Morgunblaðið - 12.04.2019, Qupperneq 19

Morgunblaðið - 12.04.2019, Qupperneq 19
MINNINGAR 19 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 12. APRÍL 2019 ✝ Nikulás ÞórirSigfússon fæddist 1. apríl 1929 að Þórunúpi, Hvolhreppi. Hann lést 31. mars 2019 á Landspítalanum. Foreldrar hans voru Sigfús Sig- urðsson, skólastjóri Hvolsskóla, á Þóru- núpi, og Sigríður Anna Elísabet Nikulásdóttir húsfreyja. Syst- kini Nikulásar eru: Kristín Guð- ríður Sigfúsdóttir, f. 3.9. 1919, d. 26.10. 1982, Ragna Val- gerður Sigfúsdóttir, f. 30.11. 1920, d. 10.4. 1998, Sigríður Hrefna Sigfúsdóttir, f. 4.12. 1923, d. 27.1. 1991, Sigurður Sigfússon, f. 15.12. 1931, Egg- ert Sigfússon, f. 25.10. 1939. Eiginkona Nikulásar er Guð- rún Þórarinsdóttir, f. 12.2. 1935. Foreldrar hennar voru Þór- arinn Helgason, bóndi á Látr- um í Mjóafirði, N-Ís., f. 14.10. 1885, d. 14.8. 1976, og Hjálm- fríður Lilja Bergsveinsdóttir ljósmóðir, f. 1.2. 1910, d. 10.10. 1993. Börn Nikulásar og Guð- rúnar eru: 1) Sigfús Þór Niku- lásson, f. 6.12. 1957. Börn hans lyflækningar og farsóttafræði. Árið 1984 lauk hann doktors- prófi í farsóttafræði frá Há- skóla Íslands. Hann réðst til ný- stofnaðrar rannsóknarstöðvar Hjartaverndar árið 1967 og var yfirlæknir hennar frá 1973- 1999. Nikulás var yfirlæknir MONICA-rannsóknarinnar sem er hóprannsókn á vegum Al- þjóðaheilbrigðisstofnunar. Hann stýrði einnig fleiri grund- vallarrannsóknum Hjartavernd- ar svo sem Reykjavíkurrann- sókninni. Þessar rannsóknir hafa lagt grunninn að þekkingu á helstu áhættuþáttum hjarta- og æðasjúkdóma á Íslandi og verið undirstaða markvissra forvarna gegn þessum sjúk- dómum. Nikulás var í stjórn Hjartasjúkdómafélags íslenskra lækna 1968-1971, Gigtsjúk- dómafélags íslenskra lækna 1968-1971 og Hjarta- og æða- verndarfélags Reykjavíkur 1969-1998. Nikulás er höfundur fjölda vísindagreina í íslenskum og erlendum læknaritum. Samhliða læknisstörfum lagði Nikulás stund á vatnslita- málun og spannaði málaraferill hans rúmlega 70 ár. Hann hélt fjölda einkasýninga og tók þátt í ýmsum samsýningum. Nikulás opnaði síðustu sýningu sína í Hannesarholti daginn fyrir and- lát sitt og sýndi þar m.a. verk frá liðnu ári. Útför Nikulásar fer fram frá Hallgrímskirkju í dag, 12. apríl 2019, klukkan 13. og Huldu S. Jeppe- sen eru Steinunn Vala og Nikulás Árni. Börn Sigfús- ar og Mistar Þor- kelsdóttur eru Guðrún Mist, Þor- kell Helgi og Sindri. 2) Hjálm- fríður Lilja Niku- lásdóttir, maki Ari Harðarson, börn þeirra eru Stein- unn, Örn Ýmir, Sólveig Anna og Andri Þór. 3) Sigríður Anna Elísabet Nikulásdóttir, maki Jón Hörður Jónsson. Börn þeirra eru Auður Anna, Ragnar Már, Ásthildur Helga og Elísa- bet. 4) Sigrún Nikulásdóttir. Barn hennar og Árna Birgis- sonar er Hringur. 5) Sólveig, maki Arnar Arnarsson. Dætur þeirra eru Ísold og Embla Sól- veig. Nikulás sótti skóla í Hvol- hreppi, síðan Flensborg og út- skrifaðist sem stúdent frá Menntaskólanum í Reykjavík árið 1950. Hann lauk lækna- prófi frá Háskóla Íslands 1958. Læknir á Akranesi og í Bol- ungarvík áður en hann hélt til framhaldsnáms í Svíþjóð árið 1960. Þar lagði hann stund á Ég kynntist Nikulási tengda- pabba þegar ég kom í fjölskyld- una fyrir rúmum þremur ára- tugum. Ég nýskriðin úr námi í leit að vinnu og var svo ljón- heppin að hann reddaði mér vinnu í Hjartavernd þar sem hann var yfirlæknir. Þarna fékk ég dýrmætt tækifæri til að kynnast honum sem lækni og fræðimanni, en ég þekkti lítið til þessara fræða. Þarna fékk ég, á hans vinnustað, að upplifa hversu virtur, skemmtilegur, þolinmóður og elskaður hann var af öllu starfsfólki og al- menningi sem leitaði þangað. Ég upplifði einnig hversu mik- illar virðingar frá alþjóðasam- félaginu hann naut fyrir rann- sóknir sínar og fræðistörf. Við Nikki náðum fljótt saman í áhuga okkar á sögum Grikkja og Rómverja til forna. Ég var tiltölulega nýútskrifuð stúdent af fornmálabraut og hann var endalaust fróður og vel lesinn og viljugur sögumaður. Ég var þyrstur hlustandi. Seinna, þegar við fjölskyldan bjuggum í Boston var alltaf mikið tilhlökkunarefni að fá hann og Guðrúnu „afa og ömmu á Nesinu“ í heimsókn. Áttum við margar fallegar og góðar samverustundir þar, í sólinni á tröppunum sötrandi kalda drykki og á ferðum um austur- strönd Ameríku. Á sumrin áttum við ómet- anlegar stundir í náttúru Ís- lands, í Veiðivötnum, á Snæ- fellsnesi og á öðrum ferðum um landið. Nikki var duglegur að segja okkur frá staðháttum, landafræði, flóru og dýralífi og hann kunni svo margar sögur sem tengdust þessum stöðum. Það var t.d. ógleymanleg ferð þegar við lögðumst í að finna steininn þar sem fyrsta skráða hjartaáfall Íslandssögunnar á að hafa átt sér stað. Og hvað hann elskaði landið og barðist ötullega fyrir verndun þess. Nikulás var ósérhlífinn og bóngóður. Meira að segja svo að okkur í fjölskyldunni blöskr- aði stundum þótt hann væri ein- mitt að sinna okkur! Hann var endalaust þolinmóður og vænt- umþykjan skein úr andlitinu þegar börn og barnabörn birt- ust í dyragættinni. Ég heyrði hann aldrei neita tækifæri til að vera með fjölskyldunni og vin- um, jafnvel nú síðustu árin þeg- ar heilsan var farin að gefa sig. Ég kveð tengdaföður minn með trega í dag. Hann var mikil fyrirmynd í öllu sem hann gerði. Sem betur fer eru minn- ingarnar svo ótal margar og svo ótal dýrmætar. Hvíl í friði. Mist Þorkelsdóttir. Blíði, góði og fróði afi minn kvaddi okkur í hinsta sinn degi fyrir níræðisafmælið sitt en af- mælisdagur hans var 1. apríl. Á laugardeginum, 30. mars, opnaði hann yfirlitssýningu á vatnslitamyndum sínum í Hann- esarholti og tók á móti fjölda fólks sem elskaði hann og sam- gladdist með honum, umvafði hann blómum, hamingjuóskum og gjöfum. Elstu myndina á sýningunni málaði afi 13 ára gamall og þá nýjustu árið 2018. Ég lærði margt af afa mínum enda svo lánsöm að hafa oft verið hjá honum og ömmu á Nesi í pössun. Ég man eftir að hafa montað mig mikið af þeim við vini mína þegar ég var yngri og þreyttist ekki á að segja frá dvöl minni á Nesinu. Enda voru þau ekki „venjuleg“ amma og afi sem buðu upp á soðinn fisk og kartöflur og heimili þar sem „ekkert“ var hægt að gera. Heldur var alltaf rosalega góð lykt heima hjá þeim, pítsa í kvöldmatinn, spennandi morg- unkorn í morgunmat og vakað frameftir. Alla tíð hefur afi sinnt mér vel og haft áhuga á því sem ég er að fást við. Ég mun sakna hans mikið. Þegar ég var lítil spiluðum við mikado og tefldum, fórum í útilegur þar sem ég lærði að tjalda og nota primus. Hann og amma tíndu ber og sveppi, afi tók myndir og þau sögðu mér frá landslaginu, gróðrinum og fuglunum og við fengum heimsins bestu kjöt- súpu og gott nesti. Við fórum í ófáar fjöruferðir og ferðir til Þingvalla þegar veðrið var fal- legt. Afi kenndi mér að mála með vatnslitum og sagði mér frá Rómverjunum, stærðfræðigáfu þeirra og óskiljanlegum afrek- um til forna. Hann sagði mér líka sögur af sjúkdómum og læknisfræðilegum afrekum. Ein sterkasta og hamingjuríkasta minningin sem ég á með afa er þegar ég sat eitt kvöld við borð- stofuborðið og teiknaði, afi sat við borðið sitt og málaði og ég spurði hann um allt sem mér kom til hugar sem tengdist læknisfræðinni, eins og hvað væri það ógeðslegasta sem hann hefði séð og versti sjúk- dómur að fá, hann svaraði öllu og virtist óþreyttur á spurn- ingaflóðinu í mér. Afi var svo góður sögumaður og mundi allt fram á síðasta dag. Önnur minning er þegar afi kenndi mér að mála með pensli og rúllu. Ég var líklega um 10 ára og stækkaði ábyggi- lega um sentimetra við það eitt að vera treyst fyrir svo vanda- sömu verki, enda var afi ein- staklega vandvirkur svo þetta varð að vera 100%. Mér þótti afi alltaf svo fallegur og flott klæddur. Hann var hár og grannur og fallega brúnn, og tók sig meira að segja afar vel út í málningarfötunum. Það voru líka vönduð föt, stutt- ermaskyrta með brjóstvasa, fal- legar buxur með málningar- slettum á og gróft belti úr leðri. Ég man líka vel eftir síðustu Veiðivatnaferðinni með afa. Þá var hann farinn að þreytast auðveldlega svo ég ákvað að verða, svo lítið bæri á, sendill- inn hans í ferðinni. Passa að hann hefði Bola við höndina og letinginn væri ok. Fyrir hvert smáviðvik þakkaði afi mér svo vel fyrir að hlýjan streymdi frá honum. Ég á ótal margar góðar og hlýjar minningar með afa sem ég er óendanlega þakklát fyrir og hugga mig nú við það að ég kvaddi afa í síðasta sinn, glaðan og þakklátan með bros á vör. Steinunn Vala Sigfúsdóttir. Ég á svo margar fallegar minningar af honum elsku afa. Hann var svo ljúfur og barn- góður og mér fannst alltaf svo notalegt að vera hjá honum. Ég minnist þess þegar ég var lítil stelpa og kom í heimsókn og hann alltaf svo tilbúinn að leika við mann og búa til skemmti- lega leiki. Afi var mikill nátt- úruunnandi og elskaði að ferðast með fjölskyldu sinni um landið. Hann sýndi mér allar jurtirnar í náttúrunni og sagði mér frá lækningamætti þeirra. Sýndi mér kristalla og steina og taldi upp heitin á öllum fuglum og fjöllum. Mér leið eins og afi væri al- fróður og fannst svo gaman hvernig hann náði að sýna hvað Ísland var spennandi og bjó yfir mikilli fegurð, bæði með fræðslu sinni og myndlist. Blessuð sé minning þín, elsku afi. Þín verður sárt saknað. Ásthildur Helga Jónsdóttir. Fyrir sextán árum sá ég í búðarglugga á Akureyri fallega vatnslitamynd af Herðubreið. Með mjúkum strokum hafði verið búið til formfagurt fjall með hamrabeltum, skriðum og fönnum. Í forgrunni liðaðist blá- tær á eftir gráum og mosa- grænum áreyrum með fáeinum eyrarrósum. Það glampaði á spegilsléttan hylinn og yfir myndinni hvíldi himnesk öræfa- ró. Neðst í hægra horninu stóð: Nikulás Sigfússon ’02. Ég kann- aðist ekki við listamanninn en var sagt að hann væri hjarta- læknir sem kominn væri á eftir- laun. Það var þó greinilegt að þessi maður hafði ekki byrjað að mála sjötugur að aldri. Ég keypti myndina handa konunni minni og hún var jafn hrifin og ég. Við hengdum hana upp á besta stað í stofunni og ef við vorum eitthvað óhress með veðráttuna eða leið í drunga- legu skammdegi þurfti ekki annað en horfa á þessa mynd í nokkrar mínútur til að koma okkur í gott skap og hugsa með tilhlökkun til komandi sumars. Eftir þetta fórum við á allar málverkasýningar Nikulásar sem haldnar voru í Grafíksaln- um við Tryggvagötu. Þetta voru stórkostlegar sýningar og við reyndum að mæta snemma til að geta valið okkur myndir. Með tímanum kynntumst við hinum einstaklega hógværa og lítilláta listamanni sem var fús til að útskýra ýmis tæknileg at- riði varðandi myndirnar, m.a. hvernig hann fór að því að gera allar þessar fífur í votlendi á Fjallabaki og ógrynni af litlum svörtum steinum á gulleitri skeljasandsströnd með Snæ- fellsjökul í baksýn. Þá var hon- um jafnan umhugað að pakka myndunum vandlega inn til að rammarnir rispuðust ekki í flutningi. Þegar eldri sonur okkar og tengdadóttir útskrifuðust með doktorspróf í Bandaríkjunum datt okkur í hug að færa þeim mynd eftir Nikulás, og það yrði að vera óinnrömmuð mynd til að hægt yrði að flytja hana. Hann bauð okkur heim til sín og leyfði okkur að velja úr myndum sem hann átti til. Við völdum eina stóra og gullfallega mynd frá Snjóölduvatni. Þessi mynd nær vel einkennum Veiði- vatna og sýnir brattar og dökkgráar vikurbrekkur um- hverfis bláleitt vatn með mosa- kraga og stöku hvönn um- hverfis. Dóttur okkar og yngri syni höfum við gefið sína mynd- ina hvoru og eina völdum við sem brúðargjöf handa bróður mínum, en sjálf eigum við hjón- in tíu myndir eftir Nikulás. Ég álít Nikulás hafa verið einn fremsta vatnslitamálara landsins og þó að ferill hans hæfist ekki af fullum krafti fyrr en eftir að hann varð sjötugur eru afköstin með ólíkindum. Væri verðugt verkefni að gefa út vandaða bók um listamann- inn og prenta þar margar af hans bestu myndum í stóru broti til að sem flestir gætu fengið að njóta íslenskrar nátt- úru með hans augum. Í byrjun apríl var yfirlitssýn- ing á 39 myndum eftir Nikulás í Hannesarholti, þar af 14 frá ár- unum 2017-18, og þó að höndin væri ekki jafn styrk og áður var hið listræna auga óskert. Merkur listamaður er fallinn frá en listaverkin munu lifa áfram og halda nafni hans á lofti um langa framtíð. Björn Björnsson. Árið 1964 urðu merk tíma- mót í sögu hjartalækninga á Ís- landi þegar landssamtökin Hjartavernd voru stofnuð. Á þessum árum var faraldur hjarta- og æðasjúkdóma að ná hámarki á Íslandi. Markmið með stofnun Hjartaverndar var strax frá byrjun að berjast gegn hjarta- og æðasjúkdómum með því að stuðla að auknum rannsóknum á þeim hérlendis. Það var því mikill fengur fyrir samtökin að fá til starfa nýút- skrifaðan sérfræðing, Nikulás Sigfússon, fljótlega eftir stofn- un félagsins árið, 1967. Hann hafði lokið læknanámi við Há- skóla Íslands árið 1958 og aflaði sér framhaldsmenntunar í lyf- lækningum og faraldsfræði í Svíþjóð. Nikulás varð yfirlæknir Hjartaverndar árið 1973 og leiddi Reykjavíkurrannsókn Hjartaverndar frá byrjun. Um var að ræða eina merkustu rannsókn á faraldsfræði hjarta- sjúkdóma sem framkvæmd hafði verið í heiminum til þess tíma og hefur sú rannsókn verið efniviður hundraða fræðigreina allar götur síðan. Nikulás varði doktorsritgerð sína árið 1984 úr gögnum rannsóknarinnar. Reykjavíkurrannsóknin var merkileg fyrir margra hluta sakir. Með henni var í fyrsta sinn tekin í notkun rafræn sjúkraskrá hérlendis og fyrsti sjálfvirki efnamælirinn til blóð- rannsókna. Nikulás var sömu- leiðis brautryðjandi í alþjóðlegu vísindastarfi þegar hann gerðist yfirlæknir MONICA-rannsókn- arinnar á Íslandi 1981, en það var stór alþjóðleg rannsókn á faraldsfræði hjarta- og æða- sjúkdóma. Með þessum rann- sóknum fengust einstakar upp- lýsingar um áhættuþætti kransæðasjúkdóma, tíðni hjartaáfalla og dauðsfalla af þeirra völdum. Á þeim grund- velli byggist sú þekking sem ís- lenskt vísindasamfélag býr yfir um orsakir og þróun hjarta- og æðasjúkdóma hjá heilli þjóð. Nikulás varði allri sinni starfs- ævi hjá Hjartavernd og var yfirlæknir til ársins 1999 þegar hann lét af störfum fyrir aldurs sakir. Nikulás var hæglátur maður og hógvær í framgöngu, hlýr og hafði notalega nærveru. En undir niðri bjó ástríða fyrir mikilvægi þess verkefnis sem hann hafði tekið að sér að leiða. Hann átti stóran þátt í því að Hjartavernd stendur nú í fremstu röð þeirra stofnana heims sem lagt hafa að mörkum vísindalega þekkingu á þróun hjarta- og æðasjúkdóma. Fyrir það á íslenskt samfélag Niku- lási mikið að þakka. Við sem unnum með Nikulási í Hjarta- vernd um áratuga skeið minn- umst hans með virðingu og þakklæti fyrir það brautryðj- endastarf sem hann vann. Kveðjustundin var eftir- minnileg og kær þegar hann sýndi okkur af hógværð mynd- irnar sínar í Hannesarholti í til- efni af níræðisafmæli sínu. Í þeim lifir minningin um mætan mann og kæran vin. Fyrir hönd samstarfsmanna í Hjartavernd, Karl Andersen, Gunnar Sigurðsson, Vilmundur Guðnason. Vinur minn og náinn sam- starfsfélagi, Nikulás Þ. Sigfús- son læknir, er látinn. Hann lauk læknaprófi við Háskóla Íslands 1958 og stundaði framhaldsnám í Svíþjóð í lyflæknisfræði með sérstöku tilliti til farsótta. Við Nikulás hófum báðir störf sam- tímis þegar Hjartavernd var sett á laggirnar árið 1967. Við unnum saman brautryðjenda- starf við leit að hjartasjúkdóm- um í Hjartavernd. Slíkt hafði aldrei verið gert áður og Ísland var fyrsta landið sem fram- kvæmdi slíka landsleit að hjartasjúkdómum. Nikulás var góður samstarfsmaður, vinur og framúrskarandi vísindamaður. Hann hafði mikinn áhuga á list- málum og var sýning á hans verkum opnuð nýverið í tilefni af 90 ára afmæli hans. Eig- inkonu, börnum og barna- börnum sendi ég mínar innileg- ustu samúðarkveðjur. Ólafur Ólafsson læknir. Nikulás Þórir Sigfússon ✝ Karl V. Stef-ánsson fæddist á Akureyri 6. ág- úst 1940. Hann lést á Dvalarheimilinu Ási 16. mars 2019. Hann var sonur hjónanna Stefáns Halldórssonar, f. 18.1. 1908, d. 16.8. 1973, og Láru Steinsdóttur, f. 3.2. 1911, d. 1.4. 1992. Systur Karls eru Alda Berg Óskarsdóttir, f. 23.11. 1931, og Petrína Guðný Stefánsdóttir, f. 11.11. 1945, d. 16.7. 2017. Karl giftist hinn 9.9. 1961 Unni M. Einarsdóttur, f. 26.11. 1939. Foreldar hennar voru Einar Víglundur Kristjánsson, f. 25.8. 1901, d. 21.2. 1991, og Ingveldur Jónsdóttir, f. 2.6. 1912, d. 9.2. 1995. Börn Karls og Unnar: 1) Inga Lára, f. 17.11. 1961. Dætur hennar eru Unnur María Pálmadóttir, f. 23.11. 1981, Birna Ósk Björnsdóttir, f. 30.1. 1987, og Linda Björg Björnsdóttir, f. 8.12. 1992. Börn Unnar eru Elvar Ágúst Þorsteinsson, f. 17.1. 2003, og Ása Inga Jóhanns- dóttir, f. 3.9. 2009. 2) Hregg- viður, f. 10.12. 1963, d. 2.3. 1964. 3) Helga, f. 29.12. 1967, maki er Garðar Rafn Hall- dórsson. Dætur þeirra eru Agnes Sara Jón- asdóttir, f. 6.6. 2006, og Lára Rakel Kristjönudóttir, f. 11.4. 2010. Karl fæddist og ólst upp á Akureyri en fluttist til Reykja- víkur þar sem hann kynntist konu sinni. Saman fluttu þau til Akureyrar og starfaði Karl lengst af við sjómennsku, sem kokkur á togurum og skipum. Hjónin fluttu suður til Reykja- víkur fyrir tæpum 15 árum en bjuggu sl. ár í Hveragerði. Saman byggðu þau sumar- bústað við Þingvallavatn. Útför hefur farið fram í kyrrþey að ósk hins látna. Föðurást Söknuður mikill sækir mér að og sársauki bærist í hjarta. Bænina okkar ég þá bað um betri veröld og bjarta. Föðurhöndin frábær var hún fingurna mína huldi. Þögul ástin leyndist þar þó alls staðar væri kuldi. Fátt er betra en föðurást ég fæ þig stundum að dreyma. Samferða ert án þess að sjást. Þú sársauka lætur mig gleyma. (Heiða Jónsdóttir) Elsku pabbi minn. Ég á eftir að sakna þín mikið og minningar um þig munu lifa og ylja. Nú ertu búinn að fá hvíldina eftir mikil veikindi, veit að þú ert kominn á góðan stað. Hvíldu í friði, elsku pabbi. Takk fyrir allt. Þín dóttir, Inga Lára. Karl V. Stefánsson

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.