Morgunblaðið - Sunnudagur - 07.04.2019, Blaðsíða 17
andi sjálfsmörkum sjálfs forsætisráðherrans í húsinu
fræga númer 10 og er það í fyrsta sinni frá framgöngu
Edens og þar á undan Chamberlains sem það fræga
númer 10 stendur fyrir falleinkunn í glímu við vini sem
óvini.
Engin merki um að stefnt hafi í átök
stórríkja Evrópu
Friðinn í Evrópu nú síðast, sem sjálfshólið í álfunni
tekur til, tryggðu Bandaríkin með herstyrk sínum og
forystu og með veru Evrópuríkjanna sjálfra í Nató.
Breytir það auðvitað engu um þá niðurstöðu að her-
styrkur Bandaríkjamanna og Breta var ekki í álfunni
til að forðast ný átök Þjóðverja og Frakka, enda hafa
Þjóðverjar engan herstyrk til slíks, heldur til að sýna
Stalín og lærisveinum hans að frelsið í vestrinu, sem
þeir hötuðu, yrði varið og að þeir myndu hafa verra af
reyndu þeir að farga því.
Vissulega hafa Þýskaland og Frakkland löngum
staðið fyrir styrjöldum í álfunni. Raunar Þýskaland
eitt seinustu öldina og þá kom það jafnan í hlut Breta
og Bandaríkjanna að skakka þann leik.
Bretar guldu það góðverk dýru verði og hafa aldrei
náð vopnum sínum til fulls eftir síðari slaginn og menn
sjá í verki vinsemd og þakklæti Þjóðverja og Frakka í
þeirra garð nú.
Það er því í besta falli hlægilegt hátíðarhjalið um það
að ESB hafi komið í veg fyrir styrjaldarástand í Evr-
ópu á meðan Nató sá um varnir gagnvart utanaðkom-
andi vá og Bandaríkin höfðu hundrað þúsund hermenn
á svæðinu og Bretar einnig lengst af með álitlegan
liðsafla. En talið er óneitanlega óviðeigandi.
Sovétríkin hrundu án
útgöngusamnings
Helsta tilefnið sem gefið er vegna fyrrnefndrar um-
ræðu um Nató núna er hins vegar meintur skortur á
andstæðingi, sem gæfi raunverulegt tilefni til þess að
á honum séu hafðar góðar gætur.
Stóru breytingarnar á hernaðarlegu landslagi á
meginlandi Evrópu og auðvitað víðar urðu með falli
Sovétríkjanna. Þau hrundu svo að segja á einni nóttu.
Ef að ESB hefði krafist þess að gerður yrði út-
göngusamningur um það hrun og ella „störfuðu“ Sov-
étríkin áfram, þá væru þau hérna enn og gamli góði
Gorbasjeff enn á rölti um Kremlarganga.
Það hefði verið þúsund sinnum meira mál að leggja
Sovétríkin niður eftir handbók skrifræðismanna en
það auma verkefni er að eitt af 28 ríkjum yfirgefi
draugahús ESB og raunar það ríki þess sem mesta
reynslu hefur í alþjóðlegum samskiptum allra þessara
ríkja.
Hið tröllaukna vandamál sem vandræðafrúin í
London hefur gert úr meintum skorti á útgöngusamn-
ingi er með miklum ólíkindum.
Yeltsín stöðvaði Gorbasjeff á sínum tíma þar sem
hann stóð í ræðustól og rétti honum einblöðung um
að kommúnistaflokkur Sovétríkjanna væri lagður
niður og þar með Sovétríkin. Þar sem hann stóð í
ræðustólnum áttaði Gorbasjeff sig á því að hann var
þar með búinn að missa forsetaembættið, skrifborðið
og stólinn. Hann hafði ekki einu sinni hugmyndaflug
til að spyrja: Má ég fá að sjá útgöngusamninginn,
Boris.
En Boris var engin Merkel og enn síður May.
Hann var maðurinn sem klifraði upp á skriðdrekann
fyrir allra augum. Og þá þurfti ekki frekari orðaskipti.
Dyflinnarræðan
Í vikunni var frú Merkel stödd á Írlandi hjá forsætis-
ráðherranum þar. Hún vísaði í ræðu til umræðu um
„backstop“ samninginn sem er eitt helsta trikkið í
vandanum um útgöngusamninginn fræga, sem er 500
síður af þvælukenndu þrugli og eitt helsta gervivanda-
mál allra alda.
Réttlæting þessa pólitíska tilbúnings og alls þess
sem á það er hengt er sótt í „friðarsamninginn“ um Ír-
land sem sé heilagur alþjóðlegur sáttmáli.
Einhvers konar sýnileg landamæri, með „snertanleg
samskipti“ þar, á milli Norður Írlands og Írlands,
myndu „þverbrjóta samninginn“ og látið er að því
liggja að það brot gæti leitt til þess að allt félli í fyrra
horf og hermdarverkamenn tækju að myrða almenna
borgara á nýjan leik.
Í þessu sambandi sagði frú Merkel efnislega í ræðu í
höfuðstað gestgjafans að hún gæti trútt um vandamál
landamæra rætt og betur en flestir. Hún væri jú alin
upp í Austur-Þýskalandi, austan við hinn fræga múr.
Fjölmiðlamenn máttu vart vatni halda yfir þessari
snilld.
Það minnti hins vegar aðra helst á það þegar að
dánumaður íslenskur hafði gerst of háður Bakkusi
bónda og hélt sambandi sínu við hann gangandi með
því að slá samborgarana í miðbænum um laust fé, sem
þeir teldu sig geta án verið. Hann var jafnan elskuleg-
ur og fínn til fara og varð vel ágengt. Svo vel að skatt-
stjórinn í Reykjavík hafði í flimtingum á skrifstofunni
að væri allt talið fram til skatts sem sláttumennskan
gæfi þá yrði dánumaður á meðal þeirra sem færu hvað
hæst á lista reykvískra skattgreiðenda.
Eitt sinn sem oftar var okkar maður á gangi í Aust-
urstræti þegar að maður vék sér að honum og vildi slá
hann um fé. Sagðist sá ekki geta afborið lengri sam-
veru með þynnku sinni. Okkar maður horfði á hann
raunamæddur og sagði: „Það er bara tvennt til. Annað
hvort ert þú úr hófi gamansamur eða þú ert utanbæj-
armaður.“
Þeir sem tóku hatt sinn ofan fyrir snilldartalinu í
Dublin um landamærin og múrinn hafa verið sömu
gerðar. Berlínarmúrinn var ekki settur upp til að
verja landamæri fyrir óvinveittum aðkomumönnum
erlendis frá. Hann var fangelsismúr. Það kom aldrei
fyrir að aðkomumenn féllu dauðir fyrir byssukúlum
þegar þeir reyndu að brjóta sér leið yfir eða í gegnum
þann múr. Það langaði engan mann inn fyrir hann. En
það féllu hins vegar margir úr hópi heimamanna sem
vildu út og það grétu enn fleiri frelsisleysi sitt þótt þeir
fórnuðu ekki lífinu fyrir það.
Það hlýtur hins vegar að vera ankannalegt fyrir frú
Merkel, og einmitt af því að hún er alin upp austan við
járntjald, að svo er komið að sífellt fleiri vilja út úr
ESB.
Út í frelsið.
Og einmitt hún ætti að hafa lært það, að það endar
illa að gera mönnum útgönguna á vit fullveldis og
frelsis eins erfiða og verða má.
Ekki satt?
Merkel?
Morgunblaðið/Eggert
7.4. 2019 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 17