Morgunblaðið - 12.04.2019, Síða 25

Morgunblaðið - 12.04.2019, Síða 25
ÍÞRÓTTIR 25 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 12. APRÍL 2019 PFAFF • Grensásvegi 13 • 108 Reykjavík • Sími: 414 0400 • www.pfaff.is Brother Overlockvél Verð áður 54.900 kr. Tilboð: 44.900 kr. Husqvarna 118 Saumavél Verð áður 64.900 kr. Tilboð: 54.900 kr. Gríðarlega óvænt úrslit urðu í und- ankeppni EM karla í gærkvöld þeg- ar Portúgalar skelltu Frökkum, 33:27, í Guimaraes í Portúgal. Stað- an var 17:13 í hálfleik og Frakkar náðu aldrei að brúa bilið eftir það. Antonio Areia skoraði 6 mörk fyrir Portúgala og Brito Duarte 5 en Ne- dim Remili var langatkvæðamestur Frakkanna með 7 mörk. Portúgal er því komið með annan fótinn á EM 2020 en liðið er með fullt hús stiga eftir fyrri umferð riðlakeppn- innar. Frakkar eru með 4 stig, Rúmenar 2 og Litháar ekkert. Frakkar fengu skell í Guimaraes AFP Tapaði Nedim Remili var lang- markahæstur Frakkanna. Agnes Suto-Tuuha náði lengst af þeim fjórum Íslendingum sem kepptu í fjölþraut í kvennaflokki á Evrópumótinu í áhaldafimleikum í Szczecin í Póllandi. Agnes, sem er ríkjandi Íslandsmeistari í fjölþraut, hafnaði í 57. sæti af 97 keppendum með 45.365 stig. Vigdís Pálmadóttir hafnaði í 63. sæti með 44.800 stig og Emilía Björg Sigurjónsdóttir varð þriðja með 40.665 stig. Thelma Að- alsteinsdóttir var í 95. sæti með 11.533 stig en hún gat aðeins keppt á tvíslá eftir að hafa meiðst á æf- ingu á þriðjudaginn. Agnes náði lengst í Póllandi Ljósmynd/FSÍ EM Agnes Suto-Tuuha hafnaði í 57. sæti í fjölþrautinni í Póllandi. HANDBOLTI Ívar Benediktsson iben@mbl.is Alþjóða handknattleikssambandið, IHF, hefur birt fyrstu hugmyndir sínar til þess að koma til móts við handknattleiksfólk vegna kröfu þess um að dregið verði úr álagi á heims- meistaramótum. Hvergi er þó minnst á í hugmyndum IHF að lengri tími líði á milli leikja á mótum, en það er ein helsta krafa leikmanna. Hugmyndir IHF snúa að næsta heimsmeistaramóti karla sem fram fer í Egyptalandi 2021. Fyrir nokkru hefur verið ákveðið að fjölga þátt- tökuþjóðum úr 24 í 32. Samkvæmt hugmyndum að leikskipulagi móts- ins myndi leikjum þeirra liða sem leika til verðlauna fækka um einn, úr tíu í níu. Tímaramminn frá upphafi til enda mótsins yrði áfram sá sami, þ.e. 17 dagar. Einnig hefur IHF varpað fram þeirri hugmynd að þjálfarar velji 35 leikmenn í hópa sína í stað 28 og að heimilt verði að hafa 18 leikmenn í hverjum leikmannahópi á mótum í stað 16. Um leið verði heimilt að skipta fimm leikmönnum inn og úr 18 manna hópnum á meðan á mótinu stendur í stað þriggja leikmanna eins og verið hefur undanfarin ár. Tæplega fyrir EM 2020 Ólíklegt er talið að Handknatt- leikssamband Evrópu, EHF, komi til móts við kröfu leikmanna fyrir EM 2020. Michael Wiederer, forseti EHF, sagði í samtali við TV2 í Dan- mörku að reynt yrði að funda með leikmönnum í tengslum við úrslita- helgi Meistaradeildar karla í Köln í byrjun júní. „Við viljum hefja við- ræður við samtök leikmanna. Von- andi getum við byrjað í Köln,“ sagði Wiederer. Ekki er einfalt fyrir EHF og IHF að fjölga keppnisdögum á EM og HM vegna þess að félögin, sem leik- mennirnir eru á launaskrá hjá, hafa sum hver ekki verið fús til þess að lengja hlé sem gert er á deildar- keppninni vegna stórmóta. IHF vill fjölga í leikmanna- hópum á HM AFP Álag Nikola Karabatic er einn þeirra sem hafa vakið athygli á miklu álagi á handboltafólki. Hér er hann í baráttu gegn Íslandi á HM í janúar.  Hafa ekki svarað kröfu handknatt- leiksfólks um lengri tíma milli leikja Emil Hallfreðsson landsliðsmaður í knattspyrnu er kominn af stað á ný á æfingum með Udinese á Ítalíu en hann samdi við félagið á ný fyrir skömmu eftir að hafa fengið sig lausan frá Frosinone. Emil hefur verið frá keppni síðan í október vegna meiðsla en gæti spilað með Udinese í síðustu umferðum A- deildarinnar. Hann lék áður með liðinu í tvö og hálft ár frá 2016 til 2018 en fór þaðan til Frosinone síð- asta sumar. Þar náði hann aðeins að leika sex leiki í deildinni. Sjö um- ferðum er ólokið og Udinese, sem á auk þess einn leik inni, er í 15. sæti af 20 liðum og er fjórum stigum fyr- ir ofan fallsæti. Emil tilbúinn í lokasprettinn Morgunblaðið/Kristinn Magnússon Ítalía Emil Hallfreðsson nær líklega leikjum í síðustu umferðunum. Flest bendir til þess að markaskor- arinn Harry Kane leiki ekki meira með enska knattspyrnuliðinu Tott- enham á þessu keppnistímabili en lið hans er í harðri baráttu um þriðja og fjórða sæti ensku úrvals- deildarinnar og vann Manchester City 1:0 í fyrri leiknum í 8-liða úr- slitum Meistaradeildarinnar í vik- unni. Þar meiddist Kane á ökkla og Tottenham tilkynnti í gær að meiðsli hans væru „umtalsverð“ án þess að fram kæmi hve lengi hann yrði frá keppni. Kane ekki meira með Tottenham? AFP Skorar Harry Kane hefur gert 24 mörk fyrir Tottenham í vetur. Í dag er hálfur mánuður þar til flautað verður til leiks í Pepsi Max-deild karla í knattspyrnu en fyrsti leikur Íslandsmótsins verður viðureign ríkjandi meist- ara Vals og Víkings á Hlíðarenda. Góður maður sagði við mig fyrir tímabilið í fyrra að það myndi flokkast undir stórslys ef Valur yrði ekki Íslandsmeistari. Ég hef ekki hitt þennan mann nýlega en ég er nokkuð viss um að hann segði það sama í dag. Með tilkomu landsliðsmark- varðarins Hannesar Þórs Hall- dórssonar líta Valsmenn vægast sagt vel út og ég ætla að spá því hér og nú að Valur hampi Ís- landsmeistaratitlinum í haust þriðja árið í röð. Markvarðarstaðan var lík- lega sú veikasta hjá Val í fyrra. Anton Ari Einarsson náði ekki að fylgja eftir góðu tímabili árið á undan og virkaði á köflum óör- uggur. Það kom hins vegar ekki að sök því Valsliðið var það öfl- ugt og tapaði aðeins tveimur af 22 leikjum sínum. Smiðurinn Óli Jó, sá gamli refur, er búinn að smíða enn sterkari hóp í ár og það verður erfitt fyrir önnur lið að standast meisturunum snúninginn. Valur er með sterkasta og breiðasta leikmannahópinn af liðunum 12 í deildinni og býr yfir þeim gæð- um að skarta tveimur leik- mönnum úr byrjunarliði lands- liðsins. En vonandi fáum við jafnt og spennandi Íslandsmót sem verður sérstakt að því leyti að það stefnir í að sjö félög muni spila heimaleiki sína á gervi- grasi, Valur, Breiðablik, Stjarnan, Fylkir, Víkingur og HK. Og svo fáum við innanhússleiki því ný- liðar HK mun spila heimaleiki sína undir þaki. BAKVÖRÐUR Guðmundur Hilmarsson gummih@mbl.is

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.