þrýstingur á gengislækkun til
að auka samkeppnishæfnina.
Ingibjörg Ólafsdóttir, hótelstjóri
á Sögu, fagnar samningunum. Óró-
leikinn síðasta mánuðinn hafi kost-
að hótelið tugi milljóna króna.
Almenn ánægja er ríkjandi meðal
þeirra aðila sem stóðu að kjara-
samningi um 30 stéttarfélaga og
Samtaka atvinnulífsins, sem und-
irritaður var í Karphúsinu í fyrra-
kvöld. Fyrstu viðbrögð annarra
eru hins vegar blendin.
Már Guðmundsson seðlabanka-
stjóri segir endurskoðunarákvæði í
samningunum um vaxtastig vera
óheppilegt og að hluta byggt á mis-
skilningi. Óvissan sem tengdist
Strembin lota
» Bryndís Hlöðversdóttir ríkis-
sáttasemjari segir samn-
ingalotuna hafa verið langa og
stranga.
» Fundir deiluaðila síðan í
byrjun mars tóku vel á fimmta
hundrað vinnustundir.
MKjarasamningar »4, 6, 10, 14 - 15
Hópur í kringum Skúla Mogensen
hefur uppi áform um að endurreisa
flugfélagið WOW úr rústum og
byggja á lággjaldamódeli eins og
upphaflegar áætlanir félagsins stóðu
til að gert yrði.
Hópurinn leitar nú að 40 milljóna
dollara innspýtingu í félagið í formi
nýs hlutafjár en fjárfestar sem
reiðubúnir eru að leggja þá fjárhæð
til félagsins munu skv. fjárfesta-
kynningu sem nú er til kynningar
eignast 49% hlut í félaginu á móti
Skúla, lykilstjórnendum WOW og
þeim sem nefndir eru „aðrir stofn-
endur“ félagsins. Forsvarsmenn
nýja félagsins, sem ber vinnuheitið
NewCo, hyggjast kaupa „allar mikil-
vægar eignir“ út úr þrotabúi WOW
air, þar á meðal vörumerkið.
Heimildir Morgunblaðsins herma
að lykilstjórnendur Arctica Finance,
sem unnu náið með Skúla við fjár-
mögnun WOW air á sínum tíma, hafi
í fyrrakvöld fundað með Sveini
Andra Sveinssyni, öðrum tveggja
skiptastjóra félagsins.
Í nýjum áætlunum NewCo er gert
ráð fyrir mun hraðari vexti en í til-
felli WOW á sínum tíma. Stefnt er að
því að félagið hafi 7 vélar í rekstri
strax á næsta ári en þeim fjölda náði
WOW ekki fyrr en á fimmta rekstr-
arári sínu, 2016. ses@mbl.is »12
Vilja kaupa
eignir úr
búi WOW
Hafa fundað með
skiptastjóra búsins
Morgunblaðið/RAX
Endurreisn Skúli Mogensen hyggst
endurreisa flugfélagið WOW air.