Morgunblaðið - 05.04.2019, Side 23

Morgunblaðið - 05.04.2019, Side 23
mjaðmir og sagði; ég er nú lítil! Afi hætti þá alveg að skamma mig. Hún minnti mig alltaf á þessa sögu. Hún hafði kennt mér að standa með sjálfri mér. Þegar ég komst ekki inn við fyrstu tilraun í læknisfræði missti hún aldrei trúna á mér og alltaf fyrir stór próf bað hún til guðs að það myndi ganga. Amma hringdi alltaf eld- snemma á afmælisdögum því hún vissi að við höldum afmælin okk- ar á heimilinu á morgnana. Alveg upp að tíræðisaldri hélt hún veislur sem stóðu langt fram á nótt, enda var hún mesta partí- manneskja sem ég mun þekkja. Ég veit að ég er ótrúlega heppin að þekkja langömmu mína. Ekki allir eru svo heppnir. Hvað þá að kona eins og Fjóla amma sé langamma mín. Ég er heppin að heita í höfuðið á henni og heppin að hafa átt allar þessar stundir með henni. En Fjóla amma er eins og eilíf- ur fasti í tilverunni sem tilheyrir öllu. Við ætluðum saman á Ellý sýninguna í Borgarleikhúsinu, hún ætlaði að sjá mig útskrifast, ég ætlaði að skrifa fyrir hana re- sept eins og hún sagði alltaf. Ég einhvern veginn ímyndaði mér þegar ég var lítil að amma yrði í brúðkaupinu mínu, að hjálpa mér að passa börnin mín og þekkja börn barnanna minna. Hún var bara einfaldlega eilíf. Það verður skrítið að halda af- mæli og heyra ekki í henni í sím- anum. Það verður skrýtið að halda Fjóluömmulaus jól. Það verður ótrúlega skrítið að geta ekki stolið henni af og til af Hömrum í kvöldmat eða í ísbílt- úra. Hvernig á lífið að geta fúnk- erað Fjóluömmulaust? Eitt veit ég þó og það er að við sem þekktum hana erum heppin og þið sem voruð svo óheppin að þekkja hana ekki eruð líka hepp- in fyrir það eitt að kynnast ekki þeirri sorg að missa hana. Fjóla Ósk Þórarinsdóttir. Elsku Fjóla amma okkar. Við erum svo þakklát fyrir að hafa átt þig sem ömmu, þú varst alltaf svo góð við okkur þegar þú varst að passa okkur þegar við vorum yngri. Alltaf svo góður matur hjá þér, sérstaklega kjötsúpan þín og pönnukökurnar þínar. Megi guð og englarnir geyma þig elsku amma. Þú munt alltaf eiga stað í hjarta okkar, við elskum þig amma. Vertu yfir og allt um kring með eilífri blessun þinni, sitji Guðs englar saman í hring sænginni yfir minni. (Sigurður Jónsson frá Presthólum) Þín langömmubörn Jón Þorsteinn Sveinsson, Lárus Páll Sveinsson, Bergdís Sóley Sveinsdóttir. Okkar yndislega fólk sem leiddi okkur áfram er að falla frá. Aldurinn er orðinn drjúgur hjá sumum. Amma mín, hún Þórunn í Garðbæ og áður á Neðri-Hól í Staðarsveit, átti tvær yndislegar systur, Láru og Guðrúnu. Guð- rún er löngu farin en átti fullt af afkomendum. Hún vann það af- rek að búa á Öndverðarnesi í briminu og erfiðum samgöngum. Amma mín og Lára bjuggu um tíma í Staðarsveit á Snæfellsnesi en þar voru þær uppaldar hjá Steinunni ljósmóður og Jóhann- esi af Kjalarnesi. Og ættfræði er svo skemmti- leg. Við finnum svo margt sem tengir okkur saman. Það er svo gaman að eiga alla þessa ætt- ingja komna frá þessum stór- brotnu konum. Lára mín var svo yndisleg og vinátta þeirra systra svo einstök. Ef ég kom til ömmu á Akranesi var skylduferð til Láru. Þær voru svo merkilega tengdar og ef amma labbaði í búðina þá var litið inn og málin rædd. Lára var okkur öllum mikill harmdauði. Nú sé ég spé- koppana þeirra beggja og jafnvel smá harmonikkuleik sem þær kunnu báðar. Pabbi og Fjóla fæddust sama ár og það fylgdi þeim alla tíð. Man mín afmæli og barna þeirra mjög vel. Ég átti afmæli milli jóla og nýárs og allir blankir en mín kæra frænka lúrði á afmælisgjöf handa stelpuskottinu. Ég á eina þeirra ennþá; bolla sem er mér mjög kær. Svo unnu mamma og Fjóla saman í Ölveri þegar ég var 4-5 ára og Ragnar frændi senni- lega 5-6 ára. Draumastaður fyrir börn. Útivera, skógarkjarr og leikir. Eftir það var vináttan órjúfanleg. Heimsóknir og af- mæli okkar krakkanna. Þvílíkt líf. Engar hömlur vegna umferð- ar og ömmur okkar þær bestu í heiminum. Svo man ég svo vel eftir heimsóknum foreldra minna og Fjólu á báða staðina. Elli, elskulegur maður Fjólu, var vin- ur okkar og hjálparhella. Eitt það síðasta sem hann gerði fyrir pabba var að kaupa hjól fyrir barnabarn hans. Það verður seint þakkað. Hún Fjóla mín var svo ljúf og yndisleg kona. Hitti hana oft á efri árum okk- ar. M.a. í Sjómannaskólanum en þar vann hún um tíma. Fjóla mín var gull af manni. Alltaf brosmild þótt einhvers staðar væru verkir. Svona eru frænkur mínar af þessum uppruna. Nú heyri ég ömmu og Láru spila á harmon- ikku í Staðarsveit við komu Fjólu til englanna. Þórunn Sveinbjörnsdóttir og fjölskylda. Margt er það og margt er það sem minningarnar vekur. Og þær eru það eina sem enginn frá mér tekur. Það er alltaf sárt að missa, lið- in atvik skjóta upp kollinum og taka á sig skýra mynd. Þannig er þegar ég kveð frænku mína, sem öll mín bernskuár er svo ljúf í minningunni og svo samofin fjöl- mennri móðurfjölskyldu minni. Þú varst einstök, dugleg og vilja- föst, vildir fylgjast með öllu þínu fólki og fannst skemmtilegast þegar sem flestir voru saman. Börnin, barnabörnin og lang- ömmubörnin voru þínir gimstein- ar, þeirra hag vildir þú sjá sem mestan enda gerðirðu allt sem í þínu valdi stóð til að svo mætti verða. Þú áttir þrek og hafðir verk að vinna og varst þér sjálfri hlífðarlaus og hörð. Þú vaktir yfir velferð barna þinna, þú vildir rækta þeirra ættarjörð. Frá æsku varstu gædd þeim góða anda, sem gefur þjóðum ást til sinna landa, og eykur þeirra afl og trú, en það er eðli mjúkra móðurhanda að miðla gjöfum eins og þú. (Davíð Stefánsson) Samband þitt og systkina þinna var einstakt og allta tíð mjög kært með ykkur öllum. Þú áttir einsaka fjölskyldu og marg- ir minnast stundanna með þér að spila bingó og spila á spil. Alltaf svo gaman. Þú naust þess að ferðast og fórst oft langt til að heimsækja þitt fólk sem var þér svo kært og þú naust þess að vera með því. Þú varst stolt af sveitinni þinni og talaðir oft um Snæfellsjökulinn, Ytri-Tungu, fjöruna og fallega hvíta sandinn. Elsku Ragnar og fjölskylda, Lára Halla og fjölskylda, Ragna og Gúddý, Guð styrki ykkur öll. Hópurinn er stór sem mun minn- ast þín með hlýju og ástúð og kalla fram minningar um hlýjan faðm og opið hjarta. Kæra frændfólk, missir okkar allra er mikill. Við skulum styrkja og geyma hvert annað al- veg eins og við geymum allar góðu minningarnar. Guð blessi minningu Fjólu og gæti ástvina hennar. Með tárin í augunum minnist ég þín. Þín frænka, Sigríður Hansborg Guðjónsdóttir (Lílý). MINNINGAR 23 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 5. APRÍL 2019 ✝ Óskar IngólfurÞórðarson fæddist í Bolungar- vík 18. september 1931. Hann lést á Droplaugarstöðum 23. mars 2019. Óskar var sonur hjónanna Jónasínu Guðjónsdóttur, f. 1902 í Bolungarvík, og Þórðar Ara- sonar, f. 1889 á Hallsteinsnesi í A-Barðastrand- arsýslu. Óskar var næstyngstur átta hálfsystkina sem öll eru látin. Eiginkona Óskars var Sigríð- ur Þorsteinsdóttir, f. í Súðavík við Ísafjarðardjúp 1. júní 1934, d. 28. september 2010. Hún var dóttir hjónanna Guðnýjar Sig- ríðar Þorgilsdóttur, f. 1902 í Skálavík í N-Ísafjarðarsýslu, og Þorsteins Þorleifssonar, f. 1902 á Saurum í N-Ísafjarðarsýslu. Óskar og Sigríður gengu í hjónaband 4. maí 1957. Börn þeirra eru: 1) Þórður Garðar, f. 1955, giftur Rann- veigu Jónsdóttur f. 1954. Dætur þeirra eru a) Ragnheiður Ósk Jensdóttir, f. 1982. Hún var í sambúð með Gunnari Páli Leifs- syni, f. 1978, þau eiga tvö börn. b) Arna Vala, f. 1986. Sambýlis- maður hennar er Haukur V. Al- börn. Seinni maki Þorleifs er Helga Kristín Gunnardóttir, f. 1957. Synir þeirra eru a) Gunn- ar Már, f. 1989. Sambýliskona hans er Birna Erlingsdóttir, f. 1989, þau eiga eina dóttur, og b) Óskar Helgi, f. 1996. Sambýlis- kona hans er Sara Þ. Finnboga- dóttir. Óskar ólst upp í Bolungarvík og gekk í Barnaskóla Bolungar- víkur. Nítján ára gamall fór hann til Jótlands, þar sem hann vann landbúnaðarstörf um hálfs árs skeið. Þaðan lá leiðin til Reykjavíkur, þar sem hann stundaði ýmis störf. Lengst af var hann sendibílstjóri en síðast starfaði hann sem húsvörður á Grensásdeild Borgarspítalans. Árið 1953 hófu þau Sigríður bú- skap, fyrst við Sogaveg, en reistu sér svo hús í Blesugróf og bjuggu þar á árunum 1955-1970 þegar þau fluttu á Blöndubakka í Breiðholti en þar bjuggu þau í 40 ár. Eftir lát Sigríðar bjó Ósk- ar einn á Blöndubakka en flutti árið 2013 í Seljahlíð og bjó þar um sex ára skeið. Síðustu vik- urnar dvaldi hann á Drop- laugarstöðum. Óskar söng lengi vel með karlakórnum Fóstbræðrum þar sem hann tók virkan þátt í fé- lagsstarfi og vann við byggingu félagsheimilis kórsins. Eftir að hann fór á eftirlaun tók hann þátt í listmálun, og þó sérstak- lega útskurði, á vegum eldri borgara. Útför Óskars fer fram frá Digraneskirkju í dag, 5. apríl 2019, klukkan 13. freðsson, f. 1980, þau eiga tvo syni, og c) Tinna Kristín, f. 1987. Sambýlis- maður hennar er Ævar Ö. Sveinsson, f. 1987. 2) Jóna Ingibjörg, f. 1956. Fyrri maki hennar var Þorsteinn H. Einarsson, f. 1955. Börn þeirra eru a) Helga Lyngdal, f. 1974. Maður hennar er Valtýr F. Helgason, f. 1972, þau eiga fjóra syni. b) Einar Ben, f. 1976. Hann var í sambúð með Kol- brúnu Indriðadóttur, f. 1974, þau eiga einn son. Eiginkona Einars er Melanie Hallbach, f. 1981, þau eiga tvær dætur. Seinni maki Jónu er Benedikt Guðni Þórðarson, f. 1949. Börn þeirra eru a) Þórunn Ósk, f. 1981. Maður hennar er Sigbjörn Óli Sævarsson, f. 1974, þau eiga fjögur börn. b) Sigríður Harpa, f. 1982. Eiginmaður hennar er Ingþór Guðmundsson, f. 1978, þau eiga tvö börn. c) Edda Guðný, f. 1988, d. 1989. e) Frey- dís Edda, f. 1991. 3) Þorleifur, f. 1958. Fyrri maki hans var Sól- rún Skúladóttir, f. 1960, sonur þeirra er Skúli, f. 1979. Eigin- kona hans er Guðrún H. Heimis- dóttir, f. 1982, þau eiga tvö Þegar dags er þrotið stjá þróttur burtu flúinn. Fátt er sælla en sofna þá syfjaður og lúinn. (Rögnvaldur Björnsson) Elskulegur tengdafaðir minn er horfinn yfir móðuna miklu, 87 ára gamall. Sjálfsagt er hann kominn í faðm Siggu sinnar, sem hann saknaði mikið eftir að hún lést árið 2010. Óskar hafði aldrei trú á því að hann yrði svo gamall. Frá því ég kynntist honum fyrir 35 árum endaði hann allar hug- leiðingar um framtíðina á orðun- um: „Ef ég lifi.“ Ekki veit ég af hverju hann efaðist um að lifa lengi, því hann var mjög heilsu- hraustur fram á síðustu ár. Tengdaforeldrar mínir voru bæði að vestan en fluttu ung til höfuðborgarinnar og byrjuðu bú- skap sinn á Sogavegi og bjuggu síðar í Blesugrófinni. Þegar ég kynntist þeim voru þau flutt á Blöndubakkann, þar sem þau bjuggu í 40 ár. Þau rifjuðu oft upp minningar úr Blesugrófinni og minntust nágranna sinna og sögðu skemmtilegar sögur af þeim og atburðum sem gerðust þar. Við Óskar áttum það sameig- inlegt að hafa yndi af söng. Hann var mörg ár í karlakórnum Fóst- bræðrum og síðar í eldri Fóst- bræðrum. Við tókum oft lagið saman, bæði í veislum og útileg- um, og höfðum bæði gaman af. Honum fannst líka gaman að dansa og tók oft snúning með sonardætrum sínum. Hann var barngóður, hafði gaman af að spjalla við barnabörnin og syngja með þeim og kom alltaf fram við þau af virðingu. Þegar dætur okkar Þórðar voru yngri ferðuðumst við mikið með Óskari og Siggu. Við fórum saman í sumarbústaði, tjaldútil- egur og einu sinni í utanlands- ferð. Þau voru góðir ferðafélagar, þægileg í umgengni og ánægð með alla hluti. Óskar var handlaginn, sem kom best í ljós eftir að hann fór á eftirlaun og hóf að skera út. Eftir hann liggja ófáir fagrir munir, sem hann gaf sínum nánustu, eins og klukkur, gestabækur, myndir o.fl. Að leiðarlokum vil ég þakka mínum kæra tengdaföður sam- fylgdina, blessuð sé minning hans. Rannveig Jónsdóttir. Nú andar suðrið sæla vindum þýðum. Á sjónum allar bárur smáar rísa og flykkjast heim að fögru landi ísa, að fósturjarðar minnar strönd og hlíðum. (Jónas Hallgrímsson) Þetta söng afi svo oft og á vel við nú þegar vorið er á næsta leiti. Í síðustu skiptin sem við heim- sóttum þig sagðir þú oftast frem- ur fátt en söngst áfram af hjart- ans lyst. Þú hafðir alla tíð fallega söngrödd og hennar naut ekki að- eins fjölskyldan því þú varst lengi félagi í Karlakórnum Fóst- bræðrum. Söngurinn var þér ávallt hug- leikinn og þú sagðir oft, eins og svo margir sem söng hafa stund- að, að hann væri sérlega hollur og nærandi fyrir sálina. Án efa er það rétt. Og við þykjumst þess fullvissir að þú hafir kvatt þennan heim með söng í hjarta – í þeirri von að hitta ömmu aftur handan við móðuna miklu. Við bræðurnir munum ætíð geyma minningar um allar heim- sóknirnar til þín og Siggu ömmu á Blöndubakka. Þar ríkti alltaf mikil hlýja. Þú varst góður afi og fyrir það erum við þakklátir. Blessuð sé minning afa. Gunnar, Óskar og Skúli Þorleifssynir. Elsku afi. Þar sem við systurn- ar sitjum hér og horfum yfir far- inn veg og rifjum upp gamlar stundir erum við sammála um það hvað okkur leið alltaf vel hjá ykk- ur ömmu á Blöndubakkanum. Þar var alltaf gott að vera. Tekið á móti okkur með bros á vör og rólegheitin alltaf á sínum stað, enginn asi. Við fengum stundum það verk að hlaupa í Breiðholts- kjör eða bakaríið að kaupa eitt- hvað gott með kaffinu, það fannst okkur ekki leiðinlegt. Að sitja í eldhúsinu og borða ís úr kristalls- skál og spjalla um daginn og veg- inn er sterk minning sem gleym- ist seint. Þú varst rólegur og góður mað- ur, elsku afi. Gaman er að rifja upp áramótin í Lyngbrekkunni og seinna í Lindarsmáranum þar sem þú og afi Jón sunguð eins og ykkur var lagið enda báðir búnir að vera í karlakórum og samein- uðust í þessum skemmtilegheit- um. Þá var sko fjör í þér og mikið gaman. Okkur systrum fannst þetta skemmtilegt og reyndum meira að segja að taka þetta upp á segulband enda var þetta löngu fyrir tíma geislaspilaranna. Þið amma Sigga áttuð svo gott samband að það varð þér ansi erf- itt þegar hún fór alltof skjótt frá þér. Maður fann að þú varst frekar hálfur eftir, eins og það vantaði hinn helminginn af þér, enda vor- uð þið búin að vera saman frá því að þið voruð mjög ung fyrir vest- an. Það urðu því róleg árin á eftir en alltaf varstu svo góður og sér- staklega við barnabarnabörnin þín öll. Þér fannst svo gaman að spjalla við þau og grínast í þeim. Það var því skrítin tilfinning að koma til þín á Droplaugarstaði undir lokin og kveðja þig í síðasta sinn, því við vissum að þú varst tilbúinn að komast til ömmu Siggu. Hvíldu í friði, elsku afi, og takk fyrir allar góðu minningarnar. Þínar sonardætur, Ragnheiður Ósk, Arna Vala og Tinna Kristín. Í dag kveð ég afa í hinsta sinn og mig langar að minnast hans með nokkrum orðum. Afi þreyttist aldrei á að segja mér söguna af því þegar þau amma biðu fyrir utan fæðingar- deildina í Keflavík þegar mamma átti mig. Það kom ekki annað til greina en bruna til Keflavíkur með viðkomu í blómabúð þegar hann vissi að mamma væri farin á fæðingardeildina. Þegar ég var lítil var ég mikið á Blöndubakkanum hjá afa og ömmu, sérstaklega eftir að mamma og pabbi skildu. Þegar mamma ákvað svo að flytja með okkur systkinin austur á land fannst afa það fulllangt. Hann tal- aði oft um það við mig hvað það var erfitt, hann hefði lagst upp í rúm og breitt sængina upp yfir höfuð eftir að hafa kvatt okkur. En sem betur fer fékk ég oft að koma til afa og ömmu í sumar- fríinu og alltaf var gott að koma á Blöndubakkann. Þá fór ég í vinn- una með afa á Grensásdeildina, hann leyfði mér alltaf að halda að ég gerði mikið gagn. Svo þegar vinnudeginum lauk fórum við og sóttum ömmu í vinnuna. Á hverju sumri komu afi og amma austur og það var alltaf mikil tilhlökkun. Þá var farið í bryggjudorg, ísbíl- túra og fleira. Ein dýrmætasta minningin um afa er frá því ég átti Benedikt, elsta son minn. Þá kom að sjálf- sögðu ekki annað til greina hjá afa en að keyra í Stykkishólm ásamt ömmu og heimsækja mig á fæðingardeildina. Síðast heimsótti ég afa ásamt Freydísi systur í desember. Það er dýrmæt minning, við sátum með afa, hlustuðum á karlakórs- tónlist og hann raulaði með. Ég minnist afa með innilegu þakklæti fyrir samfylgdina, takk fyrir allt og allt. Helga Lyngdal. Nú kveður þennan heim hann Óskar afi minn sem var mér afar kær. Margar minningar koma upp í hugann þegar ég hugsa til elsku afa, þá fylgja minningarnar um Siggu ömmu að sjálfsögðu einnig með. Ég og elsta systir mín Helga vorum svo heppin að fá að búa hjá afa og ömmu á Blöndu- bakkanum um stund með móður okkar þegar við vorum lítil. Þá tengdumst við afa og ömmu sterkum böndum. Það er ein af fyrstu minningum mínum þegar við systkinin vorum óþekk og Óskar afi tók til þess ráðs að leika grýlu. Einnig man ég eftir því þegar hann kenndi mér að sparka í bolta á ganginum; eftir því sem harðar glumdi í hurðinni við boltaspörkin þeim mun ánægðari var hann með mig. Í eitt skiptið sparkaði ég boltan- um í ljósakrónu með tilheyrandi brothljóðum, og tók afi að sjálf- sögðu sökina á sig þegar amma ætlaði að skamma mig. Aldrei mun ég gleyma hve fallega hann afi söng, þvílíkur heiður að hafa verið sunginn í svefn með svo fögrum tónum. Fallegri minning- ar er ekki hægt að hugsa sér. Síðar man ég eftir því þegar ég var í heimsókn fyrir sunnan hjá þeim að mér fannst gaman að fara með afa í vinnuna á Grensás- spítala. Þar sýndi hann mér hvern krók og kima og splæsti á mig kóki og prinspólói í sjoppunni rétt hjá. Einnig fannst mér gaman að fara með honum að sækja ömmu í vinnuna niður á Laugaveg. Ég á honum Óskari afa mínum og Siggu ömmu minni margt að þakka. Mikið fannst honum erfitt að horfa á eftir ömmu og jarðsetja hana fyrir ekki svo löngu. Hann óskaði einskis heitar en að fá að hitta hana aftur og vera nálægt henni og gat að ég held aldrei not- ið lífsins án hennar svo nokkru næmi. Elsku afi minn, hvíldu í friði við hlið ömmu. Guð veri með ykkur. Þinn afastrákur, Einar Ben Þorsteinsson. Óskar Ingólfur Þórðarson Við þökkum auðsýnda samúð og hlýhug við andlát og útför systur okkar og mágkonu, GUÐRÍÐAR STEFÁNSDÓTTUR frá Norður-Reykjum, sem lést laugardaginn 9. mars. Starfsfólki Brákarhlíðar eru færðar sérstakar þakkir fyrir alúð og umönnun. Þorvaldur Stefánsson Sigríður Stefánsdóttir Þórður Stefánsson Þórunn Reykdal og fjölskyldur

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.