Morgunblaðið - Sunnudagur - 07.04.2019, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - Sunnudagur - 07.04.2019, Blaðsíða 4
HEIMURINN 4 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 7.4. 2019 Langar þig í ný gleraugu! Smáralind – Sími 517 0317 – www.plusminus.is PLUSMINUS | OPTIC Það fyrsta sem Marilyn Monroe leikkona tók eftir þegar hún hitti Arthur Miller rithöfund, voru gleraugun! Aðgengi á að vera fyrir alla Við höfum barist fyrir því lengiað sett verði á fót eftirlit meðaðgengi fyrir fatlaða að opinberum byggingum en þetta eftirlit hefur í besta falli verið handahófs- kennt fram að þessu,“ segir Stefán Vilbergsson, verk- efnastjóri aðgengis- mála hjá Öryrkja- bandalagi Íslands (ÖBÍ), í samtali við Morgunblaðið en bandalagið er að hleypa af stokkunum átaki þar sem út- tekt verður gerð að aðgengismálum fatlaðra. Að sögn Stefáns hafa útfærslur á að- gengi fyrir fatlaða ekki alltaf verið hugsaðar til enda sem helgast ekki síst af því að skort hefur ákveðna þekkingu á þessum málum gegnum tíðina. „Tilgangurinn með átakinu er að vekja athygli á þessum málum og benda á helstu hindranir fyrir fatlað fólk,“ segir Stefán en tvær konur, Margrét Lilja Aðalsteinsdóttir og Guðrún Ósk Maríasdóttir, hafa verið ráðnar til að gera úttektina. Munu þær á næstu mánuðum fara á hina ýmsu staði, svo sem í opinberar bygg- ingar, stærri verslanir og fleiri staði sem þurfa að vera aðgengilegir fyrir fatlaða, og kynna sér hvernig þessum málum er háttað og í framhaldinu senda ábendingar til þeirra sem ráða þessum málum á hverjum stað fyrir sig. „Þetta er mjög brýnt,“ segir Margrét Lilja í samtali við vef ÖBÍ. „Það er ótrú- lega mikilvægt að allir komist að, hvort sem það er í heilbrigðiskerfinu eða menntakerfinu, eða bara alls staðar þar sem fólk þarf að komast um.“ „Við munum einbeita okkur að opin- berum stofnunum og öðrum stöðum þar sem fólk þarf að komast og allir eiga að geta komist um,“ bætir Guð- rún Ósk við. Stefnt er að því að verkefnið verði áberandi á samfélagsmiðlum og munu Margrét og Guðrún reglulega setja inn myndbönd úttektum sínum til stuðnings. Auk þess að benda á það sem betur má fara munu þær að sjálfsögðu einnig vekja athygli á því sem er í lagi og vel gert. Átakið mun standa í eitt ár Fyrstu úttektirnar voru gerðar á dögunum, við leitarstöð Krabba- meinsfélagsins annars vegar og við kvennadeild Landspítalans hins veg- ar og voru myndbönd sem tekin voru sýnd á málþingi ÖBÍ í vikunni. Í framhaldinu voru ábendingar sendar á viðkomandi aðila. Að sögn Stefáns verða Margrét og Guðrún á ferðinni í hálft ár en ÖBÍ mun að því loknu gefa sér aðra sex mánuði til að vinna úr gögnum. Átak- ið mun því standa í heilt ár. Það segir sig sjálft að ÖBÍ myndi ekki efna til átaks af þessu tagi ef hvergi væri pottur brotinn. „Það er alveg rétt,“ segir Stefán. „Þessum málum er ekki nægilega vel háttað og víða má gera betur. Það eru allskonar brotalamir sem nauðsynlega þarf að laga. Okkur finnst sjálfsagt að að- gengi sé fyrir alla en staðreyndin er eigi að síður sú að húsráðendur hafa komist upp með að framfylgja ekki reglugerð. Á móti kemur að við Ís- lendingar höfum gengist undir samn- ing Sameinuðu þjóðanna um aðgengi fatlaðs fólks og þar stendur skýrum stöfum að stjórnvöldum beri að ryðja úr vegi hindrunum í samfélaginu.“ Spurður hvort viðhorfið til aðgeng- ismála sé almennt ekki jákvætt í sam- félaginu svarar Stefán: „Jú, það er mín tilfinning. Almenningur hefur ekki alltaf verið vakandi fyrir þessu, sem er ósköp eðlilegt, fólk veltir svona löguðu oft ekki fyrir sér fyrr en á reynir, en mér finnst þetta smám saman vera að breytast. Það er að verða ákveðin vakning gagnvart þessum aðgengismálum. Einmitt þess vegna kemur átakið á góðum tíma og ég hef mikla trú á því að það skili árangri.“ Aðgengi fyrir fatlað fólk er misjafnlega gott eftir byggingum. Morgunblaðið/Golli Öryrkjabandalagið hefur hleypt af stokkunum átaki sem hefur það markmið að bæta aðgengi fyrir fatlaða að opinberum byggingum, stórversl- unum og fleiri stöðum víðsvegar um samfélagið. Orri Páll Ormarsson orri@mbl.is Stefán Vilbergsson Fyrsti apríl var á mánudaginn. Sú var tíð aðdagurinn var hátíð hrekkjalóma, fullur affegurðinni sem fylgir bjánalegum lygum sem fá fólk til að hlaupa apríl. Gamall siður þar sem öllum bönnum var aflétt og enginn var óhultur. Fjölmiðlar lögðu metnað og mikla pæl- ingu í djúp aprílgöbb sem gátu fengið fólk til að gera sig að fífli í hundraðatali. Það er búið. Höskuldarnir hafa eyðilagt aprílgabbið með því að hreinlega geta ekki haldið kjafti. Þeir þurftu að vera eins og óþolandi fólkið sem fer aftur í bíó bara til að geta blaðrað yfir allan sal- inn hvað gerist næst. Þessi sjálfbirgingsháttur hefur eyðilagt þennan fallega hátíðisdag. (Já ég veit að ég er kannski fulldramatískur.) Þetta byrjaði jafnvel fyrir helgi. Sérfræðing- arnir þurftu að giska á hvert aprílgabbið yrði. Láta vita hversu klárir þeir væru að vera búnir að reikna allt út og ekkert gæti komið þeim á óvart með svona: „Hahaha. Hvaða fjölmiðill ætli verði fyrstur með aprílgabbið og nýja lággjalda- flugfélagið?“ Þar með tókst þeim að stela bestu hugmyndunum og, það sem verra er, minna fólk á það hvaða dagur væri fram undan. Aprílgöbb ársins voru því flest frá fyr- irtækjum og báru á sér auglýsingabrag í stað þess að vera til þess fallin að láta fólk hlaupa. Sem er náttúrlega algjört lykilatriði í þessu öllu. Árum saman höfum við, sem þjóð, náð að þegja yfir aprílgöbbum. Alveg eins og hér áður fyrr þegar fjölmiðlar gerðu með sér það heið- urssamkomulag að segja ekki frá úrslitum Eurovision fyrr en Sjónvarpinu þóknaðist að sýna keppnina. Ég held að það skilji ekki allir fegurðina sem felst í góðu aprílgabbi. Í metsölubók (já ég má kalla hana það) minni: Handbók hrekkjalómsins rakti ég sögu þessa fyrirbæris og þau göbb sem staðið hafa upp úr í sögunni í meira en hálfa öld. Oft lýsa þau tíðarandanum vel. Til dæmis þegar fólk gat fengið ódýrt púrtvín frá bannárunum, ef það kæmi með ílát fyrir það. Eða þegar ríkið keypti þriðjung af Mallorca. Eða þegar trans- istor í gengisreiknivél Seðlabankans bilaði og aðeins fengust varahlutir frá Rússlandi sem reiknuðu allt í rúblum. Gengið hafði verið lækk- að en hefði átt að hækka. Eða þegar hægt var að kaupa lítið tæki sem breytti svarthvítu sjón- varpstæki í litasjónvarp. Árið 1980 tóku öll blöðin sig saman og birtu gabb um ódýra japanska bíla, Mihitzu, sem kostuðu nánast ekki neitt. Og svo allt hitt: Af- ruglunargleraugun, gæludýratalning (þar sem fólk átti að standa í dyragættinni með gæludýr- ið), bjórsmökkun, rýmingarsölur, þegar bænd- ur skutu Keikó og uppáhaldið mitt: Þegar McDonalds ætlaði að fá lögbann á Kópavogs- kirkju. Af eftirminnilegum aprílgöbbum í útlöndum má nefna þegar lita átti alla hunda hvíta til að auka öryggi í umferðinni, hægt var að breyta svarthvítu sjónvarpi í lit með því að draga næl- onsokk yfir það og jafnvel senda lykt í gegnum tækið. Loch Ness-skrímslið hefur fundist nokkrum sinnum, geimverur hafa komið og far- ið og veðurstjórnunarvélar. En við megum ekki gefast upp. Höldum áfram og finnum leið til að halda gabbinu lifandi. Eins og maðurinn sem breytti öllum klukkum heimilisins og sendi dóttur sína í skólann klukk- an fimm að morgni fyrsta apríl. Þrjú ár í röð! Reynið að segja mér að það sé ekki sniðugt. 1. Kennt við Höskuld Þórhallsson sem blaðraði frá nýrri ríkisstjórn. Óvart. ’Árið 1980 tóku öll blöðin sigsaman og birtu gabb um ódýrajapanska bíla, Mihitzu, sem kostuðunánast ekki neitt. Og svo allt hitt: Afruglunargleraugun, gæludýra- talning (þar sem fólk átti að standa í dyragættinni með gæludýrið), bjór- smökkun, rýmingarsölur, þegar bændur skutu Keikó og uppáhaldið mitt: Þegar McDonalds ætlaði að fá lögbann á Kópavogskirkju. Á meðan ég man Logi Bergmann logi@mbl.is Björgum aprílgabbinu 1

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.