Morgunblaðið - 05.04.2019, Page 22

Morgunblaðið - 05.04.2019, Page 22
22 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 5. APRÍL 2019 ✝ Fjóla UnnurHalldórsdóttir fæddist 24. október 1922 á Ytri-Tungu í Staðarsveit á Snæ- fellsnesi. Hún lést 16. mars 2019 á Hjúkrunarheim- ilinu Hömrum í Mosfellsbæ. Foreldrar henn- ar voru Halldór Ólafsson, f. 27. maí 1900, d. 20. apríl 1967, og Lára Jóhannesdóttir, f. 18. september 1904, d. 13. mars 1969. Systkin: Reynir, Lilja, Sóley, Hanna, stúlka, Ragna, Ragnhildur Steinunn og Guðbjörg. Eiginmaður Fjólu var Elín- bergur Eiríkur Guðmundsson, f. 8. apríl 1920, d. 22. mars 1998. Börn þeirra eru: 1) Ragn- ar Snæfells, f. 28. febrúar 1943, maki Ruby Elínbergsson. 2) Lára Halla Snæ- fells, f. 14. nóv- ember 1949. 3) Birgir Snæfells, f. 28. mars 1951, d. 3. janúar 2012, maki Hugrún Bylgja Þórarinsdóttir, f. 13. nóvember 1945, d. 4. október 2009. Fjóla Unnur átti 13 barnabörn, 24 barnabarnabörn og tvö barna- barnabarnabörn. Útförin verður frá Fossvogs- kirkju í dag, 5. apríl 2019, klukkan 15. Elsku mamma mín. Nú ertu farin til pabba og Bigga bróður, ég veit að þar hefur verið tekið vel á móti þér. Ég vil þakka þér fyrir hvað þú varst dugleg að vera mamma og amma. Þú varst okkur allt, þú átt stóran stað í hjarta okkar. Þær minningar munum við varðveita. Þú varst demanturinn okkar og varst allt- af til staðar fyrir okkur. Það var svo gott að fara að sofa á hverju kvöldi þegar við vorum búnar að tala saman í símann og þú sagðir: „Góða nótt og við heyrumst á morgun, bæbæ. Bið að heilsa öll- um voðalega vel.“ Við elskuðum þig mest því þú varst best. Til þín mamma Í hjarta mínu áttu stóran stað ég mun ætíð muna það allt sem þú gafst mér mun vera þar hve dýrðlegt er að eiga þann stað. Þín dóttir Lára Halla. Elsku Fjóla amma mín, nú ertu farin frá okkur. Þú varst svo heppin að ná 96 ára aldri en samt sem áður vorum við langt frá því að leyfa þér að fara. Þú áttir stóra fjölskyldu sem þú hugsaðir mjög vel um. Þegar ég var lítil var ég svo heppin að fá að búa hjá ykkur afa. Þið komuð mér í skól- ann og hugsuðuð svo vel um mig. Það var alveg sama hvað gekk á; þið voruð alltaf til staðar fyrir okkur öll. Ég ylja mér við minn- ingarnar sem ég á frá Bergþóru- götunni þar sem ýmislegt var brallað. Eftir að ég eignaðist mína fjölskyldu varst þú alltaf stór partur af henni. Þú varst alltaf svo dugleg að koma í allar veislur og alltaf svo glöð og skemmtileg. Þú varst alltaf svo dugleg að gera allt fyrir alla. Eins og að koma og passa börnin okkar Svenna ef við fórum út fyr- ir landsteinana. Það var sko ekk- ert mál fyrir þig að passa, elda og sjá um allt á heimilinu þrátt fyrir háan aldur. Börnin okkar biðja um hinn og þennan mat sem Fjóla amma eldaði fyrir þau. Yf- irleitt í hvert skipti sem ég heyrði í þér þá var spurningin: Er eitt- hvert ferðalag á ykkur á næst- unni? Ég var svo heppin að þú kenndir mér að búa til kjötsúp- una þína og pönnukökurnar með sítrónudropunum. Þú varst hrók- ur alls fagnaðar í sumar- bústaðarferðum okkar og þá var setið langt fram eftir nóttu við spilamennsku. Þú hafðir einstak- lega góð áhrif á öll börn og sýndir þeim mikla væntumþykju og þol- inmæði. Alltaf þegar þú varst eitthvað að verða lasin sagðir þú við mig að þú þyrftir að fara að þrífa, þá næðirðu slappleikanum úr þér. Ég er ekki frá því að þetta virki hjá mér líka. Við vorum svo ótrúlega heppin að eiga þig sem ömmu, þú kenndir okkur muninn á réttu og röngu, svo ég tali nú ekki um allar bænirnar. Það var alltaf stutt í grín og glens hjá þér og mikið hlegið í heimsóknum hjá þér. Við fórum saman í margar ferðir bæði innanlands og utan- lands. Okkur er minnisstæð ferð- in til Newcastle þegar þið Svenni fóruð í skartgripabúð og hann ætlaði að kaupa hring handa mér en fann engan. Þú fannst aftur á móti hring og keyptir og sölu- maðurinn hélt að þú værir unn- ustan hans Svenna, eftir það tal- aðir þú um að þetta væri trúlofunarhringurinn ykkar. Þú sagðir að ég ætti að fá þennan hring þegar þú dæir. Það skrítna var að þegar ég kom í heimsókn til þín 13. mars þegar þú veiktist þá lá hringurinn á gólfinu en þú tókst hann aldrei af þér. Ég mun passa þennan hring alltaf fyrir þig með góðum minningum. Elsku amma mín, við eigum eftir að sakna þín mikið en vitum að þú ert núna komin til afa og Bigga. Við vitum að þeir passa þig fyrir okkur núna. Helga Þórdís, Sveinn, börn og barnabarn. Elsku yndislega amma mín kvaddi okkur laugardaginn 16. mars. Fjóla amma var kjarn- orkukona sem gat allt. Ég flutti til Fjólu ömmu og Ella afa mjög ung og bjó hjá þeim á Bergþóru- götunni. Amma kenndi mér bæn- irnar og ég var ekki há í loftinu þegar við fórum að sækja messur og ég kirkjuskólann í Hallgríms- kirkju, kirkjunni okkar. Ég naut talsverðra forréttinda hjá þeim, t.d. þegar mig langaði að læra á orgel safnaði hún fyrir Yamaha- orgeli fyrir mig og sendi mig í Orgelskóla Yamaha á Vitastíg. Ég fór í fjöldann allan af sendi- ferðum fyrir ömmu í Mjólkur- búðina, Kjötbúðina Borg og til fisksalans. Á fullorðinsárum mín- um töluðum við í símann mörgum sinnum á dag. Það var mjög erfitt að geta ekki talað við þig í sím- ann á hverjum degi þegar ég flutti til Danmerkur. Auðvitað á ég fullt af fleiri minningum, en þær geymi ég fyrir mig. Ég er sú manneskja sem ég er í dag vegna þín. Ástarþakkir fyrir allt og allt og þúsund kossar, elsku hjarta- drottningin mín. Þú áttir þrek og hafðir verk að vinna og varst þér sjálfri hlífðarlaus og hörð. Þú vaktir yfir velferð barna þinna, þú vildir rækta þeirra ættarjörð. Frá æsku varstu gædd þeim góða anda, sem gefur þjóðum ást til sinna landa, og eykur þeirra afl og trú, en það er eðli mjúkra móðurhanda að miðla gjöfum eins og þú. (Davíð Stefánsson) Endar nú dagur, en nótt er nær, náð þinni lof ég segi, að þú hefur mér, Herra kær, hjálp veitt á þessum degi. Vertu yfir og allt um kring með eilífri blessun þinni, sitji Guðs englar saman í hring sænginni yfir minni. (Sigurður Jónsson frá Presthólum) Þangað til við sjáumst á ný, þín Bjarndís Fjóla. Elsku hjartans vinir. Sumarlandið tekur við okkur öllum á endanum og nú kvaddi ein sú allra dýrmætasta á 97. ald- ursári en var alveg undir lokin að segja okkur brandara og leggja okkur lífsreglurnar, tugum ætt- ingja. Hló og gerði svo dásamlegt grín að þótt víða væri leitað finnst vart jafn hjartahlý og hress manneskja. Elsku hjartans amma, megi sumarlandið taka vel á móti þér. Hún var einstök, vart hægt að finna jákvæðari, betri og glettn- ari elsku. Drengjunum okkar verður að takast að fara yfir fimmta hjall- ann næstu daga og mánuði, elsku drottinn veittu okkur öllum styrk að komast í gegnum næstu miss- eri, fyrst var það langafi, síðan afi, þá amma, svo annar afi og núna þessi elska. Allt saman á allt of stuttum tíma. Við áttum með henni svo ótrú- lega margar dýrmætar stundir og Ragnar minn var iðinn við að heimsækja hana allt til síðustu stundar. Ég er nánast viss núna eftir að hafa kvatt hana hinstu kveðju að hún beið eftir að ung- inn hennar sem hún kyssti og knúsaði í bak og fyrir og ræddi við síðustu daga, færi í háttinn áður en hún sofnaði líka. Hann var hjá mér og tug ann- arra ættingja í allt kvöld hjá henni auk nokkurra ungmenna en þegar þessi yngstu voru farin kvaddi sú gamla, þrátt fyrir að liggja meðvitundarlaus að okkur fannst í þónokkra tíma áður. Líf- ið er merkilegt. Deginum áður gaf hún öllum sem heimsóttu hana góð ráð og knúsaði. Svipað var daginn sem hún kvaddi. Hún var eldklár í kollinum þrátt fyrir aldur og verki síðustu stundir sínar og verkjalyf, sem hún bað þó um í lágmarki að henni yrðu gefin, og tókst henni ítrekað að þakka öll- um sem komu og biðja að heilsa öllum, hér með er þeirri kveðju komið á framfæri. Ég þykist vita að systur mínar sem komu er- lendis frá eiga þessar minningar svo dýrmætar í minni sem frek- ast getur orðið að ná þessu áður en hún hélt í sumarlandið. Kær kveðja, Arnþór og fjölskylda. Elsku amma. Endalaust þakk- læti er það sem er efst í huga mínum núna en þrátt fyrir að þú hafir öðlast hina eilífu hvíld eftir tæp 97 ár í heimi hér er samt enn svo erfitt að átta sig á því til fullnustu að þú sért farin frá okk- ur. Þrátt fyrir að við vitum mæta vel að þér líður vel, enda komin í hóp öðlinganna okkar eins og Ella afa og Bigga frænda, þá er það enn undarlegt að fara að tala um þig í þátíð, því þú ert og verð- ur ætíð ljóslifandi í minningum okkar um aldur og ævi. Og kannski líka að þrátt fyrir háan aldur virtist kallið bera frekar brátt að með stuttum veikindum og líka þar sem þú varst að segja brandara og gantast síðasta dag- inn þinn hér þar til svefninn leiddi þig inn í draumalandið. Þú varst einstök manneskja sem snerti hjörtu okkar á svo marg- þættan og djúpstæðan hátt, m.a. með glaðlyndi, jákvæðni og þakklætinu þínu. Þú varst ein- stök fyrirmynd á svo ótrúlega marga vegu og kenndir okkur fólkinu þínu í kringum þig svo ótrúlega margt. Þú varst svo sannarlega hin sanna íslenska kona með allri sinni dýrð og dugnaði! Ástarþakkir fyrir allt, allar þær minningar sem ég og við vorum svo rík að eignast með þér og um þig, allan þann tíma sem við áttum saman og þann tíma sem ég fékk að búa hjá þér á menntaskólaárunum. Ég elska þig að eilífu amma! Berglind Ósk Þorsteinsdóttir. Fjóla amma mín var stoð okk- ar og stytta í gegnum allt lífið. Hún vildi allt fyrir alla gera og hennar aðalsmerki voru já- kvæðni og gleði. Hún geislaði af gleði og gaf endalaust allt sem hún gat. Afi var mjög stoltur af henni fyrir það að halda svona vel utan um barnabörnin og barna- barnabörnin. Hún var einstök amma, þó svo að hún talaði ekki alltaf þeirra móðurmál, þá gaf hún þeim allt sem hún gat, gleði og góða samveru. Amma og afi voru fastinn í tilverunni, þau voru alla sína ævi með börn í kringum sig. Við vorum öll alltaf velkomin, aldrei var kvartað yfir því að hafa marga munna að fæða og klæða. Betri fyrirmyndir er ekki hægt að hugsa sér. Margir töldu að amma væri mamma mín og fólk í raun gerði bara ráð fyrir því að svo væri. Því amma var með okkur hvert sem við fórum, í öllum afmælum, á öll- um jólum og áramótum. Hvort sem ég bjó erlendis eða úti á landi. Börnin voru á því að ef amma væri ekki hjá okkur þá kæmu ekki jólin til okkar. Amma hjálpaði mér svo mikið með heimilið og börnin. Amma kenndi mér svo margt, fyrst og fremst að halda í þakklætið og gleðina. Hún sagði oft „maður veit aldrei hvað dagurinn ber í skauti sér“. Þegar við komum til hennar síðustu árin á Hamra var hún alltaf jafn þakklát fyrir að fá okk- ur í heimsókn, aldrei sagði hún að við kæmum of sjaldan eða að hún heyrði ekki í okkur nægilega oft. Hún sagðist vera heppnasta manneskjan á Hömrum, og í hvert sinn sem hún fékk heim- sókn þá var deginum bjargað. Sem ég veit ekki hvort var satt, hún var bara að gleðja okkur, láta okkur líða ekki eins illa yfir því að vera ekki oftar hjá henni. Við vildum hafa farið oftar til hennar, verið meira með henni. Amma var mömmu mjög þakklát síðustu árin sín, hún var „vinnu- konan hennar“ sagði hún. Þær heyrðust í síma mörgum sinnum á dag. Amma vissi þegar að stundinni kom, að nú væri þessu lokið. Hún endaði á því að þakka öllum sínum nánustu fyrir allt. Hún hvíslaði í eyru barnabarna- barnanna falleg heilræði og bað okkur fullorðnu að passa börnin vel fyrir sig. Amma Fjóla var ein- stök manneskja. Láttu nú ljósið þitt loga við rúmið mitt. Hafðu þar sess og sæti, signi Jesús mæti. (Höf. ók.) Unnur Elín Jónsdóttir. Jákvæðasta, duglegasta og fal- legasta fyrirmyndin mín, hún amma mín, kvaddi okkur 16. mars, 96 ára, í faðmi stórfjöl- skyldunnar sem öll elskaði hana mikið. Hennar er sárt saknað en fallegar minningar um hana eru þó huggun. Fjóla amma var duglegasta manneskja sem ég hef þekkt. Hún var alltaf að gera eitthvað. Þegar hún var að passa okkur systkinin heyrði maður í henni stundum vera að skúra gólfin eða setja í þvottavélina kl. 2 að nóttu og síðan var hún vöknuð næsta dag kl. 6 um morguninn. Hún átti 13 barnabörn og 24 barnbarnabörn og tvö barna- barnabarnabörn og hún mundi afmælisdagana hjá þeim öllum og hringdi alltaf í mann þegar mað- ur átti afmæli. Hún hringdi líka oft bara til að spjalla eða þegar það var eitthvað voðalega spenn- andi í sjónvarpinu og hún varð að láta mann vita. Við systkinin gistum oft hjá ömmu og alltaf var það jafn gam- an. Amma gerði allt skemmtilegt. Við spiluðum olsen olsen, horfð- um á Gísla Martein og pöntuðum pylsur (sem voru reyndar pitsur en amma átti erfitt með að bera það fram svo hún kallaði þær bara pylsur). Þegar ég var í 7. bekk fékk ég það verkefni að skrifa um einn fjölskyldumeðlim og auðvitað valdi ég hana Fjólu ömmu mína og hún ræddi við mig um æsku sína og sagði mér margar sögur af sér. Ein þeirra var þegar hún var barn og bjó í Ytri-Tungu í Staðarsveit á Snæfellsnesi. Hún var úti á hestinum sínum og villt- ist. Það fór að dimma og amma varð svo hrædd að hún hélt bara utan um hestinn sinn sem leiddi hana sjálfur heim. Ég er svo innilega þakklát fyr- ir allt sem hún gerði fyrir okkur. Fjóla amma var alltaf til staðar, alltaf með opnar dyr fyrir mann og alltaf til í að spjalla. Ekki veit ég hvernig lífið getur fúnkerað án hennar en ég veit ég mun allt- af minnast hennar og hún mun alltaf vera fyrirmynd í mínu lífi. Þórdís Hildur Þórarinsdóttir. Nú hef ég misst mína bestu stuðningskonu, mestu partíman- neskju sem ég þekki og góða vin- konu. Fjóla amma var 96 ára kjarnorkukona. Amma tók alltaf upp fyrir mig hanskann, alveg frá því að ég var pínulítill þriggja ára óviti sem stal sykurmolum, hljóp út um allt og snerti hluti sem mátti ekki. Þegar afi vildi siða mig til tók amma það ekki í mál, setti bara hendur á mjaðmir og sagði; hún er nú lítil. Einn daginn þegar mér fannst afi allt í einu vera ósanngjarn við mig og var í þann mund að skamma mig fann ég stól, klifraði upp á hann, setti hendur á Fjóla Unnur Halldórsdóttir ✝ Maria HelenWedel fæddist 1. maí 1968 í Lundi í Svíþjóð. Hún var lögð inn á líknardeild á Lunds universitets- sjukhus 20. mars og andaðist þar 21. mars 2019. María var menntaður kennari og leikskólakenn- ari. Foreldrar hennar eru Inger Wedel, f. 5. apríl 1943, og Einar Wedel, f. 5. september 1943. Eiginmaður Maríu er Daði Þorsteinsson verkfræðingur, f. 22. desember 1974 í Lundi í Svíþjóð. Þau gengu í hjóna- band 17. júní 2000. Foreldrar Daða eru Sigríður Magnúsdóttir, f. 8. febrúar 1950, og Þorsteinn Brodda- son, f. 16. júlí 1948, d. 24. ágúst 2009. Einkabarn Maríu og Daða er Sunna Daðadóttir Wedel, fædd 19. mars 2000. Sunna verð- ur stúdent nú í vor. Útför Maríu fer fram frá St. Olofs kapell í Lundi í dag, 5. apríl 2019, klukkan 14. Yndisleg tengdadóttir mín, María Wedel, er látin. Hún lést 21. mars síðastliðinn en fyrir rúmu ári var hún greind með ristilkrabbamein. 17. júní árið 2000 gengu María og stjúpsonur minn, Daði Þorsteinsson, í hjónaband í Lundi í Svíþjóð. Sama dag var dóttur þeirra gefið nafnið Sunna. María og Daði kynntust hér á landi árið 1995. Þá átti hann um tíma oftar en ekki erindi austur í sveitir og var okkur ljúft að lána honum jeppann enda fundum við að erindið var brýnt en María var um tíma í vinnu á bóndabæ fyrir austan. Ári síðar fluttu þau til Svíþjóð- ar og settust að í Malmö. María, sem var kennari að mennt, fór að kenna en Daði lauk við sitt verkfræðinám. Ár- ið 2006 fluttu þau svo aftur til Íslands með litlu stúlkuna sína og settust að í Árbænum. Sunna gekk í Árbæjarskóla og María kenndi þar um tíma en Daði vann hjá Slökkviliðinu. Þetta var góður tími. Sunna náði góðum tökum á íslensk- unni og eignaðist vinkonur í skólanum. María og mágur hennar Oddur Broddi sungu saman í Kammersveit Mosfells- bæjar. María hafði stundað ým- iss konar íþróttir í heimalandi sínu og hér keppti hún oft í baksundi og vann alltaf. Við sátum á áhorfendabekkjunum og klöppuðum mikið, við vorum svo stolt af þessari duglegu og flottu konu. Að tveimur árum liðnum fluttu þau aftur til Svíþjóðar og settust að í Furulundi. María bætti við sig leikskólanámi og fór að vinna á leikskóla í grenndinni. María var góður uppalandi og Sunnu góð fyr- irmynd, dugleg, þrautseig og skipulögð. Hún áorkaði að koma hingað í síðasta sinn síð- astliðið sumar og fór meira að segja í Skagafjörðinn í sumar- hús. Missir fjölskyldunnar er mikill. Guð blessi ykkur öll. Guðríður Steinunn Oddsdóttir. Ung stúlka frá Svíþjóð kom til Íslands fyrir 24 árum, mikið náttúrubarn. Hún var forvitin um lífið og tilveruna og aðdáun á íslenska hestinum leiddi hana hingað. Hér kynntist hún íslensku náttúrubarni og hún varð María hans Daða bróðursonar míns. Við, fjölskylda hans hér á landi, nefndum hana ævinlega Maríu hans Daða og mikil var ánægja okkar yfir farsælu sambandi þeirra, ást og umhyggju. Svo fæddist Sunna, sólar- geislinn þeirra, hávaxin, björt, falleg og listhneigð, rétt eins og mamma hennar. Lífið brosti við fjölskyldunni. María var glæsileg kona, skynsöm, gætin, yfirveguð og hlý. Daði unni henni heitt og mat að verðleikum. Orka hennar og kjarkur voru aðdáunarverð, það duldist eng- um, einkum síðastliðið ár, eftir að hinn illvígi sjúkdómur kom í ljós. Andlegri reisn og skýrleika hélt hún allt til hinstu stundar. „Hver er sinnar gæfu smið- ur“ segir í Handbók Epiktets. María var fjölskyldu sinni gæfusmiður. Um tíma voru þau öll búsett á Íslandi en María unni sænskri jörð og þar stóð heimili þeirra, í Furulundi í grennd við bernskuheimili hennar. Í Svíþjóð eiga þau sterka samheldna fjölskyldu. Foreldr- ar hennar í Malmö, bróðir með fjölskyldu sína í Furulundi, einnig önnur ættmenni og vinir. Nánd þeirra og umhyggja er nú ómetanleg. Orð eru lítils megnug en við föðursystkin Daða og Friðrika amma minnumst Maríu með hlýju og virðingu. Megi ástvinum hennar öðlast styrkur í sorginni. Blessuð sé minning Maríu Helenu Wedel. Guðrún Broddadóttir. Maria Helen Wedel

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.