Fréttablaðið


Fréttablaðið - 24.05.2019, Qupperneq 20

Fréttablaðið - 24.05.2019, Qupperneq 20
Sigurjón og Stefán segja við­ skiptavinina ánægða með skóna. „Ég er með fjarþjálfun í gangi og nokkrir af mínum kúnnum eru að prófa að hlaupa í þessum skóm. Þeir hafa allir verið mjög ánægðir. Einn þeirra var með beinhimnu­ bólgu og hún hvarf þegar hann fór að nota skóna. Kannski var hann ekki í réttu skónum fyrir, en það er gaman að heyra að On skórnir hafi virkað svona vel,“ segir Sigurjón. „Margir sem hafa keypt skó hjá okkur hafa átt On áður sem þeir hafa þurft að kaupa erlendis. Það er góður hópur af fólki sem þekkti merkið áður en við fórum að selja það. Þegar fólk fer í On þá sækist það eftir því að vera í þeim aftur,“ bætir Stefán við. Útgefandi: Torg ehf Veffang: frettabladid.isÁbyrgðarmaður: Kristín Þorsteinsdóttir Sölumaður auglýsinga: Arnar Magnússon, arnarm@frettabladid.is, s. 550 5652, Sigurjón finnur mikinn mun þegar hann hleypur í On skóm FRÉTTA- BLAÐIÐ/SIGTRYGG- UR ARI Viðskiptavinir geta prófað skóna á hlaupabrettum 2XU fötin búa yfir ótrúlegum eiginleikum Cloudflow eru léttir og þægilegir hlaupaskór sem gefa meiri dempun Sportvörum. Hann tekur undir orð Stefáns. „On skórnir sem ég hef prófað eru allir mjög léttir og þol­ góðir. Þeir endast alveg ótrúlega vel, allavega enn sem komið er. Það sér ekki á þeim þó ég sé búinn að hlaupa yfir 100 kílómetra á sumum skónum.“ Sigurjón útskýrir að CloudTec® tæknin á skósólanum virki eins og ský. Dempunin er ekki bara upp og niður heldur líka áfram og aftur á bak. Slík dempun þekkist ekki í öðrum hlaupaskóm hér á landi. „Mér finnst mjög gott f læði í þeim, ef svo má að orði komast. Skórnir eru mjög þægilegir að öllu leyti. Svo skemmir ekki fyrir að mér finnst þeir líta ansi vel út. Þeir virka alveg þó þú sért að fara á fund, í matarboð eða hvert sem er,“ segir Sigurjón. Sportvörur selja bæði hlaupa­ skó, hversdagsskó og alhliða íþróttaskó frá On. Allir skórnir eru búnir CloudTec® tækninni. Tæknin er þó misjöfn eftir teg­ undum. „Það er til dæmis öðruvísi CloudTec® tækni í utanvegaskóm en götuskónum. Það þarf annars konar grip í utanvegahlaupum og þeir hjá On gera ráð fyrir því. Þeir eru líka með keppnistýpur í bæði utanvegaskóm og götuskóm,“ segir Sigurjón. Brettið gefur kraft Fyrir utan CloudTec® tæknina hafa On skór aðra sérstöðu sem kallast SpeedboardTM. Speed­ boardTM er vökvafyllt bretti undir innleggi skósins. SpeedboardTM og CloudTec® vinna saman að því að hámarka afköst og þægindi við hlaupin. Í hvert sinn sem fóturinn lendir á jörðinni þrýstast efnin í CloudTec® laginu saman og SpeedboardTM brettið sveigist og fyllist orku líkt og þegar bogi er spenntur. Þegar sveigjan minnkar losnar orkan úr brettinu og hlauparinn fær aukinn kraft. Verkfræðingar þróuðu Speedbo­ ardTM til að nýta orkuna sem myndast við hreyfingu hlauparans til fullnustu. Þeir vildu finna upp tækni sem lágmarkaði tap á hreyfi­ orku milli skrefa. Eitthvað sem myndi breyta orkunni í hreyfingu fram á við. Eftir fjölda tilrauna, frumgerða og hlaupaprófa varð On SpeedboardTM til. „Speedboard virkar eins og jafnvægisbretti,“ segir Sigurjón. Það hjálpar þér að stilla þig betur af í hlaupunum svo þú lendir rétt. Brettið er líka góð vörn gegn steinum. Það jafnar álagið svo ef þú stígur á stein dreifist það um allan fótinn. Þetta er sérstaklega gott í fjallahlaupunum, þar sem hlauparar geta stigið á oddhvassa steina.“ Hægt að prófa skóna á hlaupabretti Allir sem koma í Sportvörur geta fengið að prófa skóna á tveimur mismunandi hlaupabrettum. Bæði hefðbundnu hlaupabretti og kúptu bretti sem notandinn knýr áfram sjálfur. Upplifunin af skónum getur verið misjöfn eftir því á hvernig undirlagi er hlaupið og Stefán segir þess vegna mikilvægt að geta boðið viðskipta­ vininum upp á að prófa skóna almennilega. Allir starfsmenn verslunarinnar hafa bakgrunn í íþróttum og við­ skiptavinirnir geta því stólað á mjög góðar og faglegar ráðlegg­ ingar um hvaða skór henta þeim best. „Við mælum með að fólk prófi allavega tvær týpur til að fá samanburð og jafnvel að koma með sína gömlu skó svo fólk finni muninn. Það eru alltaf allir vel­ komnir að koma að máta og prófa, en langflestir kaupa skóna þegar þeir eru búnir að prófa þá. Það er okkar upplifun. Vonandi heldur það áfram,“ segir Stefán. Compression fatnaður sem bætir frammistöðu Verslunin Sportvörur býður einn­ ig upp á fatnað frá 2XU. 2XU er leiðandi fyrirtæki á heimsvísu í compression fatnaði. Fatnaðurinn er vísindalega prófaður og þraut­ reyndur til að bæta æfingar, frammistöðu og endurheimt fyrir allt íþróttafólk. Nýlegar óháðar rannsóknir sýna að þeir sem nota compression buxur frá 2XU ná 10,6 sekúndum betri tíma í 5 kílómetra hlaupi, þeir hafa 2,5% hægari púls, ná 5% meiri hámarkskrafti, blóð­ flæði til lærvöðva eykst um 18%, vöðvahreyfingar minnka um 19%, eymsli um 47% og bólgur minnka um allt að einum sentimetra. „2XU er með mjög breiða línu. Hvort sem þú ert í ræktinni, að hlaupa, í þríþraut eða hjóla þá er allt til alls til í þessu vörumerki. Þetta er ekki bara íþróttafatnaður. 2XU er með hversdagsfatnað, stuðningsfatnað fyrir óléttar konur, f lugsokka og flugbuxur, það er í raun bara öll f lóran til. Þess vegna er gott ef fólk kemur í verslunina, þá fær það ráðlegging­ ar um hvað hentar best og fær líka tækifæri til að máta fatnaðinn,“ segir Stefán. „Flestum finnst gaman að koma í verslunina hjá okkur. Við köllum hana dótabúð íþróttafólksins. Verslunin er orðin hálfgerð félags­ miðstöð fyrir ákveðna fastakúnna sem koma aftur og aftur bara til að skoða. Það er okkar markmið að fólki finnist gaman að koma í búðina til okkar. Við vonum að sem flestir leggi leið sína til okkar og skoði hvað við bjóðum upp á.“ Framhald af forsíðu ➛ 2 KYNNINGARBLAÐ 2 4 . M A Í 2 0 1 9 F Ö S T U DAG U RÚT AÐ HLAUPA 2 4 -0 5 -2 0 1 9 0 7 :2 2 F B 0 4 8 s _ P 0 3 2 K .p 1 .p d f F B 0 4 8 s _ P 0 2 9 K .p 1 .p d f F B 0 4 8 s _ P 0 1 7 K .p 1 .p d f F B 0 4 8 s _ P 0 2 0 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 2 3 1 2 -9 6 9 4 2 3 1 2 -9 5 5 8 2 3 1 2 -9 4 1 C 2 3 1 2 -9 2 E 0 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 6 A F B 0 4 8 s _ 2 3 _ 5 _ 2 0 1 9 C M Y K

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.