Fréttablaðið

Dagsetning
  • fyrri mánuðurmaí 2019næsti mánuður
    SuÞrMiFiLa
    2829301234
    567891011
    12131415161718
    19202122232425
    2627282930311
    2345678

Fréttablaðið - 24.05.2019, Blaðsíða 36

Fréttablaðið - 24.05.2019, Blaðsíða 36
Tilkynningar um merkis atburði, stórafmæli og útfarir má senda á netfangið timamot@frettabladid.is. Auglýsingar á að senda á auglysingar@frettabladid.is eða hringja í síma 550 5055. Elskuleg frænka okkar, Ingibjörg Steinunn Kristjánsdóttir frá Borgarnesi, sem andaðist á hjúkrunarheimilinu Skjóli 16. maí sl. verður jarðsungin frá Áskirkju föstudaginn 24. maí kl. 11.00. Sigurþór Jóhannesson Árný Ásgeirsdóttir Kristrún Jóhannesdóttir Unnur, Erla, Eva, Albert og fjölskyldur þeirra. Elskuleg móðir okkar, tengdamóðir, amma, langamma og langalangamma, Ragna Kristín Karlsdóttir frá Garði, lést á hjúkrunarheimilinu Hornbrekku Ólafsfirði sunnudaginn 12. maí. Útförin fer fram frá Ólafsfjarðarkirkju laugardaginn 25. maí kl. 14. Hulda Gerður Jónsdóttir Aðalsteinn Friðþjófsson Magnús Símon Jónsson Silvia Putta Hólmfríður Sólveig Jónsdóttir Gísli Heiðar Jóhannsson Helena Reykjalín Jónsdóttir Vilhjálmur Sigurðsson Rögnvaldur Karl Jónsson Björg Traustadóttir Harpa Hlín Jónsdóttir Magnús Rúnar Ágústsson Rithöfundar eru fólk sem fær borgað fyrir að detta út, fyrir athyglisbrest, borgað fyrir að gleyma sér, þann-ig er dagurinn hjá mér. Ég týnist mikið, dett milli vídda, til dæmis bara við að horfa á kaffikorginn skolast til í hvítum vask- inum. Ég var í slíku fráhvarfi frá heim- inum þegar síminn hringdi og mér var sagt að ég væri listamaður bæjarins um sinn. Það er tvist í afstæðri sögu sem ég sá ekki fyrir,“ segir Bjarni M. Bjarnason rithöfundur sem var valinn Bæjarlista- maður Garðabæjar í vikunni. Bjarni kveðst hafa fengið í faðminn blóm og bækur. „Menn lesa mig eins og opna bók og vita hvað ég vil. Ég er búinn að skoða eina bókina, Allt eitthvað sögu- legt, það er ljósmyndabók eftir Báru Kristinsdóttur. Myndirnar eru teknar á verkstæði í Garðabæ og eru af öldnum vinnufélögum, Elíasi Guðmundssyni og samstarfsmanni hans. Þetta eru myndir sem lýsa æviskeiði þeirra með því að sýna hluti veðraða af tímanum. Jón Kalman tók saman texta með töfra- glefsum úr því sem þeir segja, það eru fá orð sem þó draga upp mynd af ævi – orð til dæmis um ástarsögu sem hófst eftir Vestmannaeyjagosið, en hvarf svo, undarlega, eins og reykur. Þetta er ljóð- ræn og falleg bók og eitt af því sem kom mér skemmtilega á óvart þennan dag, ég vissi ekki einu sinni að hún væri til.“ Auk þess kveðst Bjarni hafa verið svo heppinn að fá að taka í höndina á sagnfræðingi bæjarins, Steinari J. Lúð- víkssyni. „Steinar horfði, dáleiðandi og stillilega, djúpt inn í fortíðina að baki mér, sagði, eins og miðill, að við húsið okkar hérna í bænum hefði verið sjoppa og bensíndæla. Nokkuð sem skýrir ryðguðu olíurörin sem skjótast hér og hvar upp úr grasinu milli blóma. Í þessu ljósi hef ég í dag ekki upplifað mig sem listamann bæjarins, heldur sem bens- ínafgreiðslumann um miðja síðustu öld, að veiða upp úr ferðalöngum sögur af næstu bæjum. Það kæmi mér ekki á óvart að ég ætti eftir að upplifa mig sem slíkan næsta árið og fyrir það er ég afar þakklátur Menningar og safnanefnd- inni. Það er ótrúlegt hvernig hægt er að koma manni í samband við upprunann nú til dags.” Eins og rithöfundum er tamt er Bjarni að skrifa. „Ég er að vinna skáldsögu og líka ritgerðir, nú síðast um Drauma-Jóa sem fæddist 1861, ef ég man rétt, og bjó á Sauðaneskoti á Langanesi fyrstu árin, veiktist tvisvar af taugaveiki í æsku en starfaði svo sem sauðahirðir og vinnu- maður. Hann var berdreyminn og var efni í fyrstu dulsálarrannsóknina á Íslandi sem Ágúst H. Bjarnason gerði. Sérstakt við hann var að það var hægt að halda uppi samtali við hann meðan hann svaf. Var hann þá mun málgefnari en hinn hógværi maður sem hann var í vöku. Ég hef alltaf haft áhuga á draumum og fann ýmsa skemmtilega, sem komu eftir pöntun frá sveitungum hans sem báðu hann um að athuga eitt og annað, utan þeirra sjónarsviðs. Drauma-Jói var svolítið notaður eins og internetið nú til dags, það var alltaf verið að „gúggla“ í kollinum á honum. Spyrja hann til dæmis um ættingja sem voru horfnir til Vesturheims og menn höfðu misst sambandið við. Hann fór á sálnaflakk, tékkaði á þeim og hafði nákvæmar fréttir að færa af húsakosti og fjölskyldu- högum þegar hann sneri aftur! Sérstakt við draumana er að þeir eru alltaf fyrir einhvern annan, aldrei hans draumur – nokkuð sem kannski er hliðstæða við starf skáldsagnahöfundarins. Eftir mikla leit tókst mér þó að finna draum, sem bara var hans og reyndist allt öðruvísi en allir hinir, ég velti honum oft fyrir mér.“ Bjarni á tæplega fjögurra ára sögu að baki sem íbúi í Garðabæ, býr þar með konu sinni Katrínu Júlíusdóttur, fyrrverandi ráðherra, og börnum og kveðst kunna vel við sig. „Ég hafði þráð garð með stóru tré í miðjunni sem hægt væri að sitja undir í skugga og lesa. Við fundum hús í svoleiðis garði, og þar er stór hlynur. Ég er mjög hrifinn af sól svo fremi sem ég get verið í skugganum. Það segir kannski eitthvað um höfunda. Það er líka mikilvægt að vera í réttri tegund af skugga og þar stendur hlynurinn sig. Hann breytir ljósinu í gyllta gullpeninga sem rigna yfir mann og dagbókina, pen- inga sem eru eins og aðrir slíkir, ágætir meðan þeir vara, en horfnir út í loftið áður en maður veit af.” gun@frettabladid.is Rétta tegundin af skugga Bæjarlistamaður Garðabæjar árið 2019 er Bjarni Múli Bjarnason rithöfundur. Hann var í fráhvarfi frá heiminum þegar síminn hringdi og hann fékk fréttir um upphefðina. Hér situr skáldið og nýkjörinn bæjarlistamaður í rétta skugganum af hlyninum góða. FRÉTTABLAÐIÐ/SIGTRYGGUR ARI Bjarni bæjarlistamaður 2019 og Gunnar Valur Gíslason, forseti bæjarstjórnar og for- maður menningar- og safnanefndar Garðabæjar. MYND/VALDIMAR KRISTÓFERSSON 1882 Ekvador hlýtur sjálfstæði frá Spáni. 1935 Friðrik krónprins Dana gengur að eiga Ingiríði Svíaprinsessu. 1944 Dómkirkjan í Berlín eyðileggst í sprengjuregni. 1956 Fyrsta Söngvakeppni evrópskra sjónvarpsstöðva er haldin í Lugano í Sviss. Lys Assia vinnur fyrir Sviss með laginu Refrain. 1958 Mokkakaffi á Skólavörðustíg er opnað. 1973 Rúður eru brotnar í breska sendi- ráðinu í Reykjavík þegar hópur fólks mótmælir landhelgis- deilunni. 1973 Danir lögleiða fóstureyðingar. 1988 Umdeild sveitarstjórnarlög eru samþykkt í Bret- landi þar sem kynning á samkynhneigð í opinberum skólum er bönnuð í grein númer 28. 1990 Tvö nýbyggð flóttamannaskýli í Kimstad í Svíþjóð eru brennd. 1993 Erítrea hlýtur fullt sjálfstæði frá Eþíópíu. 2001 Temba Tsheri 16 ára verður yngstur til að ná tindi Everestfjalls. 2001 Maríukirkja í Breiðholti í Reykjavík er formlega vígð. 2002 George W. Bush og Vladimír Pútín undirrita samn- ing um takmörkun kjarnavopna í Moskvu. 2002 Marta Lovísa Noregsprinsessa gengur að eiga Ari Behn í Niðaróssdómkirkju. 2003 Sertab Erener sigrar Söngvakeppni evrópskra sjón- varpsstöðva fyrir Tyrkland með laginu „Everyway That I Can“. Framlag Íslands er lagið Open Your Heart með Birgittu Haukdal. 2004 Alþingi samþykkir umdeilt frumvarp um eignarhald á fjölmiðlum. 2007 Ríkisstjórn Sjálfstæðisflokks og Samfylkingar tekur við völdum á Íslandi. Merkisatburðir 2 4 . M A Í 2 0 1 9 F Ö S T U D A G U R16 T Í M A M Ó T ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð TÍMAMÓT 2 4 -0 5 -2 0 1 9 0 7 :2 2 F B 0 4 8 s _ P 0 3 6 K .p 1 .p d f F B 0 4 8 s _ P 0 2 5 K .p 1 .p d f F B 0 4 8 s _ P 0 1 3 K .p 1 .p d f F B 0 4 8 s _ P 0 2 4 K .p 1 .p d f A u to m a tio n P la te re m a k e : 2 3 1 2 -6 F 1 4 2 3 1 2 -6 D D 8 2 3 1 2 -6 C 9 C 2 3 1 2 -6 B 6 0 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 2 A F B 0 4 8 s _ 2 3 _ 5 _ 2 0 1 9 C M Y K

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað: 119. tölublað (24.05.2019)
https://timarit.is/issue/402018

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.

119. tölublað (24.05.2019)

Aðgerðir: