Fréttablaðið - 24.05.2019, Side 22

Fréttablaðið - 24.05.2019, Side 22
Ég byrjaði svo að hlaupa og fann það strax hvað ég naut þess, þá aðallega að geta sameinað útiveru og hreyfingu. Sandra Dögg Björgvinsdóttir Fáðu faglega aðstoð við val á göngu- og hlaupaskóm hjá íþróttafólkinu í verslun okkar. Höfðinn / Bíldshöfða 9 / flexor.is HLAUPTU Á GÓÐUM SKÓM göngugreining hverju pari af skóm í maí FYLGIR Sandra Dögg Björgvinsdóttir hefur aðeins verið að hlaupa í tæplega ár en hún kláraði sitt fyrst maraþon nú á dögunum og stefnir á fleiri á þessu ári. Kaupmannahafnar mara-þonið fór fram í fertugasta skiptið um síðustu helgi en þar hljóp hin 26 ára gamla Sandra Dögg sitt fyrsta maraþon. Sandra hefur búið í Kaupmanna- höfn undanfarin ár þar sem hún stundar meistaranám í Brand and communications management við Copenhagen Business School. Útihlaup er tiltölulega nýtt sport hjá Söndru en hún byrjaði að hlaupa í fyrra sumar. „Ég var alltaf í fótbolta og hætti fyrir rúmum þremur árum og vantaði nýtt sport eftir það og var svolítið lengi að finna það. Ég byrjaði svo að hlaupa síðasta sumar og fann strax hvað ég naut þess, þá aðal- lega að geta sameinað útiveru og hreyfingu.“ Hlaupið um síðustu helgi var hennar fyrsta maraþon en hún hafði áður tekið hálfmara- þon og eitt 30 kílómetra utan- vegahlaup. Maraþon og meistaranám Sandra Dögg sátt og sæl eftir fyrsta maraþonið sitt í Kaupmannahöfn um síðustu helgi. Sandra Dögg hefur mikinn áhuga á utanvegahlaupum en þar nær hún að sameina útiveru, náttúru og hlaup. Sandra fagnar hér með íslenska og danska fánann eftir hlaup en hún er búsett í Kaupmannahöfn þar sem hún var að ljúka mastersnámi. Ásta Eir Árnadóttir astaeir@frettabladid.is Hlaup og ritgerðarskrif Í janúar ákvað Sandra að hún vildi taka þátt í maraþoni á þessu ári og hófst þá undirbúningur þrátt fyrir að hún væri ekki búin að skrá sig í eitthvað ákveðið maraþon. „Ég var búin að vera í crossfit frá október-janúar og eftir að ég ákvað að hlaupa maraþon þá byrjaði ég að hlaupa aftur í febrúar og var að hlaupa um það bil fjórum sinnum í viku.“ Hún lagði áherslu á að taka fjölbreyttar æfingar í hverri viku. „Æfingavikan var oftast þann- ig upp sett að ég tók einu sinni til tvisvar í viku venjulegan túr í kringum 10 kílómetra, einu sinni í viku hraðaaukningar eða brekku- spretti og síðan reyndi ég að taka einn lengri túr ef ég hafði tíma.“ Einnig blandaði hún lyftingum saman við hlaupaæfingarnar, þar sem hún telur að styrkur sé ekki síður mikilvægur fyrir hlaupara. Rúmum mánuði fyrir mara- þonið hljóp hún 30 kílómetra utanvegahlaup og eftir það hlaup ákvað hún að skrá sig í Kaup- mannahafnar maraþonið. „Eftir að ég skráði mig náði ég í raun lítið að æfa þar sem ég var að leggja lokahönd á meistararitgerðina mína og fylgdi því engu sérstöku prógrammi síðustu vikurnar.“ Fjórum dögum eftir ritgerðar- skil kláraði hún svo sitt fyrsta maraþon á tímanum 03:59:55, glæsilegur árangur. Mikilvægt að njóta og hafa gaman Það eru margir þættir sem að spila inn í til að ná góðum árangri. „Lyk- illinn er að hafa gaman af þessu og það er líka mikilvægt að þekkja skrokkinn á sér,“ segir Sandra. Fyrir byrjendur, þá mælir hún með að njóta þess að vera úti í fersku lofti að hlaupa. „Ekki endilega pæla í vegalengdunum, frekar að miða við einhvern ákveðinn tíma sem þú ætlar að vera úti að hlaupa og hlaupa á þeim hraða sem þér líður vel á og bæta þá frekar í með tímanum. Síðan er líka ótrúlega gott að finna sér hlaupafélaga,“ segir Sandra sem telur að góður félagsskapur sé mikilvægur á erf- iðum æfingum. Utanvegahlaupin heilla Sandra stefnir á f leiri maraþon á næstunni, jafnvel annað á þessu ári. „Ég hafði líka mjög gaman af utanvegahlaupinu sem ég fór í og mig langar að taka fleiri svoleiðis. Þar næ ég að sameina útiveru, nátt- úru og hlaup sem mér finnst hin fullkomna þrenna.“ Hún er spennt að taka utanvegahlaup heima á Íslandi í sumar þar sem þar er mikið af fallegum hlaupaleiðum í einstakri náttúru. 4 KYNNINGARBLAÐ 2 4 . M A Í 2 0 1 9 F Ö S T U DAG U RÚT AÐ HLAUPA 2 4 -0 5 -2 0 1 9 0 7 :2 2 F B 0 4 8 s _ P 0 3 4 K .p 1 .p d f F B 0 4 8 s _ P 0 2 7 K .p 1 .p d f F B 0 4 8 s _ P 0 1 5 K .p 1 .p d f F B 0 4 8 s _ P 0 2 2 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 2 3 1 2 -8 2 D 4 2 3 1 2 -8 1 9 8 2 3 1 2 -8 0 5 C 2 3 1 2 -7 F 2 0 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 4 A F B 0 4 8 s _ 2 3 _ 5 _ 2 0 1 9 C M Y K

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.