Morgunblaðið - 20.04.2019, Page 25

Morgunblaðið - 20.04.2019, Page 25
25 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 20. APRÍL 2019 Hafrót Öldugangur getur orðið allnokkur í Reykjavíkurhöfn. Þá er jafnan hressandi að skima í brimið. Eggert Með dómi 5. apríl 2019 varð Landsréttur við kröfu minni um að fella úr gildi úrskurð úrskurðarnefndar lög- manna frá 26. maí 2017 í máli Lögmanna- félags Íslands (LMFÍ) gegn mér. Niðurstaða dómsins byggðist á því að stjórn félagsins hefði ekki haft laga- heimild til að leggja fram kvörtun sína á hendur mér fyrir nefndina. Áminning nefnd- arinnar á mínar hendur var því felld úr gildi og málskostnaður lagður á LMFÍ fyrir báðum dóm- stigum. Rökin fyrir dómsniðurstöðunni lúta að því að skyldufélag eins og LMFÍ geti ekki átt aðild að kærum til nefndarinnar, þar sem gerðar eru kröfur um refsikenndar ákvarð- anir á hendur félagsmönnum vegna samskipta þeirra við aðra. Slík kæruaðild þarfnist skýrrar laga- heimildar. Henni er ekki til að dreifa í lögum um lögmenn. Úr- skurðarnefndin fjallar aðeins um kærur á hendur lögmönnum frá þeim sem lögmaður hefur starfað fyrir. Svo háttaði ekki til í þessu máli, heldur tók stjórn LMFÍ það upp hjá sjálfri sér að beina kvörtun sinni á hendur mér til nefndarinnar vegna samskipta minna við mann sem var stjórninni óviðkomandi. Ekki flókin lögfræði Þessi úrlausn Landsréttar er ekki mjög flókin lögfræðilega. Hún á rót sína að rekja til ákvæðis 2. mgr. 74. gr. íslensku stjórnarskrár- innar um félagafrelsi, sem kom í núverandi mynd inn í skrána 1995. Í framhaldinu var einnig gerð breyting á lögum um lögmenn sem takmarkaði valdheimildir Lög- mannafélagsins við stjórnsýslu- hlutverk þess, eins og því er lýst í lögunum. Þar er hvergi veitt heim- ild til að félagið sjálft beini kvört- unum á hendur einstökum lög- mönnum til úrskurðarnefndarinnar. Fimm starfandi lögmenn sitja í stjórn LMFÍ, sem tók ákvörðunina um atganginn gegn mér. Þeir munu allir hafa greitt atkvæði með at- ganginum, þrátt fyrir framangreind lagasjónarmið sem ættu að vera starfandi lögmönnum töm. Í úr- skurðarnefndinni sjálfri sitja svo þrír í viðbót, sem ættu líka að ráða við þetta einfalda úrlausnarefni. Raunar var þar borinn fram af minni hálfu rökstuðningur sem að þessu laut. Hann virtist ekki skipta neinu máli. Tekið skal fram að ég hafði ekki teflt fram sérstökum rök- um um þetta fyrir stjórninni sjálfri áður en hún lagði málið fyrir nefnd- ina, af þeirri einföldu ástæðu að mér datt ekki í hug að hún myndi freista þess að beina málinu þang- að. Til þess þurfti nokkra hug- kvæmni. Í þágu metnaðar Mér er ljóst að þessar aðgerðir gegn mér á vettvangi LMFÍ eiga rót sína að rekja til persónulegrar óvildar þáverandi formanns félags- ins í minn garð. Þar fer gamall nemandi minn í lögmennsku og uppalningur. Ekki veit ég vel af hverju hann hefur borið svo illan hug til mín í seinni tíð, en grunar helst að hann telji ætlað vinfengi við mig illa þjóna vonum hans um framgang í heimi laga og réttar, þar sem ég hef opinberlega gagnrýnt meðferð dómsvalds í hendi þeirra sem öllu ráða á þeim vettvangi. Ég geri ekki mikið með þetta. Hver og einn maður verður sjálfur að vinna úr þeim efnivið sem for- lögin hafa úthlutað honum. Hitt finnst mér verra að sjö aðrir vel fram gengnir lögmenn skuli láta það eftir þessum formanni að brjóta á mér lagalegan rétt, sem ætti að vera þeim öllum ljós, ef þeir aðeins kunna grunnatriði í því fagi sem þeir hafa gert að lífs- viðurværi sínu. Hvers vegna taka menn sæti í fjölskipuðum nefndum á grundvelli þekkingar á lögum, ef þeir ákveða síðan að taka ekki sjálfstæða afstöðu til þeirra úrlausnarefna sem fyrir þá eru borin? Eru þeir bara að ná sér í línu í ferilskrána? Svo bætast núna við fréttir af því að stjórn LMFÍ hafi ákveðið að leita eftir leyfi til að áfrýja dómi Landsréttar til Hæstaréttar. Kannski er þetta dæmi um að rang- ar ákvarðanir kalli á forherðingu. Ef til vill gerir stjórnin sér vonir um að Hæstiréttur veiti áfrýjunarleyfi vegna andúðar á mér, sem ekki hef- ur leynt sér í seinni tíð og á rót að rekja til gagnrýni minnar á störf réttarins. Að fela sig í hópnum Margir lögfræðingar, sem taka sæti í fjölskipuðum nefndum eða stofnunum, sem taka eiga afstöðu til réttinda annarra, temja sér gjarnan þau vinnubrögð að fela sig í hópnum og taka þátt í misgjörðum sem þar er stýrt af þekkingarleysi og jafnvel illum vilja, í stað þess að standa með sjálfum sér og gera einungis það sem þeim sjálfum finnst rétt. Reynsla mín af setu í átta ár sem dómari við Hæstarétt segir mér að þetta sé allt of algengt og það jafn- vel á æðstu stöðum. Þegar misfarið er með völd og áhrif er fremur fátítt að þeir sem fyrir verða nái vopnum sínum, eins og ég gerði gagnvart LMFÍ með dómi Landsréttar. Einmitt þess vegna er brýnt að þátttakendur í svona fjölskipuðum nefndum standi sig og láti ekki hafa sig til óhæfu- verka, þó að sá sem áhrifamestur er í hópnum óski þess. Álitshnekkir Ef satt skal segja þykir mér Lög- mannafélagið hafi sett illilega ofan við framgöngu sína í þessu máli. Á árinu 2011 var ég gerður að heið- ursfélaga í LMFÍ. Í þeirri útnefn- ingu finnst mér felast ábending til mín um að hafa nú auga með félag- inu og stjórnendum þess, m.a. í því skyni að þeir gæti heiðurs lög- mannastéttarinnar, sbr. 2. gr. siða- reglna og standi vörð um sjálfstæði hennar, sbr. 3. gr. Frumhlaupið í málinu gegn mér hefur án nokkurs vafa valdið mikl- um álitshnekki fyrir félagið. Það er að vísu ekki í lögmannalögum kveð- ið á um valdheimildir mér til handa gagnvart stjórninni og misgerðum hennar en með því á hinn bóginn að líta til stöðu minnar sem heiðurs- félaga, almennra væntinga félags- manna og sjónarmiða um hvað lög- gjafinn hefði gert ef hann hefði áttað sig á hættunni á flumbrugangi stjórnar og nefnda félagsins, hef ég með nútímaaðferðum í lögspeki komist að þeirri niðurstöðu að ég fari með eftirlits- og refsivald gagn- vart stjórn og nefndum félagsins. Niðurstaða mín er sú að óhjá- kvæmilegt sé að veita stjórn LMFÍ og úrskurðarnefnd félagsins áminn- ingu fyrir framgöngu sína í þessu máli. Úrskurðarorð: „Stjórn LMFÍ og úrskurðarnefnd félagsins sæta áminningu.“ Eftir Jón Steinar Gunnlaugsson » Þessi úrlausn Lands- réttar er ekki mjög flókin lögfræðilega. Hún á rót sína að rekja til ákvæðis í 2. mgr. 74. gr. íslensku stjórnarskrár- innar um félagafrelsi, sem kom í núverandi mynd inn í skrána 1995. Jón Steinar Gunnlaugsson Höfundur er lögmaður. Áminning Ég var í hópi þeirra þingmanna Sjálf- stæðisflokksins sem höfðu mestar efasemd- ir um innleiðingu á 3. orkupakkanum – og í haust lýsti ég því yfir opinberlega að væri hann að koma til kasta Alþingis eins og málið leit út þá myndi ég greiða atkvæði gegn innleiðingunni. Fyrir þessari andstöðu minni voru einkum þrjár ástæður: Í fyrsta lagi voru uppi vel rök- studdar efasemdir um að það valda- framsal sem fælist í innleiðingunni stæðist íslensku stjórnarskrána. Um þetta voru deildar meiningar meðal fræðimanna en ég kaus að halla mér að þeim sem lengst gengu til varnar stjórnarskránni; þeim sem viðkvæm- astir voru fyrir því að hugsanlega væri verið að ganga gegn henni. Þar fór Stefán Már Stefánsson fremstur í flokki. Í öðru lagi komu fram áhyggjur af því að íslensk stjórnvöld hefðu ekki endanlegt ákvörðunarvald um það hvort sæstrengur til raforkuflutn- ings yrði lagður milli Íslands og Evr- ópu. Það kynni að ráðast af markaðs- aðstæðum og ef einkaaðilar t.d. kynnu að sjá sér hag í því að leggja slíkan streng þá væri þeim það frjálst. Í þriðja lagi virtist ekki ljóst hvort Ísland yrði með einhverjum hætti undirselt sam- eiginlegri raforkupólitík Evrópu, t.d. varðandi verðlagningu til not- enda, jafnvel þótt eng- inn væri strengurinn. Og nú er ég spurður af hverju ég hafi skipt um skoðun á 3. orku- pakkanum og sé ekki lengur andvígur innleiðingu hans. Svarið er: Ég hef ekki skipt um skoð- un. Forsendur fyrir innleiðingu orku- pakkans á Íslandi hafa breyst; þær eru ekki lengur hinar sömu og ég var andvígur. Í fyrsta lagi er nú búið þannig um hnútana að stjórnarskrárvandinn er ekki lengur til staðar – að mati sömu varfærnu fræðimannanna og ég fylgdi að málum þegar þeir sögðu að hann væri fyrir hendi. Í öðru lagi er nú hafið yfir allan vafa að það verður enginn sæstrengur lagður til raforkuflutnings án þess að Alþingi taki um það sérstaka ákvörð- un. Í þriðja lagi er nú alveg á hreinu að á meðan enginn er sæstrengurinn hefur raforkupólitík í Evrópu, á borð við þá sem snýr t.d. að verðlagningu, ekkert gildi og enga þýðingu á Ís- landi. Með öðrum orðum: innleiðing 3. orkupakkans leiðir ekki af sér hærra raforkuverð til notenda á Íslandi. Og nú spyr ég sjálfan mig: skipti ég um skoðun? Svarið er aftur nei. Öllum efasemdum mínum var mætt. Og ég er spurður: stangast þetta ekki á við ályktun síðasta lands- fundar Sjálfstæðisflokksins um þessi mál? Enn er svarið nei. Sú ályktun var svohljóðandi: „Sjálfstæðis- flokkurinn hafnar frekara framsali á yfirráðum yfir íslenskum orkumark- aði til stofnana Evrópusambands- ins.“ Ekkert af þeim þingmálum sem nú liggja fyrir um 3. orkupakkann felur í sér að gengið sé gegn þessari ályktun. Af samtölum mínum við sjálfstæðisfólk á fyrrnefndum lands- fundi réð ég að flestir höfðu áhyggj- ur af 3. orkupakkanum af sömu eða svipuðum ástæðum og ég rakti hér að framan. Þær áhyggjur eru óþarfar. Eftir Pál Magnússon »Ég hef ekki skipt um skoðun. Forsendur fyrir innleiðingu orku- pakkans á Íslandi hafa breyst; þær eru ekki lengur hinar sömu og ég var andvígur. Páll Magnússon Höfundur er oddviti Sjálfstæðis- flokksins í Suðurkjördæmi. Orkupakkinn – aðalatriðin

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.