Morgunblaðið - 05.04.2019, Síða 15
15
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 5. APRÍL 2019
Fagnað Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra og Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar, faðmast í Ráðherrabústaðnum við Tjarnargötu í fyrrakvöld þegar nýir kjarasamningar voru kynntir.
Hari
Þess er minnst um
þessar mundir að 4.
apríl 2019 voru 70 ár
liðin frá því að utanrík-
isráðherrar 12 landa
komu saman í Wash-
ington og rituðu undir
Atlantshafssáttmál-
ann, stofnskrá Norður-
Atlantshafsbandalags-
ins (NATO).
Utanríkisráðherra
Íslands, Bjarni Bene-
diktsson, var meðal ráðherranna 12.
Að baki ákvörðuninni um aðild Ís-
lands stóðu þingmenn úr Alþýðu-
flokki, Framsóknarflokki og Sjálf-
stæðisflokki. Kommúnistar og fleiri
andstæðingar NATO-aðildarinnar
réðust á Alþingishúsið 30. mars 1949
í von um að hindra að þingmenn
gætu afgreitt aðildartillöguna. Fyrir
atbeina lögreglu með liðstyrk vara-
liðs almennra borgara tókst að
hrinda árásinni.
Íslendingar gengu í NATO án
skuldbindinga um að stofna eigin
her eða að erlendur her yrði í landi
þeirra á friðartímum. Þróun al-
þjóðastjórnmála varð á þann veg að í
maí 1951 var gerður tvíhliða varn-
arsamningur Íslendinga og Banda-
ríkjamanna innan ramma NATO-
aðildarinnar. Samningurinn er enn í
fullu gildi. Í krafti hans voru banda-
rískir hermenn í varnarstöðinni á
Keflavíkurflugvelli, Keflavíkurstöð-
inni, frá maí 1951 til 30. september
2006.
Miklir umbrotatímar
Þetta voru miklir umbrotatímar á
alþjóðavettvangi og hart tekist á um
hugmyndafræðileg málefni. Sókn
kommúnista til ítaka og áhrifa í lýð-
ræðislöndunum var markviss og vel
skipulögð. Þetta átti
jafnt við um Ísland og
önnur lýðfrjáls ríki eins
og fræðimenn hafa
lýst. Markmiðið var að
sannfæra almenning
um að sósíalísk þjóð-
félagsskipan stæði kap-
ítalismanum framar.
Vekur undrun hve
margir menntamenn
létu blekkjast af sósíal-
ískri stefnu fátæktar
og kúgunar sem lagði
tugi ef ekki hundruð
milljónir manna að
velli.
Átökin um aðildina að NATO og
varnarsamninginn við Bandaríkin
voru lengi hörð hér á landi. Í raun
var þetta átakaás stjórnmálanna allt
fram til ársins 1974 þegar efnt var til
undirskriftasöfnunar undir kjörorð-
inu Varið land. Þar var andmælt
áformum þáverandi vinstri stjórnar
um að segja upp varnarsamn-
ingnum. Alls söfnuðust 55.522 gildar
undirskriftir kosningabærra manna,
eða 49% þeirra sem atkvæði greiddu
í alþingiskosningum sama ár. Söfn-
unin var gerð að frumkvæði 14 ein-
staklinga, stóð hún í rúman mánuð
frá 15. janúar til 20. febrúar.
Eftir þetta var allur vindur úr
andstöðunni við varnarliðið en dvöl
þess var jafnan meira átakamál á
þessum árum en aðildin að NATO
þótt meiri samstaða hafi verið á al-
þingi árið 1951 um varnarsamning-
inn en Atlantshafssáttmálann árið
1949.
NATO eflist
Kommúnistar, sósíalistar, alþýðu-
bandalagsmenn og nú arftakar
þessa hóps meðal vinstri grænna
(VG) hafa jafnan haft horn í síðu
NATO. Andstaðan er meiri í orði en
á borði. Ef marka má greinargerð
með nýrri tillögu nokkurra þing-
manna VG um þjóðaratkvæða-
greiðslu um NATO-aðildina snýst
málið nú um að rétta hlut þeirra sem
urðu undir í átökunum á Austurvelli
fyrir 70 árum.
Með rökum af þessu tagi er árétt-
uð hollusta við málstað kommúnista
og Sovétvina sem mótaði mjög bar-
áttuna gegn NATO á þessum árum.
Að andstaða við bandalagið sé skýrð
á þennan hátt eftir allt það sem
gerst hefur í sögu þess og al-
þjóðastjórnmála í 70 ár er stór-
undarlegt.
Velgengni alþjóðastofnana verður
best mæld með áhuga þjóða á þátt-
töku í starfi þeirra. Þegar Ísland
varð stofnríki NATO voru 12 ríki í
hópnum nú 70 árum síðar eru þau 29
með alls um einn milljarð íbúa.
Ríkin sem lutu sovéskri einræð-
isstjórn kommúnista höfðu ekki fyrr
hlotið sjálfstæði í byrjun tíunda ára-
tugarins en þau vildu aðild að
NATO. Sama máli gilti um ríkin á
Balkanskaga eftir upplausn Júgó-
slavíu.
Þjóðir leita ekki aðeins öryggis í
þessu einstaka varnarbandalagi
heldur einnig gæðastimpils sem í að-
ildinni felst, að ríkin séu talin gjald-
geng til samstarfs við gamalgróin
lýðræðisríki í bandalaginu og geti
sent fulltrúa með neitunarvald að
fundarborði þess.
Þjóðaröryggisstefnan
Hér á landi hefur samstaða
stjórnmálaflokka um gildi NATO-
aðildarinnar verið staðfest með þjóð-
aröryggisstefnunni sem var sam-
þykkt samhljóða á alþingi 13. apríl
2016. Þar segir:
Að aðild Íslands að Atlantshafs-
bandalaginu verði áfram lykilstoð í
vörnum Íslands og meginvettvangur
vestrænnar samvinnu sem Ísland
tekur þátt í á borgaralegum for-
sendum til að efla eigið öryggi og
annarra bandalagsríkja.
Að varnarsamningur Íslands og
Bandaríkjanna frá 1951 tryggi
áfram varnir Íslands og áfram verði
unnið að þróun samstarfsins á
grundvelli samningsins þar sem tek-
ið verði mið af hernaðarlegum ógn-
um, sem og öðrum áhættuþáttum
þar sem gagnkvæmir varnar- og ör-
yggishagsmunir eru ríkir.
Skýrara getur það ekki verið og
að framkvæmd þessarar stefnu ber
þjóðaröryggisráði að vinna – nú und-
ir formennsku forsætisráðherra úr
VG.
Sérstaða Íslands
Umræður um aðildina að NATO
eru allt annars eðlis hér en í nokkru
öðru aðildarlandi. Meginástæðan er
að íslensk stjórnvöld taka ekki
ákvarðanir um útgjöld til eigin her-
afla. Hér eru ekki heldur fyrir hendi
neinar hefðir sem tengjast slíkum
herafla. Engum upplýsingum um
hernaðarleg málefni er skipulega
miðlað til ríkisstjórnar eða alþingis.
Áhugi og umræður taka óhjákvæmi-
lega mið af þessu til dæmis á stjórn-
mála- og fjölmiðlavettvangi.
Í anda þessarar umræðuhefðar
fer vel á því að Almenna bókafélagið
hafi nú sent frá sér bókina: Til varn-
ar vestrænni menningu – ræður sex
rithöfunda 1950-1958. Höfundarnir
eru Tómas Guðmundsson, Davíð
Stefánsson, Guðmundur G. Hagalín,
Gunnar Gunnarsson, Kristmann
Guðmundsson og séra Sigurður Ein-
arsson í Holti.
Með því að lesa erindi þessara
andans manna og skýringar sem dr.
Hannes Hólmsteinn Gissurarson
prófessor hefur tekið saman má
komast í snertingu við andrúms-
loftið sem ríkti þjóðlífinu, mennta-
og menningarheiminum á þessum
mótunarárum NATO-aðildarinnar.
Þessar umræður höfðu mikil áhrif
á mig. Á tíma fyrstu vinstristjórn-
arinnar 21. október 1956 fór ég til
dæmis 11 ára með föður mínum þeg-
ar hann flutti ræðu á héraðsmóti
sjálfstæðismanna á Kirkjubæj-
arklaustri ásamt sr. Sigurði í Holti.
Er mér í barnsminni ofsaveðrið og
sandbylurinn á Mýrdalssandi og síð-
an orðkynngin þegar sr. Sigurður
formælti þrumandi röddu fram-
göngu kommúnista og Sovétmanna
en uppreisn Ungverja gegn þeim
hófst tveimur dögum síðar. Í ræðu
sr. Sigurðar sem flutt var við annað
tilefni og birtist í ofangreindri bók
segir hann:
„En það er engin ný stefna [í
Moskvu eftir leyniræðuna um Stal-
ín], ekkert nýtt stjórnarfar, ekkert
nýtt viðhorf. Það á að halda áfram að
skapa hér fimmtu herdeild, það á að
halda áfram í hverju landi, líka hér á
Íslandi, að grafa undan þjóðfélags-
stoðunum. Það á að halda áfram að
láta föðurlandssvikarana innan
hinna borgaralegu vestrænu menn-
ingarþjóðfélaga halda áfram að
vinna sigurinn fyrir þá þarna austur
í Moskvu með því að skapa öngþveiti
í atvinnumálum landanna, með því
að grafa undan þjóðlegri menningu
og fortíðarerfðum.“
Þá og þarna var hart og hiklaust
barist fyrir skýrum gildum.
Eftir Björn
Bjarnason »Umræður um
NATO-aðildina eru
allt annars eðlis hér.
Meginástæðan er að ís-
lensk stjórnvöld taka
ekki ákvarðanir um út-
gjöld til eigin herafla.
Björn
Bjarnason
Höfundur er fv. ráðherra.
Samstaða um sérstöðu Íslands í NATO