Morgunblaðið - 10.04.2019, Blaðsíða 4
4 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 10. APRÍL 2019
Rafstilling ehf
Dugguvogi 23, 104 Reykjavík, sími 581 4991, rafstilling@rafstilling.is
Opið mán.-fim. 8-12 og 13-18, fös. 8-14
Hröð og góð þjónusta um allt land
Áratug
a
reynsla
Startar bíllinn ekki?
Við hjá Rafstillingu leysum málið
Renndu við hjá okkur í Tangarhöfða 13
Allar almennar
bílaviðgerðir
TANGARHÖFÐA 13
577 1313 - kistufell.com
BIFREIÐAVERKSTÆÐIÐ
Freyr Bjarnason
freyr@mbl.is
Aðalmeðferð hófst í gærmorgun í
Landsrétti í máli Vals Lýðssonar.
Hann var dæmdur í Héraðsdómi
Suðurlands í sjö ára fangelsi fyrir að
hafa orðið bróður sínum, Ragnari
Lýðssyni, að bana á bænum Gýgjar-
hóli II aðfaranótt 31. mars í fyrra.
Valur kaus að tjá sig ekki við
skýrslutöku í Landsrétti og kom af-
staða hans ákæruvaldinu í opna
skjöldu. Sebastian Kunz réttar-
meinafræðingur gaf síðan skýrslu.
Helgi Magnús Gunnarsson vara-
ríkissaksóknari spurði Kunz um
hvernig dauða Ragnars hefði borið
að. Kunz sagði dánarorsökina vera
bráða öndunarskerðingu vegna upp-
sölu sem orsakaðist af höfuðáverka.
Niðurstöður af blóðferlarannsókn á
staðnum svara til þeirra högga sem
Ragnari voru veitt, að sögn Kunz.
Ragnar lá á gólfinu þegar hann hlaut
fjölda áverkanna sem um getur.
Helgi spurði Kunz út í hálsbrot
sem Ragnar hlaut og svaraði hann að
það hefði líklega orðið þegar Ragnar
var meðvitundarlaus. Bætti hann því
við að brotið á hálsliðnum hefði ekki
valdið dauða hans.
Helgi spurði einnig hvaða áhrif
áfengisdrykkja Ragnars hefði haft á
getu hans til að bregðast við ofbeld-
inu sem hann var beittur, í ljósi þess
að uppsölur hefðu valdið því að hann
kafnaði. Að sögn Kunz mældist
áfengismagn í blóði hans 2,44 prómill
og geta hans til að skila slíku frá sér
hefði því verið minni en ella.
Magnús Óskarsson, skipaður verj-
andi Vals, sýndi Kunz réttarmeina-
fræðingi myndir af hnífi og exi og
spurði hvort líklegt væri að þessum
vopnum hefði verið beitt er Ragnar
lést. Kunz svaraði því neitandi.
Magnús spurði þá hvort líklegt
væri að einhver önnur vopn hefðu
verið notuð þegar Ragnari var ráðinn
bani. Svaraði Kunz að brotaþoli hefði
ekki borið nein merki um að hafa
hlotið áverka með beittum eða hálf-
beittum vopnum, t.d. hníf eða exi.
Hann útilokaði ekki að harður hlutur
af einhverju tagi hefði verið notaður.
Magnús spurði Kunz um greiðslur
til hans og kvaðst Kunz fá greitt mán-
aðarlega fyrir störf sín en ekki fyrir
hverja krufningu.
Lést vegna öndunarskerðingar
Aðalmeðferð fyrir Landsrétti í máli Vals Lýðssonar sem varð Ragnari bróður sínum að bana Valur
kaus að tjá sig ekki við skýrslutöku í Landsrétti Réttarmeinafræðingur lýsti áverkum og dánarorsök
Morgunblaðið/Kristinn Magnússon
Fyrir dómi Valur Lýðsson. Myndin
var tekin í Héraðsdómi Suðurlands.
Ágúst Ingi Jónsson
aij@mbl.is
Fossvélar á Selfossi og eigendur
Þórustaðanámu í Ingólfsfjalli hyggj-
ast stækka námasvæðið í fjallinu um
11,3 hektara og verði það alls um 34
hektarar. Fyrirhugað er að vinna
27,5 milljónir rúmmetra af malarefni
á nýja námasvæðinu næstu 30 ár.
Magnús Ólason, framkvæmda-
stjóri Fossvéla, segir að með stækk-
un vinnslusvæðisins sé verið að
tryggja efnistöku til framtíðar og
búa í haginn svo fyrirtækið verði
tilbúið að mæta þörf vegna stórfram-
kvæmda í samfélaginu næstu ár og
áratugi. Hann nefnir vegafram-
kvæmdir í því sambandi, meðal ann-
ars breikkun Suðurlandsvegar og
byggingu nýrrar Ölfusárbrúar.
Ferli vegna mats á umhverfis-
áhrifum er að hefjast og eru drög að
tillögu að matsáætlun fyrir efnis-
tökusvæðið kynnt á vefsíðum EFLU
og Fossvéla. Bæjarráð Árborgar
fjallaði um málið á fimmtudag í síð-
ustu viku og í fundargerð segir: Bæj-
arráð fagnar þeirri vinnu sem farin
er af stað í þessum efnum enda eru
miklir hagsmunir í húfi fyrir sveitar-
félagið að náman verði starfrækt í
sátt til framtíðar.
Áhrif á landslag og ásýnd
Tólf manns starfa nú hjá Fossvél-
um, en fjöldinn er breytilegur eftir
aðstæðum og verkefnum. Fyrir-
tækið er einnig með efnistöku í Bola-
öldum. Í kynningu á umhverfismat-
inu segir að efnistaka hafi átt sér
stað í Þórustaðanámu í Ingólfsfjalli
frá árinu 1957 og hafa Fossvélar rek-
ið starfsemina frá 1975. Matið bygg-
ist að hluta á því mati sem áður hefur
verið unnið fyrir starfsemina.
Í kafla um landslag og ásýnd segir
meðal annars: Efnistökusvæðið er
nærri þjóðvegi 1 og sýnilegt frá að-
liggjandi byggð. Megináhrif vegna
efnistökunnar verða á landslag og
ásýnd svæðisins. Hlíðar Ingólfsfjalls
innan námunnar bera þegar merki
efnistöku. Rásirnar sem efni er ýtt
niður um eru til staðar sem og at-
hafna- og vinnslusvæði neðan nám-
unnar.
Efnistakan mun því að mestu fara
fram innan þegar raskaðs svæðis
fyrir utan stækkun þess til norðurs
efst á svæðinu.
Efnistaka til framtíðar
Námasvæðið í
Ingólfsfjalli stækk-
ar um 11,3 hektara
Suðurlandsvegur
IN
G
Ó
L
F
S
FJ
A
L
L
Heimild: Efl a verkfræðistofa
Grunnkort/Loftmyndir ehf.
Athafnasvæði
Mörk núverandi
efnistökusvæðis
Efnistökusvæði,
viðbót, 2. áfangi
Þórustaðanáma
Jarða-
mörk
Guðni Einarsson
Þorsteinn Ásgrímsson
Dómsmálaráðherra kynnti á ríkis-
stjórnarfundi í gær að íslenska ríkið
myndi óska eftir endurskoðun yfir-
deildar Mannréttindadómstóls Evr-
ópu (MDE) á dómi MDE í landsrétt-
armálinu. Meirihluti dómsins dæmdi
að annmarkar á meðferð ráðherra
og Alþingis við skipun landsréttar-
dómaranna fælu í sér brot gegn
mannréttindasáttmála Evrópu um
að skipan dómstólsins væri ákveðin
með lögum.
„Það er alla vega komin niður-
staða og hægt að vinna út frá henni,“
sagði Ólöf Finnsdóttir, fram-
kvæmdastjóri dómstólasýslunnar.
Hún sagði að stjórn dómstólasýsl-
unnar myndi væntanlega fjalla um
þessa ákvörðun á næsta fundi sínum.
Í bókun sem stjórnin samþykkti 15.
mars segir m.a. að dómstólasýslan
leggi ríka áherslu á að áhrif mál-
skots til yfirdeildar Mannréttinda-
dómstólsins verði könnuð.
Í tilkynningu Stjórnarráðsins er
vitnað í Þórdísi Kolbrúnu R. Gylfa-
dóttur dómsmálaráðherra, sem seg-
ir: „Við höfum síðustu vikur skoðað
mismunandi fleti þessa mikilvæga
máls. Eftir þá skoðun tel ég rétt að
óska endurskoðunar hjá yfirdeild
Mannréttindadómstólsins. Ég tel
brýnt að fara þessa leið í ljósi þess
hve mikilvæga hagsmuni málið
snertir hér á landi. Ég mun halda
áfram að skoða aðra fleti málsins en
á þessu stigi verða ekki teknar frek-
ari ákvarðanir.“
Úr því fæst væntanlega skorið
innan fárra mánaða hvort yfirdeildin
tekur dóminn til endurskoðunar.
Verði það samþykkt verður óskað
eftir flýtimeðferð.
Morgunblaðið/Hanna
Landsréttur Mannréttindadómstóllinn fann að því hvernig dómarar við
réttinn voru skipaðir. Dómurinn hefur áhrif um alla Evrópu.
Landsréttarmáli
skotið til yfirdeildar
Ekki frekari ákvarðanir að sinni
Eyjólfur Árni
Rafnsson var í
gær endurkjör-
inn formaður
Samtaka at-
vinnulífsins.
Kjörið var til-
kynnt á aðal-
fundi SA. Hlaut
Eyjólfur Árni
96,5% greiddra
atkvæða og var
þátttaka í kosningunni góð. Á fund-
inum voru nýgerðir kjarasamn-
ingar kynntir. Fram kom að fram
undan eru kynningarfundir SA um
nýja kjarasamninga víða um land. Í
kjölfarið fer fram atkvæðagreiðsla
um samningana meðal aðildar-
fyrirtækja SA. Ársfundur atvinnu-
lífsins, sem er öllum opinn og hefur
verið haldinn í kjölfar aðalfundar,
verður að þessu sinni haldinn
fimmtudaginn 17. október kl. 14-16
í Hörpu. Þá verða liðin 20 ár frá
stofnun Samtaka atvinnulífsins.
Áfram formaður SA
Eyjólfur Árni
Rafnsson