Morgunblaðið - 05.04.2019, Síða 24
24 MINNINGAR
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 5. APRÍL 2019
✝ Gunnar Hall-dórsson fæddist
í Reykjavík 6. sept-
ember 1950. Hann
lést að heimili sínu í
Reykjavík 24. mars
2019.
Foreldrar Gunn-
ars voru hjónin Hall-
dór Ágúst Gunn-
arsson húsamálari, f.
1.3. 1921, d. 23.1.
1997, og Bryndís
Helgadóttir húsmóðir, f. 16.2.
1918, d. 5.9. 1980. Gunnar var
ókvæntur og barnlaus. Systkini
Gunnars: 1) Auður
Gunnur, f. 21.8.
1940, d. 29.5. 2017 ,
2) Helga, f. 15.9.
1942, 3) Hugrún, f.
24.3. 1945, 4) Halla,
f. 5.11. 1947, 5) Sig-
rún, f. 23.8. 1949, 6)
Sævar, f. 12.8. 1952.,
7) Svavar Örn Hösk-
uldsson hálfbróðir,
sammæðra, f. 3.2.
1938, d. 8.11. 1991.
Útför Gunnars fer fram frá
Seljakirkju í dag, 5. apríl 2019,
klukkan 15.
Til þín elsku bróðir.
Fegurðin er frá þér barst,
fullvel þótti sanna,
að yndið okkar allra varst,
engill meðal manna.
Hlutverk þitt í heimi hér,
þú hafðir leyst af hendi.
Af þeim sökum eftir þér,
Guð englahópa sendi.
Sú besta gjöf er gafst þú mér,
var gleðisólin bjarta,
sem skína skal til heiðurs þér,
skært í mínu hjarta.
(BH)
Þú gast lýst upp hvaða dimma
stað sem til var með þeirri per-
sónu sem þú varst. Þakka fyrir
allar þær stundir sem ég hef átt
með þér, og mun varðveita þær
að eilífu.
Þín systir,
Sigrún.
Það er mér ljúft í dag að líta
um öxl og minnast liðinnar tíðar
og samferðar okkar Gunnars
mágs míns.
Maður á ekki að segja allt
sem maður veit, en maður á að
vita hvað maður segir, voru
setningar sem Gunnar Halldórs-
son mágur minn sagði oft er við
hittumst. Gunnar spurði mig
stundum: „Hilmar, finnst þér ég
vera eitthvað skrítinn?“ „Nei,
nei, Gunnar minn, þú ert bara
dálítið sjaldgæfur,“ sem í raun
var alveg satt.
Hann batt ekki bagga sína
sömu hnútum og samferðamenn
hans. Hann leysti málin á sinn
hátt. Gunnar var forn í hugsun.
Gunnar var algjör reglumaður.
Hann var mjög glaðvær og
hress og hrókur alls fagnaðar.
Hann var vinamargur og hafði
gaman af því að ræða málin.
Gunnar var einstaklega hjálp-
samur og mátti ekkert aumt sjá.
Hann kom oft í heimsókn til
okkar í Fjörðinn og alltaf hafði
hann í farteskinu einhvern
glaðning.
Gunnar var mjög árrisull
maður, kominn á röltið fyrir all-
ar aldir, það fyrsta sem hann
gerði yfirleitt daglega var að
ganga frá heimili sínu í Bríet-
artúninu vestur á Granda, fá sér
kaffi og spjall með góðum vinum
á Kaffivagninum.
Hann fór allra sinna ferða fót-
gangandi eða í strætó, hann var
yfirleitt á röltinu vítt og breitt
um Reykjavík og nágrenni alla
daga, það verður sjónarsviptir
að honum á þeim slóðum. Hann
var alltaf eitthvað að prakkarast,
en gætti þess vel að særa engan.
Hann hafði mikla frásagnarþörf
og er það eitt af því sem gerði
þennan yndislega mann að sér-
stökum karakter. Hann var allt-
af jákvæður og skorti hann aldr-
ei umræðuefni.
Gunnar hefði orðið sáttur við
það að vera líkt við dæmigerðan
verkamann. Hann elskaði fjöl-
skyldu sína og stóð við það sem
hann tók að sér. Hann hafði ekki
þörf fyrir að láta á sér bera, en
hafði miklar skoðanir á lífinu,
réttlæti og heiðarleika.
Hann var var góður sagna-
maður, grúskari, samfélagsrýn-
ir, sem sá í gegnum hin ýmsu
mál. Frásögn hans var hnyttin
en boðskapurinn ekki auðskilinn
í fyrstu. Hann sagði frá löngu
liðnum atburðum eins og um líð-
andi stund væri að ræða.
Gunnar var mjög tryggur og
fjölskyldurækinn. Gunnar hafði
það að leiðarljósi hve mikilvægt
er að fyrirgefa og vera ekki með
hatur í farteskinu.
Hvers vegna að ganga með
opin sár þegar fyrirgefningin
getur lokað þeim. Það er svo
mikilvægt að eiga frið í hjarta
sínu því að ef við finnum hann
ekki þar er tilgangslaust að leita
hans annars staðar.
Öll viljum við lifa hamingju-
sömu lífi, en hvað er hamingja?
Leikkonan heimsfræga, Ing-
rid Bergmann, sagði: Hamingj-
an er fólgin í góðri heilsu og
slæmu minni, sem Gunnar sagði
svo oft. Hann sagði oft í gríni að
hann væri heilalaus, þess vegna
væri hann svona minnislaus.
Gunnar átti fáa sér líka, og er
mikil eftirsjá að slíkum karakter
sem hann var.
Minningin um góðan vin mun
lifa. Einnig minnumst við
skemmtilega hrekklausa prakk-
arans sem kom okkur öllum í
gott skap.
Hvíl í friði, kæri mágur.
Hilmar Kristensson.
Lífið er skrýtið, það endar á
sama stað hvað okkur öll varðar
en við komumst ekki hjá því að
fara þessa leið. Maður spyr sig
hverju við ráðum og hvaða öfl
ráði innra með okkur í tilveru
fólks, þar sem við höfðum ekkert
um það að segja þegar við urð-
um til. Jú, það mátti litlu muna
þar sem lífið sjálft er gjöf sem
við öll verðum að vinna úr lífinu.
Gunnar Halldórsson kunni að
vinna úr lífinu þótt hann hafi
slasast illa og það varð til þess
að hann hætti að vinna. En hann
átti gleði, kærleika og vináttu
margra manna sem hann átti í
samræðum við í gegnum árin.
Það var undarlegur föstudag-
ur 22. mars, sem var í raun í síð-
asta skipti sem við kaffifélagar
áttum stund með Gunnari Hall-
dórssyni í Kaffivagninum. Um
klukkan níu þann morgun birtist
Gunnar í gulu úlpunni sinni allt í
einu, frekar þreyttur á svip. Ég
sagði við hann: „Gunni minn, þú
ert seinn núna.“ „Já, ég svaf illa
í nótt og er búinn að vera að
drepast í maganum í nokkra
daga og held að ég sé að drep-
ast.“
Við félagarnir tökum eftir
þessu og Biggi sagði honum að
fara til læknis þar sem við héld-
um að hann væri með flensu
sem var að ganga, en tókum eft-
ir að hann var að verða léttvax-
inn. Sama svarið sem við feng-
um frá Gunnari þegar hann var
spurður: „Ég er að drepast.“
Það skal tekið fram að hann var
búinn að vera veiklulegur síð-
ustu dagana fyrir andlátið. Þetta
var maður sem gekk daginn út
og inn, sjálfsagt búinn að ganga
nokkrum sinnum í kringum Ís-
land á sinni ævi, þrátt fyrir að
hann væri með bílpróf og skír-
teini á sér til að staðfesta það,
þegar menn voru að spauga.
Gunnar hafði unnið víðs vegar
í kringum landið og var stoltur
af að hafa starfað við byggingu
verkamannabústaða í Breiðholt-
inu fyrir láglaunafólk. Kaffi-
vagninn var uppáhaldið, þar
hittumst við, félagarnir, sama
hvernig viðraði. Gunnar var
stundvís og ætíð mættur um
klukkan sjö á morgnana, auðvit-
að með bunka af blöðum í tösk-
unni sinni, og beið eftir að vagn-
inn yrði opnaður, beið í skjóli
eða í bílnum hjá mér. Við opnun
var hans fyrsta verk að ná í
blöðin sem lágu á sólpallinum,
gerði þau klár til lestrar og sá
um það til dauðadags. Gunnar
og Helgi félagi hans sátu ætíð
saman með fréttir dagsins og
drukku kaffið sitt, auðvitað líka
með jólaköku eða kleinu.
Gunnar var raungóður og
góðlyndur maður sem vildi öll-
um vel, trúði á Strandarkirkju
og styrkti hana til dauðadags.
Það stóð aldrei á Gunnari að
standa upp og ná í kaffibollann
fyrir hann Kristján lögmann, vin
sinn, Árna flugstjóra, sem færði
Gunnari vini sínum gjöf sem var
penni sem hann keypti á ferð
sinni til Bandaríkjanna með
mynd af Donald Trump, og var
Gunnar stoltur að eiga penna
með mynd af forseta Bandaríkj-
anna.
Kæri vinur, Gunnar Halldórs-
son, við erum þakklátir fyrir
nærveru þína. Við félagarnir í
Kaffivagninum söknum þín, nú
eru tveir félagar okkar farnir og
hafa tekið flugið en tveir ungir
drengir bættust í hópinn okkar á
laugardaginn. Megi minning þín
lífa um aldir alda. Við kaffifélag-
ar í Kaffivagninum vottum syst-
kinum þínum, börnum og fjöl-
skyldu ykkar samúð.
Jóhann Páll Símonarson.
Gunnar
Halldórsson
✝ Guðmunda Sig-urborg Einars-
dóttir fæddist 1.
mars 1926 í Bol-
ungarvík. Hún lést
18. mars á Hrafn-
istu í Hafnarfirði.
Foreldrar henn-
ar voru Sigríður
Ingimundardóttir
og Einar Teitsson.
Alsystkin hennar
voru Guðný, f.
1918, d. 1939, Daníel, f. 1921, d.
2007, og Kristján, f. 1924, d.
1995. Hálfbróðir hennar sam-
mæðra er Ingimundur, f. 1939.
Fjölskyldan flutti til Siglu-
fjarðar 1929 þegar hún var
þriggja ára. Faðir Guðmundu
lést 1932 þegar hann varð úti í
stórhríð á Siglufjarðarskarði á
heimleið til Siglufjarðar. Móðir
hennar lést 1989 og var hún þá
93 ára.
Árið 1942 giftist Guðmunda
Sigurbirni M. Sigmarssyni, þá
aðeins 16 ára, en hann var 20
ára. Þau unnu ýmis sveitastörf
fyrstu árin, byrjuðu að búa í
Enni í Unadal 1948, 1951 réðust
þau í að byggja nýbýlið
Ráðhildi Sigurðardóttur, dóttir
þeirra er Guðmunda, f. 1971,
hún er gift Morten Troest, þau
eiga þrjú börn. 3) Björn, f. 1953.
4) Sigríður, f. 1954, gift Ólafi
Guðjónssyni, börn þeirra eru
Guðjón, f. 1975, d. 1977; Guðjón,
f. 1978, í sambúð með Þorgerði
Árnadóttur og eiga þau tvo
syni; Kristín, f. 1979, gift Gunn-
ari Þorsteinssyni og eiga þau
þrjú börn; Laufey, f. 1981, hún á
tvo syni, hún er í sambúð með
Geir Rúnari Birgissyni, hann á
þrjú börn. 5) Sigurbjörn Arnar,
f. 1958, giftur Helgu Ósk-
arsdóttur, börn þeirra eru:
Tómas, f. 1981, í sambúð með
Sigþrúði Birtu Jónsdóttur og
eiga þau fjögur börn; Garðar, f.
1982, og á hann þrjú börn;
Sigurbjörn, f. 1983, hann er
giftur Kristbjörgu Sölvadóttur
og eiga þau fjögur börn; Björg-
vin, f. 1983, hann er giftur Ing-
unni Höskuldsdóttur og eiga
þau þrjú börn; Heiðar, f. 1987,
hann er giftur Ruth Ingólfs-
dóttur og eiga þau tvær dætur;
Andrea, f. 1994, er í sambúð
með Sólveigu Daðadóttur. 6)
Kristjana, f. 1966, er í sambúð
með Þorvarði Jónssyni, dætur
þeirra eru Vigdís, f. 1992; Sig-
ríður og Sólveig, f. 1998; og
Guðmunda, f. 2003.
Útförin fer fram frá Hafnar-
fjarðarkirkju í dag, 5. apríl
2019, klukkan 11.
Stekkjarból í Una-
dal og fluttu þang-
að 1952. Árið 1966
fluttu þau að Gröf
á Höfðaströnd og
bjuggu þar til árs-
ins 1975 en brugðu
þá búi og fluttu til
Hafnarfjarðar. Þau
keyptu íbúð við
Suðurgötu 31 og
árið 1977 fluttu
þau í Háukinn 3
þar sem þau bjuggu í 38 ár. Sig-
urbjörn lést 2015 á Sólvangi en
stuttu áður hafði Guðmunda
flutt á Hrafnistu, þar sem hún
dvaldi sín síðustu ár.
Börn Guðmundu og Sigur-
björns eru: 1) Sigmar, f. 1945,
giftur Helgu Hansdóttur, dætur
þeirra eru: Ingibjörg, f. 1968,
hún á fjögur börn og þrjú
barnabörn, hún er gift Sigur-
geir Ingimundarsyni, hann á
fimm börn; Ragnheiður, f. 1971,
hún á tvær dætur, hún er gift
Gísla Steingrímssyni, hann á
eina dóttur; Fanney, f. 1985, í
sambúð með Kjartani Björns-
syni, þau eiga eina dóttur. 2)
Einar Magnús, f. 1950, giftur
Elsku amma. Það sem ég man
allra best eftir eru heimsóknirnar
til þín eftir skóla, ég gat komið
hvenær sem var og það var alltaf
tekið vel á móti mér, þú áttir
smurt brauð og svo spjölluðum við
og spiluðum. Þú kenndir mér
mörg spil og kapla sem ég er búin
að kenna börnunum mínum í dag.
Þegar ég var unglingur vannst
þú í kjötvinnslunni hjá Ali, ég sótti
um sumarvinnu og fékk i pökk-
uninni, næstu fimm sumrin unn-
um við saman.
Þegar ég flutti til Danmerkur
og var komin í hús með börn lang-
aði mig til að bjóða þér í heimsókn
en það var því miður ekki hægt,
þú vildir ekki fljúga. Þú hafðir
prófað að fljúga frá eða til Sauð-
árkróks sem ung kona og það
hafði verið hræðileg lífsreynsla
svo það vildirðu ekki gera aftur,
þannig var það. Við náðum samt
að halda sambandinu, ég kem oft
til Íslands og í hvert skipti voru
heimsóknirnar til þín ofarlega á
listanum, hvern eða annan hvern
dag var lágmark að koma í heim-
sókn og börnin mín náðu að kynn-
ast þér eins vel og ef við hefðum
búið á Íslandi. Ég er líka þakklát
fyrir að ég náði að heimsækja þig
svo oft núna um jólin og öll fjöl-
skyldan með.
Takk fyrir allt elsku amma.
Minningin um þig mun lifa um alla
ævi.
Guðmunda Sigurborg
Einarsdóttir.
Hinn 18. mars síðastliðinn lést
Guðmunda Einarsdóttir, fyrrver-
andi bóndi og húsfreyja á
Stekkjarbóli í Unadal í Skagafirði.
Guðmunda var fædd í Bolungar-
vík við Ísafjarðardjúp 1. mars
1926, dóttir hjónanna Sigríðar
Ingimundardóttur frá Bjarna-
stöðum í Ísafirði og Einars Teits-
sonar frá Bergsstöðum á Vatns-
nesi, en þau hófu búskap í
Bolungarvík 1917. Einar faðir
Guðmundu var annar tveggja
bræðra sem stofnuðu Vélsmiðju
Bolungarvíkur.
Foreldrar Guðmundu fluttust
með börn sín árið 1929 til Siglu-
fjarðar þar sem Einar vann jöfn-
um höndum í járnsmíði og tré-
smíði, en hann var alhliða
hagleiksmaður. Einar faðir Guð-
mundu lést af slysförum árið
1932.
Sigríður fluttist með börn sín
að Ingveldarstöðum í Hjaltadal í
Skagafirði árið 1937, þá var Guð-
munda 11 ára. Hún var fermd í
Hóladómkirkju vorið 1939. Í
Hjaltadal kynntist Guðmunda
mannsefni sínu, Sigurbirni Sig-
marssyni frá Hólkoti í Unadal.
Þau hófu búskap í Enni á Höfða-
strönd árið 1942.
Þar fæddust tveir elstu synir
þeirra, Sigmar Kristján og Einar
Magnús. Þau Guðmunda og
Sigurbjörn festu kaup á jörðinni
Hólkoti í Unadal á fimmta ára-
tugnum ásamt Hjálmari bróður
Sigurbjörns.
Í landi Hólkots byggðu þau
Guðmunda og Sigurbjörn nýbýlið
Stekkjarból í Unadal. Þar fædd-
ust fjögur yngri börn þeirra, þau
Sigríður, Björn, Arnar og Krist-
jana.
Þau Guðmunda og Sigurbjörn
voru bæði víkingar dugleg og
byggðu upp nýbýlið af miklum
myndarskap. Rafmagn var ekkert
í dalnum á þessum árum. Oft
þurfti að sækja vatn í uppsprettu-
lind í vatnsfötum.
Þau Guðmunda og Sigurbjörn
fluttu að Gröf á Höfðaströnd árið
1966 og til Hafnarfjarðar 1976.
Þar áttu þau bæði kindur og hesta
og áttu heima þar seinustu 40 ævi-
árin.
Sigurbjörn lést 23. apríl 2015.
Seinustu æviárin sín dvaldist
Guðmunda á Hrafnistu í Hafnar-
firði og eru starfsfólki þar færðar
alúðarþakkir fyrir góða umönnun.
Það er við hæfi að ljúka þessum
kveðjuorðum með vísu úr sveit-
inni:
Ég var sveita saklaust barn
sólin skein á blóm og hjarn,
veitti yndi von og dug
vermdi barnsins sál og hug.
(S.I.)
Ég þakka Guðmundu systur
minni fyrir 80 ára góða samfylgd í
lífinu.
Blessuð sé minning hennar.
Ingimundur Magnússon.
Guðmunda S.
Einarsdóttir
Morgunblaðið birtir minningargreinar endurgjaldslaust alla
útgáfudaga.
Skil | Þeir sem vilja senda Morgunblaðinu greinar eru vinsamlega
beðnir að nota innsendikerfi blaðsins. Smellt á Morgunblaðslógóið í
hægra horninu efst og viðeigandi liður, „Senda inn minningargrein,“
valinn úr felliglugganum. Einnig er hægt að slá inn slóðina
www.mbl.is/sendagrein
Skilafrestur | Ef óskað er eftir birtingu á útfarardegi verður greinin
að hafa borist eigi síðar en á hádegi tveimur virkum dögum fyrr (á
föstudegi ef útför er á mánudegi eða þriðjudegi).
Þar sem pláss er takmarkað getur birting dregist, enda þótt grein ber-
ist áður en skilafrestur rennur út.
Minningargreinar
Smáauglýsingar
Fylgstu með á facebook
Mjódd s. 774-7377
www.frusigurlaug.is
Frí póstsending
Sundbolir • Tankini
Bikini • Strandfatnaður
Undirföt • Náttföt
Sloppar • Undirkjólar
Inniskór • Aðhaldsföt
Ný sending
af náttfatnaði
og sloppum
Stærðir 36–58
www.frusigurlaug.is
vefverslun
Ýmislegt