Morgunblaðið - 12.04.2019, Blaðsíða 17
MINNINGAR 17
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 12. APRÍL 2019
✝ Friðrik JensGuðmundsson
fæddist í Reykjavík
3. nóvember 1998.
Hann lést 2. apríl
2019.
Friðrik er yngst-
ur þriggja systk-
ina. Foreldrar
Friðriks eru Guð-
mundur Friðriks-
son, f. 2 febrúar
1961, og Helga
Óskarsdóttir, f. 8. desember
1962. Systur Friðriks eru Sig-
rún Áslaug Guðmundsdóttir, f.
1980, og Rannveig Guðmunds-
dóttir f. 1986. Sambýlismaður
Sigrúnar er Pétur Reynir Jó-
hannesson og börn þeirra eru
Emilía Ósk, f. 2008,
og Helgi Snær, f.
2011. Sambýlis-
maður Rannveigar
er Kári Auðun Þor-
steinsson og dætur
þeirra eru Salka
Sif, f. 2014, og Hel-
ena Björk, f. 2017.
Friðrik Jens ólst
upp í Grafarvogi
og kláraði grunn-
skólann í Víkur-
skóla og fór síðan í Fjölbrauta-
skólann í Breiðholti þar sem
hann kláraði eina önn í raf-
virkjun.
Útförin fer fram frá Bústaða-
kirkju í dag, 12. apríl 2019,
klukkan 13.
Elsku fallegi og góði dreng-
urinn minn, nú ertu farinn frá
okkur og sú hugsun er óhugs-
andi. Þú ert okkur svo kær og
minning okkar um góðan
hjartahlýjan dreng mun alltaf
fylgja þér. Þú varst svo
skemmtilegur strákur og við
gerðum svo margt skemmtilegt
saman. Allar okkar ferðir með
þér til útlanda eða það sem þér
datt í hug að gera þá stundina,
leitandi um allt land að rétta
staðnum fyrir mótorkrossbraut
eða fylgja þér á golfmót. Þú
hefðir getað orðið atvinnumað-
ur í hvaða íþrótt sem þú stund-
aðir, hæfileikarnir voru alls
staðar. Þú áttir mörg áhugamál
og sem barn prufaðir þú allar
íþróttir, íshokkí, parkour, fót-
bolta, snjóbretti, mótorkross,
hjólaíþróttir og golf. Alltaf
varstu djúpt sokkinn í hverja
og eina íþrótt þegar það skeið
var og þú last þér til um allt
sem hægt var að læra og varst
heillaður þangað til eitthvað
annað kom sem greip hugann.
Þú varst mjög listhneigður og
hafðir gaman af því að teikna,
mála og skera út rúnir, allt lék í
höndunum á þér. Þú varst svo
skýr og klár strákur og djúpt
þenkjandi um það sem greip
hugann þinn hvort sem það
voru heimspekilegar vangavelt-
ur eða annað sem þú last þér til
um. Þrátt fyrir það áttir þú erf-
iða skólagöngu sem lét þér líða
illa í umhverfi sem hentaði þér
ekki, svo fjörugum og uppá-
tækjasömum strák. Það var
yndislegt að fá vini þína í heim-
sókn um daginn og heyra
þeirra sýn af prakkarastrikum
þínum úr skólanum. Þeir upp-
lifðu hvað það var gaman að
vera með þér, alltaf líf og fjör í
kringum þig. Traustari vin og
félaga er ekki hægt að hugsa
sér og þú talaðir ekki illa um
nokkurn en þú gast auðveldlega
svarað fyrir þig og rökfastari
mann hef ég ekki hitt Þú tjáðir
svo auðveldlega ást þína til
okkar foreldra og systkina og
oft heyrði ég þig líka segja vin-
um þínum að þér þætti vænt
um þá, þetta var svo einstakur
eiginleiki hjá þér og það er lær-
dómur sem þú skildir eftir hjá
okkur. Þegar þú varst í Svíþjóð
sagðir þú okkur hvað þér þætti
skrítið að það væru bara ekki
allir sem elskuðu foreldra sína.
Þú skildir það ekki. Þú merktir
þig með okkur þar sem þú
fékkst þér tattú á brjóstið með
hjarta með MAMMA inni í og
lést setja föðurnafnið þitt í rún-
um á handlegginn þinn. Þú
varst stoltur af okkur og við
vorum stolt af þér. Löngunin til
að eiga góða framtíð var sterk
þar sem þú varst alltaf tilbúinn
að bæta þig og reyna enn meira
en fékkst bara ekki það tæki-
færi. Þú varst jaxl með gull-
hjarta en því miður varstu tek-
inn frá okkur allt of snemma,
elsku drengurinn okkar. Við
elskum þig alltaf.
Mamma og pabbi.
Elsku Friðrik, yndislegi litli
bróðir minn. Ég trúi ekki að ég
sé að skrifa minningargrein um
þig, þetta er óraunverulegt. Ég
er full af sorg en líka glöð yfir
öllum góðu stundunum sem við
áttum saman. Ég man hvað við
vorum öll spennt og glöð þegar
þú komst í heiminn, þvílík gleði.
Fyrstu árin þín fékk ég að
passa þig, ég var unglingur og
þú litli strákurinn okkar. Þú
varst yndislegur og fjörugur
drengur og mjög uppátækja-
samur. Það er gaman að rifja
upp öll uppátækin þín og þau fá
mig til að hlæja. Mér fannst þú
svo fallegt barn og það var
gaman að taka myndir af þér.
Þegar ég fer í gegnum mynd-
irnar ertu annaðhvort skæl-
brosandi, að gretta þig, eða á
flugi í loftinu, sem er mjög lýs-
andi fyrir þig, aldrei dauð
stund. Þú varst mikill dellukall,
það var alltaf eitthvað í gangi,
og það voru alltaf einhverjar
pælingar. Þú varst listrænn,
hugsaðir mikið og varst rök-
fastur. Ég hefði viljað eignast
svo miklu fleiri minningar með
þér en við fengum möguleika á.
Ég er glöð yfir því að þú
hringdir í mig þegar þú varst í
Svíþjóð, við áttum svo gott
spjall. Ég er einnig glöð yfir því
að ég skrifaði þér bréf áður en
þú fórst, ég meinti hvert orð
þar. Ég elska þig og sakna.
Rannveig.
Elsku yndislegi bróðir minn,
orð fá því ekki lýst hvað hjarta
mitt er beyglað og brotið. Það
er svo erfitt að hugsa til þess
að ég fái aldrei að sjá þig né
knúsa þig aftur eða segja þér
hvað ég elska þig mikið. Ég
man svo vel þegar ég sá þig
fyrst, uppi á fæðingardeild í
örmunum á mömmu og pabbi
stóð við hliðina á ykkur. Þau
voru svo stolt og hamingjusöm.
Við systurnar svo ótrúlega
montnar og glaðar að hafa
fengið lítinn sætan bróður. Við
erum svo heppin að hafa fengið
þig inn í líf okkar, þú gafst okk-
ur svo mikið, alltaf svo blíður.
Sagðir alltaf við mig þegar við
kvöddumst að þú elskaðir mig
og knúsaðir börnin mín. Þú
dæmdir aldrei neinn og varst
alltaf svo traustur vinur.
Gleymi aldrei fyndna dansinum
sem þú dansaðir fyrir mig, og
fallega brosinu þínu. Þú varst
svo skemmtilegur. Þú leitaðir
mikið til mín og ég er mjög
þakklát fyrir öll samtölin okkar
sem við áttum. Við vorum með
svo mörg plön og ætluðum að
gera svo margt saman. Ég er
svo þakklát fyrir þennan tíma
sem ég fékk með þér. Ég mun
gera mitt allra besta að passa
upp á fjölskylduna okkar, elsku
bróðir, en þangað til við hitt-
umst aftur, elsku Frikki minn,
þá kveð ég þig. Ég elska þig og
við sjáumst seinna.
Þín systir
Sigrún.
Friðrik Jens
Guðmundsson
✝ IngibjörgÁgústa Björns-
dóttir fæddist í Val-
höll í Vestmanna-
eyjum 19. október
1926, fluttist síðan í
Pétursborg í
Vestmannaeyjum.
Hún lést á Hjúkr-
unarheimilinu
Mörk 31. mars
2019.
Foreldrar henn-
ar voru Ingveldur Jónsdóttir frá
Syðri Steinsmýri í Vestur-
Skaftafellssýslu, f. 3.5. 1904, d.
23.6. 1994, og Einar Björn Sig-
urðsson frá Pétursborg á
Seyðisfirði, f. 25.10. 1895, d.
14.11. 1964. Eftirlifandi systir
Ágústu er Alda Björnsdóttir, f.
4.7. 1928.
Jón Runólfsson fæddist í
Bræðratungu í Vestmanna-
eyjum 29. nóvember 1924. Hann
lést á Hjúkrunarheimilinu Mörk
28. mars 2019.
Foreldrar hans voru Unnur
Þorsteinsdóttir frá Laufási í
Vestmannaeyjum, f. 19.10. 1904,
d. 16.3. 1947, og Runólfur Run-
ólfsson frá Hausthúsum á
Stokkseyri, f. 12.12. 1899, d. 4.6.
1983. Systkini Jóns eru Sigrún,
f. 31.1. 1930, Þorsteinn, f. 5.4.
1932, Ragnar, f. 13.12. 1933,
Hörður, f. 4.10. 1935, Ástþór, f.
16.10. 1936, og Runólfur, f. 4.8.
1938. Ágústa og Jón gengu í
úar 1973. Fluttu til Reykjavíkur
eftir að gos hófst á Heimaey.
1974 festu þau kaup á íbúð að
Espigerði 4 Reykjavík. Bjuggu
þar til þau fluttu á Hjúkrunar-
heimilið Mörk í Reykjavík,
Ágústa 2017 og Jón 2018.
Ágústa starfaði sem húsmóðir í
Eyjum. Hún hóf störf í Hlíðar-
bakaríi haustið 1973 og starfaði
þar til þess dags er það var lagt
niður. Jón lauk sveinsprófi í vél-
virkjun 31.12. 1945 sem hann
nam í Vélsmiðjunni Magna Vest-
mannaeyjum. Meistararéttindi í
vélvirkjun í mars 1949. Hann
starfaði í Magna til 1. mars 1955
er hann hóf störf sem forstöðu-
maður Áhaldahúss Vestmanna-
eyja. Þar starfaði hann frá 1955
til 1973. Þegar til Reykjavíkur
kom starfaði hann í fyrstu hjá
Vélsmiðju Guðmundar Arason-
ar í Kópavogi. Hóf síðan störf í
Áburðarverksmiðju Ríkisins í
Gufunesi. Þar starfaði hann þar
til hann lét af störfum vegna
aldurs. Í félagsmálum var
Ágústa í kvenfélaginu Líkn í
Vestmannaeyjum. Jón var einn
af stofnfélögum skátafélagsins
Faxa. Hann var félagi í Odd-
fellow í Vestmanneyjum og
Akóges í Reykjavík. Hann söng
með Karlakórnum Kátum Körl-
um í Reykjavík og Drengjakór
Akóges fram yfir 90 ára aldur.
Útför Ágústu og Jóns fer
fram frá Grensáskirkju í dag,
12. apríl 2019, klukkan 13.
hjónaband 6. janúar 1945. Börn
þeirra: 1. Ragnhildur, f. 19.10.
1944, d. 14.2. 2013, eftirlifandi
maki hennar er Bragi Jónsson,
f. á Dalvík 28.2. 1941. 2. Unnur,
f. 26. maí 1949, fyrrv. maki
Bjarni Kristjánsson, f. á Reyni-
völlum Kjós 26.7. 1946. 3. Inga,
f. 24.3. 1951, maki Friðfinnur
Finnbogason, f. Vest-
mannaeyjum 3.6. 1950. 4. Jón
Ágúst, f. 29.9. 1952, d. 6.2. 1953.
5. Jón Ágúst, f. 4.3. 1955, maki
Margrét Jónsdóttir, f. Selfossi
2.11. 1953. Barnabörnin eru 15,
barnabarnabörn 25 og eitt
barnabarnabarn.
Ágústa og Jón hófu búskap á
Heiðarvegi 30 í Vestmanna-
eyjum. Er móðir Jóns lést í mars
1947 fluttu þau að Heimagötu
27, Bræðratungu. Héldu þar
heimili með Runólfi föður Jóns.
Þau byggðu sér hús að Heima-
götu 24 í Vestmannaeyjum þar
sem þau bjuggu fram til 23. jan-
Það var alltaf gaman að
koma í Espigerðið til ömmu
Gústu og afa Jóns, hvort sem
það var rétt til að kíkja inn, eða
til að stoppa og fá sér kaffi með
þeim og þegar börnin okkar
komu með var farið beint í
dótaskápinn hennar langömmu
þar sem ýmis gullin glöddu lítil
hjörtu.
Um margt var rætt og sjald-
an var komið að tómum kof-
anum hjá afa Jóni um málefni
líðandi stundar. Það var aðdá-
unarvert hvað hann afi fylgdist
vel með fjölmiðlum allt undir
það síðasta, og ekki síður á fés-
bókinni.
Hann hafði einnig mjög gam-
an af vísu- og textasmíð og gaf
út tæplega hundrað síðna bók í
lok síðasta árs, sem hann kall-
aði „Elliglöp“, hún innihélt
smásögur og vísur eftir hann.
Amma Gústa var ekki eins
mikið fyrir dægurþras stjórn-
málanna og vildi frekar spjalla
um aðra hluti.
Það voru margir af „þessari
hæðinni“ í frásögnum hennar
og oft kom „Guttinn“ við sögu.
Oftar en ekki var einhver með
„hausinn uppi á hillu“, jafnvel
hún sjálf og það var alveg á
hreinu að hennar mati að
„margur hafði orðið af aurum
api og brennivíni asni“ í gegn-
um tíðina, en sjálf hafði hún
aldrei snert áfengi. Gústa
kvartaði helst aldrei, en kæmi
til þess að hún viðurkenndi að
eitthvað væri að og leitaði
læknis, þá var ástandið jafnvel
orðið svo slæmt að hún var lögð
beint inn.
„En maður kaupir hvorki líf-
tóruna né veðrið“ sagði hún við
okkur, ef við ætluðum að velta
okkur upp úr heilsunni eða
heilsuleysi, og eins heyrðum við
oft „þessar vélar bila eins og
aðrar vélar“ og við það sat.
Já það varð ekki frá ömmu
Gústu tekið að margan kunni
hún frasann sem óneitanlega
gerðu samtölin oft skemmti-
legri.
Á yngri árum lék heilsan
ekki alltaf við afa Jón og sagði
hann oft að það hversu gamall
hann varð, hefði verið blanda af
heppni og því að hann skipti
um starfsvettvang þegar hann
flutti upp á land í eldgosinu
1973.
Þó að heilsan hafi aldrei ver-
ið til sölu samkvæmt ömmu
Gústu þá fengu þau samt góðan
samning að okkar mati. Við
hjónin ræddum oft að það væri
frekar slakt að fara sjaldnar í
ræktina en afinn á tíræðisaldri,
en sú var reyndin.
Það er aðdáunarvert að eiga
að baki 74 ár í hjónabandi,
enda var taugin á milli þeirra
svo sterk að þegar hann sleppti
þá sleppti hún líka.
Gullvagninn fór því með þau
saman. Við sendum ykkur ást
og hlýju þangað sem þið eruð
núna og yljum okkur við allar
þær góðu minningar sem við
fjölskyldan eignuðumst með
ykkur.
Kærleikskveðjur,
Jón Björn og Ásta Huld.
Ingibjörg Ágústa Björns-
dóttir og Jón Runólfsson
✝ Páll Brekk-mann Ásgeirs-
son fæddist 4.
mars 1932 á
Fornu-Grundar-
kampinum. Hann
lést á Heilbrigðis-
stofnun Vestur-
lands 30. mars
2019.
Foreldrar hans
voru Þórður Ás-
geir Kristjánsson
sjómaður, f. 1895, d. 1966, og
Þórdís Þorleifsdóttir, f. 1895,
d. 1983.
Páll var tíunda barn for-
eldra sinna, sjö komust á legg,
þau eru Kristín, Halldór,
Soffía, Björn, Ásdís og Ragn-
heiður, þrjú dóu í frum-
bernsku, óskírður, Guðný og
Kristján. Tvær systur lifa
bróður sinn, Ásdís, f. 1927, og
Ragnheiður, f. 1930.
Páll eignaðist þrjú börn.
Þau eru:
1) Ásdís Svala, f. 8. ágúst
1953, móðir Guðrún Jens-
dóttir, d. 1964. Eiginmaður
Svölu er Magnús Daðason
2013; Jón Brynjar byggingar-
tæknifræðingur, f. 1991. Fyrir
átti Páll Þorgeir soninn Þóri,
f. 1982, sem er sjómaður. Fóst-
ursonur Páls Brekkmanns var
Einar Atli Jónsson, f. 1959, d.
1990. Dætur hans eru Elín
Hrönn og Hlíf.
Páll ólst upp á stóru heimili
þar sem gleði ríkti og atlæti
gott. Mikið var um að börn
kæmu að sunnan til sumar-
dvalar í sveitinni. Á kampinum
var sjórinn öðrum megin og
áin hinum megin og því nóg
að gera fyrir ærslafull börn.
Flutt var í Ásgarð út í Fram-
nes 1944, nú Grundarfjörður.
Páll byrjaði ungur að vinna
og var lengst af til sjós með
bróður sínum Birni skipstjóra.
Unnið var í landi á veturna og
til sjós á sumrin. Þá vann
hann hjá Rafmagnsveitum
ríkisins og við virkjunar-
framkvæmdir hjá Sigöldu.
Einnig vann hann við fisk-
verkun og þjónustaði fiskbúðir
með sérvöru meðan heilsan
leyfði.
Páll flutti til Reykjavíkur
1970 og bjó lengst af í Hátúni
10 eða þar til hann flutti á
hjúkrunarheimilið Fellaskjól í
Grundarfirði árið 2014.
Útför Páls fer fram í
Keflavíkurkirkju í dag, 12.
apríl 2019, klukkan 13.
málarameistari og
synir þeirra eru:
Magnús Daði mál-
ari, f. 1972, hans
sonur er Mikael, f.
2003; Kjartan Már
ljósmyndari, f.
1975, hans kona er
Ragna Þórunn
Ragnarsdóttir
listamaður, þeirra
sonur er Atlas, f.
2019. Fyrir átti
Kjartan dótturina Míu mennta-
skólanema, f. 2001; Arnar
flugumferðarstjóri, f. 1985, í
sambúð með Kristrúnu Úlfars-
dóttur; Björgvin læknanemi, f.
1989. 2) Jóhanna Björg, f.
27.12. 1960, d. 30.9. 2018.
Móðir Rósa Jónída Benedikts-
dóttir, d. 2018.
Páll giftist Elínu Harðar-
dóttur Markan 1964, f. 1943,
d. 1999. Þeirra leiðir skildi.
Sonur þeirra: 3) Páll Þorgeir
Markan, f. 26.9. 1963. Hans
kona er Alfa Lind Markan.
Börn þeirra eru: Helena Lilja
eignamiðlunarstjóri, f. 1987,
hennar sonur er Viktor, f.
Elsku pabbi minn er farinn í
langþráða ferð til forfeðranna.
Það var aldrei neinn misskilning-
ur hjá mér að pabbi elskaði mig
þó svo náin kynni hefðu ekki ver-
ið fyrr en hann var kominn á
miðjan aldur. Þegar það gerðist
áttum við margar gæðastundir
sem voru innihaldsríkar fyrir
okkur bæði. Hann var vel að sér
og vel lesinn, hafði góða kímni-
gáfu og ég naut hverrar stundar
með honum.
Ég sakna þess að vera ekki að
hugsa um að fara vestur og hitta
hann, en gleðst að hann hefur
fengið hvíldina sem hann þráði.
Elsku pabbi, takk fyrir allt
sem þú gafst mér.
Svala.
Elsku pabbi. Þegar við Alfa
komum í heimsókn til þín í
Grundarfjörð í janúar síðastliðn-
um sló það mig að þetta gæti ver-
ið síðasta heimsókn okkar til þín.
Það varð og raunin.
Mikið var erfitt að geta ekki
komið til Íslands og haldið í hönd-
ina þína þegar lífslokin nálguð-
ust. En ég er svo þakklátur fyrir
að Svala systir var hjá þér alla
leið og þakka ég henni af alhug
fyrir.
Takk pabbi minn, fyrir öll góðu
samtölin og símtölin í gegnum ár-
in, ég mat þau mikils og hafði
gaman af að spjalla við þig um
heima og geima og ekki síst að fá
nýjustu fréttir að heiman.
Helena Lilja og Jón Brynjar
minnast afa sem hafði mikinn
áhuga á fuglalífi, veðurfari og sjó-
mennsku hvers konar og varst þú
óspar á að segja þeim skemmti-
legar sögur af þessum áhugamál-
um þínum.
Ég kveð þig með söknuði,
elsku pabbi, og þakka fyrir allar
góðu minningarnar, þær munu
lifa áfram í hjörtum okkar.
Þinn
Páll.
Elsku afi. Þegar þú kvaddir
fannst mér ég eiga eftir svo mikið
ósagt. Ég mun aldrei gleyma
tíma okkar saman, að ræða um
alla fuglana, lífið og tilveruna. Þú
varst einstaklega góður maður og
talaðir alltaf við mig af ást og
virðingu. Er við eltumst, þá náð-
um við ekki að eyða jafnmiklum
tíma saman og við hefðum viljað
en ég veit að þú varst hjá mér á
einn eða annan máta til að leið-
beina mér í gegnum erfiða tíma.
Fyrir þinn stuðning, skilning og
þína hvatningu mun ég vera
ævinlega þakklátur að hafa verið
svona heppinn að fæðast í þessa
fjölskyldu. Í dag ert þú á betri
stað og bíður rólegur og vakir yf-
ir okkur. Við sjáumst einn dag-
inn, afi minn, og þá fæ ég að
heyra fleiri sögur.
Björgvin.
Páll Brekkmann
Ásgeirsson
Sálm. 16.1-2
biblian.is
Varðveit mig, Guð,
því að hjá þér leita
ég hælis. Ég segi
við Drottin: „Þú ert
Drottinn minn, ég
á engin gæði nema
þig.”