Morgunblaðið - 10.04.2019, Page 6
6 MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 10. APRÍL 2019FRÉTTIR
Vatnagörðum 22 | 104 Reykjavík | Sími 585 8300 | sala@postdreifing.is | postdreifing.is
FJÖLPÓSTUR
SEM VIRKAR
*könnun Zenter apríl 2016.
61% landsmanna lesa fjölpóst
70% kvenna lesa fjölpóst
58% neytenda taka eftir tilboðum á
vöru og þjónustu í gegnum fjölpóst*
Dreifum sex daga vikunnar inn á 80.000 heimili
MARKHÓPURINN ÞINN BÍÐUR
EFTIR TILBOÐI FRÁ ÞÉR
Hafðu samband og við gerum þér tilboð í þá þjónustu sem þér hentar
Fyrirtækjamenning er stórt atriði
þegar kemur að því að ná fram auknu
jafnrétti í íslenskum fyrirtækjum, að
mati Guðrúnar Ragnarsdóttur vara-
formanns FKA, en hún heldur utan
um hreyfiaflsverkefnið Jafnvæg-
isvogina fyrir FKA. Þar er miðað að
því að jafna hlut kvenna í fram-
kvæmdastjórnum fyrirtækja. „Þetta
snýst mikið um menningu. Í sumum
fyrirtækjum er karllægari menning
en í öðrum, en svo er þetta líka spurn-
ing um að taka ákvörðun um að
breyta þessu,“ segir Guðrún.
Á dögunum var haldinn morg-
unverðarfundur í Kauphöllinni um
málefnið þar sem framsöguerindi
héldu Bjarni Benediktsson fjármála-
og efnahagsráðherra, Páll Harðarson
forstjóri Kauphallarinnar og Ágústa
Björg Bjarnadóttir mannauðsstjóri
Sjóvár. Á fundinum voru einnig
kynntar niðurstöður hringborðs-
umræðna sem FKA stóð fyrir þar
sem átta fulltrúar úr skráðum og
óskráðum félögum voru fengnir að
borði. „Ágúst Björg nefndi í erindi
sínu gott dæmi af sínum vinnustað,
þar sem tekin var meðvituð ákvörðun
hjá forstjóra og framkvæmdastjórn
um að tryggja að kynjahlutföll væru
jöfn á öllum stigum.“
Guðrún segir að meðal þess sem
þurfi að huga að í þessu tillliti sé að
orða atvinnuauglýsingar þannig að
þær höfði jafnt til karla og kvenna.
„Þegar lögin um kynjakvóta í
stjórnum voru sett þá voru væntingar
um að fleiri konur myndu togast upp í
skipuritinu líka. Því miður varð það
ekki raunin. Í dag er hlutfall kvenna í
framkvæmdastjórnum skráðra félaga
22% og 26% í 100 stærstu íslensku
fyrirtækjunum. Við viljum sjá hlut-
fallið verða 40/60.“
Guðrún segir að þegar ákvörðun
hafi verið tekin um að jafna hlutföllin,
fari menn að horfa með allt öðrum
gleraugum á hlutina. Það taki hins-
vegar tíma.
Ekki boð og bönn
„Fjörutíu fyrirtæki hafa skuld-
bundið sig til að taka þátt í jafnvæg-
isvogarverkefninu, og ætla að breyta
þessu á innan við fimm árum. Sum
eru komin alla leið, en önnur eru á
leiðinni. Við viljum fá fyrirtæki með
okkur í þessa vegferð í stað þess að
setja boð og bönn.“
Páll Harðarson segir aðspurður í
samtali við ViðskiptaMoggann að góð
stemmning hafi verið á morgunverð-
arfundinum. „Maður fær alltaf ein-
hver ný sjónarmið út úr svona fund-
um. Oft birtast þá þættir sem eru
ekki ljósir nema þeim sem verða fyrir
þeim sjálfir, með neikvæðum áhrif-
um. Aukið jafnræði getur náðst með
því að huga að fyrirmyndum, starfs-
lýsingum eða hugmyndum um hvaða
þekking eigi að liggja að baki
ákveðnum störfum. Þessvegna tel ég
mjög mikilvægt að fyrirtæki fari ít-
arlega og kerfisbundið í gegnum
starfsumhverfi sitt, með tilliti til þess
hvernig jafnvægið er á vinnustaðn-
um. Einn í rýnihópnum notaði hug-
takið forréttindablinda, sem lýsir því
vel þegar menn átta sig ekki á hlut-
unum og gera eitthvað ómeðvitað.“
Páll segir að góður hugur sé
grunnur að öllu, en hann einn og sér
sé ekki nægur.
Þurfa karlmenn að láta sig þessi
mál meira varða?
„Já, heilt á litið mættu karlar vera
meira inni í þessari umræðu. Á svona
fundum um jafnrétti á vinnustöðum
eru konur til dæmis undantekn-
ingalaust í miklum meirihluta.“
Fyrirtækjamenningin
er stórt atriði
Hreyfiaflsverkefnið Jafnvægisvogin stefnir að því að árið 2027 verði hlut-
fallið á milli kynja 40/60 í framkvæmdastjórnum fyrirtækja á Íslandi.
Þóroddur Bjarnason
tobj@mbl.is
Hlutfall kvenna í fram-
kvæmdastjórnum fyr-
irtækja í Kauphöll Íslands
er aðeins 22%. FKA, Félag
kvenna í atvinnulífinu, vill ná
hlutfallinu upp í 40/60.
Undanfarna mánuði hefur mátt
greina merki kólnunar víða í hag-
kerfinu. Deilur á vinnumarkaði og
óvissa um rekstur WOW air hafa
verið nefnd sem
helstu sökudólg-
arnir og komu
einkennin m.a.
fram í töluverð-
um samdrætti í
sölu nýrra bíla
auk þess að róð-
urinn þyngdist í
smásöluverslun.
Diðrik Örn
Gunnarsson segir að í svona árferði
hætti stjórnendum til að skera fyrst
af öllu niður hvers kyns markaðs-
útgjöld. Það sé þó misráðið og geti
reynst fyrirtækjum dýrkeypt
sparnaðaraðgerð þegar upp er stað-
ið.
Diðrik er faglegur framkvæmda-
stjóri alþjóðlega samskiptahússins
MediaCom á Íslandi og stunda-
kennari við HR. Hann bendir á að í
niðursveiflum skapist gott tækifæri
til að stofna til langtímaviðskipta-
sambanda við nýja viðskiptavini og
ná þannig stærri skerf af kökunni.
„Þetta lærir fólk í inngangskúrsum
í markaðsfræðum, en fyrirtæki
flaska samt á þessu trekk í trekk og
vilja helst engu eyða í markaðsmál
þegar þrengir að. Raunin er að þeg-
ar hægir á atvinnulífinu verða aug-
lýsingar þeim mun áhrifaríkari: á
meðan allir aðrir halda að sér hönd-
um lækkar birtingarkostnaðurinn
og kliðurinn minnkar svo að skila-
boðin ná betur til eyrna neytenda,“
útskýrir Diðrik. „Þegar síðan kem-
ur aftur uppsveifla þá snýst dæmið
við og iðulega tekst stærstu og fjár-
sterkustu fyrirtækjunum að gera
sig sýnilegri á kostnað þeirra
smærri.“
Auglýsingar virka
líka í niðursveiflu
Bæði þurfa seljendur reglulega
að minna á sig til að vera ofarlega í
huga neytenda, en eins segir Diðrik
að viðskipti með vöru og þjónustu
skreppi ekki alveg saman í niður-
sveiflu og auglýsingar geri sitt gagn
jafnt þegar árar illa og vel. „Ein
frægasta rannsóknin á þessu sviði
var gerð af McGraw-Hill sem skoð-
aði markaðsútgjöld 600 bandarískra
fyrirtækja á samdráttarskeiði sem
varði frá 1980 til 1985. Í lok tíma-
bilsins var meðalvöxtur fyrirtækj-
anna borinn saman og kom í ljós að
þau sem héldu áfram að auglýsa
höfðu stækkað 256% meira en þau
sem skáru auglýsingakaupin niður.“
Ein ástæða þess að stjórnendur
freistast til að skera markaðs-
útgjöldin niður er, að sögn Diðriks,
að þeir vanrækja að sinna markaðs-
málunum með markvissum hætti og
mæla árangurinn. Þegar vel árar,
og nóg er af peningum í kassanum,
hættir fyrirtækjum til að láta kylfu
ráða kasti í auglýsingakaupum og
hafa í raun ósköp litla hugmynd um
hvað virkar og hvað ekki: stjórn-
endur hafi í besta falli óljósa hug-
mynd um hvaða markhópa þarf að
höfða til, og eftir hvaða leiðum.
„Stjórnendur eru með svo margt á
sinni könnu og láta mælingar og
greiningu á árangri markaðsstarfs
sitja á hakanum í uppsveiflu,“ segir
Diðrik og minnir á mikilvægi þess
að önnum kafnir stjórnendur leiti
til birtingarráðgjafa sem eru sér-
fræðingar á þessu sviði.
Netið ekki lengur töfralausn
Á árunum eftir bankahrun komu
auglýsingar á netinu sterkar inn á
sama tíma og auglýsingar í hefð-
bundnum miðlum áttu undir högg
að sækja. Sérfræðingar bentu á
augljósa kosti auglýsinga á stöðum
eins og Google og Facebook: þar
væru birtingarnar ódýrar, hægt að
gera mjög hnitmiðaðar auglýsinga-
herferðir og auðvelt að mæla ár-
angurinn.
Diðrik segir landslag auglýsinga-
markðarins hafa breyst síðan þá, og
það sé ekki lengur sama töfralausn-
in að kaupa birtingar eingöngu á
Facebook eða auglýsingaborða hjá
Google: „Í takt við vaxandi eft-
irspurn hefur verð auglýsinga á
netinu farið hækkandi, og á sama
tíma hefur verðskrá hefðbundinna
miðla lækkað. Er t.d. í dag orðið
21% ódýrara að auglýsa í sjónvarpi
á Íslandi en það var fyrir tíu árum,“
útskýrir hann. „Þá standa auglýs-
endum til boða ótalmargar rásir til
að ná til viðskiptavinanna svo að
það verður varla hjá því komist að
ráðast í ítarlega markhópagrein-
ingu áður en ákveðið er hvaða leið
væri skynsamlegast að fara: að
auglýsa í sjónvarpi, útvarpi eða
dagblaði, ellegar á Google, Insta-
gram eða YouTube.“
Morgunblaðið/Hari
Það hefur þrengt ögn að undanfarin misseri en við þannig aðstæður
ættu fyrirtæki alls ekki að sleppa útgjöldum til markaðsmála.
Gefi í þegar aðrir
stíga á bremsuna
Ásgeir Ingvarsson
ai@mbl.is
Fyrirtæki sem skera niður
útgjöld til markaðsmála
þegar hægir á hagkerfinu
eru að spara eyrinn en
kasta krónunni.
Diðrik Örn
Gunnarsson