Morgunblaðið - 05.04.2019, Page 4
4
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 5. APRÍL 2019
FALLEG OG VÖNDUÐ
LEIKFÖNG
úr náttúrulegum efnivið,
tré og silki
ERUM FLUTT
!
á Nýbýlaveg
8
– Portið
Nýbýlavegi 8 – Portið, sími 847 1660, www.bambus.is, bambus@bambus.is
bambus.is bambus.is • Opið mánudaga og fimmtudaga frá kl. 10-14
Veður víða um heim 4.4., kl. 18.00
Reykjavík 4 skýjað
Hólar í Dýrafirði 3 léttskýjað
Akureyri 8 léttskýjað
Egilsstaðir 4 heiðskírt
Vatnsskarðshólar 5 skýjað
Nuuk 1 skýjað
Þórshöfn 7 skýjað
Ósló 12 heiðskírt
Kaupmannahöfn 12 léttskýjað
Stokkhólmur 9 heiðskírt
Helsinki 9 heiðskírt
Lúxemborg 7 heiðskírt
Brussel 10 skúrir
Dublin 3 rigning
Glasgow 7 skýjað
London 7 skúrir
París 11 heiðskírt
Amsterdam 9 léttskýjað
Hamborg 11 léttskýjað
Berlín 20 heiðskírt
Vín 17 heiðskírt
Moskva 8 heiðskírt
Algarve 16 léttskýjað
Madríd 13 heiðskírt
Barcelona 13 léttskýjað
Mallorca 14 léttskýjað
Róm 12 rigning
Aþena 15 léttskýjað
Winnipeg 0 alskýjað
Montreal 0 léttskýjað
New York 5 heiðskírt
Chicago 7 rigning
Orlando 24 skýjað
5. apríl Sólarupprás Sólsetur
REYKJAVÍK 6:32 20:30
ÍSAFJÖRÐUR 6:31 20:40
SIGLUFJÖRÐUR 6:14 20:24
DJÚPIVOGUR 6:00 20:01
VEÐUR KL. 12 Í DAG
Á laugardag Hæg austanátt, en 8-13 m/s við
suðurströndina. Léttskýjað vestan til, annars skýjað
og stöku slydduél suðaustanlands. Hiti 1 til 6 stig að
deginum, en í kringum frostmark norðaustanlands.
Norðaustan 1-8 m/s. Skýjað norðan til á landinu og sums staðar lítils háttar slydda eða snjó-
koma en bjartviðri syðra. Hiti 1 til 7 stig.
Lífskjarasamningar
Höskuldur Daði Magnússon
Guðrún Erlingsdóttir
„Við teljum það mjög mikilvægt að
félagsmenn okkar fái réttar og ná-
kvæmar upplýsingar. Framsetning á
kynningu þessa var þess eðlis að hún
gat boðið heim mistúlkun. Stað-
reyndin er sú að starfsmenn þurfa að
færa ákveðnar fórnir fyrir styttingu
vinnuvikunnar. Þeir þurfa að gefa
frá sér launaða kaffitíma,“ segir Við-
ar Þorsteinsson, framkvæmdastjóri
Eflingar. Vísar hann þar til sveigj-
anlegri og styttri vinnudags launa-
fólks, sem kynntur var sem hluti af
kjarasamningi Samtaka atvinnulífs-
ins við aðildarfélög Starfsgreina-
sambandsins.
Efling sendi frá sér tilkynningu í
gær þar sem því var komið á fram-
færi að ekki fælust neinar trygging-
ar fyrir styttingu vinnutímans hjá al-
mennu verkafólki í nýkynntum
„lífskjarasamningi“. Í samningnum
fælist heimild til afmarkaðra vinnu-
tímabreytinga sem þegar hafi verið
til staðar í 5. kafla kjarasamnings við
SA. Sú heimild snúist í raun um
vinnustaðabundnar viðræður og
framkvæmd á raunstyttingu vinnu-
tíma gegn því að launaðir kaffitímar
verði einnig afnumdir að hluta eða í
heild. Segir að þessi heimild muni
„ekki hafa áhrif á nema á einstaka
vinnustöðum þar sem samkomulag
um slíkt næst“.
Viðar fellst á að þarna sé kominn
hvati til að stytta vinnuvikuna og það
sé í sjálfu sér jákvætt. Hann segir þó
að snúið geti verið að finna útfærslur
þar á. Ekki geti allir aukið afköst svo
þeir komist fyrr heim. Víða sé fastur
vinnutaktur vegna véla eða færi-
banda og öryggisvörður hjá Securi-
tas geti ekki unnið hraðar en áður.
„Við erum hlynnt styttingu vinnu-
tímans og erum ekki að lýsa óánægju
með að þetta sé í samningnum en við
hvetjum til að rætt sé um þetta á
jarðbundinn hátt.“
Flosi Eiríksson, framkvæmda-
stjóri Starfsgreinasambandsins,
sagði í samtali við Morgunblaðið að
ekki væri um einstaklingsbundna
samninga að ræða. Semja ætti við
alla starfsmenn á hverjum vinnu-
stað.
„Starfsmenn eiga nú rétt á að fá
samtal um þetta og atvinnurekendur
eiga líka sama rétt. Starfsmenn
ræða þessi mál með aðkomu stéttar-
félags og svo eru greidd um það at-
kvæði með leynilegri atkvæða-
greiðslu hvernig menn vilja hafa
þetta.“
Hann leggur á það ríka áherslu að
samið verði um útfærsluna með
formlegum hætti. „Og með aðkomu
stéttarfélags sem um leið fylgist með
því að ekki sé verið að ganga á önnur
réttindi starfsmanna. Þetta verði
ekki umgengist af neinni léttúð, ekk-
ert spjall á kaffistofunni.“
Flosi segir að rætt hafi verið í
kjarasamningsgerðinni að skipta
stærri vinnustöðum upp við slíka
ákvarðanatöku. Það eigi sérstaklega
við hjá fyrirtækjum sem eru með
margs konar starfsemi.
„Engin ríkislausn fyrir alla“
Hannes G. Sigurðsson, aðstoðar-
framkvæmdastjóri Samtaka at-
vinnulífsins, segir að samkvæmt
samningnum verði ekki gerðar
breytingar á vinnutíma nema að far-
ið sé í gegnum ákveðið ferli á hverj-
um vinnustað. Fyrst fari fram at-
kvæðagreiðsla um hvort eigi að fara í
viðræður. Síðan sé farið í viðræður
og niðurstöður úr þeim verði settar í
aðra atkvæðagreiðslu. Viðræður geti
farið fram með aðstoð utanaðkom-
andi ráðgjafa og fulltrúar stéttar-
félaga geti tekið þátt í þeim.
„Það er ekkert fyrirframgefið
hver niðurstaða slíkra viðræðna get-
ur orðið en þær gefi færi á að nýta
vinnudaginn betur, m.a. með breyt-
ingum á fyrirkomulagi neysluhléa ef
samstaða næst um það,“ segir hann.
Hannes segir jafnframt að skoða
þurfi málið á hverjum vinnustað fyr-
ir sig. „Það er engin ríkislausn sem
gildir fyrir alla. Aðstæður eru mis-
munandi.“
Samtök atvinnulífsins lögðu
áherslu á sveigjanlegri vinnutíma og
lengingu dagvinnutímabils í 11
klukkustundir. Þær áherslur rötuðu
ekki inn í samninginn.
„Nei, það er ekki í þessum samn-
ingum. SA óskuðu eftir því að dag-
vinnutímabil yrði samræmt í 11 klst.
á öllum vinnumarkaðnum, en það er
svo í mörgum samningum, t.d. samn-
ingum iðnaðarmanna. Að vinnustað-
ir séu með jafnlangt dagvinnutíma-
bil, óháð stéttarfélagi. Starfsfólk geti
svo unnið mislanga daga eða mis-
langar vikur ef það kýs svo. Slíkt
sveigjanlegt fyrirkomulag yrði háð
samkomulagi milli starfsmanns og
stjórnenda. En það varð ekki niður-
staðan. Hins vegar er möguleiki að
semja um hagkvæmar lausnir fyrir
báða aðila í gegnum fyrirtækjaþátt
samninganna. Til að mynda um
lengra dagvinnutímabil ef starfsfólk
telur það betur henta.“
Styttingin háð samkomulagi
Efling segir að starfsmenn þurfi að gefa frá sér launaða kaffitíma til að stytta vinnuvikuna Hvati til
breytinga er þó jákvæður Mismunandi aðstæður á hverjum vinnustað og ræða þarf málin, segja SA
Morgunblaðið/Hari
Sáttir Halldór Benjamín Þorbergsson, framkvæmdastjóri SA, og Björn
Snæbjörnsson, formaður SGS, eftir undirritun kjarasamninga í fyrrakvöld.
„Ég fagna því innilega að búið sé að semja og sáttinni
sem virðist ríkja í kringum samningana bæði hjá at-
vinnurekendum og launþegum,“ segir Ingibjörg Ólafs-
dóttir, hótelstjóri á Hótel Sögu.
Ingibjörg segist einnig fagna tengingu við hagvöxt til
framtíðar og að allir fái að njóta góðs af þegar góðæri
ríki. Aðkoma ríkisstjórnarinnar sé fagnaðarefni,
sérstaklega í ljósi þess að aðgerðir hennar eigi að leiða
til lækkunar vaxta. Lengd samningsins skapi ró á vinnu-
markaði, óróleikinn síðasta mánuðinn hafi kostað Hótel
Sögu tugi milljóna. Ingibjörg segist eiga eftir að fá betri
kynningu á útfærslum samningsins og máta hann við
áætlanir fyrirtækisins. Þar hafi verið gert ráð fyrir prósentuhækkunum.
Að mati Ingibjargar er krónutöluhækkun sanngjarnari en prósentuhækk-
un sem fari upp allan launastigann.
Óróleikinn kostaði hótelið tugi milljóna
Ingibjörg
Ólafsdóttir
„Ég hefði viljað fá meiri og skarpari hækkanir fyrir þá
sem eru verst settir á lægstu laununum, eins og lagt var
upp með í byrjun kjaraviðræðna. Það hefði líka þurft að
ganga lengra í skattalækkunum og samningstíminn er
langur, tæp fjögur ár,“ segir Þórður Aðalbjarnarsson,
starfsmaður í Melabúðinni, sem segir erfitt að tjá sig
þar sem hann hafi ekki getað kynnt sér samninginn
nógu vel. Þórður hefði viljað sjá öflugra útspil frá ríkis-
stjórninni, sérstaklega þar sem samningarnir séu kynnt-
ir sem lífskjarasamningar.
„Það er erfitt að sjá framkvæmd samningana fyrir sér
þar sem dagsetningar vantar á sumar aðgerðir ríkis-
stjórnarinnar, auk þess sem ég ber ekki mikið traust til hennar,“ segir
Þórður.
Ber ekki traust til ríkisstjórnarinnar
Þórður
Aðalbjarnarson
„Mér líst vel á nýju kjarasamningana að svo miklu leyti
sem ég hef náð að kynna mér þá,“ segir Þórdís Leiva,
verkefnastjóri hjá Sjóvá, sem tekur laun samkvæmt
kjarasamningi VR. Þórdís er ánægð með áhersluna á
hækkun lægstu launa. Hún segir flott að aðeins sé byrjað
að gefa í og meiri innspýting komi í kjölfarið.
„Mér finnst flott að hafa eina hækkun yfir alla en ekki
prósentuhækkun og viðbótin á orlofsuppbótina er mjög
vel gerð,“ segir Þórdís sem fagnar því að verkalýðs-
hreyfingin hafi ekki gefið sig og landað í kjölfarið góð-
um samningi. Hún segir samninginn ekki gefa skrif-
stofufólki mikla hækkun en það skipti ekki öllu máli. Baráttan fyrir þá sem
mest hafi þurft á að halda hafi borið árangur.
Ánægð með áhersluna á lægstu laun
Þórdís Leiva
Helgu Þorsteinsdóttur, starfsmanni á Kvikk on the
go á Grjóthálsi, leist ágætlega á nýgerða kjarasamn-
inga.
„Ég er ánægð með eingreiðsluna 2. maí og fleira
sem er í samningunum,“ segir Helga sem er sátt
þrátt fyrir að ekki hafi tekist að ná öllum kröfum
fram. Ekki sé hægt annað en að vera ánægð með
niðurstöðuna miðað við ástandið í efnahagsmálunum
í dag.
Hvað varðar loforð ríkisstjórnarinnar segist Helga
vera ánægð með þau en hún eigi erfitt með að sjá
stjórnvöld standa við gefin loforð.
Ánægð með eingreiðsluna 2. maí
Helga
Þorsteinsdóttir