Fréttablaðið - 24.05.2019, Síða 18

Fréttablaðið - 24.05.2019, Síða 18
Í hádeginu í dag verður í annað sinn haldið alheimsloftslags-verkfall, sem er fjórtánda loftslagsverkfallið í Reykjavík og fertugasta loftslagsverkfallið sem Greta Thunberg heldur. Síðast mættu á annað þúsund manns á Íslandi og Sigurður vonast til þess að gera enn betur í dag, því þó að skólakrakkar séu á leiðinni í sumarfrí fari loftslagsvandinn ekki í sumarfrí. Kröfur verkfallsskipuleggj- endanna eru að ríkið leggi meira fjármagn í aðgerðir gegn loftslags- breytingum. „Vísindamenn hafa talað um að það þurfi að gera það strax, en á síðustu árum er losun eiturefna út í umhverfið samt að aukast. Ástandið er ekki enn farið að skána. Við köllum eftir því að það verði lýst yfir neyðarástandi, við þurfum að kljást við ástandið sem slíkt. Við erum alls ekki búin að leysa málið. Þess vegna munu loftslagsverkföllin halda áfram en í smærra sniði í sumar. Síðan Þótt skóla- krakkarnir séu farnir í sumarfrí verða áfram loftslagsmót- mæli á föstu- dögum. Sólrún Freyja Sen solrunfreyja@frettabladid.is Loftslagsvandinn fer ekki í frí, verkföllin halda áfram Sigurður Loftur Thorlacius með gjallarhornið í loftslagsverk- falli á Austur- velli. Unga fólkið er duglegast að mæta á mót- mælin Loftslagsvandinn varðar okkur öll, ekki bara unga fólkið, þótt það sé duglegast að mæta í loftslags- verkföllin. Þetta segir Sigurður Loftur Thorlacius sem hefur staðið að skipulagningu fjórtán loftslags- verkfalla á síðast- liðnu skólaári. tökum við aftur við af fullum krafti í haust, nema auðvitað að við sjáum einhverjar alvöru aðgerðir í loftslagsmálum og að það sé verið að reyna að leysa þetta. Fólki verður velkomið í sumar að koma á föstudögum í hádeg- inu á Austurvöll eða fyrir utan þinghúsið. Einhver úr skipulags- hópnum verður alltaf á staðnum með skilti.“ Andrés Ingi Jónsson, þingmaður Vinstri grænna, gerði loftslags- vandann að ræðuefni sínu á þingi þann 30. apríl síðastliðinn. Þingmennirnir Logi Einarsson, Albertína Friðbjörg Elíasdóttir, Ágúst Ólafur Ágústsson, Guðjón S. Brjánsson, Guðmundur Andri Thorsson, Helga Vala Helgadóttir og Oddný G. Harðardóttir f luttu tillögu til þingsályktunar um að útbúa svokallaðan grænan samfélagssáttmála, sem eigi að stuðla að sjálf bærni landsins og umhverfisvænu hagkerfi, eins og kemur fram á vef Alþingis. „Ég er ánægður að sjá að þing- menn séu allavega farnir að ræða eitthvað af tillögum okkar.“ Í kjöl- far fundar með forsætisráðherra sem skipuleggjendur verkfallanna áttu, var ákveðið að þingmenn myndu mæta á fund unga fólksins sem tekur þátt í skólaverk- föllunum. Það hefur hins vegar frestast eitthvað og Sigurður hefur áhyggjur af því að fundinum verði frestað fram yfir sumarfrí. „Maður reynir alltaf að vera bjartsýnn, en það er bara svo margt sem þarf að gera miklu betur en hefur verið gert. Það er staðan.“ Ég er ánægður að sjá að þingmenn séu allavega farnir að ræða eitthvað af til- lögum okkar. Maður reynir alltaf að vera bjartsýnn, en það er bara svo margt sem þarf að gera miklu betur en hefur verið gert. Sigurður Loftur Thorlacius NÆRING, HEILSA OG LÍFSSTÍLL Föstudaginn 31. maí gefur Fréttablaðið út sérblaðið Næring, heilsa og lífsstíll. Blaðið mun ná afar vel til allra þeirra sem hafa áhuga á hreyfingu, útivist og hollu og næringarríku mataræði. Í blaðinu verður fjallað um allt mögulegt sem viðkemur heilsusamlegum lífsstíl auk áhugaverðra viðtala við fólk sem hefur snúið við blaðinu og öðlast betra líf með hreyfingu og heilnæmu mataræði. Nánari upplýsingar um blaðið veitir Arnar Magnússon, sölu- og markaðsfulltrúi Fréttablaðsins. Sími 550 5652 / arnarm@frettabladid.is FERMINGARGJAFIR Fimmtudaginn 15. mars gefur Fréttablaðið út bráðsniðugt aukablað sem innheldur ótal hugmyndir að fjölbreyttum fermingargjöfum. Allir sem hafa fermst i a að d gurinn og ekki síst gjarnar lifa í minningunni um aldur og ævi. Tryggð þér gott uglýsingapláss í langmest lesna dagblaði landsins. Upplýsingar hjá auglýsingadeild Fréttablaðsins í síma 512 5402 eða sendu okkur póst á netfangið serblod@frettabladid.is 4 KYNNINGARBLAÐ FÓLK 2 4 . M A Í 2 0 1 9 F Ö S T U DAG U R 2 4 -0 5 -2 0 1 9 0 7 :2 2 F B 0 4 8 s _ P 0 3 1 K .p 1 .p d f F B 0 4 8 s _ P 0 3 0 K .p 1 .p d f F B 0 4 8 s _ P 0 1 8 K .p 1 .p d f F B 0 4 8 s _ P 0 1 9 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 2 3 1 2 -9 B 8 4 2 3 1 2 -9 A 4 8 2 3 1 2 -9 9 0 C 2 3 1 2 -9 7 D 0 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 6 B F B 0 4 8 s _ 2 3 _ 5 _ 2 0 1 9 C M Y K

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.