Morgunblaðið - 05.04.2019, Síða 2

Morgunblaðið - 05.04.2019, Síða 2
2 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 5. APRÍL 2019 Ljósmyndir Rutar og Silju Skipholti 31 • 105 Reykjavík • Sími 568 0150 Opið virka daga 10-17 • www.rut.is • Ljósmyndir Rutar og Silju Fyrir ökuskírteinið, passann, ferilskrána o.fl. Góð passamynd skiptir máli Engar tímapantanir Skjót og hröð þjónusta Morgunblaðið Hádegismóum 2, 110 Reykjavík. Sími 569 1100 Fulltrúar ritstjóra Sigtryggur Sigtryggsson sisi@mbl.is Ágúst Ingi Jónsson aij@mbl.is Fréttir Guðmundur Sv. Hermannsson ritstjorn@mbl.is Menning Einar Falur Ingólfsson menning@mbl.is Viðskipti Stefán E. Stefánsson vidskipti@mbl.is Íþróttir Víðir Sigurðsson sport@mbl.is mbl.is Jón Pétur Jónsson netfrett@mbl.is Smartland Marta María Jónasdóttir smartland@mbl.is Umræðan | Minningar mbl.is/sendagrein Prentun Landsprent ehf. Guðni Einarsson gudni@mbl.is Utanríkisráðherrar aðildarríkja At- lantshafsbandalagsins (NATO) hitt- ust í Washington D.C. í gær í til- efni af því að 70 ár voru liðin frá því að stofnsáttmáli bandalagsins var undirritaður þar 4. apríl 1949. Guðlaugur Þór Þórðarson utanrík- isráðherra sat fundina. „Það eru engin ellimerki á At- lantshafsbandalaginu. Það er og verður varnarbandalag og ekki hugmyndir um neitt annað,“ sagði Guðlaugur Þór. „Það var mikið heillaspor fyrir Ísland að gerast stofnaðili að bandalaginu fyrir 70 árum.“ Hann segir að Atlantshafs- bandalagið hafi náð mjög góðum árangri sem sjáist m.a. af því að kalda stríðið leið undir lok án þess að til stríðsátaka kæmi. Guðlaugur Þór sagði að sam- skiptin við Rússland hefðu verið of- arlega á baugi á fundunum í Wash- ington D.C. Bæði staða INF- samningsins um meðaldrægar kjarnaflaugar sem var sagt upp eft- ir ítrekuð brot Rússlands og staðan í Úkraínu og við Svartahaf. Ein- hugur var um að styðja áfram við Georgíu og Úkraínu. „Baráttan gegn hryðjuverkum og staðan í Afganistan var einnig rædd, þar með taldar friðarumleitanir í land- inu. Farið var yfir áframhaldandi stuðning við uppbyggingarverkefni í Írak, Jórdaníu og Túnis og þátt- töku í fjölþjóðlegu bandalagi gegn ISIS,“ sagði Guðlaugur Þór. Aukin þátttaka Íslands Einnig var rætt um jafnari skipt- ingu framlaga landa til Atlants- hafsbandalagsins. Guðlaugur Þór sagði að Ísland hefði sérstöðu sem herlaus þjóð en stofnaðild Íslands að bandalaginu væri mikils metin líkt og þátttaka okkar í verkefnum bandalagsins. Hann nefndi sprengjuleitarsveit Landhelgis- gæslunnar, aðkomu að upplýsinga- málum, jafnréttismálum, flug- umferðarstjórn og öðrum borgaralegum verkefnum. „Við tökum nú þátt í fleiri borg- aralegum verkefnum en áður. Þetta er allt mikils metið,“ sagði Guð- laugur Þór. Norður-Makedónía vill aðild Aðildarríki Atlantshafsbanda- lagsins eru 29 talsins, þ.e. Albanía, Bandaríkin, Belgía, Búlgaría, Dan- mörk, Eistland, Frakkland, Grikk- land, Holland, Ísland, Ítalía, Kan- ada, Króatía, Lettland, Litháen, Lúxemborg, Noregur, Pólland, Portúgal, Rúmenía, Slóvakía, Slóv- enía, Spánn, Stóra-Bretland, Svart- fjallaland, Tékkland, Þýskaland, Tyrkland og Ungverjaland. Þrítug- asta ríkið, Norður-Makedónía, er nú í fullgildingarferli í aðildarríkj- unum. Guðlaugur Þór átti fund með Nikola Dimitrov, utanríkis- ráðherra Norður-Makedóníu, af því tilefni. Einnig átti hann fund með Chrystia Freeland, utanríkis- ráðherra Kanada, og ræddu þau m.a. um öryggismál og fríversl- unarmál. Þátttaka Íslands í NATO mikils metin  Engin ellimerki á Atlantshafsbandalaginu sem hélt upp á 70 ára afmæli sitt í gær  Er og verður varnarbandalag Ljósmynd/NATO NATO Utanríkisráðherra Bandaríkjanna tók á móti kollegum sínum í Washington í gær, á 70 ára afmæli NATO. Þingflokkur Flokks fólksins hefur ráðið sér lögfræðimenntaðan aðstoð- armann. Fyrir hafði þingflokkurinn einn aðstoðarmann. Guðmundur Ingi Kristinsson, formaður þing- flokksins, sagði að auk þess hefði Inga Sæland, formaður flokksins, aðstoðarmann líkt og aðrir flokks- formenn auk þess sem hún er lög- blind. Guðmundur Ingi sagði mikinn styrk að því að fá lögfræðimennt- aðan aðstoðarmann til starfa. Ákveðið var á liðnu hausti að fjölga aðstoðarmönnum þingmanna og er þessi viðbót tilkomin í fram- haldi af því. Í þingflokknum eru þau Inga Sæland og Guðmundur Ingi. Sem kunnugt er voru þeir Karl Gauti Hjaltason og Ólafur Ísleifsson, sem kjörnir voru á þing fyrir Flokk fólksins, reknir í framhaldi af Klaustursmálinu. Síðar gengu þeir í Miðflokkinn. gudni@mbl.is Tveir þingmenn – þrír aðstoðarmenn  Flokkur fólksins fær aukna aðstoð Inga Sæland Guðmundur Ingi Kristinsson Guðni Einarsson Erla María Markúsdóttir Gunnlaugur Snær Ólafsson Illa farið þak á Hlemmi er meðal ástæðna þess að framkvæmdir við Hlemm mathöll fóru fram úr áætlun, sem og að auka þurfti getu hússins m.t.t. rafmagns vegna starfsemi leigutaka í húsinu. Þetta er meðal þess sem kemur fram í skýrslu Innri endurskoðunar Reykjavíkurborgar um verklegar framkvæmdir og inn- kaupamál borgarinnar sem kynnt var í borgarráði í gær. Rýnt er í fjór- ar verklegar framkvæmdir; Sundhöll Reykjavíkur, Hlemm mathöll, við- byggingu við Vesturbæjarskóla og framkvæmdir við Grensásveg. Í bága við sveitarstjórnarlög Borgarstjórnarflokkur Sjálfstæðis- flokksins segir nauðsynlegt að gerð verði úttekt á öðrum verkefnum en þeim fjórum sem fjallað er um í skýrslunni. „Í vandaðri skýrslu innri endur- skoðunar koma fram ellefu ábend- ingar um það sem betur má fara í fjórum framkvæmdum á vegum borgarinnar. Ein þeirra er merkt á rauðu áhættustigi sem lýtur að gerð kostnaðaráætlana. Þá eru mikil frá- vik frá upphaflegum fjárhagsáætlun- um, en þær liggja til grundvallar ákvörðunum um verklegar fram- kvæmdir. Frávik frá frumkostnaðar- áætlunum eru 79% í þessum fjórum verkefnum, samtals 1.372 milljónir króna. Frávikið er mest 193% í Mat- höll við Hlemm en þar fór kostnaður auk þess fram úr samþykktum fjár- heimildum, sem er óheimilt sam- kvæmt sveitarstjórnarlögum,“ segir í fréttatilkynningu. Bragginn var frávik „Við erum í heilmiklu umbótaferli og þessi skýrsla nýtist við það, en það sem þessi skýrsla ber með sér er að hún undirstrikar að Bragginn var frávik,“ segir Dagur B. Eggertsson borgarstjóri um skýrsluna. „Þetta er frumkvæðisathugun þar sem voru tekin fyrir fjögur verkefni sem falla líklega undir það að vera flókin og meginniðurstaðan er að þrjú af fjórum voru innan marka þegar bornar eru saman kostnaðar- áætlanir og raunkostnaður,“ segir Dagur. „Það er í raun bara Hlemm- ur mathöll sem fer út fyrir þau mörk. Það hefur verið þekkt um nokkurt skeið að þar reyndist þak og ýmislegt í verra ástandi en búist var við, þannig að það var umfangsmikið umbótaverk og viðhald sem bættist við.“ Í skýrslunni kemur fram að fram- úrkeyrslan við Hlemm mathöll sé minni en fyrri fréttir gáfu til kynna þar sem hluti framkvæmdanna var ekki bókfærður á viðhald eins og heimild var fyrir. Þess vegna er kostnaður umfram upphaflega áætl- un á Hlemmi ekki 102% heldur 79%. Í skýrslunni eru ábendingar um atriði sem betur mættu fara í tengslum við verklegar framkvæmd- ir og innkaupamál hjá borginni. Þá hefur Innri endurskoðun farið yfir ábendingar í skýrslunni með stjórn- endum og tengiliðum. Það er mat Innri endurskoðunar að viðbrögð stjórnenda séu við hæfi og myndi ágætan grunn að aðgerðaáætlun til þess að bæta úr því sem bent var á. Borgarráð samþykkti að vísa ábendingum til meðferðar í vinnu sem stendur yfir við stjórnkerfis- breytingar. Nýju innkaupa- og fram- kvæmdaráði verði falið að fylgja þeim eftir. Þar til innkaupa- og fram- kvæmdaráð tekur til starfa 1. júní nk. hefur borgarráð yfirsýn yfir kostnaðaráætlanir samþykktra út- boða á verklegum framkvæmdum. Hlemmur mat- höll fór langt fram úr áætlun  Innri endurskoðun rýndi í fjórar framkvæmdir hjá Reykjavíkurborg Morgunblaðið/Árni Sæberg Hlemmur mathöll Viðgerð á þaki og rafmagni jók kostnaðinn. Ferjan Særún strandaði á skeri á Breiðafirði undir hádegi í gær en losnaði síðan af sjálfsdáðum nokkr- um tímum síðar þegar nægur sjór hafði fallið undir skipið. Særún gat siglt fyrir eigin vélar- afli til hafnar í Stykkishólmi, þótt örlítill leki hefði komið á skipið og olía seytlaði úr tanki þess, að því er fram kom í tilkynningu frá Land- helgisgæslunni. Neyðarkall barst frá Særúnu kl. 11:39 og fljótlega tókst að koma öllum sex skipverj- unum í land. Engan sakaði. Ljósmynd/Landsbjörg Strand Særún á Breiðafirði í gær. Særún strandaði á skeri en losnaði

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.