Morgunblaðið - 12.04.2019, Page 2
2 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 12. APRÍL 2019
Morgunblaðið Hádegismóum 2, 110 Reykjavík. Sími 569 1100 Fulltrúar ritstjóra Sigtryggur Sigtryggsson sisi@mbl.is Ágúst Ingi Jónsson aij@mbl.is Fréttir Guðmundur Sv. Hermannsson ritstjorn@mbl.is Menning Einar Falur Ingólfsson menning@mbl.is
Viðskipti Stefán E. Stefánsson vidskipti@mbl.is Íþróttir Víðir Sigurðsson sport@mbl.is mbl.is Jón Pétur Jónsson netfrett@mbl.is Smartland Marta María Jónasdóttir smartland@mbl.is Umræðan | Minningar mbl.is/sendagrein Prentun Landsprent ehf.
Prótínríkt og gott
venær sem er!
Höskuldur Daði Magnússon
hdm@mbl.is
Samþykkt var á fundi umhverfis- og
samgönguráðs Reykjavíkurborgar á
miðvikudag að breyta akstursstefnu á
hluta Laugavegar. Verður erindinu
nú vísað til borgarráðs. Á fundinum
var lagt fram bréf umhverfis- og
skipulagssviðs, skrifstofu samgöngu-
stjóra og borgarhönnunar þess efnis
að Laugavegur verði einstefna til
austurs milli Klapparstígs og Frakka-
stígs á tímabilinu frá 1. maí til 1. októ-
ber. Á þeim tíma verður Laugavegur
göngugata frá Ingólfsstræti að
Klapparstíg, auk hluta Skólavörðu-
stígs. Þetta svæði verður á næsta ári
fyrsti áfangi þess að breyta Lauga-
vegi í varanlega göngugötu.
„Með því að snúa við akstursstefnu
á Laugavegi vestan Frakkastígs er
dregið úr líkum á að ekið sé óafvitandi
inn á göngugötusvæðið og eins er leit-
ast við að draga úr neikvæðum áhrif-
um bílaumferðar á þessum hluta
Laugavegar, á sama tíma er samt op-
ið fyrir akstur bifreiða þar með að-
komu frá Klapparstíg. Farið verður í
yfirborðsmerkingar og lagfæringar á
yfirborði á gatnamótum Laugavegar
og Frakkastígs og Laugavegar og
Klapparstígs til að tryggja öryggi og
aðgengi,“ segir í bréfi sem lagt var
fram á fundinum.
Þessi ákvörðun bíður nú sam-
þykktar lögreglustjóra höfuðborgar-
svæðisins. Ómar Smári Ármannsson
aðstoðaryfirlögregluþjónn sagði í
samtali við Morgunblaðið að finni lög-
reglan rök sem eru andstæð sam-
þykktum sem þessum þá sé þeim
komið á framfæri. Hann telur ekki til-
efni til sérstaks viðbúnaðar þegar
umferðinni verður snúið við, jafnvel
þótt verið sé að breyta hátt í 90 ára
hefð um akstursstefnu. „Allt er breyt-
ingum háð. Ef þetta er skilmerkilega
merkt þannig að vegfarendur sjái til
hvers er ætlast þá gengur þetta oftast
vel. Það eru einstefnugötur þvers og
kruss um miðbæinn og það eru helst
útlendingar sem reka sig á varðandi
þær. Maður hefur til dæmis séð þá
koma niður Skólavörðustíginn og
beygja til hægri upp Laugaveginn.
Svo reka þeir sig á umferð á móti,
þetta leysir sig sjálft,“ segir Ómar
Smári.
Laugavegsmál á borð lögreglustjóra
Erindi um að breyta akstursstefnu á Laugavegi vísað til borgarráðs Beðið samþykktar lögreglu-
stjóra Aðstoðaryfirlögregluþjónn segir að merkja verði götur mjög vel og býst ekki við vandræðum
Morgunblaðið/Hari
Laugavegur Umferð verður snúið við á þessum gatnamótum í sumar.
Valgarð Briem, formaður fram-
kvæmdanefndar hægri umferðar,
segir að vilji hafi verið til þess að
breyta akstursstefnu á Laugavegi
þegar hægri umferð var innleidd
hér árið 1968. Ekki hafi orðið af því
vegna andstöðu verslunareigenda.
„Við í nefndinni ætluðumst til
þess þegar keyrt væri niður Suður-
landsbrautina að það yrði áfram ek-
ið niður Hverfisgötu, þá Hafnar-
stræti, beygt til vinstri inn
Aðalstræti og upp Austurstræti,
Bankastræti og svo Laugaveg.
Þetta var meiningin okkar. Þá komu
kaupmenn við
Laugaveg og
sögðu að þetta
væri algerlega á
móti þeirra hags-
munum. Þeir
vildu fá fólkið
þegar það væri að
koma inn í bæinn,
ekki þegar það
færi aftur út úr bænum og væri bú-
ið með alla peningana. Fyrir bragðið
þurfti umferðarstraumurinn sem
kom inn í bæinn að skera strauminn
sem var út úr bænum.“
Kaupmenn vildu ekki breyta
ÁÐUR VERIÐ REYNT AÐ SNÚA VIÐ UMFERÐ UM LAUGAVEG
Valgarð Briem
Ferðaskrifstofan Gaman-Ferðir hef-
ur skilað inn ferðaskrifstofuleyfi sínu
og hætt starfsemi. Fréttatilkynning
um þetta var send til fjölmiðla í gær-
kvöldi.
„Fall WOW air, sem átti 49% hlut,
varð félaginu mun þyngri baggi en
gert hafði verið ráð fyrir og þótt félag-
ið hafi staðið vel að vígi varð orðið ljóst
að lausafjárstaða félagsins næstu 6
mánuðina yrði ekki nægjanlega sterk
til þess að réttlæta áframhaldandi
starfsemi,“ segir í tilkynningunni.
„Við erum að grípa strax inn í fyrir
okkar kúnna svo þeir lendi ekki í meiri
vandræðum ef við yrðum gjaldþrota,“
segir Bragi Hinrik Magnússon, annar
tveggja framkvæmdastjóra Gaman-
Ferða. „Við erum búin að reyna allt
held ég sem mannlegt er hægt að
reyna í að finna fjármagn til að ýta
okkur í gegnum skaflinn en það tókst
ekki,“ bætir hann við. Öllum 14 starfs-
mönnum ferðaskrifstofunnar var sagt
upp störfum.
„Við gerðum strax ráðstafanir og
byrjuðum að skera niður kostnað.
Okkar aðalfókus fór í það að passa
upp á þá kúnna sem áttu hjá okkur
ferðir núna á næstunni. Passa upp á
að það yrði allt greitt og finna eins
mikið af öðrum flugferðum og mögu-
legt var en það kostaði náttúrulega
bara meira þannig að við vorum að
borga með kúnnunum okkar. Þá varð
þetta miklu meira en við áttum von á
og þá fór að skafast undan þessu,“
segir Bragi. Forsvarsmenn Gaman-
Ferða funda með Ferðamálastofu í
dag um framhaldið og hvað verður
um fyrirhugaðar ferðir skrifstofunn-
ar. „Mér finnst eðlilegt að það fólk
sem hefur greitt fyrir ferð og við er-
um búin að greiða fyrir þjónustuna
erlendis, að það fólk fái bara að fara í
sína ferð,“ segir Bragi.
Gaman-Ferðir
stöðva rekstur
Öllum 14 starfsmönnum sagt upp
Freyr Bjarnason
Guðmundur Hilmarsson
Alls verða 239 leikir úr ensku úrvals-
deildinni í knattspyrnu sýndir í
beinni útsendingu í Sjónvarpi Sím-
ans næsta vetur. Þar af verða 79
leikir í svonefndri 4K-ultra há-
skerpu, en áskriftargjald verður
4.500 krónur á mánuði og þurfa
áhugasamir ekki að eiga í öðrum við-
skiptum við Sjónvarp Símans. Þá
verður enski boltinn innifalinn í
Sjónvarpi Símans Premium og verð-
ur áskriftargjaldið 6.000 krónur á
mánuði, en í dag er það 5.000 kr.
Er þetta meðal þess sem fram
kom í kynningu Orra Haukssonar,
forstjóra Símans, í höfuðstöðvum
fyrirtækisins í gærmorgun.
Orri segir fyrirtækið vera
bundið trúnaði við forsvarsmenn
ensku úrvalsdeildarinnar um verðið
sem það greiddi fyrir enska boltann.
„Við erum bundnir trúnaði við
ensku úrvalsdeildina. Þeir eru miklir
kapítalistar og passa að halda spil-
unum þétt að sér. Það er partur af
trúnaðarsamningnum við þá að
mega ekki segja það en þeir fá sitt.
Þó að við stillum verðinu svona í hóf
er okkar viðskiptaáætlun þannig að
við komum vel út í plús með þetta,“
segir Orri og bætir við að þetta sé
reikningsdæmi sem gangi upp.
„Auðvitað á það eftir að gerast. Mað-
ur hefur séð áætlanir sem ekki hafa
gengið upp en við erum mjög sann-
færð um að við fáum talsvert meiri
tekjur heldur en kostnað af þessu.“
Spurður hversu marga áskrif-
endur hann vonast til að fá vegna
enska boltans bendir hann á að
áskrifendur að Sjónvarpi Símans
Premium verði sjálfkrafa áskrif-
endur að enska boltanum og þar sé
því strax kominn 35 til 40 þúsund
manna hópur. „Sumir þeirra hefðu
hvort sem er keypt þetta, en svo eru
aðrir sem hafa engan áhuga á
Premium og vilja bara kaupa þetta.
Hvað það verða margir utan þess
eru einhverjar þúsundir vænt-
anlega. Það er erfitt að spá fyrir um
töluna en aðgengileikinn verður á
hátt í þriðjungi heimila á Íslandi.“
Margir koma að verkinu
Eiður Smári Guðjohnsen verð-
ur í stóru hlutverki þegar útsend-
ingar hefjast 10. ágúst nk., en hann
var kynntur til leiks ásamt þeim
Tómasi Þór Þórðarsyni, Bjarna Þór
Viðarssyni, Loga Bergmann og
Margréti Láru Viðarsdóttur á fund-
inum í gær.
„Þetta er svo sem ekkert nýtt
fyrir mér en það er kannski nýtt fyr-
ir mér að vera kominn í fullt starf.
Ég mun koma að þessu allt tímabilið
og ég er bara mjög spenntur fyrir
þessu,“ segir Eiður Smári.
Boltaveisla fyrir 4.500
krónur hjá Símanum
239 leikir í beinni útsendingu og 79 í 4k-ultra háskerpu
Morgunblaðið/RAX
Enski boltinn Frá vinstri eru þeir Bjarni Þór Viðarsson, Tómas Þór Þórðarson, Logi Bergmann og Eiður Smári
Guðjohnsen, en þeir ásamt Margréti Láru Viðarsdóttur munu gegna lykilhlutverki þegar sýningar hefjast.