Morgunblaðið - 05.04.2019, Blaðsíða 17

Morgunblaðið - 05.04.2019, Blaðsíða 17
Nýlega losnuðu kjarasamningar 21 að- ildarfélags BHM við ríki og sveitarfélög. Félögin munu í við- ræðum við þessa aðila gera kröfu um hækkað framlag til Styrkt- arsjóðs bandalagsins. Hlutverk sjóðsins er m.a. að styrkja sjóð- félaga og koma til móts við tekjutap vegna ólaunaðrar fjar- veru frá vinnu sökum veikinda og slysa, styðja forvarnir o.fl. Sjóðurinn greiðir sjóð- félögum sjúkra- dagpeninga þegar réttur til launa í veik- indum er fullnýttur hjá vinnuveitanda. Umsóknum um sjúkradagpeninga hef- ur fjölgað gríðarlega á undanförnum misserum. Það er mik- ið áhyggjuefni. Vegna þessa neyddist sjóðurinn nýlega til þess að skerða heimildir til og fjárhæðir ýmissa styrkja. Hækka verður iðgjald í Styrktarsjóð BHM Því miður bendir ekkert til þess að álag á Styrktarsjóð BHM fari minnk- andi, þvert á móti. Þessi þróun helst í hendur við mikla fjölgun félags- manna aðildarfélaga BHM sem leita til VIRK starfsendurhæfingarsjóðs. Styrktarsjóður BHM þarf að vera í stakk búinn að styrkja forvarnir sem og að greiða út sjúkradagpeninga þegar þörf krefur. Ljóst er að hann getur ekki sinnt hlutverki sínu nema iðgjald verði hækkað. Sumir opinberir vinnuveitendur eru treg- ir að taka á móti starfs- manni aftur til vinnu eft- ir veikindafjarveru nema fyrir liggi staðfest- ing á því að veikindi hans taki sig ekki upp aftur. Er þetta tengt túlkun á ákvæðum kjarasamninga um ávinnslu veikindaréttar í kjölfar leyfis. Frá sjón- arhóli starfsmannsins er þetta algjörlega óvið- unandi staða og undir- strikar þörfina á því að krafa aðildarfélaga BHM um hækkun ið- gjalds í Styrktarsjóðs verði tekin til greina. Skattfrelsi styrkja Í yfirlýsingu sem rík- isstjórn Íslands gaf út í febrúar 2008 sagði m.a. orðrétt: „Ríkisstjórnin mun í tengslum við þetta beita sér fyrir lagabreytingum sem tryggi að greiðslur úr Endurhæfing- arsjóði, sjúkra- og fræðslusjóðum stéttarfélaga sem ganga til greiðslu kostnaðar við endurhæfingu, heil- brigðisþjónustu og tiltekna þjónustu fagaðila ásamt starfsmenntun og fullorðinsfræðslunámskeiðum sem staðfest hafa verið af menntamála- ráðuneytinu teljist ekki til skatt- skyldra tekna.“ BHM skorar á nú- verandi ríkisstjórn að efna þetta fyrirheit þannig að styrkir úr Styrktarsjóði BHM og Sjúkrasjóði BHM verði skattfrjálsir. Það er brjálað að gera Eftir Ernu Guðmundsdóttur Erna Guðmundsdóttir » Styrktarsjóð- ur BHM þarf að vera í stakk búinn að styrkja forvarnir sem og að greiða út sjúkradag- peninga þegar þörf krefur. Höfundur er framkvæmdastjóri BHM. erna@bhm.is UMRÆÐAN 17 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 5. APRÍL 2019 Við gyllinæð og annarri ertingu og óþægindum í endaþarmi Krem Þríþætt verkun - verndar, gefur raka og græðir Byggir á náttúrulegum innihaldsefnum Inniheldur ekki stera Hreinsifroða Froðan hreinsar, róar og frískar óþægindasvæðið Byggir á náttúrulegum innihaldsefnum Fyrir hámarksárangur er mælt með notkun á Procto-ezeTM Hreinsi áður en Procto-ezeTM Krem er notað. Fæst í næsta apóteki. Opið: 8-18 virka daga 10-14 laugardaga Sími 588 8000 slippfelagid.is Blár vinur í stofunni, yndislegur litur sem nýtur sín vel í flestum rýmum. Skoðaðu litaúrvalið okkar á slippfelagid.is Notalegur Þegar rætt er um landssöfnun Lions- hreyfingarinnar „Rauðu fjöðrina“ kem- ur iðulega upp í hug- ann sagan um fjöðrina sem varð að heilli hænu. Því að svo sann- arlega getur ein rauð fjöður sem þú lesandi góður kaupir orðið að myndarlegri gullhænu þegar saman leggjast framlög allra sem málefnið styðja. En ólíkt sög- unni sem snýst um hvernig sögu- sagnir geta magnast upp þá er salan á rauðu fjöðrinni áþreifanlegt sam- félagsverkefni sem kemur öllum til góða. Ákveðið hefur verið að verja söfnunarfénu að þessu sinni til kaupa á augnbotnamyndavélum (OCT) fyrir Þjónustu- og þekking- armiðstöðina fyrir blinda, sjón- skerta og einstaklinga með sam- þætta sjón- og heyrnarskerðingu, sem í daglegu tali er kölluð Mið- stöðin, og fyrir innkirtladeild Land- spítala – Háskólasjúkrahúss en þar mun tækið nýtast við að fylgjast með breytingum í augnbotnum syk- ursjúkra. Hlutverk Miðstöðvarinnar er að auka möguleika þeirra sem eru blindir, sjónskertir eða með sam- þætta sjón- og heyrnarskerðingu til að vera virkir þátttakendur á öllum sviðum samfélagsins til jafns við aðra. Starfssvið hennar felst í ráð- gjöf, hæfingu og endurhæfingu með sérstaka áherslu á stuðning til náms, sjálfstæðis við heimilishald og virkra tómstunda og atvinnuþátt- töku. Miðstöðin sinnir einnig fræðslu, ráðgjöf og stuðningi við að- standendur, skóla og aðrar þjónustu- stofnanir. Miðstöðinni er einn- ig ætlað að hafa yfirsýn yfir aðstæður þeirra sem eru blindir eða sjónskertir og gegna samhæfingarhlutverki gagnvart öðrum sem veita umræddum not- endum þjónustu. Þeir sem eiga rétt á að njóta þjónustu hjá Miðstöðinni eru:  Sjónskertir, þar sem læknisfræðileg greining sýnir að sjón er minni en 30% á betra auga, með venjulegum sjónglerjum, og sjónsvið innan við 20 gráður, eða ef starfrænt mat sýnir erfiðleika vegna sjónskerðingar, t.d. með lest- ur 10 punkta leturs með venjulegum sjónglerjum.  Blindir, þar sem læknisfræðileg greining sýnir að sjón er minni en 5%, með venjulegum sjónglerjum, og innan við 10 gráðu sjónsvið.  Fólk með samþætta sjón- og heyrnarskerðingu, þar sem saman fer sjón- og heyrnarskerðing sem takmarkar athafnasemi og hamlar þátttöku í samfélaginu í slíkum mæli að þörf er á sértækri þjónustu, laga þarf umhverfi að þörfum viðkom- andi eða nýta sérstakan tæknibúnað til að mæta þörfum hans. Það má öllum ljóst vera að tilvera og góður aðbúnaður Miðstöðvar- innar er afar mikilvæg okkur öllum sem njótum þjónustu hennar. Það er því Blindrafélaginu mikið ánægju- efni að Lionshreyfingin hefur ákveð- ið að efla tækjakost Miðstöðv- arinnar með því að kaupa OCT-myndavél fyrir söfnunarféð sem fæst með sölu á rauðu fjöðrinni í ár. OCT (optical coherence tomo- graphy) er tæki til myndgreiningar á augnbotnum, sjónhimnu og sjóntaugum. Það mun nýtast við greiningar og eftirlit á augn- sjúkdómum sem og við fræðslu fyrir notendur Miðstöðvarinnar. Mynd- rannsóknin tekur bæði til yfirborðs ásamt því að sýna dýpri lög, eins konar sneiðmyndataka af sjónhimnu og sjóntaug, og veitir því mun ít- arlegri upplýsingar en hefðbundin augnbotnamyndataka. OCT þykir í dag og er til fram- tíðar nauðsynlegt tæki við eftirlit á t.d. hrörnun í augnbotnum, sem er algengasti augnsjúkdómur meðal eldra fólks, en yfir 70% af notendum Miðstöðvar eru 70 ára og eldri. Tæk- ið nýtist einnig við eftirlit með öðr- um hrörnunarsjúkdómum í augn- botnum eins og til dæmis RP sem er algengasta ástæða sjónmissis hjá fólki á virkum vinnualdri. Jafnframt mun tækið nýtast Miðstöðinni vel við flókna mátun á sérhæfðum lins- um og fleira. Það er mikið ánægjuefni að Lionshreyfingin styður með svo myndarlegum hætti við starfsemi Þjónustu- og þekkingarmiðstöðv- arinnar fyrir blinda, sjónskerta og fólk með samþætta sjón- og heyrn- arskerðingu. Blindrafélagið hvetur því landsmenn alla til að taka hönd- um saman og styðja við þetta mál- efni með því að kaupa rauðu fjöðrina af Lionsmönnum um komandi helgi. Margt smátt gerir eitt stórt og sam- an getum við svo sannarlega breytt lítilli rauðri fjöður í myndarlega hænu. Rauða fjöðrin – öllum til góða Eftir Sigþór Unnstein Hallfreðsson » Blindrafélagið hvet- ur landsmenn til að taka höndum saman og kaupa rauðu fjöðrina til stuðnings góðu málefni. Sigþór Unnsteinn Hallfreðsson Höfundur er formaður Blindrafélags- ins, samtaka blindra og sjónskertra á Íslandi. suh@

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.