Fréttablaðið - 24.05.2019, Blaðsíða 14

Fréttablaðið - 24.05.2019, Blaðsíða 14
FÓTBOLTI The Times greinir frá því að Arsenal og Chelsea hafi selt um sex þúsund miða á úrslitaleikinn í Evrópudeildinni sem fram fer í Bakú, höfuðborg Aserbaídsjan. Munu félögin ætla að skila inn afganginum af miðunum til UEFA. Völlurinn í Bakú tekur 68.700 manns í sæti. Arsenal hefur selt 3.500 miða en Chelsea um 2.000. Arsenal gaf út yfirlýsingu þegar félagið fékk úthlutað miðum á úrslitaleikinn og kvart- aði sáran yfir hvað félag- ið fékk fáa miða. Stórir styrktar- aðilar eru einnig sagðir vera að fara skila inn þ ú s u n d u m miða en erf- itt ferðalag og verðlag í borginni Bakú þy k i r f æ l a fjölmarga frá. Ef Arsenal vinnur endar liðið í Meistaradeildinni þrátt fyrir að enda í fimmta sæti deildarinnar og verða þeir í potti 1 þegar dregið verður í Meistaradeildina á næsta ári. Chelsea er þegar komið þangað en þetta yrði fyrsti titill Maurizio Sarri sem knattspyrnustjóra. Bent hefur verið á að staðsetn- ingin á þessum úrslita- leik sé ekki UEFA bjóðandi og einnig hefur komið í ljós að stuðningsmenn hafa fengið aðeins 36 þúsund miða á úrslitaleikinn undanfarin tvö ár af 151 þús- u n d u m s e m í boði eru. A ð r i r miðar fara til styrktar- aðila. – bb Enginn vill til Bakú FÓTBOLTI Alfreð Finnbogason, landsliðsmaður í fótbolta, segir í löngu samtali við Hjörvar Hafliða- son í hlaðvarpi hans Dr. Football að hann búist við að vera áfram hjá Augsburg næsta tímabil. Síðustu skilaboð sem hann hafi fengið áður en hann fór til Íslands væri að félag- ið vildi framlengja við sig. „Félagið bauð mér samning í janúar sem ég setti til hliðar. Ég er ótrúlegt en satt rólegur yfir þessu, á meðan ég er meiddur. Ég vil bara ná mér góðum og mun setjast niður með þeim þegar ég kem aftur út. Hjá mér er ekkert stress og ég býst við að spila með Augsburg á næsta tímabili," segir Alfreð sem verð- ur ekki með íslenska landsliðinu geg n Albaníu og Tyrk- landi í komandi landsleikjum vegna meiðslanna sem hafa verið að hrjá hann. – bb Býst við að spila með Augsburg FÓTBOLTI Samkvæmt tölfræðiupp- lýsingum frá Paddy Power Games gáfu dómarar í ensku deildinni Liverpool fæstu gulu spjöldin miðað við brot rauða hersins. Liverpool fékk aðeins 39 gul spjöld á leik- tíðinni úr 315 brotum sem er aðeins 13 prósent hlutfall. Burnley braut 360 sinnum af sér en fékk 76 spjöld og hlýtur gullið í þessum vafasama flokki sem grófasta lið deildarinnar. Tölfræðin sýnir þannig að leik- maður Burnley er 70 prósent lík- legri til að fá spjald fyrir brot en leikmaður Liverpool. Nabi Keyta fékk ekki eina áminningu þrátt fyrir sín 25 brot og heldur ekki Aaron Ramsey leikmaður Arsenal sem braut 21 sinni af sér. Sá gró- fasti var varnarmaðurinn Fabian Schar hjá Newcastle sem braut 28 sinnum af sér á tímabilinu og fékk 12 áminningar. Aðrir á toppnum yfir grófa menn þurfa ekki mikið að koma á óvart. Harry Arter fékk 10 gul úr 25 brotum og Phil Bardsley fék k níu gul úr 22 brotum – geri aðrir betur. – bb Liverpool slapp oftast með skrekkinn FÓTBOLTI Fyrrverandi unglinga- þjálfari Southampton og Peter- borough, Bob Higgins, var í gær fundinn sekur um 45 brot gegn 23 drengjum. Fórnarlömbin voru mörg hver samankomin í réttar- salnum og brotnuðu margir niður þegar dómarinn byrjaði að lesa dóminn. Sex atriðum var vísað frá en níðið stóð yfir frá 1971 til ársins 1996. Higgins sat sviplaus á meðan fórnarlömb hans grétu fyrir aftan. Meðal annars sem kom fram var að ef drengirnir neituðu að gera það sem Higgins vildi var þeim refsað á ýmsan hátt á æfingum og í leikjum. „Hann hafði ægivald yfir drengjun- um sem dýrkuðu hann og vissu að hann hefði mikla stjórn yfir framtíð þeirra,“ sagði saksóknari. – bb Bob Higgins dæmdur fyrir kynferðisbrot Aðalfundur ÍFR 2019 ÍFR 45 ára Aðalfundur Íþróttafélags fatlaðra í Reykjavík verður haldinn laugardaginn 1. júní. 2019 kl. 14.00 í íþróttahúsi félagsins að Hátúni 14. Dagskrá: 1. Venjuleg aðalfundarstörf 2. Önnur mál Stjórnin HANDBOLTI „Þetta var í raun besti leikur okkar í úrslitakeppninni, það small gjörsamlega allt hjá okkur. Sverrir var frábær í vörninni og í markinu átti Sölvi frábæran dag. Sóknarlega var Elvar magnaður og það komu allir með eitthvað,“ sagði Patrekur Jóhannesson, þjálfari Íslandsmeistara Selfoss, eftir að hafa stýrt liðinu til sigurs í úrslitum Olís- deildar karla gegn Haukum. „Liðið sem fór í úrslitin 1992 var frábært og gerði frábæra hluti en okkur tókst að brjóta múrinn og skrifa nafn Selfoss í sögubækurnar,“ sagði Patrekur um afrekið. Þetta var fyrsti Íslandsmeistara- titill félagsins á kvöldi þar sem allt gekk upp sem Selfyssingar ætluðu sér. Þetta var kvöldið þeirra og mátti sjá á fagnaðarlátunum eftir leik gleðina skína úr augum hvers manns sem var mættur. Fagn- aðarlætin lifðu fram á nótt og héldu áfram í gær þegar Selfyssingar heim- sóttu fyrirtæki og skóla í bænum með bikarinn, líka þau fyrirtæki sem gáfu frí fyrir hádegi til að fagna Íslandsmeistaratitlinum. „Maður heyrði af einhverjum fyrirtækjum sem gáfu frí fyrir hádegi, það var alveg tilefni til þess að fagna og við fögnuðum þessu eitthvað fram á nótt. Fólk er búið að bíða eftir þessu í langan tíma, maður fékk að heyra í fólki sem mundi vel eftir þeim leik,“ sagði Sverrir Páls- son, akkerið í vörn Selfyssinga og lykilmaður í leiknum léttur. Atli Ævar Ingólfsson hafði það á orði við Fréttablaðið að leikmenn Hauka hefðu verið eins og kálfar í örmum Sverris sem er bóndasonur og því ýmsu vanur. „Jú, jú, maður hefur dregið nokkra kálfa út það er kannski eitthvað til í því,“ sagði hann hlæjandi þegar undirritaður bar þessi orð undir hann. kristinnpall@frettabladid.is Okkur tókst að brjóta múrinn Sigurhátíðin hófst við pulsubarinn og stóðu fagnaðarlætin fram á nótt. Nokkur fyrirtæki á Selfossi veittu frí fyrir hádegi daginn eftir. FRÉTTABLAÐIÐ/ERNIR Selfyssingar fengu hetjulegar móttökur þegar þeir keyrðu yfir Ölfusbrúna og á sigurhátíðina. FRÉTTABLAÐIÐ/ERNIR Selfyssingar eru Íslands- meistarar í fyrsta sinn í sögu félagsins og var fagnað fram eftir nóttu á Selfossi, 27 árum eftir að Selfoss lék síðast til úrslita og þurfti að horfa á eftir titlinum. 2 4 . M A Í 2 0 1 9 F Ö S T U D A G U R14 S P O R T ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð SPORT 2 4 -0 5 -2 0 1 9 0 7 :2 2 F B 0 4 8 s _ P 0 3 5 K .p 1 .p d f F B 0 4 8 s _ P 0 2 6 K .p 1 .p d f F B 0 4 8 s _ P 0 1 4 K .p 1 .p d f F B 0 4 8 s _ P 0 2 3 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 2 3 1 2 -7 4 0 4 2 3 1 2 -7 2 C 8 2 3 1 2 -7 1 8 C 2 3 1 2 -7 0 5 0 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 2 B F B 0 4 8 s _ 2 3 _ 5 _ 2 0 1 9 C M Y K

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.