Morgunblaðið - 12.04.2019, Side 18
18 MINNINGAR
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 12. APRÍL 2019
✝ Björg Aradótt-ir fæddist í
Reykjavík 6. júní
1955. Hún lést á
krabbameinslækn-
ingadeild Landspít-
ala 5. apríl 2019.
Foreldrar henn-
ar eru hjónin Díana
Þórunn Kristjáns-
dóttir, f. 30. ágúst
1928, og Ari Guð-
mundur Þórðarson,
f. 26. október 1929. Björg var
ógift og barnlaus.
Tveir bræður Bjargar eru: 1)
Þórður jarðeðlisfræðingur f.
1958, kvæntur Elínborgu G.
Sigurjónsdóttur hjúkrunarfræð-
ingi, f. 1958. Þau búa í Kópavogi
og eiga tvo syni, Ara, f. 1984, og
Sigurjón, f. 1988. 2) Kristján
Magnús lyfjaefnafræðingur, f.
grunna. Á námsárum var hún í
sumarvinnu hjá Orkustofnun og
eftir verkfræðipróf hjá Rarik.
Hún starfaði á hugbúnaðardeild
Skýrr 1984-1992, einkum við
viðfangsefni frá ríkisskattstjóra.
Björg var ráðin á tölvusvið
Fiskistofu við stofnun hennar
1992 og vann þar til 2000, helst
við umsjón með gagnagrunni
fiskmerkinga hjá Hafrann-
sóknastofnuninni. Árin 2000-
2002 var Björg á upplýsinga-
tæknisviði Olíufélagsins Esso og
hafði umsjón með kortagagna-
grunni. Eftir meistaranám tók
hún að sér sérhæfð ráðgjafar-
störf um nytsemisprófanir hug-
búnaðar hjá Háskóla Íslands
2004-2005. Síðan vann hún m.a.
við innleiðingu vefverslunar og
vörustýringar í gagnagrunni
innkaupadeildar Landspítala
2005-2013.
Útför Bjargar fer fram frá
Kópavogskirkju í dag, 12. apríl
2019, klukkan 15.
1967, kvæntur
Andreu Jennifer
Mohr-Arason hús-
móður, f. 1973. Þau
búa í Ohio í Banda-
ríkjunum og eiga
fjóra syni, Bjarma,
f. 2003, Benjamín, f.
2006, Elías, f. 2009,
og Helga, f. 2009.
Björg lauk stúd-
entsprófi úr eðlis-
fræðideild Mennta-
skólans í Reykjavík 1975 og
CS-prófi í rafmagnsverkfræði
frá Háskóla Íslands 1980. Hún
útskrifaðist með MS-próf í tölv-
unarfræði frá Háskóla Íslands
2004 og lauk prófi frá Leiðsögu-
skólanum í Menntaskólanum í
Kópavogi 2016.
Björg starfaði lengst við upp-
lýsingatækni, tölvur og gagna-
Björg Aradóttir, okkar
trausti vinur, er horfin á braut
og hennar verður sárt saknað.
Hún var einstök manneskja og
engum öðrum lík. Björg var
mjög dul og bar ekki tilfinn-
ingar sínar á torg. Hún vildi þó
svo sannarlega láta gott af sér
leiða en barst ekki á og vann
sín góðu verk svo lítið bar á og
hafði enga sérstaka þörf á að
mikla sig í annarra augum. En
þó svo að hún sæktist ekki eftir
frægð og metorðum var fólk
fljótt að átta sig á því hve
vandvirk og nákvæm hún var
og þess vegna var hún eftirsótt
í margvísleg trúnaðarstörf alls
staðar þar sem hún kom við
sögu. Ef eitthvað átti að vera
fullkomið hvort sem um var að
ræða texta eða tölur, var
öruggast að leita til Bjargar.
Stundum var nákvæmni hennar
næstum brosleg en hennar
mottó var að rétt skyldi vera
rétt.
Þó svo að hún hafi ekki haft
neina þörf fyrir aðdáun ann-
arra og aldrei tranað sér fram
á neinn hátt, hafði hún þó ótrú-
legan metnað til þess að bæta
við þekkingu sína og þróa sig
alla ævina. Henni nægði það
ekki að vera rafmagnsverk-
fræðingur heldur bætti hún við
sig gráðu í tölvunarfræði á
miðjum aldri. Einnig fór hún í
leiðsögumannanám og lauk því
með glæsibrag og það tungu-
mál sem hún valdi var franska.
Hún lagði sig ekki bara eftir
víðtækri menntun og þekkingu
heldur vann líka með sína and-
legu hlið og stundaði mannrækt
og þróaði með sér jákvæð við-
horf. Þó hún væri ekki allra og
virtist frekar lokuð við fyrstu
kynni, var hún sannur vinur
vina sinna og gat hlegið dátt á
góðri stund.
Fyrir rúmum þremur árum
veiktist Björg og í því and-
streymi sem hún lenti í sýndi
hún sinn innri mann og þann
ótrúlegan styrk sem hún bjó yf-
ir. Hún lét veikindin og þján-
ingarnar aldrei buga sig og hélt
sínu striki í lengstu lög. Jafnvel
eftir að hún missti þróttinn í
annarri hendinni, hélt hún
áfram að keyra bíl til þess að
komast leiðar sinnar. Síðustu
vikur ævi hennar hrakaði henni
mjög hratt og veikindin höfðu
betur í lokin. En í gegnum allar
þessar þrautir og þjáningar
lagðist hún ekki í neina sjálfs-
vorkunn heldur lagði sig fram
um að brosa alveg fram í rauð-
an dauðann. Hún var okkur öll-
um góð fyrirmynd.
Ljúfa minningin um þig,
Björg mín, mun lifa og megir
þú hvíla í friði.
Ingólfur H. Eyfells.
Björg Aradóttir var bekkj-
arsystir okkar í 5. og 6. bekk X
í Menntaskólanum í Reykjavík.
Þetta var eðlisfræði I bekkur
þar sem mikil áhersla var lögð
á stærðfræði og eðlisfræði.
Bekkurinn var blandaður, jafnt
hlutfall af stelpum og strákum.
Sumar stelpurnar, þar á meðal
Björg, höfðu verið saman í
bekk í Kvennaskólanum sem þá
var gagnfræðaskóli. Björg var
hæglát og fámál en ávallt hlý.
Bekkurinn okkar í MR var
nokkuð misleitur en stóð saman
um að halda bekkjarpartí og
aðra gleði í tengslum við við-
burði skólans.
Björg tók virkan þátt í þeim
gleðskap. Í sjötta bekk var far-
ið í afar eftirminnilega ferð til
Túnis og þar var hún. Björg
var bráðgreind og mjög góður
námsmaður enda lágu raun-
greinar vel fyrir henni. Þegar
við áttum 25 ára stúdents-
afmæli gaf árgangurinn út nýja
Faunu og þar var fólk m.a. beð-
ið um að segja hvað það myndi
frá menntaskólaárunum. Björg
sagði að í menntaskóla hafi
henni fundist það mjög merki-
legt að fá að læra tölvufræði.
Eins og mörg okkar fór hún í
nám við Verkfræði- og raunvís-
indadeild Háskóla Íslands og
lauk prófi í rafmagnsverkfræði
árið 1980.
Að loknu námi fórum við úr
6.-X hvert í sína áttina og
bekkurinn hefur lítið hist nema
í tengslum við stúdentsafmæli á
fimm ára fresti. Nokkru eftir
það síðasta hittumst við stelp-
urnar úr bekknum á kaffihúsi
þegar ein sem býr erlendis var
á landinu. Björg kom og það
voru fagnaðarfundir því hún
hafði ekki verið á afmælisfagn-
aðinum. Hún sagði okkur frá
veikindum sínum og var vongóð
um að hafa náð fullum bata, en
það fór því miður ekki á þann
veg.
Við vottum foreldrum Bjarg-
ar, systkinum og fjölskyldu
samúð okkar.
Fyrir hönd 6.-X í MR 1974-
1975,
Brynja Guðmundsdóttir,
Guðrún Magnúsdóttir,
Sigrún Pálsdóttir.
Kær vinkona okkar og félagi,
Björg Aradóttir, er látin langt
um aldur fram.
Við kynntumst Björgu árið
2007 þegar hún gekk til liðs við
POWERtalk-deildina Fífu í
Kópavogi.
Björg var strax atorkusöm
og sinnti flestum embættum í
deildinni, þar á meðal forseta-
embættinu.
Einnig var hún félagi í
enskudeildinni Sögu fram á
dánardag og gegndi hún þar
líka forsetaembætti.
Með tímanum óx vinskapur
okkar og áttum við margar
góðar stundir saman.
Ber þar hæst ferðir út í Flat-
ey en þangað átti Björg ættir
að rekja. Gaman var að heim-
sækja hana þangað og kynnast
staðháttum en Björg var lærð-
ur leiðsögumaður og hafði gam-
an af að miðla af þekkingu sinni
á sínum gömlu heimaslóðum.
Okkur er það sérstaklega
minnisstætt þegar hún í Flat-
eyjarkirkju gat sagt okkur frá
flestum fyrirmyndum lista-
verksins á veggjum og lofti
kirkjunnar og þar á meðal var
afi Bjargar.
Í einni slíkri ferð hittum við
einn POWERtalk-félaga í við-
bót og úr varð POWERtalk-
deildin Eyja sem var aðeins
fyrir útvalda Flateyjarfara og
með deildarlögum sem öll
gengu út á það að elda og njóta
góðs matar og drykkjar. Oft
var glatt á hjalla hjá Eyjufélög-
um og mikið rætt um kvenna-
bókmenntir og skipuðu höfund-
arnir Guðrún frá Lundi og
Ingibjörg Sigurðardóttir þar
heiðursess. Einnig var Stella
Blómkvist oft til umræðu og
svo Flateyjargátan. Markmið
Eyjufélaga var að taka sig
mátulega alvarlega en fundar-
sköp voru alltaf í heiðri höfð í
anda POWERtalk. Nú í vor
stóð til að fara til Flateyjar og
halda enn einn skemmtilegan
Eyjufund en af þeim fundi
verður ekki.
Við minnumst Bjargar sem
góðs vinar með ákveðnar skoð-
anir og skemmtilega hrein-
skilni. Hún var einstaklega
hláturmild og alltaf var gaman
þar sem Björg var.
Með söknuði kveðjum við
kæra vinkonu og skilum kveðju
frá félögum í Sögu.
Guðrún Barbara
Tryggvadóttir
Elísabet Þórarinsdóttir.
Björg Aradóttir
✝ Einar Helga-son fæddist í
Reykjavík 3. októ-
ber árið 1950.
Hann lést á Dvalar-
heimilinu í Stykk-
ishólmi 3. apríl
2019.
Foreldrar hans
voru Helgi Gests-
son húsasmíða-
meistari, f. 14.
ágúst 1900 í
Saurbæ á Rauðasandi, d. 31.
janúar 1995 í Reykjavík, og Sig-
ríður Ingveldur Brynjólfsdóttir
húsfrú, f. 24. júní 1914 á Þing-
eyri, d. 23. ágúst 1993 í Reykja-
vík. Systkini Einars eru Ingi-
bergur G. Helgason (látinn),
Sigríður B. Helgadóttir, Jósep
H. Helgason (látinn), Jónína Þ.
Helgadóttir (látin), Hrönn
Helgadóttir og Kristrún Helga-
dóttir.
Einar ólst upp í foreldra-
húsum á Bergstaðarstræti 33 í
Reykjavík utan nokkurs tíma
þar sem hann dvaldi hjá ömmu
sinni á Þingeyri við Dýrafjörð.
Einar gekk í Miðbæjarskólann
og lauk unglingaprófi þaðan
dóttir, f. 22.8. 1969. Einar og
Anna bjuggu saman á Bergstað-
arstræti og Hofteigi. Þau slitu
sambúð árið 1999 eftir 10 ára
samband.
Einar starfaði lengst af á tré-
smíðaverkstæði föður síns. Auk
trésmíðavinnu starfaði hann við
almenna verkamannavinnu, hjá
Reykjavíkurborg, við fisk-
vinnslu, fiskveiðar, vöruflutn-
inga á sjó, Álverinu á Grundar-
tanga og sem starfsmaður á
geðdeildum Landspítalans.
Einar slasaðist illa í umferðar-
slysi þegar hann var átta ára.
Áverkarnir leiddu til þess að
hann varð að gangast undir
uppskurði á höfði sem ungur
maður. Í kjölfar aðgerðanna
varð hann flogaveikur. Veikindi
hans ágerðust, urðu flóknari
með aldrinum og gerðu honum
erfiðara fyrir í daglegu starfi
þar til hann varð að láta af
störfum vegna veikinda árið
1991.
Einar glímdi við erfið veik-
indi síðustu ár og var búsettur á
Dvalarheimilinu Seljahlíð frá
2014 til 2018 þar til hann flutti
á Dvalarheimilið í Stykkishólmi
í lok árs 2018 þar sem hann lést.
Útförin fer fram frá Foss-
vogskirkju í dag, 12. apríl 2019,
klukkan 13.
árið 1964. Auk þess
lauk hann hluta af
námi í rafvirkjun
síðar á ævinni en
það nám náði hann
ekki að klára sök-
um heilsubrests.
Sem ungur mað-
ur eignaðist Einar
andvana fætt barn
með Rut Sumar-
liðadóttur. Barnið
var nefnt Sara Ein-
arsdóttir og verður Einar jarð-
settur í leiði hennar og foreldra
sinna.
Fyrri sambýliskona Einars
var Kristín Bragadóttir, f. 26.6.
1956. Einar kynntist Kristínu
um 23 ára og bjó með henni á
Freyjugötu í Reykjavík. Þau
eignuðust tvo drengi saman,
Emil Einarsson, f. 16.12. 1976,
og Ísak Einarsson f. 31.3. 1982.
Eiginkona Emils er Sigríður
Ólöf Sigurðardóttir og eiga þau
saman börnin Selmu, Matthías
og Sölku. Einar og Kristín slitu
sambúð sinni árið 1988 eftir 14
ára samband.
Seinni sambýliskona Einars
var Anna Ingibjörg Gunnars-
Pabbi lést í síðustu viku á
Dvalarheimilinu í Stykkishólmi.
Þar eyddi hann síðustu ævidög-
um sínum við gott atlæti starfs-
fólks og í nálægð við mig og
fjölskylduna mína.
Pabbi var sterkur persónu-
leiki. Hann var góður maður.
Hann gat verið sérvitur og
hafði ákveðnar skoðanir. Hann
var skapandi, uppátækjasamur,
handlaginn og listrænn. Oft gat
hann verið óheflaður í tali og
gat stuðað fólk. Samskipti mín
við pabba í gegnum tíðina voru
yfirleitt góð. Sem barn man ég
eftir pabba sem glöðum og
kátum. Ég á góðar minningar
frá honum heima á Freyjugöt-
unni, í útilegum með fjölskyld-
unni eða við veiðar. Samskiptin
breyttust að sjálfsögðu við
skilnað foreldra minna en við
bræðurnir fórum til hans reglu-
lega enda var stutt á milli
Freyjugötu og Bergstaðastræt-
is. Við áttum margar góðar
samverustundir með pabba og
Önnu á Bergstaðarstrætinu,
oftar en ekki var spilað Mata-
dor eða borðaður djúpsteiktur
kjúklingur, sem pabba þótti
óendanlega gaman að elda eftir
að hann fékk djúpsteikingar-
pott. Ógleymanleg eru jólin hjá
pabba sem voru alltaf á annan í
jólum. Það voru innilegar sam-
verustundir þar sem við opn-
uðum jólagjafir við lágstemmt
lítið jólatré.
Ég vil gjarnan halda í eldri
minningar af pabba þar sem
síðustu ár voru honum erfið.
Hann glímdi við erfið veikindi
sem breyttu honum á margan
hátt.
Honum leið oft mjög illa,
hafði gert það í fjölda ára og
síðustu tvö ár voru honum
þrautaganga. Slík langvarandi
veikindi leiða hugann að því að
lífið er hverfult og getur horfið
okkur á augabragði. Í því eru
tilviljanir sem við höfum enga
stjórn á en geta samt sem áður
mótað líf okkar eða lagt það
hliðina. Að takast á við veikindi
náins aðstandanda minnir
mann á hvað skiptir raunveru-
legu máli og að vera þakklátur
fyrir það sem er manni hliðhollt
í lífinu.
Pabbi var tilbúinn að kveðja
þegar hann fór og hafði í raun
beðið eftir dauðanum um tíma.
Flutningurinn í Stykkishólm
gerði honum gott og á Dvalar-
heimilinu í Stykkishólmi leið
honum vel. Pabbi var trúaður
alla sína tíð og ræktaði trú sína
vel. Ég veit að hann fór með
bænir á kvöldin fyrir sig og
sína. Ég birti hér á eftir bæn
fyrir þig, pabbi, sem ég held að
þér hefði líkað.
Ég kveð þig, elsku pabbi, og
vona að dauðinn hafi fært þér
þann frið sem þú hafðir beðið
eftir.
Legg ég nú bæði líf og önd,
ljúfi Jesús, í þína hönd,
síðast þegar ég sofna fer
sitji Guðs englar yfir mér.
(Hallgrímur Pétursson)
Emil.
Einar Helgason, æskuvinur
minn og frímúrarabróðir, er
látinn 68 ára að aldri eftir erfið
veikindi.
Það var gott fyrir okkur að
alast upp í Þingholtunum sem
ungir drengir, en við Einar vor-
um nágrannar á Bergstaða-
strætinu. Stutt var í miðbæinn
og mannlífið fjölbreytt. Lífið
var spennandi.
Einar bjó í fjölskylduhúsi. Á
neðri hæðinni bjó Ingi bróðir
hans og hans fjölskylda. Í kjall-
aranum rak Helgi pabbi hans
trésmíðaverkstæði.
Þegar ég fór að búa sjálf-
stætt með minni fjölskyldu og
keypti mína fyrstu íbúð fékk ég
þá feðga, Helga og Einar til að
smíða inn í hana innréttingar.
Var það fagmannleg og vönduð
vinna.
Eins og gengur og gerist þá
rofnar samband milli ungra
vina þegar verkefni lífsins taka
mismunandi stefnu. En það er
ekki erfitt að taka upp þráðinn
aftur ef strengurinn í æsku hef-
ur verið sterkur.
Þannig var það með okkur
Einar. Seinna á lífsleiðinni hitt-
umst við og vinskapurinn var
hinn sami.
Á meðan heilsa Einars leyfði
fengum við okkur reglulega há-
degismat saman og fórum einn-
ig í bíltúra austur fyrir fjall í
góðu veðri. Þá heimsóttum við
sumarhús mitt í Holtunum sem
hann samgladdist mér með að
byggja upp. Þannig var Einar,
hann gladdist einlæglega með
öðrum þó að örlög hans væru
heilsubrestur. En glampi kom í
augun þegar hann ræddi um
„strákana sína“ og barna-
börnin. Hann var stoltur af
sínu fólki.
Einar gekk í reglu frímúrara
fyrir 22 árum. Hann hafði mik-
inn áhuga fyrir starfinu og
stundaði það af kostgæfni.
Áttum við þar margar góðar
stundir saman.
Eftir langvinn og erfið veik-
indi lést Einar á Dvalarheim-
ilinu í Stykkishólmi. Fjölskyldu
hans allri og vinum votta ég
samúð mína.
Megi hinn hæsti höfuðsmiður
himins og jarðar varðveita þig,
kæri vinur.
Hvíl í friði.
Matthías Guðm. Pétursson.
Einar hitti ég fyrst sumarið
1989, þegar við unnum saman á
geðdeild Landspítalans í Há-
túni. Það var auðvelt að falla
fyrir honum, hann var með ein-
dæmum skemmtilegur, mikill
húmoristi og með smitandi
hlátur.
Hann naut sín í góðum gleð-
skap þar sem hann var gjarnan
hrókur alls fagnaðar og sagði
oft skemmtilegar sögur. Einar
hafði þægilega nærveru og átti
auðvelt með samskipti jafnt við
háa sem lága, hafði ríka rétt-
lætiskennd, var hreinskilinn og
oft á tíðum beinskeyttur.
Einar var einstaklega hæfi-
leikaríkur, hann hafði góða rök-
hugsun, var með frábært
verksvit og með eindæmum
handlaginn og vandvirkur.
Lengst af vann hann við smíðar
og ekki var til það smiðsverk
sem hann réð ekki við.
Einar átti auðvelt með nám
en bílslys á barnsaldri sem olli
höfuðáverka varð hins vegar
örlagaríkt.
Honum féll það oft þungt að
hafa ekki haft tækifæri til frek-
ari menntunar en í kjölfar
slyssins þjáðist hann alla tíð af
höfuðverkjum sem gerðu hon-
um erfitt fyrir að læra.
Aðrar afleiðingar slyssins
voru m.a. tvær heilaaðgerðir í
Kaupmannahöfn á unglings-
aldri en eftir þær háði honum
flogaveiki. Óvíst var á tímabili
að Einar hefði þessar aðgerðir
af. Í sjúkralegunni dreymdi
hann draum sem var á þann
veg að hann var á göngu í
miklu roki að reyna að komast
fyrir horn sem hann hafði að
lokum. Eftir það vissi hann að
hann mundi lifa.
Ræturnar lágu vestur í
Dýrafjörð, þar leið honum allt-
af vel og þegar ljóst var að tím-
inn sem eftir væri yrði ekki
langur vildi hann fara og
kveðja Dýrafjörðinn sem hann
náði að gera með sonum sínum
og var sú ferð honum dýrmæt.
Einar var næstyngstur í
stórum systkinahóp. Hann var
náinn systkinum sínum og
reyndist það honum afar þung-
bært þegar Nína, Ingi og Jobbi
féllu frá.
Þrátt fyrir heyrnarleysi
Jobba og að Einar hafi ekki
lært táknmál voru samtölin
milli þeirra hnökralaus en þeir
töluðu alla tíð sitt eigið tákn-
mál.
Stoltastur var Einar af
strákunum sínum, þeim Emil
og Ísak, sem voru pabba sínum
stoð og stytta í veikindum
hans. Síðustu árin voru Einari
erfið og var dauðinn honum
líkn, lífslöngunin var farin.
Það var mikið lán að hann
skyldi eyða síðustu mánuðunum
á Dvalarheimilinu Stykkis-
hólmi, þar sem hann naut ein-
stakrar aðhlynningar og var
auk þess nálægt Emil og fjöl-
skyldu.
Þær voru ófáar stundirnar
sem við Einar ræddum andleg
málefni. Hann var trúaður og
kveið því ekki hvað tæki við
eftir dauðann. Elsku Einar
minn, ég þakka þér árin okkar
saman, þau voru ekki alltaf
auðveld en gáfu miklu meira en
þau tóku.
Ég kveð þig með spurning-
unni sem brennur á mörgum
okkar og kemur úr uppáhalds
tónverkinu þínu: „Is there any-
body out there?“.
Emil, Ísak, fjölskyldu þeirra
og öðrum aðstandendum votta
ég mína dýpstu samúð.
Anna.
Einar Helgason