Fréttablaðið - 24.05.2019, Blaðsíða 1
— M E S T L E S N A DAG B L A Ð Á Í S L A N D I * —1 1 9 . T Ö L U B L A Ð 1 9 . Á R G A N G U R F Ö S T U D A G U R 2 4 . M A Í 2 0 1 9
Kýrnar á Hvanneyri í Borgarfirði léku við
hvurn sinn fingur er þeim var hleypt út í
sumarið í gær. Leikskólabörn úr Andabæ
fylgdust með fjörinu. FRÉTTABLAÐIÐ/ERNIR
Fleiri myndir frá Hvanneyri er að finna á +Plússíðu
Fréttablaðsins. Fréttablaðið +Plús er í Frétta-
blaðs-appinu og PDF-útgáfu á Fréttablaðið.is.+PLÚS
tilboðsdagar 13. – 26. maí
heia norge!
sendum frítt
í póstbox
allt að 60%
afsláttur
REYKJAVÍKURBORG Umhverfis- og
skipulagssvið Reykjavíkurborgar
keypti sérfræðiþjónustu fyrir 395
milljónir króna án útboðs á fyrstu
þremur mánuðum ársins. Þetta
kemur fram í innkauparáði borgar-
innar í gær.
„Það lítur út fyrir að borgarfull-
trúar meirihlutans hafi ekkert lært.
Þessi framkoma gagnvart skattgreið-
endum í Reykjavík er ólíðandi,“ segir
Björn Gíslason, fulltrúi Sjálfstæðis-
flokksins í innkauparáði.
Þessi tiltekna upphæð á þessu ári
hjá umhverfis- og skipulagssviði er
rúmlega 80 milljónum króna hærri
en í fyrra er sviðið keypti þjónustu
fyrir 313 milljónir króna án útboðs.
Björn Gíslason segir ískyggilegt til
þess að hugsa, eftir mikla umræðu í
tengslum við innkaup Reykjavíkur-
borgar, að talan fari hækkandi. Talan
væri mun lægri ef gerðir hefðu verið
rammasamningar.
Alls keypti umhverfis- og skipu-
lagssvið sérfræðiþjónustu frá 32
fyrirtækjum. Upphæðirnar eru frá
rúmlega einni milljón króna upp í
tugi milljóna fyrir einstaka verkefni.
VSÓ Ráðgjöf er með hæstu upp-
hæðina, 38 milljónir á þriggja mán-
aða tímabili.
Athygli vekur að í mars fékk Arki-
búllan ehf. 1,5 milljónir án útboðs,
en það er sama stofan og stóð
að hönnun og verkefnastjórnun
braggaverkefnisins á Nauthólsvegi
100.
Sabine Leskopf, formaður inn-
kauparáðs, segir alla sammála um
að þörf sé á rammasamningi. Málið
hafi ekki verið klárað á fundinum í
gær og hafi hún óskað eftir frekari
upplýsingum frá umhverfis- og
skipulagssviði. – ab / sjá síðu 6
Greiddu 395
milljónir fyrir
sérfræðinga
án útboðs
Umhverfis- og skipulagssvið Reykjavíkurborgar
keypti sérfræðiþjónustu fyrir 395 milljónir króna
án útboðs á fyrstu þremur mánuðum ársins. Innri
endurskoðun borgarinnar hefur ítrekað bent á
mikilvægi rammasamninga til að lækka kostnað.
Það lítur út fyrir að
borgarfulltrúar
meirihlutans hafi ekkert
lært. Þessi framkoma
gagnvart skattgreiðendum í
Reykjavík er ólíðandi.
Björn Gíslason, fulltrúi Sjálfstæðis-
flokksins í innkauparáði Reykja-
víkurborgar
HEILBRIGÐISMÁL Tölur um skrán-
ingu dauðsfalla af völdum Alz heimer
segja ekki til um réttan fjölda sem
sjúkdómurinn dregur til dauða. Í
tölum frá Landlæknisembættinu má
sjá mikla aukningu á fjölda þessara
einstaklinga. Árið 1996 voru þeir 12
en árið 2018 voru þeir 192.
Steinunn Þórðardóttir, yfirlæknir
heilabilunareiningar Landspítal-
ans, segir skýringuna að mestu
vera breytingar á skráningum
dauðsfalla. „Menn voru á því að Alz-
heimer gæti ekki verið dánarorsök
en þetta er búið að breytast mikið
á undanförnum árum,“ segir hún.
„Rétt um 1990, sennilega nokkru
fyrr, þá var mér sagt að ég hefði
skráð á dánarvottorð þann fyrsta
sem hefði dáið úr Alzheimer á
Íslandi,“ segir Jón G. Snædal, yfir-
læknir í öldrunarlækningum á
Landspítala. Skrá þurfi rétt svo
þjónustan verði góð. – bdj / sjá síðu 4
Fjölgun í skráningu
Alzheimer-dauðsfalla
Steinunn Þórðar-
dóttir yfirlæknir.
2
4
-0
5
-2
0
1
9
0
7
:2
2
F
B
0
4
8
s
_
P
0
4
8
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
4
8
s
_
P
0
3
7
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
4
8
s
_
P
0
0
1
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
4
8
s
_
P
0
1
2
K
.p
1
.p
d
f
A
u
to
m
a
tio
n
P
la
te
re
m
a
k
e
: 2
3
1
2
-6
5
3
4
2
3
1
2
-6
3
F
8
2
3
1
2
-6
2
B
C
2
3
1
2
-6
1
8
0
2
7
5
X
4
0
0
.0
0
1
1
A
F
B
0
4
8
s
_
2
3
_
5
_
2
0
1
9
C
M
Y
K