Morgunblaðið - 10.04.2019, Page 4

Morgunblaðið - 10.04.2019, Page 4
Í VIÐSKIPTAFERÐINA Lífið er of stutt til að eiga venjulega ferðatösku. Það gerir skreppitúrana út í heim miklu skemmtilegri að spássera um flugstöðvar, lestar- stöðvar og hótelganga með glæsi- legan farangur í eftirdragi. Og gott ef það slær ekki örlítið á flughræðsl- una ef taskan kostar meira en flug- miðinn. Franska tískuveldið Louis Vuitt- on svipti nýlega hulunni af nýjustu kynslóð ferðatöskulínunnar Hori- zon. Var iðnhönnuðurinn Marc Newson fenginn til að gera töskur af nokkrum stærðum og gerðum, jafnt með hefðbundu LV-mynstri og með nýstárlegra útliti í djörfum litum. Töskurnar eru gerðar úr há- tækni-tauefni sem mótað er eftir kúnstarinnar reglum og er bæði lauflétt og vatnshelt. Horizon-töskurnar eru ekki fyrir blanka bakpokaferðalanga og kosta frá 2.800 dölum vestanhafs, eða jafnvirði liðlega 330.000 kr. ai@mbl.is Fokdýr ferðafélagi ERT ÞÚ AÐ RÁÐA? Vantar þig háskólamenntað starfsfólk? Kynntu þér sumarátak Vinnumálastofnunar og BHM á vinnumalastofnun.is 4 MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 10. APRÍL 2019FRÉTTIR Komið er að nýjum kafla hjá Kristni Jónassyni en hann tók ný- lega við formennsku í stjórn Lánasjóðs íslenskra sveitarfélaga eftir að hafa setið í stjórn sjóðsins frá árinu 1999 og verið varafor- maður frá 2005. Hverjar eru helstu áskoranirnar í rekstrinum þessi misserin? Helstu áskoranir lánasjóðsins á hverjum tíma eru að útvega sveit- arfélögum og stofnunum þeirra nægt lánsfé á hagstæðum kjörum. Það hefur gengið vel og skiptir verulegu máli í rekstri sveitar- félaganna. Jafnframt er reglu- verkið á fjármálamarkaðnum allt- af að verða flóknara og þyngra og þar er töluverð áskorun í rekstri sjóðsins. Hvaða hugsuður hefur haft mest áhrif á hvernig þú starfar? Það var Guðlaugur Bergmann heitinn vinur minn en hann ráð- lagði mér, þegar ég var að byrja í starfi bæjarstjóra, að ef ég ætlaði að endast í mínu starfi mætti ég ekki láta það hafa of mikil áhrif á mig þótt einhver væri ósáttur við störf mín því það væri eðlilegur fylgifiskur vinnunnar. Það sem skipti mestu máli væri að reyna að gera rétt á hverjum tíma og hlusta á eigið innsæi. Hvernig heldurðu þekkingu þinni við? Það hef ég gert með því að sækja fundi, námskeið og fyrir- lestra um ýmis málefni. Jafnframt hef ég farið utan nokkrum sinnum til að kynna mér starfsemi sveit- arfélaga í öðrum löndum en þar er af mörgu að taka. Það er alltaf gott að sjá og heyra hvað aðrir eru að gera og jafnframt að kynna sér hvað hefur tekist vel og hvað ekki í þeirra rekstri. Hugsarðu vel um líkamann? Bæði já og nei, ég fer í göngu- ferðir alla daga og hreyfi mig mjög mikið. Hvað mataræðið varðar er ég örugglega ofalinn og gæti gert betur í þeim málum. Ég drekk bæði kók og mjólk í miklum mæli, kókið mætti nú missa sín og mér skilst að mjólkin sé frekar fyrir ungt fólk og kálfa. Hvað myndirðu læra ef þú fengir að bæta við þig nýrri gráðu? Ég var aldrei mikill námsmaður og fór í skóla til að auka mögu- leika mína á vinnumarkaði, en ég hafði alltaf meira gaman af því að vinna. Ef ég ætlaði að bæta við mig námi held ég að ég myndi vilja læra meira um náttúru Ís- lands enda nýt ég þess mjög að stunda útivist í íslenskri náttúru. Svo væri gaman að læra að syngja en frá því ég man eftir mér hef ég alltaf haft gaman af söng. Hvað gerirðu til að fá orku og innblástur í starfi? Það geri ég með því að vera í góðum samskiptum við fjölda fólks um allt land og jafnframt að vera mjög virkur í samstarfi sveit- arfélaga. Hvaða lögum myndirðu breyta ef þú værir einráður í einn dag? Það er ég með á hreinu, sem Vestfirðingur. Eftir að hafa alist upp við mjög slæmar samgöngur myndi ég setja lög sem gerðu vegagerð um Teigsskóg að veru- leika. Það á enginn að búa við þær samgöngur sem íbúar á sunnan- verðum Vestfjörðum búa við. SVIPMYND Kristinn Jónasson, formaður Lánasjóðs sveitarfélaga Regluverkið verður æ flóknara Morgunblaðið/Hari Væri Kristinn einráður myndi hann leggja veg um Teigsskóg í hvelli. NÁM: Lauk stúdentsprófi frá Menntaskólanum á Egilsstöðum 1985 og rekstrarfræðiprófi árið 1992 frá Samvinnuháskólanum. STÖRF: Að námi loknu tók ég við starfi fjármálastjóra hjá Kaup- félagi Dýrfirðinga og Fáfni 1993 til 1995. Fluttist síðan til Hellis- sands 1995 og tók við stöðu fjármálastjóra hjá Hraðfrystihúsi Hellissands. Það var svo 4. júlí 1998 sem ég tók við starfi bæjar- stjóra í Snæfellsbæ og hef gegnt því starfi síðan. ÁHUGAMÁL: Ég hef mjög gaman af alls konar útivist og fer í gönguferðir alla daga, spila golf yfir sumartímann, eltist við sauðfé á haustin og fram eftir vetri og fer til rjúpna til að fá í jóla- matinn. Einnig hef ég gaman af því að ferðast með fjölskyldunni og ekki er verra ef ég kem við einum og einum golfhring. FJÖLSKYLDUHAGIR: Ég er kvæntur Helgu Valdísi Guðjóns- dóttur rekstrarfræðingi og við eigum tvö börn, Thelmu sem stundar nám við Háskóla Íslands í læknisfræði og Kristin Jökul sem er nemandi við Verslunarskóla Íslands. HIN HLIÐIN ÁHUGAMÁLIÐ CXC Motoin Pro-kappaksturs- hermirinn er leikfang fyrir þá sem kunna að meta spennuna sem fylgir því að aka hratt, þjálfa viðbragðið og ná fullkomnu valdi á flókinni braut – en tíma ekki að leggja út fyrir kapp- akstursbíl með öllu tilheyrandi. Hreyfanlegir armar líkja eftir þyngdarkraftinum sem ökumaður upplifir á brautinni og þrír skjáir fylla út í sjónsviðið. Vélarhljóðið streymir út um öfluga hátalara og er viðbragð stýris og pedala alveg ekta. Tækið kostar frá 49.000 dölum hjá www.cxcsimulations.com. ai@mbl.is Til að æfa spanið Þarftu skjóta afgreiðslu á ein- blöðungum, bæklingum, vegg- spjöldum, skýrslum, eða nafn- spjöldum? Þá gæti stafræna leiðin hentað þér. Sendu okkur línu og fáðu verðtilboð. STAFRÆNT

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.