Morgunblaðið - 05.04.2019, Qupperneq 31
MENNING 31
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 5. APRÍL 2019
Ástríkur, félagi hans Stein-ríkur og aðrir íbúar Gaul-verjabæjar eru með ást-sælustu persónum
myndasagnasögunnar og bækur
þeirra félaga Goscinnys og Uderzos
löngu orðnar sígildar.
Árið 2014 var frumsýnd vel
heppnuð tölvugerð teiknimynd, Ást-
ríkur á Goðabakka, sem Alexandre
Astier skrifaði handritið að eftir
samnefndri bók og leikstýrði. Nú
snýr Astier aftur með nýja mynd
sem hann skrifaði líka handritið að
og leikstýrði með Louis Clichy. Hún
er litlu síðri en sú fyrri og mjög í
anda bókanna, oft fyndin og persón-
urnar skrautlegar sem endranær.
Eftir því sem ég kemst næst er þessi
teiknimynd ekki byggð á bók en það
gæti verið rangt hjá mér.
Dag einn þegar Sjóðríkur seiðkarl
er að tína jurtir í töfradrykkinn góða
dettur hann niður úr tré og meiðir
sig illa á fæti. Seiðkarlar eiga ekki að
detta úr trjám segir hann og tilkynn-
ir Ástríki og félögum að hann þurfi
nú að finna arftaka sinn, einhvern
sem hægt sé að treysta fyrir upp-
skriftinni að töfradrykknum góða.
Þessu frétta aðrir seiðkarlar af og
þeirra á meðal einn illa innrættur
sem einsetur sér að stela uppskrift-
inni og selja Rómverjum.
Sjóðríkur, Ástríkur og Steinríkur
halda ásamt öllum körlum þorpsins í
leiðangur og leita að ungum seið-
karli. Á meðan verja konurnar Gaul-
verjabæ með því að drekka töfra-
drykkinn og gefa körlunum ekkert
eftir þegar kemur að því að lumbra á
rómverskum hermönnum. Þegar
drykkurinn klárast kemur babb í
bátinn og vandinn eykst svo enn
þegar hinn vondi seiðkarl herjar á
Gaulverja eftir að hafa drukkið aðra
útgáfu af töfradrykknum en þá hefð-
bundnu.
Það er gaman að heyra gömlu
kempurnar Ladda og Sigga Sigur-
jóns tala inn á myndina fyrir þá
Sjóðrík og Ástrík og leitun er að
jafnreyndum og skemmtilegum
mönnum hér á landi þegar kemur að
talsetningu teiknimynda. Talsetn-
ingin er mjög vel heppnuð á heildina
litið en henni stýrði Tómas Freyr
Hjaltason. Teiknarar myndarinnar
eru ekki öfundsverðir af því að þurfa
að feta í fótspor hins mikla Uderzos
með sinn einkennandi teiknistíl og
bráðfyndnu persónur en þeim tekst
það vel og Uderzo, orðinn 91 árs
gamall, hlýtur að vera sáttur við þá.
Sagan er ágæt þó hana skorti
spaugilegar „fullorðins“ vangaveltur
á borð við þær sem finna mátti í fyrri
mynd Astiers, um fólksflutninga frá
sveit í borg og nýmóðins lifnaðar-
hætti Rómverja. Þessi mynd er
meira í anda hinna fjölmörgu teikni-
mynda sem enda oftar en ekki með
riastóru skrímsli sem þarf að berjast
við. En það er fullt af góðu gríni,
skemmtilegum persónum og átökum
í hinum kunnuglega reykjarmekki
Uderzos þar sem lumbrað er hressi-
lega á Rómverjum sem liggja eftir
eins og hráviði. Þá er Sesar að vanda
kostulega ergilegur yfir hinu ósigr-
andi smáþorpi í Gallíu.
Leikstjórar og handritshöfundar
gæta þess að aðdáendur fái það sem
þeir vilja og yljar manni t.d. um
hjartarætur að sjá hvert víkinga-
skipið á fætur öðru sökkva í sæ. Líkt
og í bókunum er þetta mun meiri
karla- en kvennaheimur en konurn-
ar í þorpinu fá þó stærra hlutverk en
vanalega sem er þróun í rétta átt og
í takt við tímann.
Seiðkarl í leit að lærlingi
Svínafréttir Sjóðríkur fær glóðvolgar fréttir frá villisvínum en líkt og aðrir seiðkarlar talar hann svínamál.
Háskólabíó, Laugarásbíó,
Borgarbíó og Smárabíó
Ástríkur og leyndardómur
töfradrykkjarins bbbmn
Leikstjórn: Alexandre Astier og Louis
Clichy. Frakkland, 2018. 85 mín.
HELGI SNÆR
SIGURÐSSON
KVIKMYNDIR
Audiences and Innovative Practice,
NAIP við tónlistardeild Listahá-
skóla Íslands. NAIP er evrópskt
meistaranám í sköpun, miðlun og
frumkvöðlastarfi sem sett var á fót
til að mæta auknum kröfum sam-
félagsins um hæfni tónlistarmanna
til að starfa við fjölbreytilegar og
þverfaglegar aðstæður.
Sveiflast milli tónlistar og tals
Bragi segir að hann hafi fengist
við tónlist og leiklistartengd verk-
efni á sviði og í kvikmyndum ásamt
því að setja á svið söngleikinn
Barry and his Guitar í Bretlandi og
Íslandi. Bragi lék m.a. í myndinni
Andið eðlilega eftir Ísold Uggadótt-
ur. Hann kenndi tónmennt í Álf-
hólsskóla og kennir nú börnum leik-
list í Leynileikhúsinu.
„Næsta verkefni er að ná mér í
meiri reynslu til þess að þróa Þegar
öllu er á botninn hvolft áfram. Ég
valdi að fara listabrautina vegna
þess ég hef alltaf sveiflast á milli
sýniþarfar og þess að vilja segja
sögur,“ segir Bragi og bætir við að
lífið sé fullt af sögum sem gaman sé
að endursegja og færa í stílinn.
Bragi segir söngleikjaformið henta
sér vel.
„Þegar ég hef sungið mikið lang-
ar mig hætta því og þrái að flytja
texta og svo öfugt,“ segir Bragi sem
segir allt að verða klárt fyrir sýn-
inguna í Mengi við Óðinsgötu á
sunnudag kl. 20.
Einlægur Bragi Árnason gerir upp mótunarár þrítugsaldursins í söngleik
sem fjallar um þroskasögu ungs manns í brösulum heimi sviðslistanna.
Málverkið „Salvator Mundi“ eða
Bjargvættur heimsins, sem eignað
hefur verið listmálaranum Leo-
nardo da Vinci og var í vörslu lista-
safnsins Louvre í Abu Dhabi, er
týnt, ef marka má fréttir hinna
ýmsu fjölmiðla nú í vikunni. Mál-
verkið sýnir Jesú krist og seldist
fyrir metfé í nóvember árið 2017,
rúmar 450 milljónir dollara, en
jafnhá upphæð hafði þá ekki verið
greidd á uppboði fyrir verk eins af
gömlu meisturunum. Skömmu síðar
bárust fréttir af því að sérfræðinga
greindi á um hvort da Vinci væri
höfundur verksins og m.a. talið að
hann væri það aðeins að hluta.
Og nú berast fréttir af því, m.a. á
vef New York Times, að skv. heim-
ildarmönnum innan safnsins sé
verkið þar hvergi finnanlegt. Til
stendur að sýna verkið í safninu í
haust og vonandi finnst það áður en
að sýningu kemur.
Bjargvættur
heimsins horfinn
Horfinn Bjargvættur heimsins.
Ronja Ræningjadóttir (Stóra sviðið)
Sun 7/4 kl. 13:00 Sun 5/5 kl. 13:00 Sun 19/5 kl. 16:00
Sun 7/4 kl. 16:00 Sun 5/5 kl. 16:00 Sun 26/5 kl. 13:00
Lau 13/4 kl. 12:00 Sun 12/5 kl. 13:00 Sun 26/5 kl. 16:00 Aukas.
Sun 14/4 kl. 13:00 Sun 12/5 kl. 16:00 Sun 2/6 kl. 13:00
Sun 14/4 kl. 16:00 Lau 18/5 kl. 13:00 Aukas. Lau 8/6 kl. 13:00
Sun 28/4 kl. 13:00 Lau 18/5 kl. 16:00 Aukas.
Sun 28/4 kl. 16:00 Sun 19/5 kl. 13:00
Stórskemmtilegur og æsispennandi söngleikur fyrir alla fjölskylduna!
Einræðisherrann (Stóra Sviðið)
Fös 5/4 kl. 19:30 Lau 4/5 kl. 19:30
Lau 13/4 kl. 19:30 Mið 8/5 kl. 19:30
Siggi Sigurjóns mætir Charlie Chaplin!
Jónsmessunæturdraumur (Stóra sviðið)
Lau 6/4 kl. 19:30 Fös 3/5 kl. 19:30 Mið 22/5 kl. 19:30
Fös 12/4 kl. 19:30 Fim 9/5 kl. 19:30
Fyndinn og erótískur gamanleikur
Þitt eigið leikrit (Kúlan)
Fös 5/4 kl. 18:00 Aukas. Sun 7/4 kl. 17:00 Aukas. Sun 28/4 kl. 15:00
Lau 6/4 kl. 15:00 Lau 13/4 kl. 15:00 Sun 28/4 kl. 17:00
Sun 7/4 kl. 15:00 Lau 13/4 kl. 17:00
Það er þitt að ákveða hvað gerist næst!
Súper - þar sem kjöt snýst um fólk (Kassinn)
Lau 6/4 kl. 19:30 Aukas. Fim 11/4 kl. 19:30 Mið 24/4 kl. 19:30
Mið 10/4 kl. 19:30 Aukas. Fös 12/4 kl. 19:30 Fös 26/4 kl. 19:30
Nýtt og bráðfyndið leikrit, fullt af "gnarrískum" húmor
Loddarinn (Stóra Sviðið)
Lau 27/4 kl. 19:30 Frums. Fös 10/5 kl. 19:30 4.sýn Fim 23/5 kl. 19:30
Þri 30/4 kl. 19:30 2.sýn Lau 11/5 kl. 19:30 5.sýn
Fim 2/5 kl. 19:30 3.sýn Fös 17/5 kl. 19:30 6.sýn
Hárbeitt verk eftir meistara gamanleikjanna
Improv Ísland (Þjóðleikhúskjallari)
Mið 10/4 kl. 20:00
Spunasýningarnar vinsælu snúa aftur - engin sýning eins!
Brúðkaup Fígaros (Stóra Sviðið)
Lau 7/9 kl. 19:30 Frums. Fös 20/9 kl. 19:30 3.sýn Lau 28/9 kl. 19:30 5.sýn
Sun 15/9 kl. 19:30 2.sýn Lau 21/9 kl. 19:30 4.sýn Lau 5/10 kl. 19:30 6.sýn
Óborganlegu gamanópera eftir meistara Mozart
Mið-Ísland (Þjóðleikhúskjallarinn)
Fös 5/4 kl. 19:30 Lau 6/4 kl. 19:30
Fös 5/4 kl. 22:00 Lau 6/4 kl. 22:00
Dimmalimm (Brúðuloftið)
Lau 6/4 kl. 14:00 Lau 13/4 kl. 15:00 Lau 27/4 kl. 15:30
Lau 6/4 kl. 15:30 Lau 27/4 kl. 14:00
Ástsælasta ævintýri þjóðarinnar
leikhusid.is | midasala@leikhusid.is | 551 1200
BORGARLEIKHÚSIÐ
Kynntu þér nýjan tapas-matseðil Leikhúsbarsins
á borgarleikhus.is
Miðasala | 568 8000 | borgarleikhus.is
Matthildur (Stóra sviðið)
Fös 5/4 kl. 19:00 15. s Þri 30/4 kl. 19:00 26. s Fim 30/5 kl. 19:00 37. s
Sun 7/4 kl. 19:00 16. s Fim 2/5 kl. 19:00 27. s Sun 2/6 kl. 19:00 38. s
Mið 10/4 kl. 19:00 17. s Fös 3/5 kl. 19:00 aukas. Mið 5/6 kl. 19:00 39. s
Fös 12/4 kl. 19:00 18. s Mið 8/5 kl. 19:00 29. s Fim 6/6 kl. 19:00 40. s
Lau 13/4 kl. 13:00 19. s Fim 9/5 kl. 19:00 30. s Fös 7/6 kl. 19:00 41. s
Sun 14/4 kl. 19:00 20. s Mið 15/5 kl. 19:00 31. s Mán 10/6 kl. 19:00 42. s
Þri 16/4 kl. 19:00 21. s Fim 16/5 kl. 19:00 32. s Fim 13/6 kl. 19:00 43. s
Mið 24/4 kl. 19:00 22. s Mið 22/5 kl. 19:00 33. s Fös 14/6 kl. 19:00 44. s
Fim 25/4 kl. 19:00 23. s Fim 23/5 kl. 19:00 34. s Sun 16/6 kl. 19:00 45. s
Fös 26/4 kl. 19:00 24. s Sun 26/5 kl. 19:00 35. s
Sun 28/4 kl. 19:00 25. s Mið 29/5 kl. 19:00 36. s
Stundum ég þarf að vera svolítið óþekk!
Elly (Stóra sviðið)
Lau 6/4 kl. 20:00 210. s Sun 5/5 kl. 20:00 213. s Fös 31/5 kl. 20:00 217. s
Lau 13/4 kl. 20:00 211. s Sun 12/5 kl. 20:00 214. s Lau 8/6 kl. 20:00 218. s
Lau 27/4 kl. 20:00 212. s Fös 17/5 kl. 20:00 215. s Lau 15/6 kl. 20:00 Lokas.
Lau 4/5 kl. 20:00 aukas. Fös 24/5 kl. 20:00 216. s
Aukasýningar vegna mikillar eftirspurnar!
Ríkharður III (Stóra sviðið)
Fim 11/4 kl. 20:00 Lokas.
Allra síðasta sýning!
Kvenfólk (Nýja sviðið)
Lau 6/4 kl. 20:00 Lokas.
Allra síðasta sýning!
Kæra Jelena (Litla sviðið)
Fös 12/4 kl. 20:00 Frums. Fös 26/4 kl. 20:00 7. s Mið 8/5 kl. 20:00 12. s
Sun 14/4 kl. 20:00 3. s Sun 28/4 kl. 20:00 8. s Fös 10/5 kl. 20:00 13. s
Þri 16/4 kl. 20:00 4. s Fim 2/5 kl. 20:00 9. s Sun 12/5 kl. 20:00 14. s
Mið 24/4 kl. 20:00 5. s Fös 3/5 kl. 20:00 10. s Mið 15/5 kl. 20:00 15. s
Fim 25/4 kl. 20:00 6. s Sun 5/5 kl. 20:00 11. s
Kvöld sem breytir lífi þínu.
Club Romantica (Nýja sviðið)
Fös 5/4 kl. 20:00 8. s Lau 13/4 kl. 20:00 Lokas.
Allra síðustu sýningar.
Kvöldvaka með Jóni Gnarr (Litla sviðið)
Lau 13/4 kl. 20:00 aukas.
Aukasýning komin í sölu.
Bæng! (Nýja sviðið)
Fös 26/4 kl. 20:00 Frums. Mið 8/5 kl. 20:00 4. s Fim 23/5 kl. 20:00 7. s
Sun 28/4 kl. 20:00 2. s Fim 9/5 kl. 20:00 5. s Sun 26/5 kl. 20:00 8. s
Fös 3/5 kl. 20:00 3. s Fim 16/5 kl. 20:00 6. s Fim 30/5 kl. 20:00 9. s
Alltof mikið testósterón
Allt sem er frábært (Litla sviðið)
Lau 4/5 kl. 20:00 aukas. Fim 9/5 kl. 20:00 aukas. Lau 11/5 kl. 20:00 aukas.
Aukasýningar vegna mikillar eftirspurnar!