Morgunblaðið - 10.04.2019, Blaðsíða 32
Þorgerður Þorvaldsdóttir og Bára
Baldursdóttir fjalla um kynjaða
menningu háriðna á Íslandi í kvöld
kl. 20 á rannsóknarkvöldi Félags ís-
lenskra fræða í safnaðarheimili
Neskirkju. Erindi þeirra nefnist „Að
lækna heilaþreytu, krulla, klippa og
raka – kynleg menning á rakara- og
hárgreiðslustofum“ og er byggt á
efni úr bók þeirra, Krullað og klippt,
sem kom út í fyrra og segir aldar-
sögu háriðna á Íslandi.
Kynjuð menning
háriðna á Íslandi
MIÐVIKUDAGUR 10. APRÍL 100. DAGUR ÁRSINS 2019
Sími: 569 1100
Ritstjórn: ritstjorn@mbl.is Auglýsingar: augl@mbl.is
Áskrift: askrift@mbl.is mbl.is: netfrett@mbl.is
Í lausasölu 670 kr.
Áskrift 7.240 kr. Helgaráskrift 4.520 kr.
PDF á mbl.is 6.420 kr. iPad-áskrift 6.420 kr.
Þór Þorlákshöfn hafði betur gegn
KR, 102:90, er liðin mættust öðru
sinni í undanúrslitum Íslandsmóts
karla í körfuknattleik. Staðan í
rimmu liðanna er nú 1:1 en KR vann
fyrsta leikinn í Reykjavík á föstu-
daginn. Vinna þarf þrjá leiki til að
komast í úrslit og verður næsti leik-
ur á heimavelli KR og fjórði leik-
urinn í Þorlákshöfn. »27
Þórsarar jöfnuðu gegn
KR í Þorlákshöfn
ÍÞRÓTTIR FÓLK Í FRÉTTUM
Ísland tekur í kvöld á móti Norður-
Makedóníu í undankeppni Evrópu-
móts karla í handknattleik en liðin
mætast í Laugardalshöllinni klukk-
an 19.45. Ísland er með fjögur stig
eftir fyrstu tvo leikina en
Norður-Makedónía er með
tvö stig. Stutt er frá
síðustu viðureign
þjóðanna en ís-
lenska liðið
hafði betur í
hörkuleik,
24:22, þegar
þau mættust
á heims-
meist-
aramótinu í
München í
janúarmánuði.
»24
Hörkuleikur í undan-
keppni EM í Höllinni
Jón Birgir Eiríksson
jbe@mbl.is
Nú um miðjan apríl eru fimmtíu ár
liðin frá fræknu afreki MR-inga árið
1969, þegar þeir höfðu sigur í úrslita-
leik framhaldsskólamótsins í knatt-
spyrnu á háskólavellinum gamla,
gegn stjörnum prýddu liði Háskóla
Íslands, sem einnig tók þátt í mótinu.
Eftir 90 mínútur var staðan 2:2 og því
þurfti að grípa til framlengingar og
vítaspyrnukeppni. Svo fór að Örn
Guðmundsson tryggði MR titilinn
með síðustu spyrnu leiksins.
Ólafur Þorsteinsson, viðskipta-
fræðingur og stundakennari við MR í
viðskipta- og hagfræði í 6. bekk, var
fyrirliði MR-inga og tók við bikarnum
af Alberti Guðmundssyni, formanni
KSÍ, sem endurvakti framhaldsskóla-
mótið eftir að það hafði legið niðri um
nokkurra ára skeið. „Árið 1967 kom
til starfa við MR Jóhannes Sæ-
mundsson heitinn, íþróttakennari og
faðir Guðna [Th. Jóhannessonar, for-
seta Íslands]. Hann var mikill bolta-
maður og hélt þessu mjög að okkur.
Við tókum boltann, í orðsins fyllstu
merkingu, og sýndum áhuga,“ segir
Ólafur.
Landsliðsmaður í hverju rúmi
Segja má að með sigri MR hafi
Davíð sigrað Golíat enda var lið HÍ
mjög vel skipað. „Lið HÍ var auðvitað
eldra og þarna voru allir þeirra bestu
menn. Sigurinn var ennþá sætari fyr-
ir vikið; að vinna sjálfan Háskólann,“
segir Ólafur. Í liði Háskólans voru
landsliðs- og fyrstudeildarleikmenn í
hverju rúmi, þ.á m. Valsarinn Páll
Ragnarsson, sem lék með Val gegn
Benfica í Evrópukeppninni sumarið
áður og fékk það hlutverk að hafa
hemil á portúgölsku goðsögninni
Eusebio.
Í liði MR voru þó leiknir leikmenn
einnig, margir þeirra úr Víkingi að
sögn Ólafs. Hann nefnir einnig að
Þorsteinn Ólafsson úr Keflavík hafi
staðið í marki MR, en hann var lands-
liðsmarkvörður á þessum tíma. Þá
var í liðinu Jón Karlsson, sem síðar
varð fyrirliði landsliðsins í handbolta.
Lék hann handbolta með Val og
knattspyrnu með Víkingi, en að sögn
Ólafs var algengt á þessum tíma að
menn gerðu hvort tveggja. Í liðinu
voru einnig KR-ingar og Ármenn-
ingar. „Þetta var mjög vel saman sett
lið, menn kunnu til verka og skólinn
studdi okkur vel,“ segir Ólafur, en
fjöldi nemenda lagði leið sína á völl-
inn. Síðar afhenti Ólafur Einari
Magnússyni, rektor MR, bikarinn.
„Hann var mjög stoltur af okkur og
hafði mjög gaman af þessu,“ segir
Ólafur, sem segir það vel koma til
greina að liðið komi saman á ný og
fagni tímamótunum, fimmtíu ára af-
mæli afreksins á háskólavellinum.
Liðið Fremri röð f.v.: Gunnar Gunnarsson, Torfi Magnússon, Þorsteinn Ólafsson. Ólafur Þorsteinsson og Gunnar
Ólafsson. Aftari röð f.v. Gunnar Kjartansson, Jón Karlsson, Steinþór Guðbjartsson, Bragi Jónsson, Kjartan Stein-
bach, Örn Guðmundsson, Sverrir Guðjónsson og Dýri Guðmundsson.
Fimmtíu ár frá fræknu
afreki menntskælinga
Skólalið MR í knattspyrnu sigraði stjörnum prýtt lið HÍ
Morgunblaðið/Kristinn Magnússon
Fyrirliði Ólafur Þorsteinsson lyfti
bikarnum fyrir MR á sínum tíma.