Morgunblaðið - 10.04.2019, Blaðsíða 28

Morgunblaðið - 10.04.2019, Blaðsíða 28
28 MENNING MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 10. APRÍL 2019 Heimildarmyndahátíðin Sheffield Doc/Fest hefur hætt við að frumsýna heimildarmyndina The Quiet One í leik- stjórn Olivers Murray sem fjallar um Bill Wyman, en hann átti að sitja fyrir svörum að sýningu lokinni. Wym- an er þekktastur fyrir að hafa verið bassaleikari Rolling Stone á árunum 1962 til 1993. Samkvæmt frétt BBC er ástæðan sú að kvartað hafði verið við stjórnendur hátíðarinnar undan veru Wyman vegna samskipta hans við Mandy Smith á níunda áratug síðustu aldar. Wyman kynntist Smith árið 1984 þegar hún var 13 og hann 47 ára. Árið 2009 lýsti Smith því í viðtölum að þau hefðu byrjað að stunda kynlíf þegar hún var 14 ára, en tíu árum áður hafði systir hennar kallað eftir því að Wyman yrði saksóttur fyrir að hafa haft samræði við ólögráða einstakling. Wyman og Smith giftu sig 1989, en skildu tveimur árum seinna og hafa ekki talast við síðan. Í frétt BBC kemur fram að saksóknari hafi 1986 íhugað að ákæra Wyman vegna samneytis hann við Smith, en fallið frá því. Myndin verður heimsfrumsýnd á Tribeca-kvikmyndahátíðinni í New York 2. maí. Bill Wyman Hætta við sýningu á mynd um Wyman Ellefu sekúndna upptaka af eina lif- andi flutningi Bítlanna í sjónvarps- þættinum Top of the Pops frá 1966 kom nýverið í leitirnar. Frá þessu greinir BBC. „Fyrir aðdáendur Bítlanna er þetta eins og að finna gralið helga,“ segir Chris Perry, starfsmaður hjá Kaleidoscope sem vinnur við að hafa upp á týndu sjón- varpsefni. Samkvæmt BBC voru frumupptökurnar ekki varðveittar, en sjónvarpsáhorfandi í Liverpool kvikmyndaði flutninginn á 8mm tökuvél og rataði sú upptaka síðar í hendur safnara í Mexíkó sem leitaði til Kaleidoscope. Bítlarnir tóku nokkrum sinnum upp lög sín fyrir- fram sem send voru út í Top of the Pops. Aðeins einu sinni kom sveitin fram í beinni útsend- ingu, en það var 16. júní 1966. Frammistaða Bítlanna í þeim þætti hefur lengi verið í minnum höfð hjá aðdá- endum. Sem kunnugt er héldu Bítl- arnir síðustu tónleika sína á tón- leikaferðalagi í San Francisco 29. ágúst 1966 á hátindi Bítlaæðisins. Sveitin hélt aðeins eina tónleika eft- ir það, á þaki Apple-upptökuversins í London 1969. Endurheimta einstaka upptöku Bítlarnir Árni Matthíasson arnim@mbl.is Undrarýmið heitir nýútkomin ljóðabók Sigurlínar Bjarneyjar Gísladóttur skreytt undirfurðu- legum myndum úr safni Hag- strömer lækningasögusafnsins við Karolínsku stofnunina í Stokk- hólmi. Aðspurð hvort heiti bók- arinnar vísi í smáhlutasöfn sem nutu hylli á sextándu og sautjándu öld, Cabinet of Curiosities upp á ensku og Kunstkabinett á þýsku, tekur Bjarney undir það að nokkru og bendir á að Viðar Hreinsson nefni slík söfn furðu- kames í bók sinni um Jón lærða, Náttúrur náttúrunnar. „Mér var bent á lækninga- bókasafnið í Stokkhólmi og fór inn á heimasíðu þess. Þar eru myndir sem skannaðar hafa verið úr göml- um bókum og mér fannst þær svo ótrúlega heillandi að ég ákvað að prófa að búa til ljóð um hverja og eina, en náði nú ekki að gera ljóð um þær allar. Ég smellti samt ekki á hverja mynd til að sjá nákvæmlega af hverju hún væri, það var bara myndin og áhrifin af henni sem ég nýtti við ljóðagerðina. Þetta handrit varð svo til á tveimur árum í ákveðinni röð. Ég setti alltaf inn í skjalið mynd og svo kom ljóð, en ég þurfti stundum að stilla myndinni inn og láta líða smá tíma áður en að ljóðið kom. Svo breytti ég röðinni á ljóðunum, það var svolítið púsl að ákveða hana, en fyrsta ljóðið var alltaf fyrsta ljóðið. Svo fannst mér gott að enda á vorljóði þar sem bókin er að koma út að vori.“ — Það sést einmitt á ljóðunum að þau eru ekki endilega um myndina sem þau standa við og tengingin getur verið ansi óljós og jafnvel langsótt. „Já, það var einmitt mjög mis- jafnt hvort maður verður var við myndina inni í ljóðinu eða ekki. Ég reikna með því að ólíkir lesendur muni skilja þetta á ólíkan hátt, enda á þetta að vera opið.“ Líkami, sál, umbreyting — Það er þó gegnumgangandi í ljóðunum mikið um líkama og jörð og niðurbrot, þegar eitthvað er að brotna niður í náttúrunni. „Já, líkami og líka sál, umbreyt- ing. Ég er voðalega skotin í einni setningu í einu ljóðinu þar sem ég segi bara eins og er. Sársaukalaus umbreyting sé ekki til. Það fylgir alltaf sársauki þegar umbreyting á sér stað.“ — Er ekki einmitt sífellt verið að selja okkur sársaukalausa um- breytingu: ef þú kaupir þetta verð- ur allt undireins miklu betra! „Ég var einmitt að ræða við vin minn fyrir stuttu um orðið sjálfs- hjálp og að það væri betra að tala meira um meðhjálp, að vera með- hjálpari. Það er gamalt hlutverk. Fólk sem er í sjálfshjálp fær samt yfirleitt hjálp frá öðrum, það gerir enginn þetta einn.“ — Í Mannhelgikvæði yrkir þú um mannhelgisgæsluna og um hjálparsveit skálda. Okkur hefur stundum vantað slíka sveit. „Þær eru alltaf að störfum, allt- af í útkalli, útkall rauður.“ Gandreið Jóns Daðasonar Undrarýmið er sjötta bók Bjarneyjar, sem ýmist hefur birt ljóð eða smáprósa og stundum hvort tveggja í senn. Hún er einn- ig með skáldsögur í smíðum, og hefur verið með um hríð, en segist spenntust fyrir því sem stendur að snúa sér að fræðitexta, en undan- farið hefur hún skoðað rit frá sautjándu öld sem heitir Gandreið og er eftir Jón Daðason á Arnar- bæli í Ölfusi. „Ég er að átta mig á hvernig rit þetta er og að skoða ævi Jóns, er á kafi í handritagrúski og sagnfræði sem er mjög skemmtilegt. Þetta er handrit sem aldrei hefur verið gef- ið út en er til uppskrifað í hand- ritum frá átjándu öld. Jón byrjaði sem prestur í Ögri, en sinnaðist við Ara í Ögri og fluttist þá suður og var svo að verjast galdrasend- ingum að vestan allt sitt líf. Það er eitt ljóð í bókinni, Vörn gegn apa- gangi, sem er innblásið af skrýtn- um orðum úr Gandreið.“ Það fylgir alltaf sársauki þegar umbreyting á sér stað  Í nýrri ljóðabók yrkir Sigurlín Bjarney Gísladóttir um umbreytingu Morgunblaðið/Árni Sæberg Furðukames Sigurlín Bjarney Gísladóttir sótti innblástur í myndir á lækningasögusafni. Madonna kemur fram á úrslita- kvöldi Euro- vision í Tel Aviv 18. maí sé frétt á Facebook-síðu Live Nation Isra- el rétt. Tals- maður söngkon- unnar staðfestir fréttina við BBC, en talsmenn Sambands evrópskra sjónvarpsstöðva (EBU) gera lítið úr fréttinni. „Ekki hefur verið tekin endanleg ákvörðun og engir samn- ingar eru enn undirritaðir,“ segir í tilkynningu EBU og bent á að allar fréttir tengdar keppninni séu fyrst birtar á opinberum vef hennar. Þetta yrði í fyrsta sinn sem Ma- donna kæmi að Eurovision en í fjórða sinn sem hún kemur fram í Ísrael frá árinu 1993. Roger Waters úr Pink Floyd er einn þeirra sem hvatt hafa listamenn til að snið- ganga keppnina í ár vegna þeirra mannréttindabrota sem framin eru í landi gestgjafanna. Madonna Treður Madonna upp á Eurovision? Trausti Valsson, prófessor em- eritus í skipu- lagsfræðum við Háskóla Íslands, hefur endur- útgefið allar 14 bækur sínar ásamt völdum greinum og ítar- efni á rafrænu formi sem notendur geta nálgast endurgjaldslaust. Efnið birtir hann á heimasíðu sinni við Háskóla Ís- lands, https://notendur.hi.is/tv/. Í tilkynningu frá Trausta kemur fram að margar bóka hans hafi lengi verið ófáanlegar og því sé mikilvægt að geta gert efnið að- gengilegt á ný. Meðal þekktra bóka Trausta eru Mótun framtíðar, Skipulag byggðar á Íslandi, Reykjavík - Vaxtarbroddur og Borg og náttúra … ekki andstæður heldur samverkandi eining. Fjórar bóka Trausta eru á ensku. Trausti Valsson Endurútgefur bæk- ur sínar á netinu /////////////////////////////////////////////////////////////////////////////////////////////////////////////////////////////////////////////////////////////////

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.