Morgunblaðið - 12.04.2019, Síða 11

Morgunblaðið - 12.04.2019, Síða 11
FRÉTTIR 11Innlent MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 12. APRÍL 2019 Laugavegi 178 | 105 Reykjavík | Sími 551 3366 | Opið virka daga kl. 10-18, laugardaga kl. 10-14 Vorum að fá sendingu af Virginia, vinsælasta haldaranum okkar. Frábært snið og góður stuðningur. Misty Skálastærðir: B-H Verð 8.750 kr. kvæmar íbúðir skorti. Starfs- hópurinn einblíni á eftirspurnar- hliðina en áherslan eigi með réttu að vera á framboðshliðina. „Þetta er röng forgangsröðun. Þótt fólki sé hjálpað að kaupa íbúðir er grunnvandinn sá að það vantar íbúðir. Hvaða íbúðir á fólk að kaupa fyrir alla þessa styrki? Þeir breyta því ekki að það þarf að byggja miklu meira af hagkvæmum íbúðum. Það stendur upp úr í niðurstöðum átaks- hópsins sem skilaði tillögum í janúar,“ segir Sigurður. Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR, sagði í samtali við Morgunblaðið á þriðjudag að horft væri til fjár- mögnunar Íbúðalánasjóðs og lífeyrissjóðanna varðandi uppbygg- ingu húsnæðisfélagsins Blæs. Rætt væri um 400-600 íbúðir á ári. Fram kom í Morgunblaðinu í gær að umræða um fjárfestingu í Blæ virðist vera skammt á veg komin á vettvangi lífeyrissjóða. „Stefnan er að reyna að sækja fjármögnun til Íbúðalánasjóðs en hugmyndin er að lífeyrissjóðirnir komi með eigin fé. Þeir eru mjög íhaldssamir og varfærnir í yfirlýs- ingum. Við munum setja þetta þannig upp að sjóðirnir komi að slíku félagi sem eigendur en ekki lánveitendur. Þetta mun því miklu frekar dreifa áhættu en að auka hana,“ segir Ragnar Þór og vísar til íbúðalána sjóðanna. Þá rifjar hann upp að sjóðirnir hafi lánað 4,2 millj- arða í fyrirhugað lúxushótel við Austurvöll, þrátt fyrir að verkefnið sé ekki fjármagnað að fullu. Sækja þurfi 5 milljarða króna til viðbótar. Þá hafi sjóðirnir sett milljarða í kísil- ver sem hafi ekki verið gangsett. Horft sé til sambærilegra fjárfest- ingarlíkana og lífeyrissjóðir í Evrópu hafa stuðst við vegna fjár- festinga í íbúðum. Hann sjái fyrir sér að sjóðirnir leggi til 10-30% eigið fé í slík verkefni. Sjóðirnir fái ekki aðeins ávöxtun heldur líka virðis- aukningu á húsnæðisverði. Meðal- verð íbúða á höfuðborgarsvæðinu hafi hækkað um 4,3% á ári tímabilið 1997 til 2018, að raunvirði, sem geri fjárfestingu í húsnæði með örugg- ustu fjárfestingarkostum sem völ er á. „Það er ekki víst að sjóðirnir vilji koma að þessu. Þetta er hins vegar að okkar mati mun vænlegri fjár- festingarkostur en sjóðirnir fjár- festa almennt í á innlendum mark- aði,“ segir Ragnar Þór. Kjósa í stjórnir sjóðanna Hann rifjar upp bókun í kjara- samningi við Samtök atvinnulífsins um fjármögnun Blæs. Verkalýðs- hreyfingin og Samtök atvinnulífsins séu aðilar að lífeyrissjóðunum. „Þótt við stjórnum þeim ekki beint kjósum við stjórnir sjóðanna,“ segir Ragnar Þór sem væntir þess að SA „verði með VR í þessari vegferð“. Spurður hvenær raunhæft sé að Blær fari að byggja 400-600 íbúðir á ári, með hliðsjón af því að það eigi eftir að samþykkja fjármögnun hjá sjóðunum og skipuleggja svæðin, kveðst Ragnar Þór sjá fyrir sér að hægt verði að hefja framkvæmdir á næstu tveimur árum. Miðað við að uppbyggingin taki eitt og hálft til tvö ár geti fyrstu íbúðirnar komið á markað eftir þrjú og hálft ár. „Ef ég á að vera raunsær gæti ég trúað að þetta væri um það bil tíma- ramminn,“ segir Ragnar Þór. Það muni taka tíma að skapa jafnvægi á markaði. „Nú er búið að undirrita kjara- samninga. Hin raunverulega vinna er að hefjast. Þ.e.a.s. að fylgja öllu því eftir sem við erum búin að ræða og komast að samkomulagi um. Haldi einhver að vinnan hafi öll verið í kringum kjarasamninginn er það misskilningur að mínu mati.“ Lítið byggt af ódýrum íbúðum  Samtök iðnaðarins benda á að stór hluti íbúða í byggingu á höfuðborgarsvæðinu séu dýrar íbúðir  Formaður VR segir fyrstu hagkvæmu íbúðirnar hjá Blæ geta komið á markað eftir þrjú og hálft ár Fjöldi íbúða í byggingu á höfuðborgarsvæðinu eftir póstnúmerum Reykjavík, póstnúmer 101-113, 2.642 íbúðir eða 53% Seltjarnarnes, póstnúmer 170, 14 íbúðir eða 0,3% Kópavogur, póstnúmer 200-203, 1.081 íbúð eða 22% Garðabær, póstnúmer 210, 637 íbúðir eða 13% Hafnarfjörður, póstnúmer 220-221, 104 íbúðir eða 2% Mosfellsbær, póstnúmer 270, 510 íbúðir eða 10% Heimild: Samtök iðnaðarins 101 Reykjavík, miðbær 973 210 Garðabær 637 200 Kópavogur 575 270 Mosfellsbær 510 201 Kópavogur, Smárar, Lindir og Salir 399 103 Kringlan 350 110 Árbær og Ártúnsholt 327 104 Sund og Laugardalur 171 112 Grafarvogur 155 113 Grafarholt og Úlfarsárdalur 234 105 Holt og Hlíðar 211 203 Kórar, Hvörf og Þing 107 221 Hafnarfj., Vellir 93 107 Rvík, Vestur- bær 78 108 Háaleiti og Bú- staðir 75 109 Breiðh. 68 170 220 170: 14 220: 1 1 Sigurður Hannesson Ragnar Þór Ingólfsson BAKSVIÐ Baldur Arnarson baldura@mbl.is Rúmlega þriðja hver íbúð sem er í byggingu í Reykjavík er í póstnúm- erinu 101. Eru þá meðtaldar íbúðir við Hlíðarenda í Vatnsmýri en þar verður mögulega nýtt póstnúmer. Þetta kemur fram í sundurliðun Samtaka iðnaðarins sem gerð var að beiðni Morgunblaðsins. Hún er sýnd á grafi hér til hliðar en hver reitur er í hlutfalli við fjölda íbúða. Tilefnið er sú áhersla sem lögð er á fjölgun ódýrari íbúða í svonefndum lífskjarasamningum. Samkvæmt samantekt Samtaka iðnaðarins eru alls 4.988 íbúðir í byggingu á höfuðborgarsvæðinu. Þar af eru um 2 þúsund íbúðir, eða 40% heildarfjöldans, í byggingu í 101 Reykjavík, Garðabæ og póstnúm- erinu 200 í Kópavogi. Ræðir hér fyrst og fremst um Urriðaholt í Garðabæ og Kársnes í Kópavogi. Lítið er byggt af ódýrum íbúðum í Garðabæ og Kársnesið er þéttingar- svæði sem kallar á niðurrif. Það gæti endurspeglast í verðinu. Þá er 103 Reykjavík, Kringlan, þéttingarsvæði við RÚV. Verð nýrra íbúða í hverfinu er yfir meðallagi. Til samanburðar eru 68 íbúðir í byggingu í Breiðholti og 327 í Árbæ og Ártúnsholti en ætla má að hluti nýrra íbúða þar verði ódýrari. Skal tekið fram að einhver hluti nýrra íbúða í Reykjavík verða félagslegar íbúðir. Dregur fram skekkjuna Sigurður Hannesson, fram- kvæmdastjóri Samtaka iðnaðarins, segir samantektina leiða í ljós hversu hlutfallslega fáar íbúðir séu í byggingu á ódýrari svæðum. Meðan spurnin sé mest eftir ódýr- ari íbúðum sé markaðurinn að byggja flestar íbúðanna á dýrari svæðum sem endurspeglist í verði. Sú skekkja sé birtingarmynd þeirrar áherslu sveitarfélaganna, einkum Reykjavíkur, að þétta byggðina. Sú uppbygging sé tímafrek og dýrari. Útkoman sé viss markaðsbrestur. „Það eru fyrst og fremst pólitískar áherslur sem leiða fram þessa nið- urstöðu. Það sýnir vel þennan mark- aðsbrest að af um 5 þúsund íbúðum sem eru í byggingu á höfuðborgar- svæðinu skuli um þúsund íbúðir vera í byggingu í 101 Reykjavík. Það eru næstum því jafn margar íbúðir í byggingu í póstnúmerinu og í öllum Kópavogi,“ segir Sigurður. „Það er fyrst fremst þörf fyrir hagkvæmar íbúðir. Það hefur verið bent á að það þarf íbúðir fyrir yngra fólk sem er að koma inn á markaðinn og fyrir tekjulága og eignalága ein- staklinga. Og síðan minni íbúðir fyrir eldra fólk sem vill minnka við sig. Ég fæ ekki séð að þessi þörf birtist í íbúðum í byggingu í Reykjavík. Það var stofnaður átakshópur um hús- næðis- og byggingarmarkaðinn af aðilum vinnumarkaðarins, stjórn- völdum og sveitarfélögum. Ég sakna þess mjög að sjá ekki meira frá sveit- arfélögunum og heyra hvernig þau ætla að leysa þennan vanda. Þótt vissulega sé hluti nýrra íbúða hag- kvæmar íbúðir get ég ekki séð að þessar tölur beini okkur í átt að lausn. Sveitarfélögin hafa mikið um það að segja hvað er byggt og hvar.“ Gætu orðið hagstjórnarmistök Starfshópur um að lækka þrösk- uld ungs fólks og tekjulágra inn á húsnæðismarkað skilaði tillögum sl. föstudag. Ein þeirra sem ætlunin er að útfæra nánar varðar eiginfjárlán ríkisins en rætt er um að þau geti numið 15-30% af kaupverði. Sigurður segir aðspurður slíka styrki geta leitt til hagstjórnar- mistaka með því að ýta undir eftir- spurnina, samtímis því sem hag- Samkvæmt talningu Samtaka iðnaðarins eru nú um þúsund fleiri íbúðir í byggingu á höfuð- borgarsvæðinu en í fyrra. Hins vegar benti talning SI í mars til þess að íbúðum sem eru á fyrstu byggingarstigum á höfuðborgarsvæðinu, þ.e. að fokheldu, hafi fækkað um 4,1% frá síðustu talningu í sept- ember. Þær voru 2.558 í mars. Fjölgar um 20% milli ára ÍBÚÐIR Í SMÍÐUM 4.093 4.988 Heimild: Samtök iðnaðarins Íbúðir í byggingu á höfuðborgar- svæðinu vorið 2018 og 2019 Mars 2018 Apríl 2019

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.