Fréttablaðið - 24.05.2019, Page 11

Fréttablaðið - 24.05.2019, Page 11
Í DAG Þórlindur Kjartansson 3 ÁRA 3000 TRÉ Viðreisn heldur upp á þriggja ára afmæli og í tilefni dagsins höldum við út í Þorláksskóga í Ölfusi og gróðursetjum tré til að vega á móti kolefnisfótsporum kjörinna fulltrúa. Í kjölfarið bjóðum við til veislu í húsakynnum okkar í Ármúla 42 frá kl. 19.30 þar sem við fögnum með öllum sem vilja halda upp á afmælið með okkur. Í þrjú ár höfum við barist fyrir frjálslyndri hugsjón, jafnrétti allra, alþjóðasamstarfi og bættum efnahag landsmanna með frjálst, opið og fjölbreytt samfélag að leiðarljósi. Áður en háhraðanettengingar og ýmiss konar streymisþjón-ustur gerðu fólki mögulegt að stilla sína eigin afþreyingardagskrá eftir hentisemi, var óhætt að brydda upp á efnisatriðum úr línulegri sjón- varpsdagskrá kvöldsins áður í kaffi- pásum daginn eftir. „Sástu Björgvin Halldórsson hjá Hemma Gunn í gær?“ „Hvernig fannst þér Spaug- stofan taka á kjarasamningunum?“ „Hver heldurðu að hafi skotið JR?“ Þetta er að mestu leyti löngu liðin tíð. Meira að segja þeir örfáu sjón- varpsþættir sem fólk bíður eftir að sjá í línulegri dagskrá—eins og Game of Thrones—eru ekki almennt viðurkennd umræðuefni á vinnu- stöðum daginn eftir frumsýningu af ótta við að spilla gleði og spennu þeirra sem eru að spara sér áhorfið. Fyrir vikið er óskráð regla í sam- félaginu, sem er virt ofar lands- lögum, stjórnarskrá, mannrétt- indum og trúarsetningum, að það megi alls ekki blaðra í kæruleysi frá atburðum, framgangi eða söguþræði í sjónvarpsefni sem einhver gæti hugsanlega átt eftir að sjá. Önnur mikilvæg regla sem hefur rutt sér rúms inni í sjónvarpsherbergjum og svefnherbergjum landsmanna er að ef hjón og sambýlingar hafa á einhverjum tíma ákveðið að hefja áhorf á sjónvarpsseríu þá séu það svik sem jaðri við framhjáhald ef annar horfir lengra áfram í seríunni án samþykkis makans. En þó eru einstaka sjónvarpsvið- burðir sem brjóta upp þessar reglur. Á Íslandi geta menn sjálfum sér um kennt ef þeir hafa misst af frumsýn- ingu Áramótaskaupsins, landsleik í fótbolta og Eurovision. Þess vegna er óhætt að tala án viðvörunar um keppnina í síðustu viku án þess að skemma spennuna fyrir nokkrum manni. Eurovision lýðræðið Í fyrsta lagi þá er núverandi fyrir- komulag atkvæðagreiðslunnar mjög áhugavert út frá lýðræðis- legu sjónarhorni. Almenningur er hvattur eindregið til þess að taka upp síma, hlaða niður smáforriti, og kjósa. Kjósa, kjósa, kjósa. Manni líður nánast eins og maður sé að bregðast lýðræðislegum skyldum sínum ef maður tekur ekki þátt. Allir að nýta kosningaréttinn— það kostar ekki nema 199 krónur að hringja. Og það skiptir ekki máli þótt milljónir Evrópubúa taki upp símana og kjósi og kjósi—lýðræðið nær ekki lengra en svo að einungis helmingur af niðurstöðunni ræðst af atkvæðum almúgans. Sérskipaðir hópar fagmanna í hveru landi fá að ráða jafnmiklu, þótt svo virðist að í sumum tilvikum hafi þessar faglegu dómnefndir frekar verið að skoða landakort en hlusta á lögin. Jú, fólk fær vissulega að kjósa um alls konar hluti, og velja sína fulltrúa—en á bak við tjöldin hafa „fagmennirnir“ í raun fyrst ákveðið hvaða valkostir séu boðlegir. Núna var það þannig í Eurovision að lagið sem vann hjá dómnefnd- inni (Norður-Makedónía) endaði í 15. sæti hjá áhorfendum en lagið sem vann hjá áhorfendum (Nor- egur) var í 9. sæti hjá dómurunum. Ísland endaði sem kunnugt er í 10. sæti, en hefði verið í 6. sæti ef lýð- ræðið hefði fengið að ráða niður- stöðunni án aðstoðar fagmanna. Getur verið að þeir sem ráða Eurovision taki mikilvægi keppn- innar fullhátíðlega—almenningi er Haltu kjafti, hlýddu og vertu góður treyst til þess að kjósa valdamesta mann heims en ekki velja skemmti- legasta popp-smellinn í skrautsýn- ingu. Listamenn og skemmtikraftar Hin spurningin sem er áhugaverð er krafan um að þátttakendur í skraut- sýningunni haldi sig algjörlega fjarri umdeildum málefnum. Á sýningu þar sem annað hvert atriði er hlaðið svo mikilli kynferðislegri spennu að það hefði fyrir nokkrum áratugum valdið almennri hneykslan og upp- þoti—þá snýst eina velsæmisspurn- ingin um hvort hinir leðurklæddu íslensku listamenn í kvalalostabún- ingum sínum hafi storkað sóma- kennd ísreaelsku gestgjafanna með því að draga upp úr skónum sínum litlar fánapjötlur til stuðnings við þjóð sem nú þegar er viðurkennd af íslenskum stjórnvöldum. Haldið börnunum innandyra!!! Eflaust fannst mörgum það óvið- eigandi hjá Hatara að stefna framtíð íslenskrar Eurovision þátttöku í tví- sýnu með þessum gjörningi, og kalla yfir þjóðina vandlætingu og reiði Jons Ole Sand. Havaríið og taugaveiklunin í kringum þennan hófstillta gjörning undirstrikaði að sjálfsögðu réttmæti þess sem þeir gerðu. Hefði Eurovisi- on valdabatteríið brugðist eins við ef Matthías og Klemens hefðu dregið norska fánann upp úr skónum? Eða var gerð athugasemd við gay-pride fánann sem íslenski hópurinn veif- aði stóran hluta kvöldsins? Sá er kannski munurinn á lista- mönnum og skemmtikröftum að fyrrnefndi hópurinn hlýðir ekki því sem lagt er fyrir börnin í Vögguvísu Káins: „Haltu kjafti, hlýddu og vertu góður. Heiðra skaltu föður þinn og móður.“ Við völdum þetta árið að senda listamenn í keppnina en ekki skemmtikrafta. Það hefði verið hörmulegt ef þeir hefðu látið kúga sig til þess að láta ekki í ljós vott af sjálf- stæðri hugsun. S K O Ð U N ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð 11F Ö S T U D A G U R 2 4 . M A Í 2 0 1 9 2 4 -0 5 -2 0 1 9 0 7 :2 2 F B 0 4 8 s _ P 0 4 7 K .p 1 .p d f F B 0 4 8 s _ P 0 3 8 K .p 1 .p d f F B 0 4 8 s _ P 0 0 2 K .p 1 .p d f F B 0 4 8 s _ P 0 1 1 K .p 1 .p d f A u to m a tio n P la te re m a k e : 2 3 1 2 -6 A 2 4 2 3 1 2 -6 8 E 8 2 3 1 2 -6 7 A C 2 3 1 2 -6 6 7 0 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 1 B F B 0 4 8 s _ 2 3 _ 5 _ 2 0 1 9 C M Y K

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.