Morgunblaðið - 10.04.2019, Blaðsíða 1
M I Ð V I K U D A G U R 1 0. A P R Í L 2 0 1 9
Stofnað 1913 85. tölublað 107. árgangur
LANGAR AÐ
UPPLIFA STEMN-
INGUNA Í VAL
MINNKA
AFFÖLL
BÓLUEFNA
UMBREYTINGU
FYLGIR ALLTAF
SÁRSAUKI
VIÐSKIPTAMOGGINN LJÓÐ BJARNEYJAR 28ÍÞRÓTTIR 24-27
Mikil verðmæti
» Á árabilinu 2020-2023 hefði
WOW fengið úthlutaðar los-
unarheimildir að andvirði 1,2
milljarðar króna.
» Ekkert verður af úthlutun.
Stefán E. Stefánsson
ses@mbl.is
Forsvarsmenn WOW air seldu los-
unarheimildir vegna útblásturs frá
starfsemi félagsins skömmu áður
en félagið fór í þrot. Andvirði söl-
unnar, sem nam um 400 milljónum
króna samkvæmt heimildum Við-
skiptaMoggans, átti að nota til að
standa straum af launagreiðslum
vegna marsmánaðar. Fjármunir
vegna sölu heimildanna komu hins
vegar aldrei í hlut fyrirtækisins
meðan það starfaði. Greiðslan fyrir
þær barst ekki fyrr en um nýliðin
mánaðamót eða nokkrum sólar-
hringum eftir að flugfélagið var
gefið upp til gjaldþrotaskipta. Los-
unarheimildir þær sem félagið hef-
ur fengið úthlutaðar án endurgjalds
á síðustu árum hafa sífellt orðið
verðmætari en heimildir af þessu
tagi ganga kaupum og sölum. Þann-
ig hefur hver losunarheimild, sem
jafngildir einu tonni af koltvísýr-
ingi, hækkað úr rúmum 13 evrum
fyrir ári í rúmar 24 evrur um þess-
ar mundir. WOW hafði fengið út-
hlutaðar ríflega 150 þúsund ein-
ingar fyrir árið í ár.
WOW seldi losunarheimildir
Félagið framseldi losunarheimildir fyrir 400 milljónir Átti að ganga upp í
greiðslu launa í mars Slitabúið fékk fjármunina í hendur eftir gjaldþrotið
MViðskiptaMogginn
Morgunblaðið/Hari
Skýrsla Guðrún Jónsdóttir kynnti
skýrslu Stígamóta fyrir árið 2018.
784 konur og karlar leituðu til Stíga-
móta í fyrra vegna kynferðisofbeldis
sem þau höfðu orðið fyrir, þar af
komu 359 einstaklingar þangað í
fyrsta skipti.
Þetta kemur fram í ársskýrslu
Stígamóta fyrir árið 2018 sem kynnt
var í gær. Fæst málanna enda fyrir
dómstólum, í mörgum tilvikum eru
þau fyrnd og ein helsta áskorun
Stígamóta er að stytta þann tíma sem
líður þar til þolendur kynferðisofbeld-
is treysta sér til þess að segja frá of-
beldinu. Afleiðingarnar geta orðið al-
varlegri eftir því sem lengri tími líður
án þess að brotaþoli leiti sér aðstoðar.
Um 27% þeirra sem leituðu til sam-
takanna í fyrra höfðu gert tilraun til
sjálfsvígs og mátti rekja það til of-
beldisins. „Við erum fyrst og fremst
að fást við gömul leyndarmál,“ segir
Guðrún Jónsdóttir, talskona Stíga-
móta.
Hún segir að mörg ár, jafnvel ára-
tugir, geti liðið þar til þolendur kyn-
ferðisofbeldis treysti sér til þess að
segja frá ofbeldinu. „Til dæmis feng-
um við símtal frá lækni fyrir nokkru
sem bað okkur að koma og tala við há-
aldraða konu sem lá banaleguna. Hún
hafði orðið fyrir kynferðisofbeldi þeg-
ar hún var barn og vildi ekki fara með
það í gröfina.“ »12
Sagði frá á dánarbeðnum
Yfir fjórðungur skjólstæðinga Stígamóta reyndi sjálfsvíg
Barnamenningarhátíð hófst í gær. Tónskóli Sig-
ursveins og leikskólar í Reykjavík buðu til tón-
leika í Eldborgarsal Hörpu. Þar komu fram 5-6
ára leikskólabörn og forskólanemendur í Tón-
skóla Sigursveins. Einnig lék hátíðarhljómsveit
nemenda úr tónskólanum. Gestir úr söng-
leiknum Matthildi í Borgarleikhúsinu komu
einnig fram. Upplýsingar um dagskrá hátíð-
arinnar eru á barnamenningarhatid.is.
Börnin sungu og léku á hljóðfæri
Morgunblaðið/Kristinn Magnússon
Donald Tusk,
forseti leiðtoga-
ráðs Evrópusam-
bandsins (ESB),
skrifaði leiðtogum
ESB í gærkvöldi
og sagði að litlar
ástæður væru til
að trúa því að
breski forsætis-
ráðherrann Ther-
esa May kæmi
Brexit-samkomulaginu í gegnum
breska þingið fyrir sumarið.
The Telegraph greindi frá því í
gærkvöldi að Brexit gæti dregist allt
upp í eitt ár. Evrópskir leiðtogar
hefðu varað May við því að of mikil
áhætta fylgdi því að framlengja út-
göngufrest aðeins til loka júní. »13
Brexit gæti dregist
allt upp í eitt ár
Donald
Tusk
Ragnar Þór Ingólfsson, formaður
VR, sér fyrir sér að Bjarg íbúðafélag
og fyrirhugað húsnæðisfélag, Blær,
geti byggt 600-800 íbúðir á ári. Til
samanburðar sé áætlað að byggja
þurfi 1.800 til 2.200 íbúðir á ári.
Samkvæmt þessum tölum gætu
félögin tvö því verið með um og yfir
þriðjung nýrra íbúða á landinu.
Ragnar Þór kveðst aðspurður sjá
fyrir sér að ríkið geti lagt til eigin-
fjárlán vegna íbúða sem byggðar eru
á vegum Blæs. Rætt hefur verið um
að slík lán geti orðið 15-30% af kaup-
verði og þannig stutt við tekjulága.
Hann segir af ef fyrirhuguð áform
rætast muni það leiða til breytingar á
íslenskum húsnæðismarkaði.
Vegi á móti sveiflum
„Við sjáum fyrir okkur að Blær
geti eins og Bjarg gegnt sveiflujöfn-
unarhlutverki fyrir byggingariðnað-
inn. Að það sé eitthvert félag sem er
fjármagnað og hafi burði til þess að
skrúfa frá einum framkvæmdakrana
þegar einhverjar aðrar forsendur í
efnahagslífinu skrúfa fyrir aðra,“
segir Ragnar Þór um möguleg áhrif
félagsins. »10
Bjarg og Blær byggi
þriðjung nýrra íbúða
Skipulagsyfirvöld í Reykjavík
vinna nú að því að innleiða varan-
legar göngugötur í miðborginni.
Verður verkinu skipt í þrjá áfanga
og vonast er til að framkvæmdir
hefjist í ár. Í sumar verður göngu-
götusvæðið minnkað frá því sem
verið hefur til að hægt sé að dreifa
umferð betur. Fram til þessa hafa
allir sem hafa keyrt niður Lauga-
veginn þurft að beygja niður Vatns-
stíg. Í ár nær göngusvæðið bara
upp að Klapparstíg en í staðinn
verður akstursstefnunni snúið við
frá Klapparstíg að Frakkastíg. Við-
mælendur Morgunblaðsins muna
ekki til þess að umferð hafi áður
verið beint upp Laugaveginn en á
stríðsárunum var umferð í báðar
áttir um Bankastræti. »6
Umferð beint upp
Laugaveg í sumar