Morgunblaðið - 10.04.2019, Síða 8

Morgunblaðið - 10.04.2019, Síða 8
þetta þarf að kosta. Ef aðrir telja sig geta boðið betur þá verður það bara að vera þannig. Eins og tryggingarekstur tryggingafélaganna hefur verið undanfarin ár þá hefur ekki verið mikið til skiptanna. Það var beinlínis tap af þeim hluta í fyrra hjá okkur, og það var rétt svo að fjárfest- ingartekjurnar hafi staðið undir því tapi.“ Versta ár frá hruni Árið í fyrra var versta ár TM frá hruni. „Ávöxtun af fjárfestingum var 6,6%, en frá 2010 hefur meðalávöxtun fjárfestingaeigna verið yfir 11%, sem er frábær árangur. En auðvitað má maður ekki kvarta yfir 6,6% þegar markaðs- vísitalan hækkar um 3,7% til samanburðar. En á sama tíma var slæmt ár í tryggingunum, og slatti af stórum tjónum. Hagnaður varð því að- eins 700 milljónir króna eða um ein króna á hlut.“ Sigurður bendir á hið fornkveðna, að þegar hagvöxtur ríkir þá fjölgar tjónum í samfélaginu. „Tjónin eru enn að vaxa því það er enn hag- vöxtur, þó hann minnki á þessu ári. Vonandi fylgja tjónin með og minnka líka. Fylgnin þarna á milli er algjör. Fólk leyfir sér meira, það er meira að gera, meiri hraði, fólk fer meira í frí, ekur meira, fleiri fyrirtæki eru í gangi og meira um byggingaframkvæmdir. Allt þetta kemur út í fjölgun tjóna.“ Eftir hrunið sást þetta skýrt að sögn Sig- urðar. „Við sáum hvernig tjónatíðnin minnkaði í takt við minni umsvif í samfélaginu. Allar fram- kvæmdir stöðvuðust. Atvinnuleysi jókst. Fólk var meira heima hjá sér og hætti að keyra bíl númer tvö. Þá hafði hærra olíuverð áhrif á akst- ur á götunum.“ En er fólk ekki líka að spara við sig valkvæðar tryggingar þegar illa árar? „Jú, auðvitað sparar fólk við sig kaskótrygg- ingar á eldri bílum, breytir kannski inn- búsfjáræð, og sumir hætta að kaupa líf- og sjúkdómatryggingar, þó við mælum aldrei með því. Eftir hrun fórum við í að benda fólki á að lækka frekar fjárhæðina í stað þess að segja upp tryggingum. Í líf- og sjúkdómatryggingum þá gildir áhættumatið sem gert var þegar trygg- ingin er tekin. Því er betra að taka þær trygg- ingar þegar maður er ungur, því við lofum að tryggja þig allt til sjötugs. Það getur verið erfitt að fá þessar tryggingar ef þær eru teknar of seint, þá gætu menn verið búnir að lenda í ein- hverjum skakkaföllum.“ Í samtali við ViðskiptaMoggann fyrr í vetur sagði Snorri Jakobsson greinandi hjá Capacent að TM væri áhættusæknasta tryggingafélagið. Er það meðvitað? „Já, það er stefna hjá okkur. Við erum með ákveðinn áhættuvilja og við viljum vera með gjaldþol (eigið fé plús víkjandi lán) sem er 50% meira en við þurfum að vera með lögum sam- kvæmt. Ef tryggingafélag er með 50% meira fé en það raunverulega þarf til rekstrarins, þá þarf það að hugsa hvernig það ætlar að bæta hlut- höfum það upp. Og það gerum við með aukinni áhættutöku í fjárfestingum. Hún hefur skilað okkur yfir 11% ávöxtun yfir langt tímabil, sem er frábær ávöxtun. Við erum sérfræðingar í fjárfestingum rétt eins og tryggingum, og við Það er vel við hæfi að hefja spjall okkar Sig- urðar Viðarssonar á að ræða um nýgerða kjara- samninga á vinnumarkaði, svokallaða lífs- kjarasamninga, en Örvar Kærnested, stjórnarformaður félagsins, viðraði áhyggjur sínar af áhrifum kjarasamninga, í ávarpi í ár- skýrslu félagsins nú nýverið. „Samningarnir snúast um krónutöluhækk- anir, og við vorum búin að gera ráð fyrir meiri hækkunum en raunin varð. Þeir snerta okkur því ekki eins mikið og mörg önnur fyrirtæki. Þess má líka geta að hér greiðum við góð laun og starfsfólkið er ekki í neðstu þrepunum sem þessir samningar eiga mestmegnis við um. En svo er hitt að launahækkanir hafa mikil áhrif á tryggingastarfsemina og okkar viðskipti. Lík- amstjón í ökutækjatryggingum eru til dæmis gerð upp samkvæmt skaðabótalögum, sem byggjast á þriggja ára meðaltali launa við- skiptavinarins,“ útskýrir Sigurður í samtali við ViðskiptaMoggann, en um tveir þriðju þeirra bóta sem greiddar eru út í ökutækjatryggingum eru að sögn Sigurðar vegna líkamstjóna en þriðjungur vegna kaskótrygginga. „Auk kjarasamninganna þá höfðu menn áhyggur af ferðaþjónustunni og afdrifum flug- félagsins WOW air, og nú eru þessir tveir óvissuþættir ekki lengur fyrir hendi, þó nið- urstaðan fyrir WOW air hafi ekki verið góð. Nú er auðveldara að meta stöðuna fram á við.“ Baráttuandi í brjóst Sigurður segir að blása þurfi Íslendingum baráttuanda í brjóst. „Ef maður horfir á „efna- hagsreikninginn Ísland“, þá hefur hann líklega aldrei verið traustari. Við Íslendingar erum nettó eigendur að fjármagni í útlöndum. Núna í fyrsta skipti eru það útlendingar sem skulda okkur en ekki við þeim, ef allt er tekið saman. Þá er skuldsetningin í kerfinu ekki mikil. Það er auðvitað viðbúið að það verði samdráttur á árinu, en ég hef fulla trú á að það verði viðsnún- ingur strax á næsta ári,“ segir Sigurður og bæt- ir við að hann vilji að Samtök atvinnulífsins, Við- skiptaráð og aðrir verði duglegri að benda á þessa jákvæðu punkta. „Maður er oft spurður hvort annað hrun sé að koma, en ég segi fullum fetum; nei. Staðan er það góð. Vissulega verða einhver fyrirtæki í mjög mannaflsfrekri grein eins og ferðaþjónust- unni og veitingageiranum, fyrir áhrifum af ástandinu og nýgerðum kjarasamningum, og einhver hreinlega þola ekki neinar launahækk- anir. En ég held að heilt yfir sé niðurstaðan góð.“ Spurður um tengsl TM og ferðaþjónustunnar segir Sigurður að TM tryggi fyrirtæki í öllum geirum atvinnulífsins, þar á meðal í ferðaþjón- ustu. „Við höfum verið stór í bílaleigum og rútu- fyrirtækjum. Það hefur þó aðeins minnkað. Okkar stærsti viðskiptavinur í geiranum var bílaleiga sem við misstum úr viðskiptum í fyrra. Svo fór eitt stórt rútufyrirtæki úr viðskiptum um áramótin. Ástæðan er sú að afkoma okkar var slæm á síðasta ári, og við höfum ekki verið í aðstöðu til að lækka iðgjöld. Þá fara menn í út- boð. Við hinsvegar þekkjum söguna, eins og með viðkomandi fyrirtæki, og við vitum hvað höfum sýnt frábæran árangur eða yfir 18% arð- semi á eigin fé frá því að félagið var skráð á markað 2013. Það er því gott loforð (e. value proposition) að segja að okkur eigi að leyfast að taka þetta mikið fé umfram, til að geta tekið meiri áhættu og ávaxtað féð betur. Það væri ekki gott loforð að segjast ætla að taka 50% meiri peninga, en kaupa svo bara ríkisskulda- bréf. Það geta allir gert.“ Talsvert svigrúm til fjárfestinga Sigurður segir að svigrúm félagsins til fjár- festinga sé talsvert, og öðruvísi en svigrúm líf- eyrissjóða sem dæmi, en þeir eiga yfir 40% í TM. „Til dæmis vorum við með yfir 50% árlega ávöxtun af fjárfestingu okkar í Arnarlaxi, sem við seldum á þessu ári. Það var enginn lífeyris- sjóður til í slíka fjárfestingu, hvort sem það var útaf áhættufælni, pólitískum ástæðum eða öðru. Við erum ekki bundin hér af slíku og við metum bara hvert verkefni fyrir sig. Við sjáum tæki- færi og gípum þau. Við gætum keypt hlutabréf í stöku félagi fyrir 500 – 1.000 milljónir, og selt eftir þrjá mánuði með hagnaði ef svo ber undir. Við hreyfum okkur allt öðruvísi en t.d. lífeyr- issjóðirnir sem eru meiri „portfolio“ fjárfestar en við hreyfum okkur mikið. Að því leyti erum við að einhverju leyti tækifærisfjárfestir. Við fjárfestum mikið í óskráðum hlutabréfum eftir hrun, sem við erum að selja núna. Þetta ræðst allt af því hvar við erum stödd í hagsveifl- unni á hverjum tíma. Undanfarið hefur verið gott að selja óskráð hlutabréf. Við seldum til dæmis hlut okkar í Festi í fyrra, sem var frá- bært verkefni. Arnarlax seldum við í febrúar, og nú er tæplega 16% hlutur okkar í eignarhalds- félaginu HSV, eiganda HS veitna, í söluferli hjá okkur, en við keyptum hann árið 2014.“ Sigurður segir til útskýringar að félagið horfi gjarnan til 3 – 5 ára hvað óskráðar fjárfestingar varðar, en stundum sé þó horft til skemmri tíma og einstaka sinnum til lengri tíma þegar nauð- syn krefji. Hann segir aðspurður að TM fjár- festi ekki í framtakssjóðum. „Við viljum hafa skoðun og vera við borðið þar sem ákvarðanir eru teknar, og það hefur gefist vel.“ Spurður um útlitið á næstu misserum hvað fjárfestingar varðar segir Sigurður að yfirvof- andi sé dálítil niðursveifla, og þá myndist oft tækifæri. „Þá er jarðvegur oft góður fyrir fjár- festingar. Ég tala nú ekki um nú þegar óvissan er minni í samfélaginu og brúnin léttari á fólki.“ Býst við stöðugu gengi Þá býst Sigurður við stöðugu gengi krón- unnar á næstunni. „Við eigum risastóran gjald- eyrisvaraforða. Ef inn- eða útflæði er of mikið þá kemur Seðlabankinn inn. Því held ég að gengið verði nokkuð stöðugt. Þó það sé kannski sterkara núna en langtímameðaltalið þá held ég að það hreyfist ekki mikið frá því. Lífeyrissjóð- irnir eru búnir að auka við eignarhald sitt er- lendis, og því verður minna útflæði útaf því. Svo var nýfjárfesting erlendra aðila árið 2017 rúmir 100 milljarðar og um 21 milljarður bættust við í kauphöllina í fyrra, og stórir fjárfestar hafa ver- ið að koma inn í Marel og Icelandair á þessu ári. Erlendir sjóðir hafa fjárfest í íslenskum fé- lögum fyrir stórar upphæðir. Þetta hefur aldrei gerst í sögunni áður.“ Sigurður segir að það sé ekki rétt þegar talað sé um að erlent eignarhald sé orðið svipað hér og fyrir hrun. „Þá var að miklu leyti um að ræða íslensk félög með erlenda kennitölu, staðsett í Lúxemborg til dæmis. Núna erum við að tala um raunverulegt erlent eignarhald, stóra sjóði sem hafa trú á íslenska hagkerfinu. Þessir risastóru erlendu sjóðir eru búnir að lúslesa reikninga ís- lensku félaganna og vita nákvæmlega hvað þeir eru að gera,“ segir Sigurður, en 16% af hluta- bréfum TM eru í erlendri eigu. Þar af á Lans- downe fjárfestingasjóðurinn tæp 8%. Hver er reynsla þín af þessum erlendu hlut- höfum? „Hún er mjög góð. Þetta eru allt öðruvísi fjár- festar en íslensku lífeyrissjóðirnir til dæmis. Þeir setja sig inn í minnstu smáatriði, vilja hitta æðstu stjórnendur reglulega og gætu til dæmis spurt mann hvað eitt Land Cruiser bretti kost- ar,“ segir Sigurður og brosir. „Stundum skilur maður ekki hvað þeir græða á því að fara svona djúpt ofan í alla hluti, en stundum held ég að þeir séu bara að reyna mann. Að þeir vilji setja upp próf fyrir forstjór- ann til að sjá hve mikið hann viti í raun um reksturinn. Ég er svo heppinn að ég hef starfað við tryggingar í yfir 20 ár, og þekki þetta því orðið mjög vel.“ Hann segir að erlendu aðilarnir viti hvað þeir vilja. „Til dæmis erum við með skýra arð- greiðslustefnu og áhættuvilja. Þeir hefðu viljað halda stöðugum arðgreiðslum, í stað þess að fá bara eina krónu á hlut eins og við greiddum í ár. Þeir hefðu kosið að fá sínar 2,2 krónur eins og verið hefur undanfarin ár. En þá sögðum við að við myndum ná því með endurkaupum á hluta- bréfum. Þá urðu þeir ánægðir. Þeir kaupa þetta sem sagt sem arðgreiðslufjárfestingu og vilja fá sínar 2,2 krónur. Þeim finnst rosalega mikilvægt að arðgreiðslur minnki ekki eða detti niður.“ Fjárfestarnir vilji setja upp próf fyrir forstjórann Þóroddur Bjarnason tobj@mbl.is Sigurður Viðarsson forstjóri tryggingafélagsins TM telur að spennandi fjárfestingartækifæri geti opnast fyrir félagið við núverandi efnahagsaðstæður í samfélaginu. Hann segir að efnahagsreikningurinn Ísland hafi aldrei litið jafn vel út. 8 MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 10. APRÍL 2019VIÐTAL

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.