Morgunblaðið - Sunnudagur - 07.04.2019, Blaðsíða 15

Morgunblaðið - Sunnudagur - 07.04.2019, Blaðsíða 15
7.4. 2019 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 15 Ég var búinn að vera með ónýt hné í lang-an tíma þegar ég fór fyrir rúmum fjór-um árum að hitta lækni í Orkuhúsinu sem átti að gera við hnén á mér. Hann setti mig á biðlista og sagði að biðin gæti verið eitt til tvö ár eftir að komast að í fyrstu aðgerð. En svo þremur mánuðum seinna greindist kona mín með krabbamein og ég hætti að hugsa um hnén á mér,“ segir hann. „Svo fyrir ári var hún útskrifuð og ég gat farið að hugsa um sjálfan mig. Ég vissi að þessi læknir væri farinn af landi brott en ég hafði ekki heyrt neitt frá honum. Ég hugsaði mér gott til glóðarinnar að vera enn á þessum fína biðlista og ég myndi fá mér nýjan lækni. Ég hlyti að vera orðinn fremstur í röðinni.“ Hefði tekið sex ár „Svo hitti ég lækni í ágúst á síðasta ári sem upplýsti mig um það að ég væri ekki á neinum biðlista en það er víst þannig að maður fer á biðlista hjá sínum lækni, ekki spítalanum. Ef læknirinn hverfur fer maður aftur á biðlista. Þannig var staðan í ágúst í fyrra. Hann sagði mér að tala við sig eftir ár og reikna með fyrstu aðgerð eftir tvö ár, en ég þurfti að fara í þrjár; tvö hné og eina mjöðm. Þetta hefði tekið mig sex ár. Ég áttaði mig á því að það væri engin heilbrigðisþjónusta í boði nema þá að fara til útlanda í aðgerð,“ segir hann og segist þá hafa ákveðið að athuga með Klíník- ina. Himnaríki á jörðu „Ég fékk tíma í mjaðmaaðgerð eftir mánuð og síðan fór ég í hnéaðgerð og er á leið í þriðju að- gerðina í apríl. Þetta er himnaríki á jörðu, þetta er miklu meira heimili en stofnun og ég er ekki viss um að ég myndi vilja fara annað eftir þessa reynslu hér. Svo er læknirinn hér algjör engill og snillingur,“ segir hann og á við Hjálmar Þorsteinsson bæklunarlækni. Guðmundur segir að auðvitað finnist sér blóðugt að þurfa sjálfur að greiða allan kostn- að úr eigin vasa. „Ég þarf að sætta mig við það. Mér finnst það rosalega ósanngjarnt. Hefði ég vitað hvernig kerfið virkar hefði ég pantað mér í aðgerð þegar ég var sextugur,“ segir Guðmundur en hann vann í hálfa öld við bílaviðgerðir þar sem reyndi mikið á liðina. „Maður var á steingólfi alla tíð. Aldrei á æv- inni átti ég hnéhlífðarbuxur, þær voru ekki komnar þá í tísku.“ Þrjár aðgerðir á fjórum mánuðum Hvernig hefur þér liðið eftir þessar tvær að- gerðir? „Hálfum mánuði eftir mjaðmaaðgerðina vissi ég varla af því en þessi tók aðeins lengri tíma en eftir tæpa tvo mánuði er þetta að verða fínt þannig ég er að verða tilbúinn í þá þriðju. Ég næ því að fara í allar þrjár aðgerðirnar á fjór- um mánuðum og fjórum dögum. Þá fæ ég nýtt líf; ég gat ekki orðið farið út að ganga eða neitt gert,“ segir hann og er afar glaður að klára þessar þrjár aðgerðir á svona skömmum tíma. Hann segist ekki hafa getað beðið lengur. „Ég las það þannig að það væri ekkert víst að ég væri lifandi eftir sex ár þegar væri komið að síðustu aðgerðinni.“ Datt af biðlistanum Guðmundur Grétar Bjarnason þurfti á þremur lið- skiptaaðgerðum að halda. Fyrsti læknirinn hvarf af landi brott og datt þá Guðmundur af biðlistanum. Guðmundur Grétar Bjarna- son fer bráðlega í sína þriðju liðskiptaaðgerð á fjórum mánuðum, en hann greiðir sjálfur allan kostnað. Morgunblaðið/Ásdís Guðmundur Hannesson var í óða-önn að æfa fótleggi í sjúkra-þjálfun þegar blaðamaður náði af honum tali. „Það var skipt um vinstra hné í mér á Klíníkinni í Ármúla hinn 17. október í fyrra,“ segir hinn 71 árs gamli Guðmundur og nefnir að aðdragandinn hafi verið töluvert lengri. „Þetta byrjaði allt 1975; þá sleit ég bæði krossböndin í vinstra hné og það var gert við það á gamaldags hátt en löppin var aldrei góð. Ég náði hvorki fullri beygju né fullri réttu. Ég lét mig nú hafa það og fór að hlaupa og hef hlaupið alla tíð síðan. Ég hef hlaupið nokkur maraþon og heilmörg hálfmaraþon en fyrir tíu árum hætti ég að hlaupa; þá var hnéð orðið það slitið,“ segir Guðmundur. Verkir fóru að láta á sér kræla og læknir Guðmundar sagði að það eina í stöðunni væri að skipta um hné. Valdi frekar að bíða ekki „Það voru tveir kostir sem hann gaf mér. Hann gæti sent bréf á Landspítalann og þeir myndu hafa samband eftir sex mán- uði, bjóða mér viðtal og skoðun eftir ár og mestar líkur væru á því að ég kæmist í aðgerð eftir 18-24 mánuði,“ segir hann. Hinn kosturinn væri að greiða sjálfur að- gerðina og komast að strax. „Ég hafði þá samband við Klíníkina, sem bauð mér í viðtal viku seinna. Ég valdi sjálfur að koma í aðgerð hálfum mánuði síðar. Það var eins og við mann- inn mælt; aðgerðin tók klukkutíma og svo var ég eina nótt hér á hótelinu. Svo fór ég heim og er að verða feiknagóður núna fimm mánuðum síðar.“ Heldurðu að lífsgæði þín hefðu skerst ef þú hefðir þurft að bíða kannski í tvö ár? „Já, og ekki bara það heldur hefði endurbatinn orðið miklu hægari. Mér hefði versnað svo mikið. Ég var í mjög góðu formi áður en ég fór í aðgerð hérna en ég var farinn að missa svolítið tökin; ég gat ekki hreyft mig eins mikið.“ Hvað finnst þér um að ríkið taki ekki þátt í kostnaði þínum við þessa aðgerð? „Ég hef í sjálfu sér ekki skoðun á því, þetta er, eins og með allt í pólitík, spurn- ing um forgangsröðun; hvar á að setja peningana. Landspítalinn gerir eins vel og hann getur en þeir anna bara ekki meiru. Þetta kostar auðvitað en í mínu tilviki átti ég þetta inni á sparisjóðsbók og fannst þetta betri fjárfesting að geyma þetta í löppinni á mér en inni á bók. Þannig að ég skellti mér bara í þetta og sé ekki eftir því.“ Guðmundur Hannesson valdi frekar að borga sjálfur en bíða í allt að tvö ár eftir aðgerð. Morgunblaðið/Ásdís „Mér hefði versnað svo mikið“ Guðmundur Hannesson stóð frammi fyrir 18-24 mánaða bið eftir aðgerð en valdi að borga sjálfur aðgerð hjá Klíníkinni. Hann sér ekki eftir því. Þegar leitað var eftir upplýsingum eða svörum heilbrigðis- ráðherra um hvað koma skyldi í málum biðlistanna sendi upplýsingafulltrúi heilbrigðisráðuneytis eftirfarandi bréf. Það inniheldur upplýsingar sem legið hafa fyrir frá því að fjárlaga- frumvarp þessa árs var lagt fram og síðar samþykkt á Alþingi. „Liðskiptaaðgerðir, augasteinsaðgerðir, tilteknar kven- líffæraaðgerðir og brennsluaðgerðir vegna gáttatifs verða í forgangi við ráðstöfun 850 milljóna króna sem ætlaðar eru til að stytta bið sjúklinga eftir mikilvægum aðgerðum. Þetta eru sömu aðgerðaflokkarnir og settir voru í forgang samkvæmt mati Embættis landlæknis í sérstöku biðlistaátaki til þriggja ára sem lauk á síðasta ári. Átakið skilaði umtals- verðum árangri og tókst að stytta biðtíma eftir öllum þeim aðgerðum sem um ræðir. Ljóst er að halda þarf áfram á sömu braut svo biðtíminn lengist ekki á ný. Sérstaklega er mikilvægt að framkvæma eins margar liðskiptaaðgerðir og kostur er þar sem þörf fyrir slíkar aðgerðir eykst jafnt og þétt. Til að mæta þörf fyrir aukinn fjölda valinna aðgerða var með fjárlögum þessa árs ákveðið að veita varanlega fjárveit- ingu, samtals 840 milljónir króna, til að fjölga tilteknum mik- ilvægum aðgerðum samkvæmt mati landlæknis og sporna með því við langri bið sjúklinga. Líkt og í átaksverkefninu munu Landspítalinn, Sjúkrahúsið á Akureyri og Heilbrigð- isstofnun Vesturlands taka að sér að sinna umtalsvert fleiri aðgerðum en þær myndu gera að öllu óbreyttu, með þeim fjármunum sem sérstaklega eru ætlaðir í þessu skyni. Stofn- anirnar þrjár hafa lagt fram áætlanir um tegundir og fjölda aðgerða sem þær munu sinna og verður framkvæmdin sem hér segir: Um 570 liðskiptaðagerðir Alls munu stofnanirnar þrjár framkvæma um 570 lið- skiptaaðgerðir umfram þann aðgerðafjölda sem þær hefðu annars sinnt án sérstaks fjárframlags. Af þeim verða 250 gerðar á Landspítalanum, 250 á Sjúkrahúsinu á Akureyri og 70 á Heilbrigðisstofnun Vesturlands. Til samanburðar voru gerðar samtals 523 liðskiptaaðgerðir í biðlistaátaki síðasta árs.“ Þörf fyrir aðgerðir eykst

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.