Morgunblaðið - 05.04.2019, Side 16

Morgunblaðið - 05.04.2019, Side 16
16 UMRÆÐAN MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 5. APRÍL 2019 Smiðjuvegi 9 · 200 Kópavogi Sími 535 4300 · axis.is Vandaðar íslenskar innréttingar Um komandi helgi mun Lionsfólk á Ís- landi standa fyrir söfn- un undir heitinu Rauða fjöðrin eins og gert hefur verið á þriggja til fimm ára fresti frá árinu 1972. Allt söfn- unarfé rennur óskert til þess verkefnis sem verið er að styðja hverju sinni. Nú skal safnað fyrir augnbotnamyndavélum sem nýtast munu sykursjúkum, blindum og sjónskertum. Með velvilja og stuðn- ingi landsmanna hefur Lions í gegn- um Rauða fjöður gefið til góðra verka þar sem þörfin hefur verið hverju sinni. Ágóði fyrstu söfnunar- innar fór í stofnun augndeildar Landakotsspítala en síðan hefur verið gefið til kaupa á línuhraðli á krabbameinsdeild Landspítalans, til byggingar vistheimilisins Hleinar á Reykjalundi, til kaupa og reksturs bifreiða fyrir langveik börn, til rann- sókna á gigtarsjúkdómum og öldr- unarsjúkdómum, til kaupa á lækn- ingatækjum á háls-, nef- og eyrnadeild Landspítala, til kaupa á tannlækningatæki fyrir fólk með þroskaskerðingu, til smíði á íslensk- um talgervli Blindrafélagsins og til kaupa á leiðsöguhundum fyrir blindra og sjónskertra einstaklinga. En hvað er Lions? Lionshreyf- ingin var stofnuð í Chi- cago árið 1917, hún er stærst alþjóðlegra hjálparsamtaka og inn- an hennar starfa nú tæplega 1,5 milljónir manna í öllum heims- álfum. Hreyfingin er mannræktarhreyfing sem stuðlar að eflingu félaganna og þjónustu þeirra við nærsamfélag sitt. Auk þess starf- rækir hreyfingin al- þjóðlegan hjálparsjóð sem veitir styrki til margra verkefna um heim allan. Sjóðurinn hefur getað komið að góð- um málum, s.s. neyðarhjálp, kaup- um á lækningatækjum auk margra fleiri verkefna í samvinnu við Lions- klúbba á viðkomandi svæðum. Hreyfingin var karlavígi fram til ársins 1987 þegar konum var fyrst heimiluð þátttaka. Síðan hefur veg- ur kvenna aukist innan hreyfing- arinnar og er hlutfall íslenskra kvenna með því hæsta sem gerist í heiminum eða um 30%. Lions á Íslandi Á Íslandi eru 80 Lionsklúbbar víðsvegar um landið með um 2.200 félaga. Ísland er öflugt Lionsland m.t.t. höfðatölu, líklega eitt það sterkasta í heiminum. Íslenskir Lionsfélagar koma að margvíslegum málum helst í sinni heimabyggð en sameinast á nokkurra ára fresti með landssöfnunum, auk þess að koma að hjálparstarfi erlendis í samvinnu við Lions á Norðurlöndunum og í gegnum Alþjóða hjálparsjóð Lions. Öflugasti leiðtogi Lions á Íslandi er Guðrún Björt Yngvadóttir. Hún hefur gegnt starfi í alþjóðastjórn Lions og fjölmörgum störfum fyrir Lionshreyfinguna hér heima og er- lendis. Í störfum sínum hefur hún verið slík fyrirmynd og foringi að hún var valin til þess að gegna starfi alþjóðaforseta hreyfingarinnar 2018-2019, fyrst kvenna í 101 árs sögu Lions. Á sama tíma eru þrír æðstu yfirmenn Lions á Íslandi kon- ur, í fyrsta sinn í íslenskri Lionssögu og í fyrsta sinn í heiminum. Lions fyrir þig? Lionsklúbbar starfa í anda vin- áttu og kærleika að því markmiði að allir nái að njóta sín, vaxa og eflast. Það er ómetanlegt að vinna í góðra vina hópi að góðum málefnum í sínu samfélagi. Hafir þú áhuga á að starfa með Lions kíktu þá á www.lions.is og finndu Lionsklúbb í þínu nágrenni, við tökum vel á móti þér. Með vináttu leggjum við lið! Lions og Rauða fjöðrin Eftir Björgu Báru Halldórsdóttur » Lions stendur fyrir fjársöfnun til góðra verka undir nafninu Rauða fjöðrin. Björg Bára Halldórsdóttir Höfundur er fjölumdæmisstjóri Lions á Íslandi. Á sínum tíma tók lögregla mann nokk- urn vegna gruns um umferðalagabrot, hann var ákærður fyr- ir akstur undir áhrif- um vímuefna, dæmd- ur í héraði í réttmæta refsingu, sem áfrýjað var til Landsréttar, þar sem dómur hér- aðsdóms var stað- festur. Dómur Landsréttar var síð- an staðfestur í Hæstarétti. Einn dómara Landsréttar í mál- inu hafði ekki verið tilnefndur af til- nefningarnefnd heldur verið til- nefndur af ráðherra, ráðningin staðfest af Alþingi og Forseta lýð- veldisins. Fjórir af fimmtán dóm- urum réttarins voru ráðnir með þessum hætti. Hinir ellefu voru valdir samkvæmt tillögu tilnefning- arnefndar. Eitthvert lagaþvarg varð um þessa aðferðafræði sem Hæstiréttur fann að en ágallana taldi rétturinn það óverulega að ekki tæki því að gera rekistefnu út af þeim. Málið virtist allt vera fremur augljóst og réttmætt að hinn ákærði fengi eðlilega refsingu fyrir brot sitt lögum samkvæmt. Verj- andi dómþola áfrýjar málinu hins vegar til Mannréttindadómstóls Evrópu, þar sem æskuvinur og fé- lagi verjandans er einn dómenda. Sá dómur klofnaði og komst meiri- hlutinn að þeirri niðurstöðu að hér hefði verið um svívirðilegt mann- réttindabrot að ræða, Landsdómur hefði ekki verið skipaður lögum samkvæmt og Alþingi ekki greitt atkvæði um málið með réttum hætti. Þessi dómur hefur valdið fjaðra- foki á hinu ísa kalda landi, dóms- málaráðherrann alsaklaus hefur neyðst til að segja af sér til að þvælast ekki fyrir, dómþoli fær ekki réttmæta refsingu fyrir afbrot sitt, lögspekingar margir við að fara á límingunum, réttarkerfi landsins er í uppnámi, stjórnvöld vita ekki sitt rjúkandi ráð og telja sig þurfa að athuga vel hvað til bragðs skuli taka. Stjórnarandstaðan reynir eftir mætti að klekkja á stjórninni eins og venjulega og allt stefnir þetta dæmalaust ómerkilega mál í að valda þjóðarbúinu hundraða millj- óna króna óþörfum kostnaði í pen- ingum, sem sárlega vantar í annað. Helzt græða þeir sem hafa atvinnu af því að stunda orðhengilshátt og deila um tittlingaskít eða annað fá- nýti. Það ætti að vera hverjum heilvita manni ljóst, jafnvel lögspekingum, að hér hefur ekki verið framið neitt svívirðilegt mannrétt- indabrot. Á hinn bóg- inn má vel færa sterk rök fyrir því að dómur Mannréttinda- dómstólsins sé svívirði- leg aðför að fullveldi réttarríkisins Íslands, sem frekar er þekkt fyrir að sýna sakborn- ingum í dómsmálum umburðarlyndi en dóm- hörku. Ágallar í máls- meðferð eru óverulegir, tillaga ráðherrans er lögum sam- kvæmt og vel rökstudd, þótt öðru sé haldið fram. Röksemdafærsla til- nefningarnefndarinnar fyrir vali sínu á hinum fimmtán dómara- efnum er hins vegar í skötulíki og virðist á ýmsan hátt vera illa útfærð og illa rökstudd. Hér virðist hafa verið sett á svið einhvers konar lögfræðingaspil sem þjónar engum tilgangi og er þeim sem að því standa til háðungar. Við- komandi lögmenn ættu að skamm- ast sín fyrir að standa í óþarfa stússi og málavafstri. Ættu þeir frekar að snúa sér af heilindum að því að vinna fyrir land og þjóð í stað þess að skara eld að eigin köku. Sem betur fer er Ísland ekki bundið af niðurstöðum Mannrétt- indadómstóls Evrópu. Engin ástæða er því til að una þessum freklegu afskiptum af innanríkis- málefnum landsins. Þennan fráleita dóm er sjálfsagt að hundsa. Jafn- sjálfsagt er að áfrýja honum ekki vegna óvissu sem því fylgir. Von- andi þurfa stjórnvöld ekki að humma lengi yfir málinu. Sjálfsagt er að taka afleiðingum af þessum ákvörðunum. Hér er um að ræða baráttu fyrir fullveldi lands og þjóð- ar og sú barátta mun halda áfram. Á hinn bóginn vekur þetta mál ýmsar áleitnar spurningar um hvernig embættismenn Evrópuelít- unnar seilast æ lengra til yfirráða yfir íslenzkum málefnum, íslenzkum auðlindum og íslenzku atvinnulífi. Það er full ástæða til að veita jafn- an skýr andsvör við þessari ásælni ef við viljum áfram standa undir nafni sem fullvalda þjóð eftir einnar aldar farsæla viðleitni í þeim efnum. Hinn stóri dómur Eftir Sverri Ólafsson Sverrir Ólafsson » Það ætti að vera hverjum heilvita manni ljóst, jafnvel lögspekingum, að hér hefur ekki verið framið neitt svívirðilegt mannréttindabrot. Höfundur er viðskiptafræðingur. sverrirolafs@simnet.is Kærleikurinn er ekki einhver þreyttur laga- bókstafur eða stein- runnir stafir. Heldur sí- ungt og ferskt hjartalag. Hugarþel, athöfn og verk sem spyrja ekki um end- urgjald eða hvernig standi á. Kærleikurinn er ekki þrasgjarn. Hann gefur sig ekki út fyrir að vita alltaf allt best og hann veður ekki yf- ir. Hann hlustar og sýnir skilning. Hann virðir, umvefur, uppörvar og hvetur. Hann sér og hlustar með hjartanu. Litríkur með notalega nærveru Kærleikurinn er litríkur með sterka en notalega nærveru sem staf- ar mildum geislum sínum yfir þá sem þiggja vilja. Kærleikurinn er ekki yfirþyrmandi og þrengir sér ekki inn. Hann er litskrúðugur, kristaltær svo geislar hans endurspeglast. Ljós í myrkri, farveg- ur Guðs. Í honum kunna að vera margar vistarverur en engin dökk skúmaskot. Lát- um því ágreining, mis- klíð og óvild aldrei ná tökum á okkur svo hatrið fái ekki að nær- ast og verði kærleikanum yfirsterk- ara. Eins og lífið sigrar dauðann Kærleikurinn sigrar allt. Hann færir allt til betri vegar og öllu breyt- ir til góðs. Og er kærleikur Guðs þar sterkasta fyrirmyndin. Hans sem þyrmdi ekki sínum eigin syni heldur framseldi hann fyrir okkur öll. Hví skyldi hann ekki líka gefa okkur allt með honum. Það á nefnilega enginn meiri kærleika en þann að leggja líf sitt í sölurnar fyrir vini sína. Hvað þá svo þeir fái lífi haldið og lifað um ei- lífð. Kærleikurinn sigrar allt eins og lífið sigrar dauðann. Kærleikur Guðs leiðir okkur nefni- lega inn í heim annars þyngdarafls utan tíma og rúms þar sem við höfum nýtt fyrir stafni. Þar sem Guð verður sýnilegur og kærleikurinn áþreif- anlegur. Færir frið og framtíð Já, kærleikurinn sigrar allt og bænin bræðir hjörtun. Þau hug- svölun veita, færa frið í hjarta og framtíð bjarta. Leyfðu kærleikanum að stilla sína viðkvæmu strengi í þínu dýrmæta hjarta. Svo hann fái notið sín, flögrað um og borið birtu og yl í umhverfinu með sínum fögru, umvefjandi og hlýju vængjum. Og þú þannig orðið farvegur friðar og farsældar á vegum þínum. Kærleikans koss í hjartað streymir þegar við gerum það að vöggu frels- arans. Þá upplifum við himininn kyssa jörðina. Leyfum honum að setjast þar að. Og þroskast og dafna til eilífs lífs. Með kærleiks- og friðarkveðju. Lifi lífið! Kærleikurinn sigrar allt Eftir Sigurbjörn Þorkelsson » Látum ágreining, misklíð og óvild aldrei ná tökum á okkur svo hatrið fái ekki að nærast og verði kær- leikanum yfirsterkara. Sigurbjörn Þorkelsson Höfundur er ljóðskáld og rithöfundur og aðdáandi lífsins. Atvinna

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.