Morgunblaðið - 05.04.2019, Qupperneq 29
DÆGRADVÖL 29
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 5. APRÍL 2019
Smáratorgi 1, 201 Kóp., s. 588 6090, vl@verkfaeralagerinn.is
Verkfæralagerinn
Mán.-fim. kl. 9-18, fös. kl. 9-18:30, lau. kl. 10-18, sun. kl. 12-17
Kolibri trönur
í miklu úrvali, gæða-
vara á góðu verði
Kolibri penslar
Handgerðir þýskir penslar
í hæsta gæðaflokki
á afar hagstæðu verði
Ennþá meira úrval af
listavörum
WorkPlus
Strigar frá kr. 195
Stjörnuspá
21. mars - 19. apríl
Hrútur Varastu öll gylliboð sem eiga að
færa þér hamingju og auðæfi í einu vetfangi.
Sláðu ekki af kröfunum þegar þú endurnýjar
heima hjá þér.
20. apríl - 20. maí
Naut Þótt allt virðist ganga þér í haginn
skaltu hafa það bak við eyrað að gott er að
leggja fyrir þegar vel gengur. Fjölskyldan
tekur því fagnandi að sjá meira af þér.
21. maí - 20. júní
Tvíburar Þótt átök og óreiða sé allt í kring-
um þig máttu ekki láta neitt trufla áform
þín. Leyfðu öðrum að njóta glaðværðar þinn-
ar.
21. júní - 22. júlí
Krabbi Þú mátt ekki láta leiðindi þín bitna á
þínum nánustu. Spurðu sjálfa/n þig að því
hvort þú þurfir raunverulega á öllum þessum
fötum að halda.
23. júlí - 22. ágúst
Ljón Það er nauðsynlegt að þú gefir þig
alla/n í að leysa verkefni dagsins. Þú þráir
að komast í frí og lætur þann draum líklega
rætast fljótlega.
23. ágúst - 22. sept.
Meyja Tækniframfarir eða aðrar nýjungar í
vinnunni geta aukið afköst þín og gert
vinnuumhverfi þitt þægilegra. Hafðu hægt
um þig þangað til þú nærð áttum í ástamál-
unum.
23. sept. - 22. okt.
Vog Þetta er ekki rétti tíminn til að efast um
eigið ágæti. Stattu af þér storminn og þá
munt þú standa uppi sem sigurvegari.
23. okt. - 21. nóv.
Sporðdreki Óvænt tækifæri berst upp í
hendurnar á þér og nú hefur þú enga afsök-
un fyrir að nýta þér það ekki. Settu mörk,
annars sogast orka þín út í tómið.
22. nóv. - 21. des.
Bogmaður Leitaðu leiða til að auka tekj-
urnar og ef kominn er tími til að þú fáir
kauphækkun skaltu fara fram á hana.
Mundu að nægur svefn er undirstaða góðrar
heilsu.
22. des. - 19. janúar
Steingeit Þú gætir þurft að ganga gegn
vilja hóps sem þú átt samskipti við. Vertu
þér meðvitandi um alla möguleika sem þér
bjóðast í lífinu.
20. jan. - 18. febr.
Vatnsberi Verkefnin eru svo sannarlega ekki
af skornum skammti og hið sama gildir um
hjálpfúsar hendur. Ekki efast um sjálfa/n
þig, eða getu þína.
19. feb. - 20. mars
Fiskar Samstarfsfólk þitt er reiðubúið til að
aðstoða þig í dag. Gaumgæfðu líf þitt og
kannaðu hvort þú vilt breyta til. Hvað með
áramótaheitið? Ertu búin/n að gleyma því?
Guðmundur Arnfinnsson yrkir áBoðnarmiði:
Svo mælti hún Oddfríður Alda,
sem orðin var konan hans Valda:
„Ég þarf ekki á yður,
Ólafur smiður,
né öðrum sem stendur að halda.“
Ólafur Stefánsson lætur fara vel
um sig í sólarlöndum og yrkir um
það sem fyrir augu ber:
Hann skyrhvíta skankana hristi
og skeggið í bjórfroðu missti;
þar skein sól um allt
alveg skrilljónfalt
þegar brítuna á barnum hann kyssti.
Hér fór Ólafur í smiðju Káins, en
kunningi hans, er sat við drykkju
með honum inni á knæpu einni,
lenti í orðasennu við innlenda konu
nokkra („brítu“), og varð eigi að
samningum með þeim; en „brítur“
nefnast á vesturíslensku konur
þær, sem eru af blönduðu kyni (sbr.
enska orðið „Half-breed“). Leiddist
Káin þjark þetta og kastaði fram
vísu þessari:
Aldrei að jagast við erlendar þjóðir
á Íslandi var okkur kennt.
Vertu ekki að ragast við „brítuna“, bróðir,
borgaðu fimmtíu cent.
Hér stælir Káinn vísuna hans
Bobbys Burns:
Einn hefur ket en ekkert étið getur
annar éta óspart má
en – ekkert ketið hefur sá.
Flestir kunna þessa vísu Hann-
esar Hafstein:
Fegurð hrífur hugann meira’
ef hjúpuð er
svo andann gruni enn þá fleira’
en augað sér.
„Breytt, en ekki til batnaðar“ er
yfirskriftin í ljóðabók Káins:
Hver vill heimta af henni meira,
hún er ber.
Og andann grunar ekkert fleira
en augað sér.
Káinn orti í hænsnahúsinu:
Haninn galar hátt og snjallt,
hæna ræður þylur;
þau eru að tala um eitt og allt,
sem enginn maður skilur.
Káinn var höfundur þess bragar-
háttar sem kallast „hringhend
hlunkhenda“:
Það, sem ég meina, sérðu, sko! –
vera ekki að neinu rugli;
bara reyna að drepa tvo
steina með einum fugli.
Halldór Blöndal
halldorblondal@simnet.is
Vísnahorn
Af sólskini og
því sem augað sér
Í klípu
„ÉG NENNTI EKKI Á NÁMSKEIÐIÐ Í
SAMSKIPTATÆKNI EN HANN BAUÐST TIL
AÐ FARA MEÐ MIG.”
eftir Mike Baldwin eftir Jim Unger
„ÉG VEIT AÐ ÞÚ ERT EKKERT SÉRLEGA
MIKIÐ FYRIR AÐ HNEPPA MÖRGUM
HNÖPPUM.”
Hermann
Ferdinand
Hrólfur hræðilegi
Grettir
... að vonast til þess að
dag einn taki hún eftir
þér.
ÉG HEF VERIÐ AÐ
ÍHUGA LÍF MITT
SKO, ÞAÐ GETUR VERIÐ
ERFIÐARA AÐ HÖNDLA
VELGENGNI EN ÓFARIR
HVAÐ UM
ÞAÐ?
HVAÐ EF ALLT
FER VEL?
SVO LENGI SEM
ÞAÐ ER PÍTSA Í
BOÐI …
BÍDDU,
HVAÐ?
SÆKIÐ FRAM OG BERJIST FYRIR
KONURNAR YKKAR!
HMM. ÞETTA HREYFÐI
EKKI VIÐ ÞEIM.
SÆKIÐ FRAM OG BERJIST
FYRIR KONUR ÓVINARINS!
SKO
ÞIG
Örfáa daga og einhverja dagspartafær Víkverji það á tilfinninguna
að það sé að koma vor. Jafnóðum er
slegið á putta Víkverja og hann þarf
að fara út að skafa snjó af bílnum og
moka stéttina.
x x x
Víkverji veit að það kemur vor áendanum, þar á eftir kemur
blessað sumarið, svo haustið og aftur
vetrar. Skilin milli árstíða eru ekki
eins skýr og þau voru áður fyrr. Hvað
skyldi valda því?
x x x
Fyrst er auðvitað um að kenna hlýn-un jarðar og að heimur versnandi
fer. Næst má kenna aldri um; Vík-
verji sé það þroskaður að minning-
arnar séu hjúpaðar ljóma fortíðar þar
sem allt var einfaldara og betra.
x x x
Matarsóun og plast koma iðulegaupp þegar rætt er um loftslags-
mál. Til að stemma stigu við matar-
sóun er farið að selja tilbúna matar-
skammta sem sóttir eru eða sendir
heim til viðskiptavina. Það eina sem
þarf að gera er að taka upp úr kassa
hráefnin, sem pakkað er inn í plast
hverju fyrir sig, og elda.
x x x
Það sem fæst með slíku fyrir-komulagi er að fjölskyldur, sér í
lagi þar sem fáir eru í heimili, þurfa
ekki að kaupa fullan poka af gulrót-
um, heilan vorlauk, kíló af kartöflum
auk kílós af hakki, sem er allt of mikið
magn til að búa til mat fyrir tvo ein-
staklinga. Í hraða nútímans er svo
hætta á að ekki gefist nægjanlegur
tími til þess að nýta hráefnið áður en
það skemmist og því hent.
x x x
Tímasparnaður og minni matar-sóun er gott mál. En allt plastið
og umbúðirnar sem notuð eru til þess
að minnka matarsóun gera að öllum
líkindum meira ógagn en gagn. Vík-
verji er hræddur um að umhverfis-
málin verði ekki lengur leyst á þægi-
legan hátt heldur verði jarðarbúar að
taka á honum stóra sínum og hugs-
anlega gefa eitthvað eftir af „sjálf-
sögðum“ lífsgæðum.
vikverji@mbl.is
Víkverji
Jesús sagði: „Ég er ljós heimsins. Sá
sem fylgir mér mun ekki ganga í
myrkri, heldur hafa ljós lífsins.“
(Jóh: 8.12)