Fréttablaðið - 24.05.2019, Blaðsíða 24
Stjórn Skokkhóps Hauka sér um skipulagningu hlaupsins undir formennsku Rann-
veigar Haf berg. Hlaupið byrjar
á Ásvöllum í Hafnarfirði, þaðan
liggur leiðin upp að og kringum
Hvaleyravatn, og um náttúru-
perlur í upplandi Hafnarfjarðar.
„Við erum venjulega með tón-
listaratriði og fleiri skemmtiatriði
í kringum hlaupið og það gerir
stemninguna enn skemmtilegri að
fólk hefur verið duglegt að koma,
bæði til að hvetja eða hlaupa. Við
erum alltaf löngu búin að panta
rosalega gott veður, sem hefur
tekist hingað til. Það verður að
sjálfsögðu gott veður í ár, ég lofa
því bara hér og nú,“ segir Anton.
Í ár ákvað stjórnin okkar að
aðeins 500 manns kæmust í
hlaupið að hámarki og Anton hvet-
ur fólk að drífa sig í að skrá sig þar
sem þegar eru margir búnir að því.
Hlaupið er vinsælt hjá erlendum
hlaupurum jafnt sem helstu
hlaupurum landsins, enda er
gefinn ITRA-punktur fyrir þá sem
klára 22 kílómetra leiðina. „Til að
komast í sum, stór hlaup erlendis,
þarftu að vinna þér inn ákveðið
marga ITRA-punkta. Þetta hlaup
gefur einn punkt, en það eru þrjár
vegalengdir sem hægt er að hlaupa
í Hvítasunnuhlaupinu, 14 kíló-
metra hlaup, 17 og hálfs kílómetra
og svo 22 kílómetra hlaupið. Menn
geta valið sér vegalengd við hæfi.“
Annars er hlaupið góð æfing fyrir
til dæmis þá sem ætla að hlaupa
Laugavegshlaupið þann 13. júlí í
ár. „Flestir sem fara í Laugavegs-
hlaupið hlaupa í Hvítasunnu-
hlaupinu til að undirbúa sig, en
Hvítasunnuhlaupið bíður upp á
hækkun og lækkun, malarstíga og
Fyrsta sinn á Íslandi notuð
fjölnota drykkjarmál í hlaupi
Eitt fyrsta utanvegahlaup ársins er Hvítasunnuhlaupið, sem verður hlaupið í ár þann 10. júní.
„Hlaupið er í mjög fjölbreyttri náttúru og alltaf gríðarlega skemmtilegt og ægilega mikil stemn-
ing,“ segir Anton Magnússon í Skokkhópi Hauka og upphafsmaður Hvítasunnuhlaupsins.
Anton Magnússon hlaupari og einn skipuleggjanda Hvítasunnuhlaupsins. Myndir frá Hvítasunnuhlaupinu 2018.
Sólrún
Freyja Sen
solrunfreyja@frettabladid.is
Í ár verður í fyrsta sinn boðið upp á 100 km liðakeppni sem er skipt upp þannig að fjórir kepp-
endur hlaupa 25 km hringinn,
þannig gildir samanlagður tími
þeirra í liðakeppni en að sjálfsögðu
virkar tíminn þeirra líka sem ein-
staklings tími. „Þjóðsagan segir að
Jóra í Jórukleif, tröllskessa mikil
sem fór víða um Suðurland, hafi
eina nótt, úrill í skapi, étið toppinn
á Henglinum. Það á að skýra rofið
sem er í toppi fjallgarðsins.“
Byrjunarreitur allra vegalengda
og mótsstjórn verður við veit-
ingastaðinn Skyrgerðina í hjarta
Hveragerðis. Styttri vegalengd-
irnar eru í kringum Hveragerði og
upp að Hamrinum sem er gríðar-
lega fallegur hraunhamar yfir
bænum. 25 km vegalengdin er upp
Reykjadalinn að Ölkelduhnjúk og
í kringum hann. Vegleg drykkjar-
stöð verður á Ölkelduhálsi. 50 km
Liðakeppni í Hengill Ultra hlaupinu
Hengill Ultra Trail keppnin verður haldin áttunda árið í röð þann 6.-7. september næstkomandi.
Eins og í fyrra verða hlaupnir í 5, 10, 25, 50 og 100 km sem er lengsta utanvegahlaup á Íslandi.
Glaður hópur hlaupara. Enn er góður tími til að skrá sig í hlaupið.
hlauparar fara hins vegar áfram
inn að Hengli, yfir fjallgarðinn,
niður Sleggjubeinsskarð þar sem
er salerni og vel útbúin drykkjar-
stöð og þaðan til baka. Þeir sem
hlaupa 100 km fara þá leið tvisvar.
Útsýnið frá Hengli er algjörlega
einstakt og er þessi hlaupaleið ein
sú fallegasta sem hægt er að finna
á Íslandi.
Gjafapoki með óvæntum
glaðningi frá samstarfsaðilum er
innifalinn í skráningu fyrir alla þá
sem munu skrá sig fyrir miðnætti
3. september. Eftir það verður ekki
hægt að skrá sig til leiks nema í 5
og 10 km hlaup. Allir sem hlaupa
50 km og 100 km fá sérstakan
„finisher“ fatnað merktan þessum
merkilega áfanga.
Hengill Ultra er síðasta stóra
hlaup sumarsins og má því segja að
þetta verði sannkölluð uppskeru-
hátíð íslenskra hlaupara.
grasstíga, mjóa stíga, breiða stíga
og allt þar á milli.“
„Hluti ágóða Hvítasunnuhlaups-
ins ár hvert rennur til styrktar
Skógræktarfélags Hafnarfjarðar,
en þau sem standa fyrir henni
hafa notað upphæðina í viðhald
og endurnýjun á göngustígum,
sem nýtist síðan öllum náttúru-
hlaupurum, enda er svæðið gríðar-
lega vinsælt svæði til æfinga,“ segir
Hreiðar Júlíusson, hlaupaþjálfari og
stjórnarmaður í Skokkhópi Hauka.
Anton segir að það sé stefnt að
því að gera hlaupið vistvænt, í ár
verður til dæmis ekki boðið upp á
einnota drykkjarmál á drykkjar-
stöðum. „Öllum sem taka þátt í
hlaupinu verður gefið margnota
glas sem er hægt að brjóta saman.
Menn verða að vera með drykkjar-
málin sín ef þeir ætla að fá vatn
á drykkjarstöðum. Þetta fyrir-
komulag er aðeins byrjað erlendis,
en Hvítasunnuhlaupið er líklega
fyrsta hlaupið á Íslandi til að fram-
kvæma þetta.“ Skipuleggjendur
Laugavegshlaupsins tilkynntu að
þeir myndu hafa sama fyrirkomu-
lag.
Eftir hlaupið verður svo boðið
upp á veitingar, heita súpu og
Hleðslu, og verðlaun verða afhent.
„Hlaupið er haldið í samstarfi við
Sportís, í verðlaun eru alls konar
vörur frá þeim eins og hlaupaskór
til dæmis, ásamt fjölda vinninga
frá öðrum góðum styrktaraðil-
um“ segir Anton. Þá er bæði mögu-
leiki á að vinna verðlaun fyrir
árangur í hlaupinu og að vinna
útdráttarvinninga fyrir þátttöku.
6 KYNNINGARBLAÐ 2 4 . M A Í 2 0 1 9 F Ö S T U DAG U RÚT AÐ HLAUPA
Myndir frá Hvítasunnuhlaupinu 2018. MYNDIR/RAGNHILDUR AÐALSTEINSDÓTTIR.
2
4
-0
5
-2
0
1
9
0
7
:2
2
F
B
0
4
8
s
_
P
0
3
6
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
4
8
s
_
P
0
2
5
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
4
8
s
_
P
0
1
3
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
4
8
s
_
P
0
2
4
K
.p
1
.p
d
f
A
u
to
m
a
ti
o
n
P
la
te
r
e
m
a
k
e
:
2
3
1
2
-6
F
1
4
2
3
1
2
-6
D
D
8
2
3
1
2
-6
C
9
C
2
3
1
2
-6
B
6
0
2
7
5
X
4
0
0
.0
0
1
2
A
F
B
0
4
8
s
_
2
3
_
5
_
2
0
1
9
C
M
Y
K