Morgunblaðið - 05.04.2019, Blaðsíða 6
6
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 5. APRÍL 2019
Lífskjarasamningar
Lífskjarasamningarnir verða kynnt-
ir á vettvangi stéttarfélaganna á
næstunni. Efling hefur boðað til
kynningarfunda að Guðrúnartúni 1,
4. hæð. Þann 9. apríl verður fundur á
íslensku, þann 10. apríl á ensku og
þann 11. apríl á pólsku. Fundunum
verður streymt á Facebook-síðu Efl-
ingar. VR verður með kynningar-
fund 8. apríl á Hilton Nordica og
verður honum streymt á Mínum síð-
um á vr.is.
Kjörstjórn Starfsgreinasam-
bandsins (SGS) hittist í gær og í dag
verður fundur formanna 19 aðildar-
félaga SGS til að ræða kynningu
samninganna og atkvæðagreiðslu.
Flosi Eiríksson, framkvæmdastjóri
SGS, sagði miðað við að atkvæða-
greiðslan verði rafræn. Öll SGS-fé-
lögin ætla að standa sameiginlega að
henni. Kosningu á að vera lokið 24.
apríl, samkvæmt kjarasamningum.
Samningatörnin sem lauk með
undirritun lífskjarasamninganna í
fyrrakvöld var löng og strembin, að
sögn Bryndísar Hlöðversdóttur rík-
issáttasemjara. „Okkur telst til að
fundirnir frá því í byrjun mars hafi
tekið vel á fimmta hundrað vinnu-
stundir. Fyrir utan það var öll vinn-
an við undirbúning fundanna,“ sagði
Bryndís. Hún sagði að bæði Starfs-
greinasambandið og samflot Efling-
ar, VR, VLFA og fleiri félaga, sem
voru að semja við Samtök atvinnu-
lífsins hefðu lagt mikla og góða vinnu
í samningaviðræðurnar. „Vinna
þeirra skilaði sér inn í kjarasamning-
inn,“ sagði Bryndís.
Kjaradeila Mjólkurfræðinga-
félags Íslands við Samtök atvinnu-
lífsins (SA) er hjá ríkissáttasemjara.
Samflot iðnaðarmanna og SA
funduðu hjá ríkissáttasemjara í gær.
Næsti viðræðufundur þeirra var
ákveðinn 10. apríl klukkan 10.00.
gudni@mbl.is
Lífskjarasamningar 2019-2022
Taxtahækkun launa
Hækkun barnabóta (einstætt
foreldri m. 2 börn, annað
yngra en 7 ára)
Lægri vextir (m.v.
20 mkr. lán og 1%
lækkun vaxta)
Lægri skattar (ígildi
launahækkunar
fyrir skatt)
Ábati skattkerfi sbreytinga á
ráðstöfunartekjur tekjulága hópa
Áður kynntar skattkerfis-
breytingar: upptaka nýs lægsta
þreps tekjuskatts lækkar skatta
um 7.636 krónur á mánuði
Aðrar breytingar
2.364
10.000
7.636
kr. hækkun 10.000 kr. skattalækkun er ígildi
15.900 kr. launahækk-unar fyrir skatt
9.500
kr.
hækkun
300.000 kr.
mánaðartekjur
500.000 kr.
mánaðartekjur
600.000 kr.
mánaðartekjur
1.000.000 kr.
mánaðartekjur
14.000
kr.
hækkun8.900
kr.
hækkun
7.800
kr.
hækkun
Hækkun barnabóta og hærri skerðingarmörk
14.000 kr. hækkun barnabóta er ígildi
22.000 kr. launahækkunar fyrir skatt
9.500 kr. hækkun barnabóta er ígildi
15.000 kr. launahækkunar fyrir skatt
Einstætt foreldri
með 2 börn, annað yngra en 7 ára
Foreldrar í sambúð
með 2 börn, annað yngra en 7 ára
Taxtahækkun launa og hagvaxtartengdur launaauki á samningsímanum
Samningsbundin taxtahækkun hagvaxtarauki
2019 2020 2021 2022
17.000
kr.
hækkun
24.000
kr.
hækkun
3.000
24.000
kr.
hækkun
3.000
25.000
kr.
hækkun
3.000
27.000
17.000
27.000
28.000
99.000 kr. samanlögð hækkun á samningsímanum
Miðað við 1% hagvöxt á mann*
8.000 8.000
8.000
2019 2020 2021 2022
32.000
17.000
32.000
33.000
17.000
kr.
hækkun
24.000
kr.
hækkun
24.000
kr.
hækkun
25.000
kr.
hækkun
114.000 kr. samanlögð hækkun á samningsímanum
Miðað við 2% hagvöxt á mann*
Styttri vinnudagur
Vinnutímastytting nýtt
á hverjum degi.
Hver vinnudagur styttist
um tæpan klukkutíma.
Styttri vinnuvika
Vinnutímastytting nýtt
í lok hverrar viku með
því að ljúka störfum um
hádegi á föstudegi.
Frí annan hvern
föstudag
Vinnutímastytting nýtt
í lok annarrar hverrar
viku með því að taka frí
annan hvern föstudag.
Dæmi um mögulegar útfærslur
17.000
15.000
10.750
24.000
10.750
5.300
24.000
5.300
25.000
5.300
266.735
2018 2019 2020 2021 2022
309.485
349.535
378.835
409.135
Heildaráhrif á kjör
Mánaðarlaun, almennt verkafólk,
launaflokkur 4
Stytting vinnutíma
Kjarasamningurinn gefur starfsfólki á einstökum
vinnustöðum möguleika á styttingu vinnuviku með
gerð samkomulags þar um. Starfsmenn geta farið
fram á viðræður um vinnutímastyttingu í
36 virkar vinnustundir á viku að jafnaði samhliða upptöku virks vinnutíma.
Stjórnendur fyrirtækja geta einnig óskað eftir sams
konar viðræðum.
FÖSTUDAGUR
APRÍL
Hagvöxtur á mann og hagvaxtarauki
1%: 3.000 kr. 1,5%: 5.500 kr. 2%: 8.000 kr. 2,5%: 10.500 kr. 3%: 13.000 kr.
*Hagvöxtur á mann er reiknaður
sem hagvöxtur í prósentum að
frádreginni fjölgun íbúa í prósentum
Að auki 26.000 kr.
orlofsuppbótarauki
sem greiðist til allra
fyrir 2. maí 2019
Heildarhækkun tekur
ekki tillit til hagvaxtar-
tengds launaauka
HEIM KL. 12: )
Rafræn atkvæðagreiðsla hjá SGS
Lífskjarasamningar kynntir Löng og strembin samningatörn að baki Vinnan skilaði sér
Flosi
Eiríksson
Bryndís
Hlöðversdóttir
Guðrún Erlingsdóttir
ge@mbl.is
„Ég hef ekki haft tækifæri til þess
að fara í gegnum samningana. Mér
líst alveg ágætlega á aðferðafræð-
ina þar sem áherslan er lögð á
lægstu launin og tengingu við hag-
vöxt komandi ára sem er ný nálgun
sem er spennandi að sjá hvernig
gengur,“ segir Árni Stefán Jónsson,
formaður Sameykis, stéttarfélags í
almannaþágu. Hann segir vinnu-
tímastyttinguna jákvæða en bíður
með að fagna þar til hann sér út-
færsluna á henni. Sé styttingin
fengin með sölu á kaffitímum lítist
honum ekki á blikuna. Einnig sé
það dýrt og flókið að stytta vinnu-
tíma í vaktavinnukerfi.
Árni fagnar launaþróunartrygg-
ingu sem hann telur vera að festa
sig í sessi en slíkt hafi opinberir
starfsmenn haft frá 2015.
Margt jákvætt í samningunum
„Ég held að þetta séu fínir samn-
ingar fyrir hópana sem skrifuðu
undir í fyrradag. Ég hef ekki séð
samningana en miðað við kynning-
una á þeim er margt í þeim sem iðn-
aðarmenn og fleiri hafa unnið að
með ríkisstjórninni,“ segir Kristján
Þórður Snæbjarnarson, formaður
Rafiðnaðarsambandsins. Hann seg-
ir margt jákvætt í samningunum og
verðmæti sem nýtist iðnaðarmönn-
um. „Vinnutímastyttingin er
ákvæði sem mér heyrist að hafi
endað inni í samningunum og það
er jákvætt en ég á eftir að sjá út-
færsluna á henni áður en ég get
fagnað,“ segir Kristján. Iðnaðar-
menn hafi lagt áherslu á blandaða
leið krónutölu- og prósentuhækk-
anna. Þeir loki ekki fyrir neitt en
reyni að þokast lengra með sín
áherslumál.
Vilja bíða og sjá út-
færslu styttri vinnutíma
Ný og spennandi nálgun að mati Sameykis Verðmæti
Vínlandsleið 16
Grafarholti
urdarapotek.is
Sími 577 1770
Opið virka daga kl. 09.00-18.30
og laugardaga kl. 12.00-16.00
Hugsaðu vel um
húðina þína – alltaf
Bjóðum fjölbreytt úrval húðvara, jafnt fyrir
andlitið, hendurnar, fæturna og kroppinn allan.