Fréttablaðið - 24.05.2019, Síða 16

Fréttablaðið - 24.05.2019, Síða 16
unnum í fyrsta skipti á Cannes með kvikmyndinni Hrútum eftir Grím Hákonarson. Þá stóð Isa- bella Rosselini á sviðinu og sagði með skrítnum hreim „The winner is, Hrútar“. Þá fékk ég gæsahúð. Einnig sá ég myndina Kona fer í Stríð hér í fyrra þar sem fagnaðar- látunum og lófaklappinu ætlaði aldrei að linna þegar hún vann til verðlauna á frumsýningunni. Þá var stórkostlegt að fylgjast með kvikmynd Hlyns Pálmasonar, Hvítur, hvítur dagur, þar sem Ingvar E. Sigurðsson var að vinna verðlaun sem besti leikarinn, en myndin hlaut einnig fleiri verð- laun. Ég get sagt með sanni að hvert sem ég fer, þá er mjög mikill áhugi á íslenskum kvikmyndum og því ber að fagna,“ segir Ása. Grét í bíó Þegar hún er spurð hvort ein- hverjar myndir séu að slá í gegn núna, svarar hún því játandi. „Ég sá mynd eftir stórleikstjórann Ken Loach sem heitir Sorry We Missed You. Ég grét á sýningunni, sem hefur ekki gerst í nokkur ár og myndin situr í mér. Ég hef séð alveg frábærar kvikmyndir sem ég Ása hefur starfað hjá Bíó Paradís í sex ár og segist vera í draumastarfinu enda eru áhugamálin kvikmyndir, sjón- varpsþættir, uppistand og mynd- list ásamt fleiru. Hún segist líka hafa sérstakan áhuga á fólki. „Það er eitthvað við góðar sögur sem kveikir í manni neista. Heimurinn er grimmilegur og því er mikil- vægt að koma erfiðum og flóknum sögum á framfæri,“ segir hún. Það hefur verið mikill upp- gangur hjá Bíó Paradís en það er fyrsta listræna kvikmyndahúsið hér á landi. Þar eru partísýningar, prjónasýningar og alls kyns gamlar og nýjar kvikmyndir sýndar. „Íslendingar ólust upp með amerískum bíómyndum. Í Bíó Paradís fær fólk aðgengi að öðrum kvikmyndum, norrænum, evrópskum og í raun frá öllum heimshornum. Það er mikil veisla. Auðvitað tekur tíma að byggja upp „Arthouse“ eins og það kallast á ensku, en við greinum mikinn áhuga. Við erum líka að sýna költ klassík alla sunnudaga á veturna þar sem þeir Hugleikur Dagsson, Sigurjón Kjartansson og Sjón stýra valinu og nýr listamaður er valinn hvern sunnudag til þess að endur- gera plaköt,“ segir Ása. Þá má ekki gleyma sýningunum fyrir skólabörn undir leiðsögn Oddnýjar Sen. „Tilgangurinn er að veita börnum og unglingum möguleika á að kynnast kvik- myndum sem hafa alþjóðlega gæðastimpla, eru margar klass- ískar perlur frá öllum skeiðum kvikmyndasögunnar, lykilkvik- myndir sem hafa skapað sér sess innan kvikmyndasögunnar. Þetta er gríðarlega mikilvægt fyrir komandi kynslóðir og við erum afar stolt af því að stuðla að auknu aðgengi og kvikmyndalæsi.“ Vinsælar myndir Þegar Ása er spurð um vinsælustu myndirnar nefnir hún Paradís: „Ást sem fjallar um kynlífstúrisma í Afríku. Hún sló svo rækilega í gegn að við þurftum sífellt að bæta við sýningum enda stór- kostleg mynd. Önnur sem ég man eftir var Force Majure eftir Ruben Östlund, gamanmynd sem fjallaði um miðaldra karlmann í tilvistar- kreppu. Annars erum við að sýna klassískar nostalgíumyndir á hverjum föstudegi sem geta verið mjög vinsælar.“ Ása segir að starfið sé gríðar- lega fjölbreytt. „Það er eins og við Hrönn Sveinsdóttir framkvæmda- stjóri séum með kvikmyndahá- tíð 365 daga ársins. Við vinnum gríðarlega vel saman, jafnt heima sem á ferðalögum. Við vorum einmitt að minnast þess þegar við vorum staddar hér í Cannes í fyrsta skipti fyrir sex árum og ræddum við bandaríska dreif- ingaraðila amerískrar geimveru- myndar sem báru í okkur drykki og dýr kampavín. Ég sagði að þetta væri einhver misskilningur, við værum listrænt kvikmyndahús en þeir svöruðu bara nei, nei, þið borgið ekki fyrir drykkina hér. Þeir töluðu um hversu margir hefðu komið til Íslands að skoða geimverur við Snæfellsjökul árið 1996,“ segir Ása og hlær að minn- ingunni. „Hérna í Cannes horfir maður stöðugt á kvikmyndir. Þetta er besta tækifærið til að sjá sem mest. Ég vakna á hverjum degi og get ekki beðið eftir að sjá og upplifa nýja kvikmynd,“ segir hún. Ísland vekur athygli „Íslensk kvikmyndagerð er að gera það mjög gott á alþjóða- vísu. Ég gleymi því ekki þegar við Ása er í sjötta skiptið á kvikmyndahátíðinni í Cannes og er búin að sjá fjöldann allan af nýjum kvikmyndum. Leikarar úr myndinni Once Upon A Time in Hollywoood, Leonardo DiCaprio, Margot Robbie, Daniella Pick, leikstjórinn Quentin Tarantino og Brad Pitt. Kvikmyndin Rocket Man vakti mikla athygli. Hér eru þeir Sir Elton John og Taron Egerton, söngvari og leikari, sem fer með hlutverk poppstjörnunnar. Fólk er kynningarblað sem býður auglýsendum að kynna vörur og þjónustu í formi viðtala og umfjallana. Í blaðinu er einnig hefðbundið rit- stjórnarefni. Blaðið fylgir Fréttablaðinu daglega. Umsjónarmenn efnis: Elín Albertsdóttir, elin@frettabladid.is, s. 550 5761 | Benedikt Bóas Hinriksson, benediktboas@frettabladid.is, s. 550 5763 | Ásta Eir Árnadóttir, astaeir@frettabladid.is, s. 550 5764 | Sandra Guðrún Guðmundsdóttir, sandragudrun@frettabladid.is, s. 550 5762 | Sólrún Freyja Sen, solrunfreyja@frettabladid.is, s. 550 5765 | Þórdís Lilja Gunnarsdóttir, thordisg@frettabladid.is, s. 550 5768 Útgefandi: Torg ehf Ábyrgðarmaður: Kristín Þorsteinsdóttir Sölumenn: Arnar Magnússon, arnarm@frettabladid.is, s. 550 5652, Atli Bergmann, atli@frettabladid.is, s. 550 5657, Jón Ívar Vilhelmsson, jonivar@ frettabladid.is, s. 550 5654, Jóhann Waage, johannwaage@frettabladid.is, s. 550 5656, Ruth Bergsdóttir, ruth@frettabladid.is, s. 550 5653, Elín Albertsdóttir elin@frettabladid.is vona að við getum fært íslenskum kvikmyndahúsagestum. Annars er Once Upon a Time in Hollywood í leikstjórn Tarantinos að slá í gegn eins og greint hefur verið frá, enda var klappað í heilar sjö mínútur eftir frumsýninguna og myndin hlaðin stjörnum. Svo er mikið talað um Elton John-myndina, Rocket Man, en eftir frumsýn- inguna á henni var óvænt partí á ströndinni með tónlistaratriðum. Það var mjög skemmtilegt. Stjörnurnar allt í kring Það er stórkostleg upplifun að vera hér í Cannes. Ég get eiginlega ekki líst því betur en að ævintýrin séu ávallt handan við hornið, maður hittir alltaf einhvern áhuga- verðan,“ upplýsir Ása og þá er ekki úr vegi að spyrja hvort hún hafi hitt einhverja fræga núna. „Í fyrra gengum við Pétur Gunn- arsson, maðurinn minn, fram á Woody Harrelson. Það var mjög skrýtið. Ég var á sama veitingastað og Tarantino eitt kvöldið núna og það var mjög sérstakt en ég hafði náttúrlega ekki mikið tilefni til að ræða við hann, enda er þetta bara fólk þótt stjörnur séu. Mig langaði þó að ræða við hann því hann var eitt sinn á Íslandi að sýna uppáhaldskvikmyndirnar sínar sem mótuðu hann sem listamann. En það samtal átti sér ekki stað,“ segir Ása og bætir við að stjörn- urnar haldi sig mikið út af fyrir sig. „Rauði dregillinn í ár hefur verið hlaðinn stjörnum eins og Bill Murray, Adam Driver, Chloë Sevigny, Tilda Swinton, Selena Gomez, og Tom Waits. Svo voru það Leonardo DiCaprio, Brad Pitt, Margot Robbie og Tarantino og svo mætti lengi telja. Það er mikill spenningur fyrir verðlaunaaf- hendingunni og hver hreppir Gull- pálmann á Cannes 2019.“ Glamúr og lúxus Ása segir að jafnan sé mikill glæsibragur á hátíðinni. Það geti hins vegar verið krefjandi enda mikill hraði. „Þetta er stórkost- legt allt saman og fólk er oftast alveg uppgefið eftir hátíðina. Glæsibragurinn felst aðallega í hversu mikil virðing er borin fyrir frumsýningum á kvikmyndum, hvað þetta er stórt móment fyrir alla þá fjölmörgu sem komu að myndunum. Í Cannes snýst allt um glamúr, allt frá búðum og hönnuð- um yfir í snekkjur og veitingastaði. Þetta er einstök hátíð með mikinn sjarma. Það er mjög dýrt að vera hér á Frönsku rívíerunni. Betlar- arnir eru meira að segja margir í designer fötum,“ segir hún. Týndur galakjóll „Við Hrönn gistum núna í fyrsta skipti í gamla bænum í Cannes, þar eru margir spennandi veit- ingastaðir. Sjávarréttir eru mjög ferskir og vinsælir. Maturinn er frábær og ég hef nú þegar borðað á tveimur stöðum sem eru með Mich elin-stjörnu. „Ég var svo óheppin að taskan mín týndist á leiðinni hingað og ég þurfti að kaupa mér nauðsyn- lega hluti og föt. Galakjóllinn og skór sem mamma mín gaf mér eru í töskunni og allir mínir dýrmætustu skartgripir. Ég fékk skilaboð um að hún væri fundin en því miður voru það mannleg mistök og rangar upplýsingar. Ég hef þá trú að ef ég hugsa jákvætt og reyni að hlæja að öllum þessum skrítnu símtölum sem ég hef þurft að standa í til að finna hana – þá finnist hún að lokum. Það verður líklegast ekki fyrr en ég kem heim.“ Eurovision-partí Ása segir að það hafi enginn áhugi verið fyrir Eurovision um síðustu helgi í Cannes og ekki fundu þær stöllur bar til að horfa á keppnina. „Við enduðum í íbúðinni okkar með pínulítið sjónvarp. Vinir mínir sem eru á Evrópureisu keyrðu hingað frá Barcelona til að horfa á Eurovison með okkur og áður en við vissum var vænn hluti Íslendinga sem eru hér í Cannes kominn til okkar að horfa á Hatara. Ég efast um að einhver önnur þjóð hér á Cannes hafi tekið sér frí eitt kvöld frá þessari einni stærstu kvikmyndahátíð í heimi til þess að horfa á Eurovision.“ Þegar Ása er spurð hvað taki við þegar heim kemur og hvort eitthvað nýtt sé á döfinni í Bíó Paradís, segir hún að það sé alltaf eitthvað nýtt og skemmtilegt að gerast. „Ég get ekki einu sinni talið upp allt það sem er nýtt hjá okkur. Við erum að undirbúa eitt stór- kostlegasta haust sem við höfum boðið upp á hingað til. Nýjung- arnar felast í því hvaða viðburði við bjóðum upp á eða kvikmyndir sem við frumsýnum. Það eru tvö ár síðan við fórum að bjóða upp á sýningar á nýjum pólskum kvik- myndum sem eru sýndar á sama tíma hér og í Póllandi. Þær hafa slegið rækilega í gegn og við erum að kanna hvort við getum sýnt lit- háískar kvikmyndir. Við bjóðum alltaf upp á íslenskar kvikmyndir með enskum texta og reynum að auka framboðið einmitt yfir sumartímann fyrir erlenda ferða- menn,“ segir Ása en hún og maður hennar, Pétur, eiga soninn Hólm- stein, sem verður ársgamall í ágúst svo það verður gaman fyrir hana að koma heim og hitta gullmolann sinn. Þá var stórkostlegt að fylgjast með kvikmynd Hlyns Pálma- sonar, Hvítur, hvítur dagur, þar sem Ingvar E. Sigurðsson var að vinna verðlaun sem besti leikarinn, en myndin hlaut einnig fleiri verð- laun. 2 KYNNINGARBLAÐ FÓLK 2 4 . M A Í 2 0 1 9 F Ö S T U DAG U R 2 4 -0 5 -2 0 1 9 0 7 :2 2 F B 0 4 8 s _ P 0 3 3 K .p 1 .p d f F B 0 4 8 s _ P 0 2 8 K .p 1 .p d f F B 0 4 8 s _ P 0 1 6 K .p 1 .p d f F B 0 4 8 s _ P 0 2 1 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 2 3 1 2 -8 7 C 4 2 3 1 2 -8 6 8 8 2 3 1 2 -8 5 4 C 2 3 1 2 -8 4 1 0 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 4 B F B 0 4 8 s _ 2 3 _ 5 _ 2 0 1 9 C M Y K

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.