Morgunblaðið - 10.04.2019, Blaðsíða 27
Í ÞORLÁKSHÖFN
Jóhann Ingi Hafþórsson
johanningi@mbl.is
Þór Þorlákshöfn jafnaði í 1:1 í einvígi
sínu gegn KR í undanúrslitum Ís-
landsmóts karla í körfubolta með
102:90-sigri á heimavelli í gærkvöldi.
Eins og lokatölurnar gefa til kynna
var sóknarleikurinn í aðalhlutverki í
troðfullu húsi í Þorlákshöfn.
KR gerði vel í að loka á leikstjórn-
andann Nikolas Tomsick stærstan
hluta leiks en þess í stað leituðu
Þórsarar mikið til Kinus Rochfords.
Það var góð hugmynd, því KR-ingar
réðu ekkert við Bandaríkjamanninn
stóra. Hvað eftir annað fékk Roch-
ford boltann undir körfunni, fór illa
með varnarmann og skoraði af stuttu
færi. Þrátt fyrir regluleg leikhlé KR-
inga virtust þeir ekki læra. Alltaf var
Rochford laus.
Rochford endaði með 50 framlags-
punkta, tæplega helmingi fleiri en
aðrir á vellinum. Hann skoraði 29
stig, tók 14 fráköst og gaf níu stoð-
sendingar. Jaka Brodnik naut þess
líka að KR-ingar einbeittu sér að því
að stöðva Tomsick og átti Slóveninn
einn sinn besta leik með Þór til þessa.
Hann var sérstaklega sterkur þegar
mest var undir og setti hann nokkrar
mikilvægar körfur. Halldór Garðar
Hermannsson átti einnig mjög góðan
leik og Ragnar Örn Bragason gerði
sitt. Þórsarar fengu aðeins sjö stig af
bekknum, en það kom ekki að sök.
Alltaf svöruðu Þórsarar
KR-ingar áttu nokkra fína kafla en
alltaf tókst Þórsurum að spila sig í
færi hinum megin og skora. KR lét
mótlætið fara illa í sig og fór mikil
orka í að þræta við dómarana. Emil
Barja og Helgi Már Magnússon
spiluðu langmest af varamönnum KR
en Finnur Atli Magnússon og Björn
Kristjánsson spiluðu nánast ekki
neitt. KR er með meiri breidd en
Þór, en Ingi Þór Steinþórsson, þjálf-
ari liðsins, nýtti það engan veginn
nægilega vel.
Einhverjir höfðu áhyggjur af því
að Þórsarar væru saddir eftir magn-
aðan sigur í átta liða úrslitunum gegn
Tindastóli en svo er alls ekki. Þór
ætlar sér enn lengra og KR verður
að sýna allar sínar bestu hliðar ætli
liðið að leika til úrslita sjötta árið í
röð.
Þórsarar alls ekki saddir
Þór jafnaði í 1:1 gegn KR Roch-
ford fór á kostum Illa nýtt breidd KR
Morgunblaðið/Hari
Drjúgur Kino Rochford skoraði 29 stig fyrir Þór og tók 17 fráksöt.
ÍÞRÓTTIR 27
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 10. APRÍL 2019
GÓÐIR
FUNDIR
OGENNBETRI
FUNDARHLÉ
Upplýsingar og pantanir í síma 483 4700 | booking@hotelork.is | www.hotelork.is
Á Hótel Örk er allt sem þarf fyrir vel heppnaða fundi, sýningar,
námskeið og minni ráðstefnur. Hótelið býr yfir fundarsölum af
mörgum stærðum búnum nýjustu tækni, fyrsta flokks veitingastað
og fjölbreyttri afþreyingu fyrir skemmtilegri fundarhlé.
Superior herbergi
157
HERBERGI
7
FUNDARSALIR
VEITINGASTAÐUR
SUNDLAUGOG
HEITIR POTTAR
Íslenska landsliðið í hand-
knattleik karla kemur saman í
kvöld til síns fyrsta kappleiks frá
því að það tók þátt í heimsmeist-
aramótinu í janúar. Í heimsókn
eru komnir leikmenn landsliðs
Norður-Makedóníu sem reyndar
nefndist aðeins Makedónía síð-
ast þegar landslið þjóðanna
mættust í fimmtudaginn 17.jan-
úar í hörðum slag í Ólympíu-
höllinni í München í Þýskalandi.
Leikurinn í kvöld er liður í
undankeppni Evrópumótsins
sem haldið verður í janúar á
næsta ári í þremur löndum. Eftir
tvo sigurleiki í undankeppninni í
byrjun vetrar þá fer íslenska
landsliðið langt með að vera
öruggt um sæti í EM í janúar
með sigri í kvöld.
Þótt norður hafi verið bætt
framan við þjóðarheiti fyrrver-
andi Júgóslavíuríkisins Make-
dóníu síðan landslið þjóðanna
leiddu saman hesta sína síðast
þá eru leikmenn landsliðsins jafn
harðir í horn að taka og áður.
Mörgum er kannski í fersku
minni viðureign landsliða þjóð-
anna í janúar. Þá stóðst íslenska
liðið áhlaup andstæðingsins og
gott betur og vann leikinn,
24:22. Haft var á orði í leikslok
að drengir væru orðnir að mönn-
um. Var þá átt við hið unga og
lítt reynda landslið sem Guð-
mundur Þórður Guðmundsson,
landsliðsþjálfari, tefldi fram á
mótinu.
Áhugavert verður að sjá
hvernig íslenska landsliðinu
tekst upp í kvöld á heimavelli. Er
það reynslunni ríkara eftir HM?
Án vafa er það reynslumeira
vegna þess að Guðjón Valur Sig-
urðsson er mættur til leiks á ný
með sína 352 landsleiki í fartesk-
inu. Það munar svo sannarlega
um minna og veitir vafalaust ekki
af gegn ólseigum og fílhraustum
Norður-Makedóníumönnum.
BAKVÖRÐUR
Ívar Benediktsson
iben@mbl.isMartin Hermannsson, landsliðs-
maður í körfuknattleik, og lið hans
Alba Berlín tapaði fyrsta úrslita-
leiknum í Evrópubikarnum, 89:75,
þegar liðið sótti Valencia heim til
Spánar í gær.
Valencia var sjö stigum yfir eftir
fyrsta leikhluta og var yfir í hálf-
leik 41:38. Spænska liðið vann svo
þriðja leikhluta 30:15 og gerði róð-
urinn þungan fyrir þýska liðið á
lokakaflanum. Alba mátti sætta sig
við 14 stiga tap, 89:75, þegar upp
var staðið.
Martin stóð að vanda fyrir sínu
hjá Alba. Hann skoraði 16 stig og
var næststigahæstur í liðinu. Þá gaf
hann tvær stoðsendingar og stal
boltanum einu sinni. Martin hefur
fengið stórt hlutverk á sínu fyrsta
tímabili í Berlín og lék að þessu
sinni í 26 mínútur. Hann fékk fjórt-
án framlagsstig fyrir sína frammi-
stöðu.
Stigahæstur hjá Alba var Peyton
Siva en hann skoraði 17 stig og gaf
sjö stoðsendingar. Tveir lykilmenn
liðsins höfðu hins vegar frekar
hægt um sig að þessu sinni; Luke
Sikma skoraði sjö stig og Litháinn
Rokas Giedraitis níu. Hjá Valencia
var Thomas Will stigahæstur með
22 stig, Thomas Matt skoraði 16 og
Belginn Sam Van Rossom, sem
mætti Íslendingum í Laugardals-
höll í vetur, skoraði 15 stig. Þess má
geta að Tryggvi Snær Hlinason er
félagsbundinn Valencia en er í láni
hjá Obradoiro í vetur.
Tvo sigra þarf til að verða Evr-
ópumeistari en sigur í keppninni
veitir jafnframt keppnisrétt í Euro-
league næsta vetur. Liðin mætast
aftur í hinni glæsilegu Mercedes
Benz-höll í Berlín á föstudagskvöld
en oddaleikur verður í Valencia á
mánudag ef til hans kemur.
sport@mbl.is
16 stig Martins dugðu ekki til sigurs
Ljósmynd/FIBA
Öflugur Martin Hermannsson.
IG-höllin, undanúrslit karla, annar
leikur, þriðjudag 9. apríl 2019.
Gangur leiksins: 2:9, 7:16, 11:20,
19:26, 25:31, 32:34, 41:36, 48:40,
52:42, 60:47, 66:56, 74:65, 77:69,
85:73, 89:79, 102:90.
Þór Þ.: Kinu Rochford 29/17 frá-
köst/9 stoðsendingar, Jaka Brodnik
23/5 fráköst, Halldór Garðar Her-
mannsson 17/5 fráköst, Nikolas
Tomsick 15/9 stoðsendingar, Ragnar
Örn Bragason 11, Davíð Arnar
Ágústsson 4, Emil Karel Einarsson 3.
Þór Þ. – KR 102:90
Fráköst: 24 í vörn, 10 í sókn.
KR: Julian Boyd 21/11 fráköst, Mic-
hele Christopher Di Nunno 20/4 frá-
köst, Kristófer Acox 15/10 fráköst,
Pavel Ermolinskij 12/5 fráköst/5
stoðs., Jón Arnór Stefánsson 11, Emil
Barja 8, Helgi Már Magnússon 3.
Fráköst: 22 í vörn, 12 í sókn.
Dómarar: Sigmundur Már Herberts-
son, Rögnvaldur Hreiðarsson, Jó-
hann Guðmundsson.
Áhorfendur: 620
Staðan er 1:1.
Hamar jafnaði metin gegn Fjölni í
úrslitarimmu umspilsins um sæti í
efstu deild karla í körfuknattleik
með sigri í Hveragerði í gær,
88:86.
Leikurinn var hnífjafn og
spennandi allan tímann og staðan
í hálfleik var 41:40 fyrir Hamar.
Fjölnir var svo með yfirhöndina í
síðari hálfleik, en Hamar sneri
taflinu við og knúði fram tveggja
stiga sigur, 88:86.
Julian Rajic skoraði 22 stig og
tók 10 fráköst fyrir Hamar en
Srdan Stojanovic skoraði 23 stig
fyrir Fjölni.
Þriðji leikurinn í rimmunni fer
fram í Dalhúsum á föstudags-
kvöld. sport@mbl.is
Hamar
vann Fjölni
Handknattleiks-
maðurinn Magn-
ús Óli Magnússon
leikur ekki meira
með Val á þessari
leiktíð á Íslands-
mótinu í hand-
knattleik vegna
hnémeiðsla.
Magnús sleit þó
ekki krossband
eins og óttast var
fyrir helgi en hann meiddist á æf-
ingu. Magnús þarf ekki að gangast
undir aðgerð en engu að síður er
reiknað með því að batinn muni taka
tvo til þrjá mánuði. Súrt í broti fyrir
Magnús sem nýlega var valinn í
landsliðshópinn.
Magnús ekki
meira með
Magnús Óli
Magnússon