Morgunblaðið - 05.04.2019, Qupperneq 20
20 MINNINGAR
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 5. APRÍL 2019
✝ Erla HermínaÞorsteinsdóttir
húsmóðir, Lamb-
astekk 1, fæddist í
Reykjavík 31. ágúst
1929. Hún lést 26.
mars 2019.
Hún var dóttir
hjónanna Söru Her-
mannsdóttur, f. 4.
apríl 1899 á Ketils-
eyri við Dýrafjörð,
d. 18. október 1978,
og Þorsteins Halldórssonar
prentara, f. 26. september 1900 á
Vörðufelli í Lundarreykjadal, d.
1. nóvember 1976. Systir Erlu er
Margrét Þorsteinsdóttir, f. 5.
september 1947.
Erla giftist 6. mars 1954 Þor-
steini Sigurðssyni, f. 26. mars
1931, d. 12 janúar 2019. For-
eldrar hans voru Lilja Marteins-
dóttir, f. 12. maí 1894, og Sig-
urður Þorsteinsson kaupmaður,
f. 5. september 1888, Freyjugötu
11a.
1965. Börn þeirra eru a) Anna
Katrín, sambýlismaður Marijn
van der Woude, b) Erla Steina,
sambýlismaður Einar Gauti
Ólafsson, c) Styrmir Steinn, d)
Grímur Garri.
Erla Hermína ólst upp á
Grímsstaðaholti og lauk barna-
skólaprófi frá Landakotsskóla
árið 1943. Eftir gagnfræðapróf
stundaði hún nám við Tónlistar-
skólann í Reykjavík á árunum
1946-1950 og útskrifaðist þaðan
sem píanókennari.
Erla starfaði á Endurskoð-
unarskrifstofu N. Manscher og
co. frá 1950 til 1955. Árið 1980
hóf hún störf á Tannlækn-
ingastofunni Óðinsgötu 4 þar
sem hún starfaði í tæp 20 ár.
Erla var í Sinawik-klúbbnum
Heklu í Reykjavík og gegndi þar
ýmsum störfum. Hún sat meðal
annars í stjórn klúbbsins og var
gjaldkeri árið 1985 til 1986 og
formaður félagsins 2003 til 2004.
Einnig var hún virkur meðlimur
í Kvenfélagi Breiðholts frá stofn-
un þess árið 1970. Hún var gjald-
keri í nokkur ár og var formaður
félagsins 1996 til 2000.
Útför Erlu fer fram frá Bú-
staðakirkju í dag, 5. apríl 2019,
klukkan 13.
Börn Erlu og
Þorsteins eru 1)
Sara Bertha, f.
31.12. 1955, maki
Kristinn Hilmars-
son, f. 24.10. 1955.
Börn þeirra eru a)
Hilmar, sambýlis-
kona Erla Rut
Káradóttir, saman
eiga þau tvö börn,
b) Hildigunnur,
maki Rafn Markús
Vilbergsson, saman eiga þau
þrjár dætur. 2) Sigríður Hall-
dóra, f. 21.3. 1958, maki Páll Ás-
geir Pálsson, f. 9.12. 1955. Börn
þeirra eru a) Erla, b) Þorsteinn,
maki Þórhildur Jónsdóttir, sam-
an eiga þau þrjár dætur, c) Ása
Lind, sambýlismaður Ísak Gunn-
arsson, saman eiga þau eina
dóttur, d) Lilja Rós. 3) Sigurður,
f. 18.11. 1965, maki Caroline Ta-
yar, f. 3.1. 1966. Dóttir þeirra er
Nóa Tayar. 4) Lilja, f. 22.5. 1967,
maki Sverrir Ágústsson, f. 22.5.
Margs er að minnast,
margt er hér að þakka.
Guði sé lof fyrir liðna tíð.
Margs er að minnast,
margs er að sakna.
Guð þerri tregatárin stríð.
(Valdimar Briem)
Nú þegar foreldrar mínir hafa
kvatt með stuttu millibili er það
einmitt þakklætið sem er mér
efst í huga.
Þakklæti fyrir að hafa átt góða
foreldra, sem alltaf hvöttu okkur
systkinin, stóðu við bakið á okkur
og við áttum skjól hjá.
Þakklæti fyrir að þau fengu að
eldast saman og halda heimili í
næstum sjö áratugi og þakklæti
til allra sem önnuðust þau síðustu
mánuðina.
Kenndu mér klökkum að gráta,
kynntu mér lífið í svip.
Færðu mér friðsæld í huga,
finndu mér leiðir á ný.
Gefðu mér gullin í svefni,
gættu að óskum og þrám.
Minntu á máttinn í sálu,
minning er fegurri en tár.
Og sjáðu hvar heiður himinn
handan við þyngstu ský
er dagur sem dugar á ný.
(Sigmundur Ernir)
Sara Bertha.
Elsku mamma mín, besta
blóm. Þetta fór ekki alveg eins og
við héldum og vonuðum. Hins
vegar vitum við sem þekktum
pabba að hann var snöggur að
hlutunum. Hefur sjálfsagt verið
tilbúinn með allt sem við ræddum
um þegar hann kvaddi okkur síð-
astliðinn janúar og vildi ekki eyða
afmælisdeginum einn í fína
kotinu. Þið hjálpist að með
gleym-mér-eina í garðinum.
Mamma mín, þú varst engri
lík, ein sú fordómalausasta
manneskja sem ég hef kynnst.
Þegar aðrir fussuðu sást þú það
góða og bjarta.
Ég man þegar Anna Katrín, þá
unglingur, fékk sér sporðdreka á
öxlina og sumir höfðu sterkar
skoðanir á því, þá sagðir þú „mik-
ið er þetta sætur sporðdreki“.
Þegar sumum fannst Erla Steina
fyrirferðarmikil og hávær sem
krakki, þá sagðir þú „hún Erla
Steina er svo lífleg og skemmti-
leg“. Þegar Styrmir Steinn, þá
fjögurra ára, vildi vera Lína
Langsokkur á öskudaginn og
sumir hneyksluðust þá sagðir þú
„hann er flott Lína, það er svo
mikilvægt að fá að vera eins og
maður vill“ og ávallt sagðir þú
„hann Grímsi minn er alveg ynd-
islegur“. Alltaf svo ánægð með
afleggjara þína og sást allt það
góða í þeim. Það fallega var að þú
varst óspör að segja það og sá
þannig fræjum sem létu þeim
sem þig umgengust líða vel.
Þið pabbi voruð einstaklega
samrýnd hjón og raunsæjar
manneskjur. Voruð ánægð hvort
með annað, höfðuð lag á að vera
fljót að hugsa og taka ákvarðanir,
stóðuð við þær og lituð aldrei til
baka með eftirsjá, alltaf sátt við
ykkar hlutskipti og lífið. Flink að
lifa í núvitund.
Við sögðum oft að þú hefðir níu
líf eins og kötturinn, lentir í
ófáum hindrunum í gegnum tíð-
ina, sérstaklega á efri árum, og
alltaf komstu þér aftur á fætur.
Ein sú þrautseigasta og minnst
kvartsára manneskja sem ég
þekki. Ef þú ætlaðir þér eitthvað
gerðir þú það á þínum hraða. Góð
varstu við alla og reyndist öllum
vel, sýndir fólki einlægan áhuga
og velvilja. Þetta viðmót skilaði
sér margfalt til baka því öllum
sem þig þekktu og þér kynntust
þótti umsvifalaust vænt um þig.
Nú verða ekki fleiri kúru-
stundir hjá okkur í bili en þær
höfum við átt ófáar síðustu árin
og þá sérstaklega síðasta ár.
Minning þín er ljóslifandi í hjört-
um okkar. Á síðustu dögum höf-
um við rifjað upp óteljandi atvik
og sögur með sorg en líka gleði í
hjarta.
Elsku mamma mín, ég elska
þig, farðu vel með þig og kysstu
pabba frá mér.
Þú ert ætíð Erla mín,
yndislétt í geði.
Oft ég sting mér inn til þín,
alltaf mér til gleði.
Þér ég óska öll þín jól,
yndislegra stunda,
gleði, heilsu gæfusól,
góðra vina funda.
(Þorsteinn Halldórsson)
Þín dóttir
Lilja.
Ljósheimar
Ef dægurstritið setjast vill að sál,
þá svífum upp til ljóssins björtu heima
og gleðjumst þar við guðlegt listabál,
á gullinskýjum látum okkur dreyma.
Já, þar er andinn orðinn loksins frjáls
frá öllum gömlum vanans
hleypidómum.
Vér berum engin bönd um arm né
háls,
en bjartir strengir leika gleðihljómum.
Og þar er ástin eilíf, helg og hrein
og himneskt vor og dýrðleg
rósa-angan.
Þar svífa fuglar léttir grein af grein
með gleðikvaki sumardaginn langan.
Og er vér fáum fundið slíkan heim,
þá finunm vér, það er vor bezta
stundin
er andinn flýgur frjáls um víðan geim
með fögrum gyðjum inn í helga
lundinn.
(Þorsteinn Halldórsson)
Elsku mamma, þín verður sárt
saknað, en ég veit að pabbi hefur
tekið vel á móti þér og boðið þér í
afmæliskaffi.
Þín dóttir
Sigríður Halldóra
(Sigga Dóra).
Erla tengdamóðir mín er látin
á sínu 90. aldursári. Erla missti
Steina sinn 12. janúar síðastlið-
inn, en hann var þá ekki tilbúinn
að fara og skilja Erlu sína eftir.
Erla bað hann þá að fara á undan
og finna góðan stað fyrir þau, hún
myndi koma bráðlega. Þannig
var Erla, full af æðruleysi og
sterk þegar þess þurfti með.
Erla hafði hugsað sér að fá að
sjá barnið hennar Erlu nöfnu
sinnar í júní og halda upp á ní-
ræðisafmælið sitt í ágúst með
fjölskyldu sinni áður en hún færi
til Steina síns. En enginn veit
sína ævi fyrr en öll er og kannski
var henni ekki erfitt að gefast
upp fyrir veikindum sínum í
þeirri vissu að tekið yrði vel á
móti henni.
Erla veit að amma hennar mun
vaka yfir barninu hennar og fjöl-
skyldan mun halda upp á afmælið
hennar í ágúst.
Erla átti góða ævi og fjöl-
skyldu sem hún unni og þótti
vænt um. Þær voru ófáar veisl-
urnar sem hún og Steini héldu
fyrir hana á Lambastekk og lifa
minningar frá þeim hjá öllum.
Erla var hógvær og alltaf blíð
og góð en við vitum að hún gat
verið ákveðin og best að hlýða
henni ef þannig stóð á. Tengda-
pabbi vissi að þegar hann heyrði
„Steini minn, viltu ekki …“ þá
var best að klára það sem þurfti
að gera.
En nú er Erla komin til Steina
síns til að vera saman í litla hús-
inu sem hann valdi fyrir þau með-
an hann beið hennar og þar munu
þau taka á móti fjölskyldu og vin-
um.
Blessuð sé minning þeirra
beggja.
Páll Ásgeir Pálsson.
Elsku Erla mín, nú ertu farin
okkur frá og komin til Friðheima
og mikið mun ég sakna þín. Nær-
vera þín var svo hlý, svo einstök,
þolinmóð og þú gerðir hlutina
með þínu lagi af yfirvegun. Mér
finnst svo stutt síðan við sátum
við borðstofuborðið uppi á Eir og
ræddum lands- og heimsmálin og
borðuðum kræsingar.
Við, mín kæra tengdamóðir,
kynntumst fyrst þegar við Lilja
vorum unglingar og minnist ég
þess að fljótlega eftir þau kynni
áttuð þið pabbi Steini 33 ára
brúðkaupsafmæli.
Ég hafði aldrei heyrt um slíkar
tölur en 6. mars sl. hefðuð þið
Steini fagnað 65 ára brúðkaups-
afmæli.
Þú og Steini voruð alltaf okkar
akkeri og ég mun aldrei gleyma
því, og fyrir það vil ég þakka. Þið
voruð svo umhyggjusöm um ykk-
ar fólk og hugsuðuð um það af
nærgætni.
Takk fyrir að standa ætíð vörð
um krakkana okkar og hlýjuna í
þeirra garð.
Erla mín, góða Erla, hvíldu
fallega og ég veit að við hittumst
á ný og á meðan bið ég að heilsa
pabba Steina.
Þinn
Sverrir.
Það er ótrúlega óraunverulegt
að sitja hérna og skrifa nokkur
orð til þín, elsku amma. Þegar við
kvöddum afa fyrr á árinu varst
þú svo sterk og barst þig svo vel.
Þú varst grjóthörð þótt þú værir
samt pínulítil og við héldum, líkt
og mamma segir alltaf, að þú
værir raunverulega kötturinn
með „tíu“ lífin.
Að koma á Lambó var alltaf
svo notalegt, þú og afi bjugguð til
svo gott heimili sem alltaf var
gott að koma á.
Það var alltaf einhver hrollur í
þér og allir ofnar voru vel heitir
sem kom ekki að sök því afi gekk
bara um í stuttermabol og allir
sem komu í heimsókn vissu af
þessu og pössuðu að mæta mjög
léttklæddir.
Þú varst algjört krútt og svo
góð við okkur og alltaf þegar
maður hitti þig þá straukstu aðra
kinnina á manni brosandi eftir að
þú varst búin að smella á okkur
kossi beint á munninn, þetta
gerðir þú líka við vini okkar þeg-
ar þeir komu í heimsókn með
okkur.
Þú varst líka alger Pollýanna
og sást hlutina á þinn hátt og
hafðir oft orð á því hvað þú værir
sterk í fótunum því þú skíðaðir
svo mikið á yngri árum en það má
örugglega deila um það hversu
mikil skíðadrottning þú hafir ver-
ið.
Þegar maður byrjar að hugsa
til baka þá er margt sem kemur
upp í kollinn á manni. Bílferðirn-
ar með Erlu og Þorsteini á Fiat-
inum upp í Breiðholtskjör að
kaupa bland í poka í grænu pok-
ana. Spila saman svartapétur inni
í eldhúsi fyrir kvöldkaffið, biðja
saman bænirnar áður en við fór-
um að sofa í pössun, þar sem allir
heimsins englar voru beðnir um
að vernda mann.
Við minnumst þess líka hlæj-
andi þegar þú ætlaðir að reyna að
vera svolítið nútímaleg í matar-
gerð og bjóða okkur upp á la-
sagne, en þetta var bara hakk og
plötur. Engin sósa eða ostur, það
verður að segjast að þetta er ekki
það besta sem þú hefur boðið
okkur upp á.
Þetta lýsir þér samt svo vel að
reyna að gera eitthvað sérstak-
lega gott fyrir okkur.
Þú varst líka svo klár að spila á
píanó og ófá skiptin sem maður
sat og hlustaði á þig spila. Þú
kenndir Erlu að spila og fylgdist
af áhuga með henni spila.
Þú og afi bjugguð á Lambó í
yfir 50 ár, það er fyndið að hugsa
til þess núna að fyrst vildir þú
ekki flytja þangað en svo elskaðir
þú húsið svo mikið. Lambó var
miðstöð fjölskyldunnar og við
minnumst með gleði kaffisins á
föstudögum, en þá hittust
mamma, Magga og allir sem voru
lausir, í eldhúsinu hjá ykkur og
fengu sér hádegismat og spjall.
Þú elskaðir afa svo mikið, hann
Steina þinn, enda var hann klett-
urinn í lífi þínu og gerði allt fyrir
Erlu sína. Þið voruð einstaklega
heppin að finna hvort annað og
samband ykkar var einstakt allt
fram á seinasta dag. Við vorum
byrjuð að plana heljarinnar
veislu í ágúst í tilefni af níræð-
isafmælinu þínu og varst þú svo
spennt fyrir því. En þú hefur ekki
getað beðið lengur eftir að hitta
afa og ekki getað hugsað þér að
hann myndi eyða afmælinu sínu
án þín.
Ef við þekkjum ykkur rétt sitj-
ið þið einhvers staðar hönd í hönd
að spjalla. Við hin munum hittast
á afmælinu þínu og dansa eins og
planið var.
Þín barnabörn,
Erla, Þorsteinn,
Ása Lind og Lilja Rós.
Elsku amma mín, hvað það er
leitt að þú sért farin en núna ertu
með afa. Þú varst alltaf ein mik-
ilvægasta manneskjan í lífi mínu.
Ég lærði ótal margt af þér og þú
varst alltaf til staðar fyrir mig.
Þú varst mikil baráttukona og
stóðst alltaf í fæturna þó að á
móti blési og það kenndi mér að
taka alltaf á vandanum sama
hvað.
Þú varst mikill húmoristi og
hafði ég alltaf mjög gaman af því
að spjalla við þig og vera með þér,
svo gott að vera nálægt þér.
Mér fannst eiginlega ótrúlegt
að þú værir að verða níræð þar
sem þú varst alltaf svo ung í anda
og með alla hluti á hreinu. Elska
þig amma mín, hvíldu í friði.
Þinn
Grímur (Grímsi).
Elsku ömmusnúlla. Nú ert þú
farin okkur frá og óhætt að segja
að það ríki blendnar tilfinningar.
Mikið hrikalega sem ég sakna
þín, en á sama tíma veit ég að nú
fáið þið afi að halda áfram ykkar
ferðalagi.
Þegar ég hugsa um þig og afa
og þá staðreynd að þið kveðjið
þennan heim með einungis
tveggja og hálfs mánaðar millibili
þá blasir við mér eintóm ást. Ást-
in sem alltaf var til staðar á
Lambó.
Ég er búinn að velta vöngum
yfir því hvernig best er að koma
því í orð hvernig þín dásamlega
nærvera var, skemmtilegast
finnst mér að segja að þú hafir
verið eins og hleðslutæki ánægj-
unnar. Ég hitti þig og þá var eins
og mér væri stungið í samband,
síðan þegar ég gekk í burtu var
ég uppfullur af ást, gleði og ham-
ingju.
Annað sem ég virkilega elskaði
við þig var það hversu gríðarlega
mikill húmoristi þú varst. Alveg
sama hvað það var þá gat ég ekki
annað en fundið fyrir ást og gleði,
nú eða hlegið mig vitlausan.
Ég hef ætíð litið gríðarlega
upp til þín og má það sjá á mörg-
um af mínum „dellum“ í gegnum
tíðina. Hvort sem það er píanóið,
spilagaldrarnir sem rekja má
beint til allra ólsen-ólsen-spil-
anna okkar sem alltaf voru upp í
101 stig, nú eða almennt grín og
glens.
Að leiðarlokum er mér efst í
huga hamingja, gleði og þakklæti
fyrir þá ómældu ást sem þú gafst
mér og öllum þeim sem þig
snertu.
Ég kveð elskulega ömmu og
bið þér guðs blessunar.
Takk fyrir ferðalagið, þinn
Styrmir Steinn.
Elsku besta amma okkar. Síð-
ustu dagar hafa verið óraunveru-
legir og trúum við því ekki að þú
sért farin frá okkur. Þið afi voruð
stór partur af okkar lífi og því
erfitt að missa ykkur bæði á
svona stuttum tíma. Stundirnar
sem við áttum með ykkur eru
dýrmætar og munum við halda í
þær alla tíð.
Lambó var okkar annað heim-
ili og okkur fannst ekkert betra
en að koma í huggulegheit til
ömmu og afa. Þú varst ekki lengi
að skella í lummur og heitt kókó.
Alltaf tími til að spjalla og eiga
stund með okkur.
Í mörg ár komum við vikulega
í píanótíma til þín. Við systur,
Erla Hermína
Þorsteinsdóttir
Ástkær móðir okkar, tengdamóðir
og amma,
INGUNN GUÐBRANDSDÓTTIR,
Álfhólsvegi 21, Kópavogi,
lést á hjúkrunarheimilinu Droplaugarstöðum
sunnudaginn 31. mars.
Útför hennar fer fram frá Kópavogskirkju mánudaginn 8. apríl
klukkan 13. Þeim sem vilja minnast hennar er bent á að leyfa
líknarfélögum að njóta þess.
Ingunn S. Þorsteinsdóttir Þórhallur Ólafsson
Tryggvi Þorsteinsson Erla Dögg Ingjaldsdóttir
Alexandra Sif Carmen Inga
og Andrea Reyn Tryggvadætur
Eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir,
afi og langafi,
JÓN HELGASON,
Seglbúðum,
lést á hjúkrunarheimilinu Klausturhólum
2. apríl. Útförin verður auglýst síðar.
Guðrún Þorkelsdóttir
Björn Sævar Einarsson Guðrún Marta Torfadóttir
Helga Dúnu Jónsdóttir Þórarinn Bjarnason
Bjarni Þorkell Jónsson Gréta Rún Árnadóttir
barnabörn og barnabarnabarn
Elskulegi yndislegi sonur okkar, bróðir,
mágur og frændi,
FRIÐRIK JENS GUÐMUNDSSON,
lést á heimili sínu 2. apríl.
Útförin fer fram frá Bústaðakirkju
föstudaginn 12. apríl klukkan 13.
Guðmundur Friðriksson Helga Óskarsdóttir
Sigrún Áslaug Guðmundsd. Pétur Reynir Jóhannesson
Rannveig Guðmundsdóttir Kári Auðun Þorsteinsson
og frændsystkini