Morgunblaðið - 12.04.2019, Síða 13
FRÉTTIR 13Erlent
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 12. APRÍL 2019
Smiðjuvegi 9 · 200 Kópavogi
Sími 535 4300 · axis.is
Vandaðar íslenskar innréttingar
Bogi Þór Arason
bogi@mbl.is
Búist er við að brexitsinnar í Íhalds-
flokknum leggi fast að Theresu May,
forsætisráðherra Bretlands, að segja
af sér eftir að leiðtogar ríkja Evrópu-
sambandsins samþykktu í fyrrakvöld
að fresta útgöngu Breta úr samband-
inu um hálft ár.
David Davis, fyrrverandi brexit-
ráðherra bresku stjórnarinnar, sagði
í gær að krafan um afsögn May
myndi „magnast stórlega“ innan
Íhaldsflokksins. Hann lét þó í ljós efa-
semdir um að brexitsinnunum tækist
að knýja hana til að segja af sér.
May hélt velli í desember sl. þegar
brexitsinnar lögðu fram tillögu um að
þingmenn Íhaldsflokksins lýstu yfir
vantrausti á henni. 200 þingmenn
studdu þá May en 117 greiddu at-
kvæði með vantrauststillögunni.
Samkvæmt reglum flokksins þarf
a.m.k. ár að líða á milli slíkra at-
kvæðagreiðslna í þingflokknum og
brexitsinnarnir geta því ekki lagt
fram aðra vantrauststillögu gegn
May fyrr en í desember.
Hópur brexitsinna er þó sagður
íhuga aðrar leiðir til að knýja for-
sætisráðherrann til afsagnar. Þing-
mennirnir gætu t.a.m. lagt fram til-
lögu um vítur á May sem myndi ekki
leiða sjálfkrafa til afsagnar skv.
reglum flokksins en gæti orðið til
þess að hún ætti í raun einskis annars
úrkosti en að víkja til hliðar.
Segi af sér fyrir landsfund
David Davis sagði í viðtali við
breska ríkisútvarpið í gær að hann
teldi að það yrði „mjög erfitt“ fyrir
May að vera leiðtogi Íhaldsflokksins
á næsta landsfundi hans, í október.
Iain Duncan Smith, leiðtogi Íhalds-
flokksins á árunum 2001 til 2003, hef-
ur hvatt May til að segja af sér fyrir
landsfundinn til að komast hjá frekari
auðmýkingu.
Laura Kuenssberg, stjórnmála-
skýrandi BBC, hefur eftir ónafn-
greindum ráðherra í ríkisstjórn May
að nýi fresturinn á brexit gæti orðið
til þess að flokkurinn fengi nýjan leið-
toga eftir páska og hann tæki við for-
sætisráðherraembættinu ekki síðar
en í júní. Sveitarstjórnarkosningar
verða á Englandi og Norður-Írlandi
2. maí og íhaldsmenn óttast að
stjórnarflokkurinn bíði þá mikinn
ósigur vegna óánægju stuðnings-
manna flokksins með framgöngu
stjórnar May í brexitmálinu.
May fór á fund leiðtoga ESB í
Brussel í fyrradag til að óska eftir því
að útgöngu Bretlands yrði frestað til
30. júní. Ágreiningur var meðal leið-
toganna um beiðnina; flestir þeirra
vildu að útgöngunni yrði frestað til
næstu áramóta eða mars á næsta ári,
en nokkrir þeirra voru andvígir því að
útgöngunni yrði frestað lengur en til
loka júní. Emmanuel Macron Frakk-
landsforseti var á meðal þeirra síðar-
nefndu og sagði að löngu væri tíma-
bært að leiðtogarnir byndu enda á
brexitþjarkið og sneru sér að öðrum
aðkallandi málum.
Niðurstaðan var dæmigerð mála-
miðlun af hálfu ESB. Leiðtogarnir
samþykktu að brexit yrði frestað til
31. október en sögðu að útgangan
gæti tekið gildi fyrr ef breska þingið
samþykkti útgöngusamning stjórnar
May við ESB. Ef Bretar tækju ekki
þátt í kosningum til Evrópuþingsins
23.-26. maí yrðu þeir að ganga úr
ESB 1. júní.
Líklegt er að margir kjósenda
Íhaldsflokksins líti á það sem svik við
sig þurfi Bretar að taka þátt í kosn-
ingunum til Evrópuþingsins, þremur
árum eftir að útgangan var samþykkt
í þjóðaratkvæði.
AFP
Óánægður Brexitsinni mótmælir töfum á útgöngu Bretlands úr ESB fyrir utan þinghúsið í London.
Brexitsinnar leggja fast
að May að segja af sér
Bretar gætu þurft að taka þátt í kosningum til þings ESB
Í vandræðum Theresa May ræddi
brexitmálið á breska þinginu í gær.
Bogi Þór Arason
bogi@mbl.is
Breska lögreglan handtók í gær Juli-
an Assange, stofnanda upp-
ljóstrunarvefjarins WikiLeaks, í
sendiráði Ekvadors í London. Hann
hafði dvalið í sendiráðinu frá árinu
2012 þegar hann leitaði þar hælis til
að komast hjá því að verða framseld-
ur til Svíþjóðar þar sem hann hafði
verið sakaður um kynferðisbrot.
Eftir handtökuna fann breskur
dómstóll Assange sekan um að hafa
ekki mætt fyrir dómara í London í
júní 2012 og dæmdi hann í gæslu-
varðhald þar til refsidómur verður
kveðinn upp. Assange á yfir höfði sér
allt að árs fangelsisdóm í málinu.
Yfirvöld í Bandaríkjunum hafa
krafist þess að Assange verði fram-
seldur þangað vegna meintrar aðild-
ar hans að innbrotum í tölvur
varnarmálaráðuneytis Bandaríkj-
anna í tengslum við mál bandaríska
uppljóstrarans Chelsea Manning
sem var dæmd í fangelsi árið 2010
fyrir að láta WikiLeaks í té hundruð
þúsunda bandarískra leyniskjala
sem voru birt á vefnum.
Assange á að koma fyrir dómara 2.
maí þegar tekin verður fyrir krafa
yfirvalda í Bandaríkjunum um að
hann verði framseldur þangað. Ass-
ange hefur sagt að hann hafi leitað
hælis í sendiráði Ekvadors vegna
þess að hann óttaðist að hann yrði
framseldur til Bandaríkjanna.
„Brot á alþjóðalögum“
Breska lögreglan kvaðst hafa
handtekið Assange eftir að sendi-
herra Ekvadors hefði boðið henni í
sendiráðið. Stjórn landsins hafði þá
afturkallað þá ákvörðun sína að veita
Assange hæli og ríkisborgararétt í
landinu. Hún sakaði hann m.a. um að
hafa gerst sekur um íhlutun í innan-
ríkismál annarra landa meðan hann
dvaldi í sendiráðinu. Dólgsleg hegð-
un Assange í sendiráðinu og hótanir
WikiLeaks í garð Ekvadors hefðu
einnig orðið til þess að landið gæti
ekki lengur veitt honum hæli.
Lenin Moreno, forseti Ekvadors,
kvaðst hafa beðið bresk stjórnvöld
um að staðfesta að Assange yrði ekki
framseldur til lands þar sem hann
gæti sætt pyntingum eða ætti yfir
höfði sér dauðadóm. Breska stjórnin
hefði staðfest skriflega að þessu skil-
yrði yrði fullnægt. Ákæran á hendur
Assange í Bandaríkjunum varðar
ekki dauðadóm. Verði Assange fund-
inn sekur um aðild að tölvuinnbrot-
unum á hann yfir höfði sér allt að
fimm ára fangelsi.
„Þessi smánarlega aðgerð, sem er
fullkomlega brot á alþjóðalögum og
samningum um meðferð flótta-
manna og hælisleitenda, er skelfi-
leg,“ sagði Kristinn Hrafnsson, rit-
stjóri WikiLeaks, í samtali við mbl.is
um handtöku Assange. „Það að
Ekvadorar hafi snúið við blaðinu og
ákveðið að svipta mann, sem þeir
voru búnir að veita pólitískt hæli,
svipta hann öryggi og vernd, er gjör-
samlega óviðunandi framkoma.“
Bandaríkin
krefjast fram-
sals Assange
WikiLeaks mótmælir handtöku
stofnanda uppljóstrunarvefjarins
AFP
Handtekinn Julian Assange í lög-
reglubíl á leið til dómara í gær.
Enginn hafinn yfir lögin
» Stuðningsmenn Julians Ass-
ange hafa lýst handtöku hans
sem atlögu að frelsi fjölmiðla
og broti á réttindum hælisleit-
enda en breska stjórnin sagði
það löngu tímabært að mál
hans yrði tekið fyrir í dóms-
kerfinu.
» „Það er enginn hafinn yfir
lögin,“ sagði Theresa May, for-
sætisráðherra Bretlands.
Her Súdans hef-
ur handtekið
Omar al-Bashir,
forseta landsins,
og steypt honum
af stóli. Forset-
inn hafði verið
við völd í þrjá
áratugi. Herinn
kvaðst ætla að
vera við stjórn-
völinn í tvö ár
þar til kosningar færu fram.
Götumótmæli gegn al-Bashir
höfðu staðið í fjóra mánuði. Stærsta
mótmælahreyfingin hafnaði því að
herinn tæki við völdunum og krafð-
ist þess að stofnað yrði borgaralegt
ráð sem fengi það hlutverk að
stjórna landinu þar til kosningar
færu fram.
Alþjóðasakamáladómstóllinn
hefur sakað al-Bashir um að hafa
skipulagt stríðsglæpi í Darfur-
héraði og óskað eftir því að hann
verði framseldur.
SÚDAN
Al-Bashir forseta
steypt af stóli
Al-Bashir var við
völd í 30 ár.