Morgunblaðið - 10.04.2019, Page 11
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 10. APRÍL 2019 11FRÉTTIR
Gullfiskur
Kæliþurrkaður harðfiskur
semhámarkar ferskleika,
gæði og endingu.
Inniheldur 84%prótein.
84%prótein - 100% ánægja
Framleiðandi: Tradex ehf, Eyrartröð 11, 220Hafnarfjörður, tradex@tradex.is
Harðfiskur // Bitafiskur // Skífur
Lang-
vinsælastur
hollusta í hverjum bita
Íslensk fyrirtæki hafa náð miklum
árangri í að skapa verðmæti úr
hliðarafurðum sjávarútvegsins en
gæta þarf betur að markaðshliðinni
og draga það ekki of lengi að skala
framleiðsluna upp.
Þetta segir
Hörður Krist-
insson, rann-
sókna- og ný-
sköpunarstjóri
hjá Matís, en
hann heldur inn-
gangserindi ráð-
stefnunnar Fish
Waste for Profit
sem haldin verð-
ur í dag og á morgun á Grand hót-
eli Reykjavík.
„Síðastliðin 15-20 ár höfum við
séð ný líftæknifyrirtæki verða til í
kringum fullnýtingu sjávarafurða
og mörg þeirra í dag í fremstu röð
á sínu sviði,“ segir Hörður og nefn-
ir notkun afskurðar og beingarða til
að gera prótín fyrir fæðubótarefni,
vinnslu kollagens og framleiðslu
lækningavara úr fiskroði, og fram-
leiðslu ensíma sem eru notuð í allt
frá snyrtivörum yfir í lækninga-
vörur. „Þá heldur þróunin áfram
með hefðbundnar vörur eins og
lýsi, sem Íslendingar hafa framleitt
í áratugi. Er verið að blanda lýsinu
saman við lækningavörur og fram-
leiða nýjar útfærslur eins og kald-
unnið og kaldhreinsað lýsi.“
Hörður bendir á að flest eða öll
fyrirtækin á þessu sviði séu vel rek-
in og engin ástæða til annars en að
vera bjartsýnn um framtíð þeirra.
„Framleiðslan er enn tiltölulega
smá í sniðum en ekki hægt að deila
um verðmætasköpunina og eru
þessar nýju vörur, gramm fyrir
gramm, langtum verðmætari en
hnakkastykki og flök. Þótt hefð-
bundnar vörur myndi enn mikinn
meirihluta útflutningsverðmætis
sjávarfangs, þá getum við vænst
þess að vörur gerðar úr hliðar-
afurðum myndi æ stærri skerf af
útflutningstekjum sjávarútvegsins.“
Skortir markaðsþekkingu
Það er margt sem hjálpar við
markaðssetningu þess hráefnis sem
líftæknifyrirtækin hafa þróað og
bendir Hörður á að um sé að ræða
hágæðavöru sem framleidd er úr
hreinu og náttúrulegu hráefni.
„Okkur hefur gengið vel á tækni-
og vísindasviðinu en það er að
koma í ljós að markaðsþekkingin
mætti vera meiri. Væri ráð að
reyna að fá markaðsfólk og hönnuði
fyrr að borðinu, og reyna að skilja
markaðinn og neytandann áður en
lagst er í vöruþróun og rannsóknir.
Hefur íslenskum frumkvöðlum
hætt til að byrja á hinum endanum,
en reyna síðan að búa markaðinn til
eftir á.“
Segir Hörður að gæði, hreinleiki
og lífvirkni vörunnar hjálpi líka að-
eins upp að vissu marki. „Framleið-
endur þurfa einnig að geta keppt í
verði og þess vegna er áríðandi að
fjárfesta í að skala upp framleiðsl-
una þar sem því verður við komið. Í
því sambandi væri líka áríðandi að
leggja meiri áherslu á að nýta upp-
sjávarafurðir í framleiðsluna og þar
með taka risastökk í magni, auk
þess sem gefa ætti gaum þeim
möguleikum sem skapast með nýt-
ingu hliðarafurða sem verða til við
framleiðslu á eldisfiski.“
Hörður minnir líka á að sá ár-
angur sem náðst hefur hafi m.a.
byggst á góðu aðgengi að styrkjum
samhliða fjárfestingu rótgróinna
sjávarútvegsfyrirtækja í nýrri teg-
und framleiðslu. „AVS-sjóðurinn
spilaði þar stórt hlutverk og
áhyggjuefni að hann skuli hafa
dregið saman seglin á undanförnum
árum. Það kom mikið stökk í ný-
sköpun í kringum nýtingu hliðaraf-
urða þegar AVS kom til sögunnar
og ljóst að sá peningur sem settur
hefur verið í rannsóknir og þróun
mun skila sér margfalt til baka.“
Hugi að útrás
Ísland virðist hafa náð forystu í
sköpun verðmæta úr hliðarafurðum
sjávarútvegsins og nefnir Hörður
að þótt áhugaverð verkefni séu í
gangi t.d. í Noregi og Norður- og
Suður-Ameríku séu þau mislangt á
veg komin. Það forskot sem Ísland
hefur í dag gæti horfið ef aðrar
þjóðir taka við sér. „Það hefur ef-
laust hjálpað okkur að ná þetta
langt hvað boðleiðir á Íslandi eru
stuttar og fyrirtæki viljug að taka
stökkið án þess endilega að vita
hvar þau lenda. En réttu áhersl-
urnar og úthugsaðar fjárfestingar í
rannsóknum gætu þýtt að öðrum
löndum takist að brúa bilið, og
greinilegt að þau eru áhugasöm um
að nýta betur hliðarafurðir t.d. í
fiskeldi og vinnslu uppsjávarteg-
unda.“
Er þá kannski ekki seinna vænna
að hugsa stórt? Gæti íslenskt hug-
vit orðið grunnurinn að risastórum
verksmiðjum erlendis sem taka inn
ódýrt hráefni úr sjávarútvegi og
dæla út verðmætum ensímum,
prótínum og lækningavörum? „Það
þarf vissulega að skoða mögu-
leikana á alþjóðlegu samstarfi,“
segir Hörður en telur samt ekki
endilega farsælast að íslensk fyrir-
tæki haldi af stað út í heim ein og
óstudd. „Þess í stað mætti vinna
með stórum aðilum sem þekkja
sinn markað og sínar dreifileiðir, en
geta nýtt tækniþekkingu okkar til
að byggja upp framleiðslu á stórum
skala og skapað markað fyrir þess-
ar nýju afurðir.“
Gætum glatað forskotinu
Ásgeir Ingvarsson
ai@mbl.is
Aðrar þjóðir eru að setja
sig í stellingar til að ná í
skottið á Íslendingum í að
nota líftækni til að skapa
verðmætar vörur úr hliðar-
afurðum í sjávarútvegi og
fiskeldi. Áhyggjuefni er að
dregið hefur úr umsvifum
AVS-sjóðsins og má ekki
bíða of lengi með að fara í
útrás.
Morgunblaðið/Golli
Við færibandið. Hörður segir mikinn árangur hafa náðst á vísindasviðinu en styrkja þurfi markaðshliðina.
Hörður
Kristinsson
Afurðaverð á markaði
9. apríl 2019, meðalverð, kr./kg
Þorskur, óslægður 282,61
Þorskur, slægður 357,47
Ýsa, óslægð 259,66
Ýsa, slægð 245,09
Ufsi, óslægður 77,39
Ufsi, slægður 126,82
Djúpkarfi 210,00
Gullkarfi 267,60
Blálanga, slægð 14,00
Langa, óslægð 165,11
Langa, slægð 175,03
Keila, óslægð 57,52
Keila, slægð 89,74
Steinbítur, óslægður 43,99
Steinbítur, slægður 99,13
Skötuselur, slægður 455,85
Skarkoli, óslægður 166,99
Skarkoli, slægður 356,75
Þykkvalúra, slægð 510,45
Langlúra, óslægð 259,00
Langlúra, slægð 276,00
Sandkoli, óslægður 77,52
Bleikja, flök 1.501,00
Gellur 999,00
Grásleppa, óslægð 170,23
Hlýri, óslægður 114,15
Hlýri, slægður 137,95
Hrogn/ýsa 120,99
Hrogn/þorskur 127,85
Lúða, slægð 470,08
Lýsa, óslægð 7,88
Lýsa, slægð 58,04
Rauðmagi, óslægður 190,23
Skata, óslægð 56,00
Skata, slægð 69,66
Stóra brosma, slægð 50,00
Stórkjafta, slægð 305,00
Undirmálsýsa, óslægð 102,81
Undirmálsýsa, slægð 115,72
Undirmálsþorskur, óslægður 167,55
Undirmálsþorskur, slægður 226,51
Vinnslustöðin í Vestmannaeyjum
hyggst í sumar undirbúa og jafnvel
hefja tilraunaveiðar á humri í gildr-
ur. Humarinn yrði síðan fluttur lif-
andi úr landi og boðinn viðskipta-
vinum á veitingahúsum, væntanlega
að mestu á meginlandi Evrópu til að
byrja með. Humarkvóti er í sögu-
legu lágmarki og kom fram í ræðu
sem Guðmundur Örn Gunnarsson,
stjórnarformaður VSV, flutti á aðal-
fundi félagsins í lok síðasta mánaðar
að þetta væri m.a. gert til að bregð-
ast við samdrættinum. Fyrir tæpum
tíu árum gerði Vinnslustöðin til-
raunir með gildruveiðar. Gengu þær
þokkalega en þá hafði félagið ekki
nægilega góð tengsl við markaðinn.
Morgunblaðið/Sigurður Bogi
Vinnslustöðin hyggst undirbúa að
veiða humar í gildrur.
Humar
í gildrur